Morgunblaðið - 12.08.1995, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 12.08.1995, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 1995 17 Belgískar áleggs- pylsur í HAGKAUP Kringlunni er nú hægt að kaupa belgískar áleggs- pylsur. Um er að ræða fimm mis- munandi tegundir, bjórpylsu, ung- verska skinkupylsu, sveppapylsu, skinkupylsu með papriku og kryddi og hvítlaukspylsu. Verðið er mis- munandi eða frá 1.998 krónum kíló- ið og eru pylsurnar seldar í sneiðum í sælkeraborði Kringlunnar. Þá eru fáanleg paté frá Belgíu í Hagkaup Kringlunni og eru þau til í ýmsum stærðum og gerðum. Einn- ig er hægt að kaupa vöruna í sneið- um úr sælkeraborðinu. Um er að ræða nokkrar bragðtegundir en patéin eru að mestu unnin úr svína- kjöti sem er um 50% af innihaldi vörunnar. Ýmsum grænmetis-, og kryddtegundum er síðan blandað saman við. Morgunblaðið/Sverrir Innilegar þakkir fœri ég öllum þeim, sem glöddu mig með heimsóknum, gjöfum, skeyt- um ogblómum á 70ára afmœli minu 1. ágúst. GuÖ blessi ykkur öll. Helga Gunnólfsdóttir, Vesturgötu 34, Keflavík. Tilkynning til handhafa Debetkorta Sparisjóðirnir hafa gert nokkrar breytingar á skilmálum Debetkorta sparisjóðanna í samráði við Samkeppnisstofnun. Nýjar reglur og skilmálar taka gildi 15. ágúst n.k. og liggja þær frammi í öllum sparisjóðum og útibúum þeirra. Ákveðnar greinar taka efnislegum breytingum og eru þær birtar hér fyrir neðan. Sérstök athygli er vakin á grein 14.1. Úr eldri reglum og skilmálum: Reglur og skilmálar frá 15. ágúst 1995: Morgunblaðið/Þorkell Kringlan 8 ára UM ÞESSAR mundir eru átta ár liðin frá því að Kringlan opnaði, sem leitt hefur til mikilla breytinga á verslunarháttum. í tilefni afmæl- isins verður skemmtidagskrá í Kringlunni í dag, laugardag. Sýnd verða atriði úr söngleiknum Jesús Kristur Súperstar sem nú er verið að sýna í Borgarleikhúsinu. Hljóm- sveitirnar Sixties og Páll Óskar og Milljónamæringarnir spila fyrir viðskiptavini og árita geisladiska sína. Margt verður fyrir börnin. Furðuleikhúsið sýnir leikritið B2, sem byggt er á sögu Sigrúnar Eldjárn um geimveruna B2. Furðufjölskyldan kemur í heim- sókn og trúðar og töframenn verða á ferðinni. í göngugötu verður andlitsmálun fyrir börn og hopp- kastalar. Boðið verður upp á hress- andi drykki frá Vífilfelli í tilefni dagsins. Verslanir Kringlunnar verða opnar til kl. 16 í dag og Hard Rock Café verður opið til kl. 23.30. Biddu um Banana Boat sólmargfaldarann el þé vill verða sólbrún/n á meltíma I skýjaveðri. □ Yfir 60 gerðir Banana Boat sólkrema, •olía.-gela.-úða.-salva og -stifta m/sólvöm trá I til #50, eða um tvöfalt öfkigrí en aðrar algengar sólarvörur. Banana Boat sólarlínan er fram- leídd úr Aloa Vera, kollageni og elastíni, jojoba, minkolíu, banönum, mðndlum, kókos, A, B, D og E vítamínum □ Sérhönnuð sólkrem fyrir íþróttamenn. Banana Boal Sport m/sólv. #15 og #30. D 99,7% hreint Banana Boat Aloe Vera gel (100%). Hvers vegna að borga 1200 kr. fyrir kvartlltra af Aloe geli þegar þú getur fengið sama magn af Banana Boal Aloe Vera geli á 700 kr? Eða tvöfalt