Morgunblaðið - 12.08.1995, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.08.1995, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 1995 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Aðalskoðun hf. fær faggildingu HRÁVARA Gull lægra en silfur eft- irsótt London. Reuter. GULLVERÐ lækkaði í Evrópu í gær, en dregið hefur úr framboði á silfri og talið er að einn eða fleiri fjárfestingasjóðir reyni að þrýsta verðinu upp. Gull seldist á 383,90 dollara únsan í London og hafði lækkað úr 384,20 dollurum á miðvikudag. Áhugi á gulli hefur dvínað, þar sem verðið hefur ekki komizt í yfir 385 dollara. Verðið væri áreiðanlegra lægra stæði silfur ekki jafnvel að vígi. Silfur seldist á um 532 sent í Evrópu í gærmorgun og hafði hækkað um sex dollara síðan á fimmtudag. Óljóst var hver staðan yrði eftir lokun í New York, en í London var sagt að ekki kæmi á óvart ef verðið færi í yfir 550 sent eða niður fyrir 480 sent eftir helgi. Olían hækkaði Heimsmarkaðsverð á olíu hækk- aði nokkuð í gær vegna eftirspurn- ar í Bandaríkjunum, þar sem birgð- ir af hráolíu hafa ekki verið minni í 16 ár. í London hafði verðið hækkað um 6 sent tunnan í 16.37 dollara kl. 16 í gær. AÐALSKOÐUN hf. fékk síðast- liðinn fimmtudag afhent vottorð um faggildingu fyrirtækisins, en Löggildingarstofan hafði áður gert úttekt á starfsemi fyrirtæk- isins í samvinnu við sænskan sér- fræðing á sviði úttekta á skoðun ökutækja. I faggildingarskjalinu, sem Finnur Ingólfsson, iðnaðar og viðskiptaráðherra, afhenti forsvarsmönnum Aðalskoðunar hf. er það tekið fram að fyrirtæk- ið sé óháð skoðunarstofa sem uppfylli þær hæfniskröfur sem gerðar séu til þeirra sem sinna almennri skoðun ökutækja. Aðalskoðun hefur nú verið starfrækt í tæpt eitt ár og er markaðshlutdeild fyrirtækisins nú um 30%. í ræðu sinni benti Gunnar Svavarsson, stjórnarfor- maður Aðalskoðunar hf., á að enn vantaði nokkuð upp á að aðstöðumunur Bifreiðaskoðunar íslands og einkareknu skoðunar- stöðvanna yrði jafnaður að fullu. Hann segist hins vegar vera bjartsýnn á að breyting yrði þar á og vísaði máli sínu til stuðnings í stefnuyfirlýsingu núverandi ríkisstjórnar þar sem segir að aðstöðumunur verði jafnaður þar sem ríkið stundi atvinnurekstur í samkeppni við einkaaðila. Á myndinni má sjá f.v. Gunnar Sva- varsson stjórnarformann Að- alskoðunar hf, Berg Helgason framkvæmdastjóra og Finn Ing- ólfsson iðnaðar- og viðskiptaráð- herra. SKÓGARDAGAR Á HEIÐMÖRK í dag, skógræktardaginn 12. águst, býbur Skógræktarfélag Reykjavíkur upp á kynnis- og skemmtifer& um Heiömörk. Bílastæ&i ver&a vi& Rau&hóla og ver&a fer&ir me& SVR á 15 mín. fresti kl. 13.45 -17.00. Einnig ver&a fer&ir me& SVR frá Mjódd á 30 mín. fresti kl. 13.30 - 17.00. í BOÐI VERÐA 0 Gönguferðir me& skemmtiiegum uppákomum undir leibsögn starfsmanna Skógræktarfélags Reykjavíkur. 5 Kynning á skógrækt. Getraunir fyrir börn. Veitingar. ® Plöntur handa öllum börnum sem taka þátt í skógardögum. Holl útivist og gó&ur dagur fyrir fjölskylduna til a& upp- götva skóginn og Hei&mörk, náttúruperlu Reykvíkinga. Ath. oð bílaumferb um Heiömörkina veröur takmörkuö í dag. Góö* „ Hækkun dollars styrkir fiskvinnslu HÆKKUN dollars á undanförnum dögum kann að hafa góð áhrif á afkomu fiskvinnslunnar á þessu ári en sem kunnugt er hefúr af- koma hennar versnað umtalsvert á undaförnum mánuðum. Arnar Sigurmundsson, formaður Sam- taka Fiskvinnslustöðva segir hækkunina geta skilað sér í aðeins lægra raungengi krónunnar sem komi fiskvinnslunni til góða sér- staklega í ljósi þess að raungengi krónunnar hafi hækkað um rúm- lega 1% á undanförnum mánuðum. Hann segir að rekja megi u.þ.b. helming versnandi afkomu fisk- vinnslu til verðlækkana á erlendum mörkuðum og breytinga á einstök- um gjaldmiðlum og því sé ljóst að hækkun á gengi dollars muni bæta afkomu vinnslunnar, og þá sér í lagi frystingar, eitthvað. Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunnar, segir að ný spá um afkomu sjávarútvegsins muni liggja fyrir í byijun septem- ber og því liggi áhrif þessara geng- isbreytinga nú ekki ljós fyrir enn. Hann segist ekki treysta sér til þess að spá til um hvernig gengi dollars muni þróast á næstu mán- uðum en segir þó almennt vera gert ráð fyrir því að gengi hans muni hækka eitthvað á næstunni. Kaupverð íslenskra ríkisskuldabréfa í erlendri mynt frá áramótum 2. janúar = 100 í dollurum apríl 4. maí 5. júní 10. LANDSBRÉF eru að hefja milliliðalaus kaup og sölu á tveimur tegundum skuldabréfa íslenska ríkisins, sem eru í erlendri mynt og útgefin erlendis. Alls eru til um tólf mismunandi flokkar slíkra skuldabréfa í sex gjaldmiðlum. Hingað til hafa íslensk verðbréfafyr- irtæki verslað með bréfin í gegnum erlenda miðlara og því hefur oft þurft að greiða tvöfalda þóknun fyrir viðskiptin. Samkeppnisráð skilyrðir kaup Esso o g Texaco á Olís Sljórnarmenn í Olís verði óháðir Esso SAMKEPPNISRÁÐ hyggst ekki grípa til aðgerða vegna kaupa Olíu- félagsins hf. (Esso) og Texaco á 45,5% hlut í Olíuverzlun íslands hf. (Olís), og stofnun sameiginlegs dreifingarfyrirtækis Olís og Esso í framhaldi af því, svo framarlega sem félögin uppfylli skilyrði sem ráðið hefur sett þeim. Helsta skil- yrðið er, að stjómarmenn í Olís séu ótengdir Esso. í þessu felst, að Ólaf- ur Ölafsson, forstjóri Samskipa, verður væntanlega að víkja úr stjórn Olís. Það sama gildir að líkindum um Kristinn Hallgrímsson lögmann. Samkeppnisráð lítur á stofnun Olíudreifingar ehf., sameiginlegs dreifíngarfyrirtækis Olís og Olíufé- lagsins, sem samruna þessara rekstrarþátta félaganna. Þá telur ráðið, að Olíufélagið og Texaco hafi með hlutafjárkaupunum, og gerð hluthafasamnings sín á milli i fram- haldi af þeim, náð virkum yfirráðum í OIís. Þijú skilyrði verða að vera fyrir hendi til að Samkeppnisráð geti ógilt samruna eða yfirtöku sem hefur átt sér stað. í fyrsta lagi þarf samruninn eða yfirtakan að leiða til markaðsyfirráða, í öðru lagi þurfa afleiðingarnar að vera verulega minni samkeppni og í þriðja lagi þarf samruni eða yfirtaka að vera andstæð markmiði samkeppnislaga. Öll skilyrðin verða að vera uppfyllt svo heimilt sé að "ógilda samruna eða yfirtöku. Til að tryggja að til slíkrar ógildingar komi ekki, setur Samkeppnisráð sjö skilyrði fyrir kaupum Olíufélagsins (Esso) og Texaco á hlutafé í Olís, og stofnun sameiginlegs dreifingarfyrirtækis Olís og Esso. Helsta skilyrðið er, að stjórnarmenn í Olís séu óháðir Olíufélaginu, og séu ekki stjórnar- menn eða starfsmenn félaga sem Olíufélagið á meira eri 1% í, eða félaga sem eiga meira en 1% í Olíu- félaginu. Guðmundur Sigurðsson hjá Sam- keppnisstofnun sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að 1% viðmið- unin hefði verið ákveðin með tilliti til sérstöðu málsins, og hér væri ekki um almenna stefnubreytingu að ræða. „Sérstaða þessa máls var ráðandi við ákvörðun þessarar viðm- iðunar. Hún mundi hins vegar hafa fordæmisgildi í sams konar máli,“ sagði Guðmundur. Gísli Baldur Garðarsson, stjórnar- formaður Olís, sagðist í samtali við Morgunblaðiðr vera ákaflega sáttur við niðurstöðu Samkeppnisráðs. „Þessi ákvörðun er í samræmi við yfirlýsingar Olíufélagsins að það myndi ekki hlutast til um stjórnun Olís, og staðfestir enn að Olís mun halda sínu sjálfstæði óskertu,“ ságði Gísli. Hann sagðist ekki gera ráð fyrir að Olís muni skjóta niðurstöðu ráðsins til æðra stjórnvalds. „Það er helst verið að setja Olíufélaginu skorður í þessu sambandi, ekki 01- ís.“ Gísli sagði aðspurður, að hann útilokaði ekki að úrskurðurinn hefði í för með sér einhverjar breytingar á stjórn Olís, en það mál hefði enn ekki verið rætt. „Ég geri ráð fyrir því að þeir sem þarna eiga hlut að máli muni hlýta þeim skilmálum sem settir voru,“ sagði hann ennfremur. Ekki náðist í forsvarsmenn Esso vegna málsins í gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.