Morgunblaðið - 12.08.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 12.08.1995, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Versogú, nú ætlar konan mín að segja ykkur hvað það er æðislegt að vera þingmaður á Evrópuþinginu . . . ÞESSIR hressu veiðimenn fengu allir sína maríulaxa í Laxá í Kjós fyrir skömmu. Þeir eru f.v. Richard Holkar, leiðtogi Indu-ríkis á Indlandi, Toby Willoughby 14 ára, Yeshwant-Roa 12 ára, Jack Edwards 6 ára, Timothy Edwards 10 ára og Colonel Digby Willoughby. VEIÐI fór illa af stað í stærri ánum í Vopnafírði í sumar og lítið veiddist af stórlaxi framan af. Þegar við bættust niðurstöður fiskifræðinga úr gönguseiðamælingum í Vesturdalsá í fyrra voru horfur að sönnu ekki góðar. En síðustu tvær vikumar má segja að hvellur hafi verið í ánum, ekki síst Selá, en einnig Hofsá og Vesturdalsá. Lífleg veiði hefur verið í ánum að undanförnu og ljóst að mjög öflugar smálaxagöngur hafa verið á ferðinni. Betra seint en aldr- ei segja sumir, en aðrir þaulkunnug- ir í Vopnafirðinum benda á að þetta sé hinn eðlilegi tími smálaxins í hér- aðinu, því yfirleitt komi sumarið síð- ast í þessum landshluta. Mokveiði í Selá Mokveiði hefur verið í Selá í Vopnafirði síðasta hálfa mánuðinn. Fjögurra daga holl á neðsta svæðinu fékk til að mynda 80 laxa fyrir skömmu og næsti hópur fékk litlu minni afla. Á sama tíma var tveggja daga holl á efra svæðinu með 37 laxa á 3 stangir. Næsti hópur á und- an milli 60 og 70 laxa á 4 dögum. Þannig mætti áfram telja. Aðallega er þetta mjög vænn og spikfeitur smálax sem er mest 5-6 pund en allt að 8 pund. Stöku stór- lax er einnig í aflanum, stærst 21 pund á neðra svæðinu, en 18 pund á efra svæðinu. Kristján Magnússon kokkur í veiðihúsinu að Hvamms- gerði sagði í samtali við Morgunblað- Hvellur í Yopnafirð- inum ið í gærdag að heildarveiðin væri komin í 550 laxa. Sýnir það hvað tölur geta verið fljótar að breytast þegar kraftur kemst í göngur. Líflegt í Kjósinni Ágæt veiði hefur verið í Laxá í Kjós að undanförnu og í gær voru komn- ir milli 550 og 600 laxar á land. Skilyrði hafa verið erfið á köflum, þannig hafa komið tvö flóð með gruggugu vatni síðustu tíu dagana. Fiskur hefur verið að ganga fram á þennan dag og nóg er af laxi í ánni. Sverrir Þorsteinsson veiddi stærsta laxinn fyrir fáum dögum, 17 punda hæng á Colly Dog í Kára- nesfljóti. „Þetta var fallegur lax og lítið leginn. Ég er búinn að skreppa í Laxá nokkrum sinnum í sumar, dag og dag, og veiða hörkuvel. Það er fullt af iaxi í ánni,“ sagði Sverrir í samtali við blaðið. Gott á Ásunum Rangámar eru nú komnar yfir þúsund laxa, en heldur hefur hægst um göngurnar. Enn reytist þó inn fiskur og mikið af fiski er komið í ámar. Saman eru þær í þriðja sæti á eftir Norðurá sem hefur forystu með um 1.400 laxa og Þverá sem er skammt undan með nærri 1.350 stykki. Laxá á Ásum er eins og oft áður ókrýnd drottning íslenskra laxveiði- áa, a.m.k. miðað við veidda laxa á hveija dagsstöng. Síðustu fregnir hermdu að vel á tíunda hundrað laxa væru komnir á land á stangirnar tvær og enn er dijúgt eftir af veiði- tímanum. Veiði þar hefur því verið með albesta móti og undirstrikar enn og aftur sérstöðu Laxár. Lifnaði einnig í Hofsá „Hér hefur verið góð veiði síðustu tvær vikurnar, algeng dagsveiði svona 30 laxar. Síðustu tvo dagana hefur þó aðeins dofnað, kannski vegna þess hve hvasst hefur verið við ána,“ sagði Daniel LeDavis, leið- sögumaður við Hofsá í samtali við Morgunblaðið í gærdag. Sagði Daní- el 480 laxa vera komna á land. Mest væri það góður smálax, 5 tii 7 pund, en þeir stærstu væru fimm 18 punda fiskar. Bílablaðið Mótor hefur göngu sína Bílar eru meira en bíladella Mótor, nýtt alhliða mótorrit hefur haf- ið göngu sína og eru ritstjórar og helstu eig- endur tímaritsins þeir Þór- hallur Jósepsson og Ari Arn- órsson. Að sögn Þórhalls er markmiðið að blaðið komi út annan hvern mánuð og á það að ij'alla um flest það sem lýtur að bifreiðum og bif- reiðaíþróttum. - Hvers vegna ákváðuð þið að fara að gefa út nýtt blað? „Upphafið var að við hitt- umst nokkrir í október í'fyrra og ræddum um hvort flötur væri á að gefa reglulega út efnismikið og fjölbreytt bíla- blað. Okkur fannst ekki vera næg umfjöllum um þessi mál hér á landi, sérstaklega þegar haft er í huga að bíllinn er orðinn almannaeign og einn stærsti útgjaldaliður hverrar ijölskyldu bæði í ijárfestingu og rekstri. Bílar eru miklu meira en bíladella og þeir eru hluti af lífsmynstri okkar og um- hverfi. Þetta hlóð svo smám sam- an utan á sig og í mars ákváðum við að láta verða af þessu.