Morgunblaðið - 26.07.1995, Page 21

Morgunblaðið - 26.07.1995, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. JÚLÍ1995 21 AÐSENDAR GREINAR Þetta er allt hinum að kenna! FJÁRMAL Kópa- vogskaupstaðar hafa verið nokkuð í fjölmiðl- um að undanförnu. Ástæðan er í sjálfu sér afar einföld, því bær- inn er nú orðinn skuld- settasta sveitarfélag á landinu. Undirritaður hefur verið að gera bæjarbúum grein fyrir hinni fjármálalegu stöðu bæjarins og til þess einungis notað umsagnir löggiltra endurskoðenda bæjar- reikninga svo og skoðanamanna bæjar- ins. Allir þessir aðilar hafa, hver á sinn hátt rakið mjög skilmerkilega hve staða bæjarins er orðin alvarleg, og eina ráðið sé að draga verulega úr fjárfestingum og setja þess í stað fjármagn í að greiða niður skuldir. Með öðrum orðum sagt, þá hefur verið rekin hér í Kópavogi röng stefna, sem hefur fyrst og fremst miðað að því að fjárfesta sem mest á sem allra skemmstum tíma og án þess að velta hið minnsta fyrir sér arðsemi fjárfestingarinnar. Engu er líkara en núverandi meirihluti Framsókn- ar- og Sjálfstæðisflokks telji það skyldu sína að sjá svo um að verktakar hafi hér næg verkefni, þörf bæjarins skiptir greinilega miklu minna máli. Þetta lagast . . . bráðum Það er mjög athyglisvert, að bæjarstjórinn í Kópavogi telur ekki þörf á að blanda sér í þá umræðu sem verið hefur. Hans áhyggjur eru engar. Bæjarstjórinn reyndi ekki einu sinni að skýra fyrir bæjarstjórn hvers vegna íjármálin væru í rúst, heldur lét nægja að segja, að þetta væri bara svona, og það þjónaði engum tilgangi að velta fyrir sér af hveiju. Það er hins vegar formað- ur bæjarráðs, Gunnar Birgisson, sem stendur í forsvari. Skyldi hann hafa einhveijar áhyggjur af stöðu bæjarins? Ekki virðist það vera, því hann segir að þetta muni lagast bráðum. í þau 5 ár sem Gunnar Birgisson hefur verið í forsvari fyrir Kópavog hefur hann sagt, að hér fyrr á árum hafi ríkt kyrrstaða eða stöðnun á öllum hlutum og hann ætli sér að breyta því og hefja hér fram- kvæmdir. Þessar fram- kvæmdir muni kosta mikla peninga til að byija með, en það sé í lagi, því eftir fram- kvæmdatímabilið verði hægt að stoppa og fara að greiða niður skuldir. Gurinar Birgisson talar í einu orðinu um stöðnun í stjórnartíð fyrri meirihluta, en í hinu segir hann að byijað hafi verið á svo mörgum framkvæmdum að slíkt sé með ólík- indum. Verið að blekkja bæjarbúa Uppistaðan í málsvörn Gunnars Birgissonar um lélega fjármála- stöðu bæjarsjóðs er eftirfarandi: Það ríkti sli'k stöðnun í Kópavogi, og byijað var á svo mörgum nýjum framkvæmdum, að skuldir bæjarins hlóðust upp. Við ákváðum því að hefja miklar framkvæmdir í bænum til að ijúfa þessa kyrrstöðu, það Bæjarstjórinn í Kópa- vogi blandar sér ekki í ~ þessar umræður um ■ fjármál bæjarins, segir Guðmundur Oddsson, hans áhyggj- ur eru engar. gátum við gert, því íjárhagsstaða bæjarins var sterk. Við jukum að vísu skuldirnar til að byija með, en nú þegar framkvæmdum er að ljúka, þá förum við að borga skuld- ir. Hafa menn heyrt gáfulegri rök- stuðning frá sveitarstjórnarmanni? Auðvitað veit Gunnar Birgisson að framkvæmdum í vaxandi sveit- arfélagi lýkur aldrei, hvað þá þegar stefna bæjaryfii’valda er að