Morgunblaðið - 12.08.1995, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 12.08.1995, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GRINAR MINNISVARÐI Elínar Briem að Ytri-Ey í Vindhælishreppi. KNAPPSSTAÐAKIRKJA í Fljótum. GRETTISLAUG við Reyki á Reykjaströnd, Drangey í baksýn. Skotist fyrir Skaga KL. 10.00 laugardaginn 29. júlí J995 höldum við hjónin af stað úr Reykjavík áleiðis til Akureyrar og er áformað að aka fyrir Skaga. Við snæðum hádegisverð í Edduhótel- inu að Húnavöllum. Afbragðs mál- tíð, en þar stendur mikið til, því ættarmót Axlarættar verður haldið þar um kvöldið. Skammt austan við Blönduós beygir vegurinn til vinstri og þar hefst ferðin fyrir Skaga. Við stoppum við Ytri-Ey í Vindhæl- ishreppi, hjá minnisvarðanum um Elínu Briem, þá gagnmerku konu, tjem var brautryðjandi í menntun kvenna, en hún veitti húsmæðra- skólanum í Ytri-Ey forstöðu árin 1883-1895. Á minnisvarðann eru letruð þessi vísuorð sr. Matthíasar Jochumssonar: I sálarþroska svanna býr sigur kynslóðanna og hvað er menning manna ef menntun vantar snót. Elín Rannveig Briem fæddist 1856 og dó 1937. Þekktust fyrir bók sína, Kvennafræðarann. Útsýnið til Strandafjallanna er óviðjafnanlegt. Við ökum framhjá Skagaströnd og komum brátt að Hofi, kirkjustaðnum, þaðan sem Jón Eg hvet alla ferðamenn til þess að aka fyrir Skaga, segir Leifur Sveinsson, sem lýsir ógleymanlegri ferð um þær slóðir. Árnason þjóðsagnasafnari var ætt- aður, fæddur 1819, dáinn 1888. Austan við Hof taka við Brekkubæ- irnir, en þeirra á meðal eru Örlygs- staðir, en þar bjó á 16. öld Guð- mundur Andrésson, sem stóð að vígi Kristjáns skrifara, til að hefna Jóns Arasonar. Enn er mikill snjór á túninu að Örlygsstöðum, svo harður hefur veturinn verið á Skaga. Vegurinn liggur nú eftir Króksbjargi sem leið liggur austur að Kálfshamarsvík, en þar er bærinn Saurar, sem fræg- astur var fyrir reimleika fyrir nokkrum áratugum. Stórbýlið Hafnir er nú í eyði, en var fram á þessa öld mikil hlunnindajörð og frá Hafnabúðum reru oft 20 skip til 'iiákarla- og fiskveiða. Litlu austan við Hafnir eru Víkur, þaðan sem Leó Ámason var ættaður, en hann nefndi sig Ljónið frá Víkum, afar sérstæður maður, stofnaði Leós- kaffi í Reykjavík á stríðsárunum, en síðan iengi með rekstur á Sel- fossi. Eyðibýlið Ásbúðir er nyrsti bær í Húnavatnssýslu. Sýslumörkin eru við Deildarhamar, austast í Ásbúðatanga, en hann er nyrsti bær í Skagafjarðarsýslu og þar er viti á Skagatá. Nú opnast útsýnið til Skagafjarðar, Þórðarhöfði, Málmey og Drangey speglast í sjávarfletin- um, þetta er unaðsleg sjón. Eg hafði ætlað þessa ferð nokk- urs konar pílagrímsferð að Ketu á Skaga, því þaðan eru ættaðir tví- burarnir Ragnar og Sigurður Ár- mann Magnússynir, miklir vinir mínir og félagar úr fjölmörgum hestaferðalögum. Þeir eru báðir látnir. Við göngum út á Ketubjörg, tökum upp nesti okkar og skálum í minningu Ketubræðra. í Hólareið Fáks á Landsmót hestamanna 1966 í júlí, létum við Ragnar okkur iðu- lega dragast aftur úr hópnum og skiptust á sögum allan daginn, ég í óbundnu máli, en Ragnar í bundnu. Aldrei varð söguþurrð né vísna-. Nú ökum við framhjá skipa- læginu Selvík, þar sem Kolbeinn ungu gerði út skipaflota sinn, er hann hugðist ráðast á Vestfirði 1244, sem leiddi til Flóabardaga. Skömmu áður en við komum að hinni undurfögru Sævarlandsvík, ökum við framhjá Skefilsstöðum, þaðan sem Benedikt Siguijónsson hæstaréttardómari var ættaður. Laxá rennur í Sævarlandsvíkina eftir Laxárdal og er þar mikil feg- urð. Enginn vegur er á milli Sævar- lands og Reykja á Reykjaströnd, því þar gengur Landsendi fram í sjó snarbrattur og ekki vegarstæði. Nú fer að styttast til Sauðárkróks, Laxárdalsheiðin er frekar stutt, áður en komið er að Heiði í Göngu- skörðum og Veðramóti, en frá þeim bæjum eru sumar af þekktustu ættum landsins. Ógleymanlegri ferð um Skaga er lokið, en eftir er Reykjaströndin og hana ætlum við að heimsækja síðar í ferðinni. Veg- urinn fyrir Skaga er sæmilegur yfir- ferðar fyrir hvaða bíl sem er, en gæta verður varúðar við aksturinn, því malarhryggirnir geta verið háir á veginum, þar sem grófur ofaní- burður er. Heim í Tjarnarlund á Akureyri komum við um kl. 20.00. Á slóðum Grettis Ásmundarsonar Miðvikudaginn 2. ágúst höldum við enn af stað vestur til