meira magn af Banana Boal Aloe Vera geli á 1000 krt Án spírulínu, tilbúinna lyktarefna eða annarra ertandi ofnæmisvalda. Biddu um Banana Boat á sólbaðsstofum, apótekum, snyrtiv. verslunum og ðllum fieilsubúðum utan Reykjavtkur. Banana Boat E-gel fæst lika hjá Samtökum psoriasis og exemsjúklin- ga. A. ALMENNT UM DEBETKORT 6.4. Korthafi ber ábyrgð á öllum greiðslum/úttektum, sem verða vegna notkunar Debetskorts hans, sbr. þó I0. gr. 2. mgr. 6.6. Korthafi ábyrgist tjón gagnvart bönkum og sparisjóðum, sem verður vegna vanrækslu hans við vörslu eða notkun Debetskorts eða leyninúmers þess. 7.3. Útgefendur Debetkorta eru ekki ábyrgir fyrir tjóni, sem verður vegna lagaboða, aðgerða stjórnvalda, náttúruhamfara, stríðs, verkfalls, verkbanns, skæruverkfalla eða annarra slíkra aðstæðna, rafmagnstruflana eða rafmagnsleysis, né vegna truflana í símkerfi eða öðrum boðleiðum eða samgöngum. Tjón, sem gæti o.rðið af öðrum ástæðum, bætist ekki af útgefanda hafi hann sýnt eðlilega aðgæslu. 7.4. Útgefendur Debetkorta eru ekki ábyrgir fyrir tjóni né óhagræði, sem verður vegna þess að móttöku Debetkorts er hafnað. 9.1. Notkun Debetkorts erlendis er heimil þar sem merki MAESTRO/CIRRUS eða VISA ELECTRON er uppi. Af erlendum viðskiptum og úttekt reiðufjár erlendis reiknast þjónustugjald, skv. gjaldskrá. 10.2. Sjálfsábyrgð korthafa takmarkast við jafnvirði ECU 150 í ísl. krónum, ef kort hans er notað af óviðkomandi aðila, áður en hvarf þess uppgötvast og er tilkynnt skv. L tölulið. í 0.3. Sérstök athygli er vakin á að korthafi ber fu'lla ábyrgð á úttektum með glötuðu korti, sé tilkynningaslyldu ekki fullnægt strax og hvarfi þess uppgötvast. I 1.2. Við útgáfu korts greiðir korthafi sérstakt stofngjald auk venjulegs árgjalds. 11.3. Banka/sparisjóði er heimilt að færa korthafa til gjalda á viðskiptareikningi hans mánaðarleg færslugjöld fyrir notkun kortsins, kostnað vegna reikningsyfirlita, kostnað vegna endur- nýjunar korts, árgjöld á 12 mánaða fresti og gjald vegna útvegunar afrits af sölunótu, allt samkvæmt gjaldskrá hverju sinni. 14.1. Bankar/sparisjóðir áskilja sér rétt til að breyta notkunarreglum þessum og skilmálum, enda séu þær breytingar auglýstar. Ef Debetkortið er notað eftir að breytingar hafa verið auglýstar, skoðast það sem samþykki korthafa á þeim. Að öðrum kosti skal notkun kortsins hætt og það tilkynnt bankanum/ sparisjóðnum. Ef engin slík tilkynning berst innan fjórtán daga frá auglýstri breytingu, skoðast hún samþykkt af korthafa. B. DEBETKORT SEM GREIÐSLUKORT 5. Greiðslur með Debetkorti koma fram á reikningsyfirliti þess viðskiptareiknings, sem kortið er tengt og korthafi fær sent frá banka/sparisjóði með umsömdu millibili. Á yfirlitinu kemur fram nafn seljanda, þar sem kortið var notað, ásamt dagsetningu og upphæð. Ef um erlend viðskipti er að ræða kemur einnig fram upphæð kauplandsins. Ef korthafi hefur athugasemdir við reikningsyfirlit sitt, ber honum að tilkynna það banka/sparisjóði sínum innah 20 daga frá móttöku þess. A. ALMENNT UM DEBETKORT 6.4. Korthafi ber ábyrgð á öllum greiðslum/úttektum, sem verða vegna notkunar Debetkorts hans, sbr þó 10.2. og 13.1. og 13.2. 