fjölga um 800 manns á ári í bænum. Það hlýtur að vera ætlan þessara stjórn- enda að hinir nýju bæjarbúar fái einhveija þjónustu s.s. leikskóla, grunnskóla, íþróttahús, sundlaug, heilsugæslu o.fl ,o.fl. Það er því einungis verið að blekkja bæjarbúa með þessum þvættíngi, til að geta haldið áfram á sömu braut. Hverjir vilja hafa fjármálin í rúst? Nú á ég afar erfitt með að trúa því, að þeir Kópavogsbúar sem kusu Framsóknar- og Sjálfstæðisflokk í síðustu sveitarstjórnarkosningum, láti sér í léttu rúmi liggja, hvort fjármál bæjarins eru rúst eður ei. Þeir eiga hins vegar að gera þá kröfu til þeirra bæjarfulltrúa, sem nú mynda meirihluta í bæjarstjórn Kópavogs, að þeir geri skýra grein fýrir stöðunni. Ég lít á það sem skyldu mína sem bæjarfulltrúi í Kópavogi, að gera bæjarbúum rækilega grein fyrir ástandinu eins og það er. Hins veg- ar ef bæjarbúar vilja frekar trúa útúrsnúningum og yfirborðslegum skýringum Gunnars Birgissonar á Ijármálum bæjarins, þá þeir um það. Það breytir ekki því, að í dag er Kópavogur skuldsettasta sveitar- félag á landinu og það er staða sem mér finnst með öllu óásættanleg. Ef menn vilja ennþá, þrátt fyrir 5 ára stjórn núverandi meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks og allar þær framkvæmdir sem þeir hafa státað af á þessum tíma sem margfaldað hafa skuldir bæjar- ins, kenna þeim sem stjórnuðu Kópavogi fram að kosningum 1990 um allt sem aflaga hefur farið síð- an, þá verður svo að vera, en tæp- ast getur það talist stórmannlegt. Kópavogur hefur ekkert að gera með stjórnendur sem aldrei þora að horfast í augu við gerðir sínar, heldur reyna þess í stað alltaf að kenna einhveijum öðrum um sinn eigin afglapahátt. Kópavogur á miklu betra skilið, en þá verða bæjarbúar líka að gera kröfur á þá sem með stjórnina fara. Höfundur er bæjarfulltrúi Alþýðu- flokksins í Kópnvogi. Guðmundur Oddsson Tryggjum jafnrétti! NYGENGNIR dóm- ar í Héraðsdómi Reykjavíkur hafa vakið upp deilur um misjafn- an rétt karla og kvenna til bótagreiðslna frá tryggingafélögum. Dómarnir tóku mið af hálfs árs gömlum hæstaréttardómi sem ákvarðaði að þegar bætur vegna skertra vinnugetu væru annars vegar gæti í ákveðnum tilfellum verið eðlilegt að dæma konum lægri bætur en körlum. Studdist hæstaréttar- dómurinn þar við margendurteknar rannsóknir hér á landi sem sýndu með óyggjandi hætti fram á umtals- verðan mun á launum kynjanna. Sjóvá-Almennar hafa verið dregnar inn í umræður um þessa dóma og þung orð fallið í garð fyrir- tækisins. Því er óhjákvæmilegt að fara um málið nokkrum orðum og vekja á því athygli um leið að ekki getur verið við einstök tryggingafé- lög að sakast þegar æðsti dómstóll landsins staðfestir með þeim hætti sem gerst hefur umtalsverðan mun á launum karla og kvenna í íslensku samfélagi. Umdeildir dómar Hér- aðsdóms Reykjavíkur, segir Olafur B. Thors, er vegna slysa sem áttu sér stað fyrir gildistöku nýju skaðabótalaganna. Áratugum saman var fram- kvæmd bótagreiðslna nánast óbreytt. Uppgjörsvenjur trygginga- félaganna, sem dómstólar landsins höfðu mótað, voru í föstum skorðum t.d. almenn sátt um mismunandi íjárupphæðir eftir tekjumynstri kynjanna. Enda þótt mörg þúsund mál hafi verið afgreidd