Morgunblaðið - 12.08.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 12.08.1995, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR . v mi Forstjórar tryggingafélaga telja misskilnings gæta í málflutningi FÍB um iðgjöld Fjármunir í bótasjóði „eign“ tjónþola, ekki tryggingafélaga FORSTJÓRAR Sjóvá- Almennra, VÍS og Trygg- ingamiðstöðvarinnar hafna því að íjöldi dauðaslysa sé mælikvarði á slysatíðni. Þeir telja tölur tryggingafélaganna um slysa- tíðni og fjölda tjóna einar marktækar og samanburðarhæfar en á þeim sé byggt þegar iðgjöld eru ákvörðuð. Þær bendi til þess að slysum hafi fjölgað, jafnvel þótt slysaskráning Úmferðarráðs leiði í ljós að alvarlegum slysum og dauðaslysum hafi fækkað nokkuð. Forstjóramir segja fráleitt að fullyrða að hægt sé að lækka ið- gjöid á þeim forsendum að fjármunir hlaðist upp í bótasjóðum trygg- ingafélaganna. Fjár- munir í bótasjóðum séu í raun „eign“ tjónþola og skuld tryggingafé- laganna. Tryggingafé- lög leggi ijármuni til hliðar og ávaxti þá til að mæta óuppgerðum skuldbindingum. For- svarsmenn trygginga- félaganna segja kröfur talsmanna FIB um að iðgjöld öku- trygginga verði lækkuð um 20-30 þúsund gjörsamlega út í hött. Einar Sveinsson, framkvæmdastjóri Sjóvá- Almennra, telur að tryggingafélögin hafi keyrt iðgjöld sín í það lágmark sem þau treysti sér til að bjóða. Ið- gjöld séu þó jafnan endurskoðuð batni afkoma félaganna. Tvisvar til þrisvar sinnum fleiri slasast hér en í Svíþjóð „Ég hef verið að skoða upplýs- ingar frá sænskum tryggingafélög- um um slysatíðni í Svíþjðð en tals- menn FÍB hafa einmitt borið saman tryggingaiðgjöld þar og hé_r,“ segir Axel Gíslason, forstjóri VÍS. „Það er alveg rétt að dauðaslys eru álíka mörg í löndunum hlutfallslega, ef ekki færri á íslandi. Það er aftur á móti óumdeilanleg staðreynd, burt- séð frá þvíTivort slysatíðni er reiknuð út miðað við bílaeign eða fólksfjölda, að fleiri slasast í umferðinni hér en í Svíþjóð." Tii skýringar bendir Axel á að hlutfallslega séu ámóta mörg tryggingaskyid ökutæki í löndunum tveimur. „Árið 1992 skráðu sænsk trygg- ingafélög um 364 þúsund umferðar- slys og í þeim slösuðust um 33.200 Svíar. Það samsvarar því að um eitt þúsund íslendingar slasist í umferð- Forstjórar þriggja tryggingafélaga gagnrýna málflutning talsmanna Félags íslenskra bifreiðaeigenda um tryggingaiðgjöld öku- trygginga og telja hann byggðan á misskiln- ingi í nokkrum aðalatriðum. GUNNAR Felixson, forstjóri Tryggingamið- stöðvarinnar EINAR Sveinsson, framkvæmdastjóri Sjóvá-AImennra ÓLAFUR Thors, framkvæmdastjóri Sjóvá-Almennra AXEL Gíslason, forstjóri Vátrygginga- félags íslands inni. Því miður slasast mun fleiri í umferðinni hjá okkur en alls slasast u.