Morgunblaðið - 12.08.1995, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 12.08.1995, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 1995 15 VIÐSiqPTI Stefnir dollar íyfirlQOjen? Tókýó, London. Reuter GENGI dollars hækkaði í yfir 93 jen í Tókýó í gær og hafði ekki verið hærra í fimm mánuði. í London er sagt að hækkandi gengi dollars gagnvart jeni nálgist það stig að sjá megi fyrir endann á langvarandi þróun niður á við og að vera megi að við taki önnun þróun upp á við í yfír 100 jen þannig að staðan verði svipuð og um síðustu áramót. Dollarinn hefur verið á niðurleið síðan hann seldist á 160,5 jen í apríl 1990 og sérfræðingar segja að ef lát verði á þeirri þróun megi gera ráð fyrir að gengi dollars verði miklu stöðugra á næstu 12 mánuðum og staða hans styrkist. Gengi dollarans hefur hækkað um 17,5% síðan hann seldist á 79,10 jen í apríl, lægsta gengi frá stríðslokum. í gær fengust um 93,80 jen fyrir dollarann. Almennt er litið svo á að ef doll- arinn komist í yfir 94,10-19,70 jen kunni þróunin niður á við að snúast við. í Bandaríkjunum virtist fyrir- staða gegn hækkun dollars við 93,15 jen og næsta fyrirstaða er talin 94,10 jen. Ef þróunin snýst við mun hún stefna í 101,45 jen, sem var skráð géngi í janúar 1995. Soros kaupir dollara í London er bent á að sjóðir auð- mannsins Georgs Soros og fleiri ijár- festingasjóðir virðist hafa keypt doll- ara í trausti þess að'gengi hans muni hækka. Talið er að þetta hafi aukið traust á dollarnum og átt þátt í þeirri hækkun, sem hefur átt sér stað. Japansbanki hefur einnig keypt dollara og því er fleygt að seðlabank- inn í Kína eigi lítið af dollurum Þess- ar fréttir hafa aukið trú manna á hækkun dollars og leitt til umræðna um þróun í yfir 100 jen fyrir dollar. Hagnaður Hoogovens nær fimmfaldast Beverwyk, Ilollandi. Reuter. TEKJUR stál- og álfyrirtækisins Hoogovens NV nær fímmfölduðust á fyrri árshelmingi 1995. Nettóhagnaður jókst i 303 millj- ónir gyllina (192.1 milljón dollara) úr 63 milljónum gyllina (39.95 millj- ónum dollara). Sala jókst, söluverð hækkaði og framleiðsla háþróaðri vöru var aukin. Hoogovens bendir á að nettóhagn- aður á síðari árshelmingi verði heldur minni vegna sterkrar stöðu gyllinis og marks, en segir að þó muni nettó- hagnaður aukast verulega á árinu í heild miðað við 1994. Hoogovens er fyrsti stálrisi Evr- ópu sem skýrir frá afkomu á fyrri árshelmingi og tölurnar eru taldar mikilvæg vísbending um stöðuna í greininni í heild. Eftir fréttina lækkaði verð hluta- bréfa í Hoogovens um 1,70 gyllini í 68,20 í kauphöllinni í Amsterdam. Ottast ekki niðursveiflu Maarten van Veen stjórnarfor- maður sagði á blaðamannafundi að hann óttaðist ekki nýja niðursveiflu í' Evrópu. Hann neitaði að segja hvenær hann ætti von á henni, en kvað fyrir- tækið ekki eins háð Evrópu og áður vegna söluaukningar í Bandaríkjun- um og Asíu. Hoogovens hefur nýlega eignazt nýja álviðskiptavini í Kóreu og Bandaríkjunum, þar sem flugvéla- verksmiðjurnar McDonnell Douglas og Boeing eru meðal kaupenda þeirra. Framleiðsla á fullunninni stálvöru jókst í 79% af heildarfram- leiðslu úr 67%. Metafkoma norsks banka Ósló. Reuter. FOKUS Bank, sem er í ríkiseign og verður einkavæddur í ár, hefur skýrt frá beztu hálfsársafkomu bankans, sem um getur, og lofað að halda áfram að draga úr kostnaði. Hagnað- ur fyrir skatta nam 311.1 milljónum norskra króna og jókst um 78% úr 174.7 milljónum á fyrri árshelmingi 1994. „Afkoman er betri en ég gerði mér vonir um í ársbyijun," sagði Bjame Borgersen bankastjóri í yfir- lýsingu. „Afkoman þessa sex mánuði er betri en ársafkoman 1993 og 1994 og bezta hálfsársafkoma í sögu Fok- us Bank.“Lán í vanskilum hafa minnkað um 16,9% síðan í ársbyijun 1995. Rekstrarkostnaður minnkaði í 423.1 milljón úr 450.3 milljónum. Norska stjórnin bjargaði Fokus ásamt fleiri bönkum fyrir nokkmm ámm og á nú 97,8% í Fokus. Hlut- urinn verður seldur fyrir áramót. UTSALAN HAFIN Aðeins kr. 2.990 Opið í dag 10 - 14 SKÓVERSLUN | KÓPAVOGS 1 Hamraborg 3, sími 554-1754 Q_ Viðskiptakort -veitir góðan afslátt og þú safnar inneign að auki Viðskiptakort BYKO er sparnaðarkort sem tryggir þér 5% staðgreiðsluafslátt þegar þú verslar við BYK0 verslanirnar og Byggt & Búið í Kringlunni. Að auki veitir kortið stigvaxandi afslátt sem færist sem inneign á viðskiptareikning þinn í árslok. Grunnafsláttur Allt að 200.000 kr. 200.000-500.000 kr. 500.000 kr. og yfir 5% stgr.afsláttur 2% viðbótarafsl. 4% viðbótarafsl. 6% viðbótarafsl. Reglur um Viðskiptakort BYKO BYKO w 1. Allir viöskiptavihir BYKO geta fengiö Viðskiptakort. 2. Til að viðskiptin safnist upp á viöskiptareikning þarf að framvísa Viðskiptakortinu. 3. ( árslok færist inneign vegna stigvaxandi afslátta á viöskiptareikning. 4. Korthafi fær sent viðskiptayfirlit ársfjórðungslega. 5. Viöskipfakort BYKO er skráð á nafn. Hægt er að gefa út fleiri en eitt Viðskiptakort á sama viðskiptareikning. 6. Glatist kort skal tilkynna það til BYKO strax. 7. Verði breytingar á reglum um Viðskiptakort verða þær sendar út til viðskiptavina á næstu yfirlitum. BYK0 byggir með þér I KRINGLUNNI -notaöu Viðskiptakortið hjá okkur! MATTURINN & DÝRÐIN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.