farsællega með svipuðum hætti er ástæða til þess að fagna nýjum lögum um skaðabótarétt sem tóku gildi árið 1993. Löngu var orðið tímabært að laga bóta- greiðslur að breyttum tímum en rétt er að vekja athygli á því að hinir umdeildu dómar Héraðsdóms Reykja- víkur eru vegna slysa sem áttu sér stað fyrir gildistöku nýju lag- anna. Dómarnir taka því í raun mið af eldra fyrirkomulaginu en ákvarða þó í þessum tilfellum tjónþola bæt- ur sem eru talsvert hærri en þær sem feng- ist hefðu samkvæmt nýju skaðabótalögunum. Sjóvá- Almennar hafa aldrei vikið sér und- an greiðslu sanngjarnra og eðlilegra bóta og eftir þann málarekstur sem á undan er genginn er það niður- staðan að uppgjörsvenjur trygg- ingafélaganna eru staðfestar en að tjónþolinn ber jafnframt síður en svo skarðan hlut frá borði. Vonbrigði yfir því að Hæstiréttur staðfesti raunverulegan launamun kynjanna í íslensku þjóðfélagi eru eðlileg. Gagnrýni á Sjóvá-Almennar í því sambandi er hins vegar afar ósanngjörn. Það er Hæstiréttur sem með dómi sínum og vísan til kjara- rannsóknarnefndar úrskurðar að þessi tekjuskipting í þjóðféalginu sé staðreynd enda þótt hún stríði gegn hugmyndum okkar allra um hvernig þjóðfélag jafnréttis eigi að líta út. Utilokað er að kalla einstök fyrir- tæki til ábyrgðar á því hvernig laun- um er' almennt fyrirkomið í þjóðfé- laginu. Sjóvá-Almennar hafa á undan- förnum árum lagt mörgum þjóð- þrifamálum lið. Kvennabaráttan er þar engin undantekning og fyrir- tækið mun hér eftir sem hingað til leggja sitt af mörkum til þess að stuðla að sem víðtækustu jafnrétti í þjóðfélaginu. Þau mál sem enn eru ófrágengin vegna slysa sem áttu sér stað fyrir gildistöku nýju skaðabóta- laganna munu Sjóvá-Álmennar leit- ast við að afgreiða í samræmi við eðlilegar kröfur og væntingar nýrra tíma um jafnrétti kynjanna. Höfundur er framkvæmdastjóri Sjóvár-Almennra. Ólafur B. Thors Varanleg mismunun o g óvirðing við réttindi stúlkubarnsins A UNDANFORN- UM dögum hefur um- ræðan um kvenréttind- aráðstefnu Sameinuðu þjóðanna verið í brennidepli og verður svo vonandi áfram. í kjölfar sýningar Ríkis- sjónvarpsins á bresku heimildarmyndinni „Herbergi dauðans" vakna margar spurn- ingar um gildi þessarar ráðstefnu. Því miður standa sendinefndir hinna vestrænu landa, sem telja sig vera í farar- broddi í jafnréttismál- um, að því að vera enn að beijast Aðalheiður Sigursveinsdóttir meybarn úrskurðað að kynin séu ekki lagalega jöfn hér á landi, þrátt fyrir að íslendingar hafi veri þátttakendur í sam- þykkt þess á vetvangi Sameinuðu þjóðanna á sínum tíma. Þetta er að sjálfsögðu léttvægt dæmi miðað við þær hörmungar sem millj- ónir kvenna líða alls staðar i heiminum svo sem kúgun, félagslegt misrétti, barsmíðar, kynferðisafbrot, þrælasölu, vændissölu og útburð meybarna í Kína sem er að jafnaði á tveggja mín. fresti. Hver er þessi samþykkt? við að halda inni sumum af áður samþykktum Sameinuðu þjóðanna. Vandi þessarar samkundu er nefni- lega sá hve auðelt það er að hunsa samþykktir hennar. Við þurfum ekki annað en að líta í eigin barm, Hæstiréttur á Islandi hefur nýlega Nýlega var ég þátttakandi á ráð- stefnu æskulýðssambanda í Evrópu þar sem drög að samþykkt Samein- uðu þjóðanna var kynnt. Skjal þetta er byggt á þegar samþykktum texta með breytingatillögum, sem hafðar eru innan sviga. Það var mikið þrek- virki að það skuli loks hafa fengist í gegn að kaflinn „(Varanleg mis- munun og óvirðing á réttindum) stúlkubarnsins.