þ.b. 2.500 manns á ári hvetju," segir hann. Samkvæmt grófum útreikningum segir Axel að um 9-10 einstaklingar slasist í umferðinni á íslandi á hverja 1.000 íbúa en þeir séu um 4 á hvetja þúsund í Svíþjóð. Þannig slasist tvisvar til þrisvar sinnum fleiri hér en í Svíþjóð. Hann telur að kostnaður hljótist einkum vegna þeirra sem slasist og fái bætur vegna varanlegrar örorku. „Við viðurkennum að tryggingaið- gjöld eru lægri í sumum löndum en þau eru líka hærri í öðrum. Þetta fer allt eftir tjónareynslunni," segir Axel. Fækkun dauðaslysa ekki góð viðmiðun Gunnar Felixson, forstjóri Trygg- ingamiðstöðvarinnar, segir þau sjón- armið FÍB að eðlilegra sé að áætla slysatíðni miðað við fjöida dauðaslysa algjörlega röng. „Bætur fyrir dauða- slys eru alls ekki stærsti þáttur bóta- greiðslna í mínu fyrirtæki og eru þess vegna ekki eðlilegt viðmiðunar- mark miðað við tjónagreiðsiur félaga í hinum ýmsu löndum," segir Gunnar. „Ég tel að skoðanir Árna Sigfús- sonar og annarra talsmanna FÍB séu byggðar á Iítilli þekkingu á eðli öku- tækjatrygginga. Ég tel að slysatíðni sé í raun mun meiri hér en erlendis. Ef upplýsingar sænska trygginga- sambandsins eru bornar saman við íslenskar aðstæður má áætla að slysatíðnin sé tvisvar til þrisvar sinn- um meiri hér.“ Tölur tryggingafélaga sambærilegar ár frá ári Einar Sveinsson og Ólafur Thors, framkvæmdastj órar ' Sj óvá- Almennra, telja það ekki_ réttmæta ályktun hjá talsmönnum FÍB að slys- atíðni sé minni hér á landi vegna þess að dauðaslys séu hér færri en í samanburðarlöndunum. Þeir hafna einnig þeirri skýringu að slysatíðni hafí aukist vegna þess að öðruvísi sé staðið að slysaskrán- ingu hjá Umferðarráði nú en áður. „Okkar tölur eru sambærifegar ár frá ári og staðfesta að slysum heíur fjölgað jafnvel þótt heildartjónafjöldi hafi dregist saman,“ segja þeir. Þeir benda á að hlutfall slysabóta af heildarbótum vegna bílslysa hafí aukist. Fyrir 10 árum hafi hlutfallið verið um 30% en sé nú um 60%. Það hafí ennfremur mikil áhrif á rekstur félagsins að greiddar séu tiltölulega háar bætur vegna minniháttar ör- orku. Ábyrgðarlausar fullyrðingar um eðli og hlutverk bótasjóðs „Það er tal án ábyrgðar að halda því fram, eins og talsmenn FÍB gera, að við getum lækkað iðgjöldin vegna þess að við eigum svo og svo mikið í bótasjóði," segir Einar Sveinsson. „Bótasjóðurinn er „eign“ tjónþola en ekki tryggingarfélaganna. Fjármunir eru lagðir í sjóðinn til þess að mæta óuppgerð- um skuldbindingum fé- laganna. Það má m.ö.o. segja ef tryggingafélag hættir fyrirvaralaust rekstri sé það hlutverk bótasjóðsins að mæta skuldbindingum þar til allar tjónabætur hafa verið greiddar." Einar segir að með nýjum lögum hafi nafni bótasjóðsins verið brejftt í vátryggingarskuld og það lýsi eðli skuldbind- ingarinnar betur. Líta megi á fjármuni í sjóðn- um sem skuld félaganna við viðskiptavini sína. „Það sem talsmenn FÍB skilja ekki,“ segir Ólafur Thors, „er að besta trygging tjón- þola er að tryggingafélögin hlúi vel að bótasjóðnum og ávaxti innstæðu hans vel. Bætur fyrir varanlega ör- orku eru í mörgum tilvikum framtíð- artekjur tjónþola," segir hann. Ástæður þess að fjármunir safnast fyrir í sjóðunum eru tvíþættar, að sögn framkvæmdastjóranna. Annars