“ - Hverjir eiga blaðið? „Fyrirtækið um útgáfu blaðsins var stofnað í apríl og erum við Ari Arnórsson eigendur þess ásamt Fjölmiðlafélagi Landssam- bands íslenskra akstursíþrótta- félaga (FLÍA). Kemur stjórnarfor- maður fyrirtækisins frá þeim. - Eruð þið Ari miklir bíla- áhugamenn? „Eg hef lengi verið áhugamaður um bíla og einnig haft áhuga á öðrum þáttum sem tengjast þeim, til dæmis umferðarmálum, örygg- ismálum og neytendamálum. Ari er mikill áhugamaður um mótor- sport en hann hefur líka áhuga á því sem ég nefndi áðan.“ - Inn á hvaða lesendahóp er blaðið stílað? „Við viljum ná sem breiðustum hópi lesenda en einnig erum við með greinar fyrir dellukarlana. í blaðinu verða greinar um mótor- sport hérlendis og erlendis, grein- ar um mótorhjól og einnig verður íjallað um fornbíla, vörubíla, rút- ur,_ reiðhjól og ýmislegt annað. í fyrsta tölublaðinu er ágætis þverskurður af þessu. Þar er með- al annars að finna aðsendar grein- ar sem tengjast á einn eða annan hátt umferðaröryggi. Síðan er skemmtiefni, til dæmis um ferð á Hummer-jeppa upp á Skjaldbreið. Við duttum einnig um athyglis- vert efni um íslending sem stend- ur að auglýsingum á Formula 1 bíl.Tvær aðrar greinar eru dæmi- gerðar um efni sem við viljum vera með í fram- --------- tíðinni. Önnur er um þá bíla sem kosta minna en eina milljón króna og hin er um _______________ eftirmála umferðar- slysa og hvernig réttarkerfið er í kringum þau. Við álítum að þar sé víða pottur brotinn.“ - Skrifið þið Ari allt efnið sjálf- ir? „Ari skrifaði stærsta hlutann, ég á nokkurn hluta og síðan eru níu aðrir sem eiga greinar í blað- inu og er hlutur þeirra misstór. - Hvernig gekk vinnslan á fyrsta blaðinu? „Fyrsta blaðið var auðvitað erf- iðara, við áttum ekki von á öðru. Okkur tókst að klára það og höf- um dregið mikinn lærdóm af þeirri vinnu.“ - Hvað lærðuð þið af vinnslu fyrsta blaðsins? „Við lærðum heilmikið. Við höf- um endurskoðað margt í okkar Þórhallur Jósepsson ►Þórhallur Jósepsson var í tíð síðustu ríkisstjórnar aðstoðar- maður Halldórs Blöndal sam- gönguráðherra. Áður vann hann sem blaðamaður á Morg- unblaðinu og um skeið var hann umsjónamaður bílasíðu blaðs- ins. Þórhallur vann sem skrif- stofumaður hjá Skeljungi um tíma og þar áður sem barna- kennari. Hann er 42 ára gam- all, kvæntur Herdísi Ólafsdótt- ur, skrifstofukonu, og eiga þau þrjú börn. vinnubrögðum, til dæmis skipu- lagninu á efnisöflun og niðurröðun efnis áður en við förum með það til prenstsmiðjunnar. Maður er að læra allt sitt líf. Það er einmitt það sem gerir skemmtilegt að tak- ast á við verkefni af þessu tagi.“ - Hvernig fjármögnuðuð þið fyrsta tölublaðið? „Við höfum ijármagnað þetta að verulegu leyti sjálfir, FLÍA lagði fram áhættufé sem ýtti okk- ur í gang. Við ijárfestum ekkert, notuðumst við gamlan tækjabún- að og lítið og ódýrt húsnæði. Ég hef unnið launalaust við þetta frá því í maí og hef getað það því áður var ég í opinberu starfi og notaði biðlaunatíma til að vinna að þessu. Ari hefur ekki heldur þegið laun frá fyrirtækinu. Einnig seldum við auglýsingar en það er alltaf erfitt að fá auglýsingar í fyrsta tölublað tímarits. Við sett- um okkur áætlun um hvað við þyrftum að ná miklu inn með auglýsingum og þegar því mark- miði var náð og rúmlega það fórum við að ein- Lærðum rnikið beita okkur að því að af fyrsta tölu- blaðinu gefa út blaðið.“ - Hvað ráðgerið þið að selja blaðið í mörgum eintökum? „Við vitum það ekki. Stærsti óvissuþátturinn í svona útgáfu er hvað selst af svona blaði og það var erfiðast að ákveða hversu mörg eintök ætti að prenta. Við létum prenta 7.000 eintök og við vitum ekki enn hvort þetta er of mikið eða of lítið.“ - Veistu hvernig salan hefur gengið? „Ég held að ekki fáist nein skýr svör við því fyrr en eftir að minnsta kosti mánuð og kannski vitum við það ekki fyrr en næsta tölublað kemur út í lok september og við köllum inn óseld eintök." - Er enginn kvíði i ykkur? „Nei það þýðir ekkert. Við ein- beitum okkur að því að Mótor komi reglulega út og vinni á.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.