Skaga- fjarðar að áliðnu hádegi og nú er stefnan tekin á Reykjaströndina. Frá Varmahlíð til Sauðárkróks og þaðan Reykjastrandarveg nr. 748 í átt að Reykjum, sem er eyðibýli yst á Reykjaströnd. Reykjadiskur heitir nesið, sem gengur þar fram. Sunnan undir Diskinum er heit uppspretta í fjörukambinum, svo nefnd órettislaug, en þar laugaði Grettir sig eftir sundið úr Drangey, árið 1030. Ég geng út að lauginni, en þar er nokkur fjöldi ferðamanna að baða sig og skoða. Þann 31. júlí 1927, 897 árum eftir Grettissund, syndir Erlingur Pálsson lögregluforingi úr Drangey, var 4 tíma og 25 mínútur að synda 7,5 kílómetra og tók land í Hrossavíkumefi í Reykjalandi. Vakti sund Erlings mikla athygli og var þá ort: Dáið Erlings frægðarför, finnst þar annar Grettir, en hafði hann garpsins gáska og fjör við griðkuna á eftir? Menn lesi 75. kafla Grettissögu, ef þeir vilja fræðast frekar um Drangey. Bílvegurinn nær ekki út í Glerhallavík, en þangað er 20 mínútna gangur.' Glerhallavík er undir háum hömrum, rómuð fyrir fagra steina, glerhalla, jaspis o.fl. Steinataka er þar óheimil. Hegranes Á heimleiðinni var ætlunin að aka Hegraneshringinn, en þar höfðum við hjónin aldrei komið áður. Rípurhreppur heitir sveitamafninu Hegranes. Austan við brúna yfir Vestari-Héraðsvötnin beygjum við til hægri og fyrst verður fyrir okkur hinn reisulegi bær að Hellulandi, en þaðan var m.a. ættaður Sigurður málari Guðrnundsson. Litlu sunnar er Hróarsdalur, þaðan sém bekkjar- bróðir minn Jónas Gíslason vígslu- biskup er ættaður, en frá afa hans Jónasi í Hróarsdal er kominn mikill ættbogi. Það er staðarlegt í Hróars- dal og skógrækt er þar mikil. í Keldudal er stórmyndarlegt býli og þaðan komnir frábærir gæðingar, t.d. Leistur frá Keldudal, margfaldur íslandsmeistari og methafi í skeiði. Nú beygir vegurinn til norðurs og er þá komið að kirkjustaðnum Ríp, sem var prestsetur til 1907. Árin 1895-99 þjónaði þar sr. Sveinn Guðmundsson, er síðar varð prestur í Árnesi á Ströndum, faðir læknanna Jónasar og Kristjáns og afi Höskuldar Ólafssonar fyrrum bankastjóra. Það má segja að smér drúpi af hveiju strái í Hegranesi og mun þetta sveitarfélag merkilegt fyrir þá sök, að á mestu harðindaárum í sögu landsins, þá var enginn sveitarómagi til í Rípurhreppi. Ferðalok Nú ökum við sem leið liggur norður á Hofsós og fáum okkur kaffi á veitingastofunni Sólvík, en þar er alltaf gott að koma, meðlæti frábært. Veðrið er unaðslegt, blankalogn og hiti. Svo frábært hefur veðrið verið í dag, að frá Reykjaströndinni sáum við Hofsjökul skýlausan. Ég hafði aldrei hugleitt af hverju Hofsjökull héti þessu nafni, en nú komst ég að því í biblíu minni, Vegahandbókinni útg. 1995, að jökullinn heitir eftir Hofí í Vesturdal í Skagafirði, en sú jörð er landnámsjörð Eiríks Hróaldssonar og átti Hof allan afréttinn inn til jökla. Nú höldum við heim til Akureyrar um Lágheiði, Ólafsfjörð, Dalvík og Árskógsströnd, en um þá leið reit égþann 15. ágúst 1987 í 25. tölublað Lesbókar Morgunblaðsins og nefndi: „Um Lágheiði til Skagafjarðar“. Eftirmáli Ég hvet alla ferðamenn til þess að aka fyrir Skaga. Ég hafði látið hræða mig frá þessari leið árum saman, var tjáð að þetta væri tröllavegur, aðeins fyrir jeppa. Nú hringdi ég í upplýsingasíma Vegagerðarinnar og fékk þar réttar upplýsingar um veginn. Eitt á ég þó eftir, en það er að komast út í Drangey. Jón Drangeyjaijarl í Fagranesi á Reykjaströnd heldur uppi ferðum út í Drangey á báti sínum Nýja- Víkingi. Tekur ferðin 5 tíma. Kannske læt ég verða af því að fara með Jóni á næsta ári, fyrr verður frændi minn Grettir Ásmundarson ekki ánægður. Höfunduv er Uigfnedingur. Heimildir: 1. Briemsætt, Söffusteinn, Reykjavík, 1990. 2. Föðurtún, PállKolka, Reykjnvík, 1950. 8. Árhók Ferðafélag íslands, Austur-llúnavatnssýsla, Jón Eyþórsson, 1904. 4. íslenskar œviskrár, Páll Eggert. Ólason, 111. bindi, lleykjavík, 1950. 5. Árhók Ferðafélags íslands, Skagafjörður, Hallgrímur Jónnsson, 1956. 6. Jarða- og búendatal íSkagafirði 1781-1958, Reykjavík, 1949-59. 7. Grettissaga, Hiðísl. fomritafólag, Reykjavík, 1936. 8. Öldin okkar 1901-80, Gils Guðmundsson, Reykjavik, 1950. 9. Guðfmðlngntal 1847-1976, Björn Magnússon, Reykjavik, 1976. 10. fsl. Vegalmndhókin, Reykjavik, 1995.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.