vegar bíði fjölmörg bótamál meðferð- ar dómstóla vegna ágreinings um uppgjörsreglur. Hins vegar fjölgi þeim stöðugt sem fái greiddar ör- orkubætur. Meðferð slíkra bótamála geti tekið langan tíma og því sé félög- unum nauðsyn að leggja fé fyrir sem greitt verði þegar örorkumat liggur fyrir. Þeir segja að jafnaði 3 ár líða frá því að slys verður og þar til ör- orkumat liggur fyrir. Vonbrigði með vinnubrögð Framkvæmdastjórar Sjóvá- Almennra eru vonsviknir með vinnu- brögð og málflutning talsmanna FÍB. „Fullyrðingar þeirra bera yfírbragð auglýsingamennsku. Við erum mjög vonsviknir að þeir skuli ekki leita upplýsinga hjá okkur áður en lagt er af stað með stóryrtar yfírlýsingar. Þeir vilja hreinlega ekki setja sig faglega inn í málið,“ segja þeir. 50 ára afmæli áætlunar- flugstil Kaupmanna- hafnar Kaupmannahöfn. Morgnnblaðið. FYRSTA íslenska áætlunar- fluginu til Kaupmannahafnar fyrir fimmtíu árum verður fagnað með athöfn á Kastrup- flugvelli hinn 25. ágúst, en þann dag var flugið farið árið 1945. í áhöfninni voru þá Jó- hannes R. Snorrason, Magnús Guðmundsson og Sigurður Ingólfsson og þeir koma einnig hingað nú til að halda upp á atburðinn. Danska umferðar- útvarpið mun útvarpa frá at- höfninni á Kastrup, en daginn áður verður haldin móttaka fyrir vini og velunnara Flug- leiða á Det Ny Teater í Kaup- mannahöfn. A síðasta ári voru Flugleiðir þriðja stærsta áætl- unarflugfélagið á Kastrup, næst á eftir SAS og British Airways. Catalina lenti á Eyrarsundi Fyrsta flugvélin, sem flaug til Kaupmannahafnar frá ís- landi 25. ágúst fyrir fimmtíu árum fyrir Flugfélag íslands, lenti ekki á Kastrup, heldur úti á Eyrarsundi, því farkost- urinn var Catalínu-flugbátur, TF-ISP. Með vélinni komu fimm farþegar, þrír Danir og tveir íslendingar, en tólf far- þegar flugu til baka með vél- inni til íslands. Fleiri farþega tók vélin ekki. Það var skrif- stofa Eimskips sem sá um af- greiðslu flugbátsins þá. Sex flugvélar frá íslandi Flugstjóri var Jóhannes R. Snorrason, en ásamt honum voru Magnús Guðmundsson flugmaður og Sigurður Ing- ólfsson flugvirki í áhöfninni og þeir munu halda upp á at- burðinn í Kaupmannahöfn, en hinn sögulegi flugbátur er ekki lengíir tiltækur. I staðinn kem- ur hingað önnur söguleg vél, DC-3, sem mun fljúga yfir Kaupmannahöfn, en með í ferðinni eru einnig fimm Bo- eing-þotur félagsins. Aðrir gestir koma einnig frá íslandi, þar á meðal Halldór Blöndal samgönguráðherra, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri og forráðamenn Flugleiða. í móttöku, sem Flugleiðir, ís- lenska sendiráðið og fleiri ís- lenskir aðilar standa að 24. ágúst verður boðið upp á ís- lenskt lostæti og Sigrún Hjálmtýsdóttir syngur við undirleik Önnu Guðnýjar Guð- mundsdóttur. Atburðurinn hefur dregið að sér athygli hér, því danska dagblaðið Börsen hefur þegar birt grein um afmælið og danska um- ferðarútvarpið mun útvarpa beint frá Kastrup 25. ágúst.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.