6.6. Korthafi ábyrgist tjón gagnvart sparisjóðnum, sem verður vegna vanrækslu hans við vörslu eða notkun Debetkorts eða leyninúmers þess, sbr 10.2. 7.3. Útgefendur Debetkorta eru ekki ábyrgir fyrir tjóni, sem verður vegna lagaboða, aðgerða stjórnvalda, náttúruhamfara, stri'ðs, verkfalls, verkbanns, skæruverkfalla eða annarra slíkra aðstæðna, rafmagnstruflana eða rafmagnsleysis, né vegna truflana í símkerfi eða öðrum boðleiðum eða samgöngum. 7.4. Útgefendur Debetkorta eru ekki ábyrgir fyrir tjóni né óhagræði, sem verður vegna þess að móttöku Debetkorts er hafnað sem greiðslu hjá söluaðila eða í sjálfsafgreiðslutæki, né öðrum skaða, sem leitt getur þar af, sbr. þó 13.1. og 13.2. 9.1. Notkun Debetkorts erlendis er heimil þar sem merki MAESTRO/CIRRUS eða VISA ELECTRON er uppi. 10.2. Sjálfsábyrgð korthafa takmarkast við jafnvirði ECU 150 í fsl. krónum, ef kort hans er notað af óviðkomandi aðila, áður en hvarf þess er tilkynnt. Þetta á ekki við ef um stórfellt gáleysi eða svik af hálfu korthafa hefur verið að ræða. Tilkynningaskyldu ber að fullnægja svo fljótt sem verða má eftir að hvarf korts uppgötvast. 11.2. Sparisjóðnum er heimilt áð færa korthafa til gjalda á viðskiptareikningi hans gjöld skv. gjaldskrá, sbr. grein I I. I. 13.1. Telji korthafi að hann hafi orðið fyrir skaða vegna tæknilegrar bilunar í hraðbanka eða öðrum sjálfsafgreiðslutækjum, þá ber sparisjóðnum fyrir hönd viðkomandi sölu- eða þjónustuaðila að færa fram fullgild rök fyrir því að búnaðurinn hafi starfað rétt þá er umrædd viðskipti fóru fram, en er ella ábyrgur fyrir tjóninu. 13.2. Ábyrgð sparisjóðsins takmarkast við beint fjárhagslegt tjón korthafa, en nær ekki til annars skaða eða óþæginda, sem leitt geta af bilun sjálfsafgreiðslubúnaðar. Sparisjóðurinn ábyrgist ekki tjón þegar tæknibilun á að vera korthafa Ijós, svo sem þegar skilaboð þess efnis koma fram á tölvuskjá. 14.1. Sparisjóðurinn áskilur sér rétt til að breyta notkunarreglum þessum og skilmálum, enda séu þær breytingar tilkynntar korthafa með minnst 15 daga fyrirvara. í tilkynningu um breytta skilmála skal vakin athygli á því í hverju breytingarnar felist og á rétti korthafa til að segja samningi upp. Noti korthafi kort sitt eftir að breyttir skilmálar hafa tekið gildi, telst hann samþykkur breytingunni. B. DEBETKORT SEM GREIÐSLUKORT 5. Greiðslur með Debetkorti koma fram á reikningsyfirliti þess viðskiptareiknings, sem kortið er tengt og korthafi fær sent frá sparisjóðnum með umsömdu millibili. Á yfirlitinu kemur fram nafn seljanda, þar sem kortið var notað, ásamt dagsetningu og upphæð. Ef um erlend viðskipti er að ræða kemur einnig fram upphæð kauplandsins. Ef korthafi hefur athugasemdir við reikningsyfirlit sitt, ber honum að tilkynna það sparisjóðnum innan 20 daga frá móttöku þess. f vafatilvikum hvílir sönnunarbyrðin á kortaút- gefanda. SPARISJÓÐIRNIR fyrir þig og þína Heilsuval - Barónsstig 20 s 562 6275

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.