“ Það sést best á yfirskrift kaflans að það er ekki þar með sagt að hann muni verða eins áhrifamikill og til var ætlast í fyrstu. Bara það að ekki hefur enn náðst samþykki um yfirskriftina segir meira en mörg orð. Kaflanum var upphaflega ætlað að fá allar þjóðir heimsins til þess að viður- kenna að víða væri pottur brotinn í félaglesum réttindum stúlkubarns- ins; að virða æsku stúlkubarnsins, sporna við útburði meybarna, af- nema barnaþrælkun, gifta litlar telpur ekki á barnsaldri, gefa þeim færi á viðunandi menntun, virka þær til aukinnar þáttöku í þjóðfé- laginu, veita þeim sömu sýn á fram- tíðina og jafnöldrum þeirra af hinu kyninu og ekki síst sýna stúlkum sömu virðingu og umhyggju og drengjum. Mannréttindabrot í Kína hafa verið kunn á und- anförnum árum, segir Aðalheiður Sigur- sveinsdóttir, og heim- ildaþátturinn Herbergi dauðans vakti upp auknar umræður. Þessu markmiði verður hinsvegar ákaflega erfitt fyrir hinar vestrænu þjóðir að ná, því að þær eru í minni- hluta. Til hvers að fara til Kína? Mannréttindabrot Kínveija hafa verið kunn á undanförnum árum og víst er að heimildarþátturinn Herbergi Dauðans vakti upp auknar umræður um það hvort íslenskar konur ættu yfir höfuð að fara til Kína á mannréttindaráðstefnu í mótmælaskyni. Það kemur svo sem ekkert á óvart að sumir viiji sitja heima og fordæma í stað þess að halda af stað og reyna þannig að leggja hönd á plóginn til að bæta ástandið. Þessi ráðstefna mun ekki ein- göngu fara fram í lokuðum sal með sendinefndum, því í raun verður hún fjórskipt. Athygli heimsbyggðar- innar mun þó að sjálfsögðu beinast að mestu leyti að aðalráðstefnunni, þar sem skjalið er til opinberrar umræðu og hin formlegu ræðuhöld verða. Til hliðar við það eru svo tvennskonar vinnufundir þar sem reynt verður að ná sameiginlegum lausnum á sjálfu skjalinu. Auk þessa verður svo heilmikið um að vera á vegum félagasamtaka hvaðanæfa að úr heiminum sem koma þangað til þess að reyna að vekja athygli á starfsemi sinni, en umfram allt til þess að reyna að hafa áhrif á ákvarðanir sem verða teknar á sjálfri ráðstefnunni. Það er Ijóst að þarna verður gríðarlegur fjöldi saman kominn í þeim tilgangi að vekja athygli á stöðu kvenna. Þessi síðasti hópur er að mínu mati mikilvægastur fyrir umræðuna og ástandið í Kína, vegna þess að hóp- urinn hrópar á athygli. Það þarf enginn að segja mér að þessi hópur muni ekki skilja neitt eftir sig í Kína. Það er ekki ástæðulaust að Kínversk stjórnvöld vilji færa þenn- an hliðarhóp frá sjálfu ráðstefnu- svæðinu, því að hann mun eflaust hrópa hæst, vera fjölmennastur og skilja mest eftir sig í landinu að ráðstefnunni lokinni. Þegar hafa tvær alþingiskonur upplýst að þær ætli ekki til Kína í mótmælaskyni. í framhaldi af því langar mig að spyija, er það í mótmælaskyni við kínverska alþýðu eða kínversk stjórnvöld. Höfundur er annar varaformaður Félags ungra jafnaðarmanna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.