Morgunblaðið - 12.08.1995, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 1995
MORGUNBLAÐIÐ
SKORÆKTARDAGUR 12. AGUST
Náttúruauðlind
nýrra tíma
í VOR var gefinn út bæklingur í
tilefni þess að 25 ár eru liðin frá
því að nytjaskógrækt nokkurra
bænda á Fljótsdal á Héraði hófst
í samvinnu við Skógrækt ríkisins
samkvæmt svonefndri Fljótsdals-
áætlun. í inngangi þessa bækl-
ings segir Halldór Blöndal fyrrv.
landbúnaðarráðherra m.a.: Aldar-
fjórðungur er liðinn frá því fyrstu
tijáplöntur voru gróðursettar á
bújörð með styrk úr ríkissjóði til
þess að rækta gagnviðarskóg. Við
slíkt tækifæri er ástæða til að
minna á hvernig hugmyndin um
skógrækt sem þátt í búskap
bænda hefur vaxið í áföngum frá
því að vera ofurlítið reynsluverk-
efni í Fljótsdal eystra á fimm jörð-
um í það að verða myndarlegt
átaksverkefni til þess að byggja
upp nýja auðlind fyrir bændur í
nokkrum sveitum.
Beint framhald Fljótsdals-
áætlunar sem ráðherrann nefnir
eru Héraðsskógar sem stofnað var
til með sérstökum lögum frá Al-
þingi árið 1991. Héraðsskógar
heyra ekki undir Skógrækt ríkisins
eins og Fljótsdalsáætlun gerði en
lúta sérstakri stjórn sem skipuð
er til tveggja ára í senn. Fram-
kvæmdastjóri Héraðsskóga er
Helgi Gíslason.
Með stofnun Héraðsskóga má
segja að tímamót hafí orðið á sviði
skógræktar á íslandi.
Héraðsskógar eru stjórnar- og
skipulagsaðili við uppbyggingu
skógræktar á Fljótsdalshéraði sem
sjálfstæðrar atvinnugreinar meðal
FURA í fullum blóma.
Ljósm. Hildigunnur
ÚR nytjaskógi á Hallormsstað.
Ljósm. Hildigunnur
í Ranaskógi.
Ljósm. Hildigunnur
bænda, en stefna Héraðsskóga var
að færa alla verkþætti út í sveitirn-
ar. Það hefur tekist nú þegar og
að sögn Helga Gíslasonar má rekja
til þess hversu vel hefur gengið
með allar framkvæmdir. Bændur
á Héraði sem eiga aðild að Héraðs-
skógum eru nú 60 talsins en þeir
stunda hefðbundinn búskap með
skógræktarstörfunum.
Astæða þess að Fljótsdalshérað
varð fyrir valinu var sú að mikil
reynsla hafði fengist af skógrækt-
artilraunum síðustu 50 ár á Hall-
ormsstað. Ttjávöxtur var óvíða
betri á landinu og vöxtur lerkis
t.d. sambærilegur þar við vöxt
tijáa í miðri Skandinavíu.
í fyrrnefndum bæklingi er rak-
inn aðdragandi nytjaskógræktar
meðai bænda á Fljótsdalshéraði
allt frá því hugmyndir komu fyrst
fram um 1950. Fyrirmyndir voru
sóttar til Noregs þar sem áætlanir
voru um aukna ræktun nytjaskóga
í norðlægari héruðum. Á næstu
í tilefni náttúruverndarárs Evrópu 1995 voru nokkrar spurningar lagðar fyrir
Davíð Oddsson forsætisráðherra
Sp. Hver er staðan að þínu
áliti að því er varðar um-
hverfis- og náttúruvernd?
Það hefur margt áunnist í
umhverfis- og náttúruvernd á
undanförnum árum. Unnið hef-
ur verið markvisst starf að
umhverfisverndarmálum og á
grundvelli framkvæmdaáætlun-
ar sem nefnd var „Á leið til sjálf-
bærrar þróunar". Það sem þó
skiptir mestu og gefur mesta
ástæðu til bjartsýni er aukinn
áhugi og þátttaka almennings,
félagasamtaka og fyrirtækja.
Það er afar mikilvægt að þess-
um áhuga verði fundinn viðeig-
andi farvegur.
Sp. Hvaða þætti umhverfis-
mála telur þú brýnasta?
Þótt okkar bíði mörg brýn verkefni held
ég að landsmenn séu almennt sammála um
að okkur sé brýnast að vemda gróðurlendi
og efla enn frekar ræktunarstarf. Ásýnd
landsins ber þess alltof víða merki að of
nærri því hefur verið gengið og landkostir
hafa spillst. Úr þessu verður að bæta og sá
áhugi og vilji sem einstaklingar, fyrirtæki
og félagasamtök hafa sýnt í verki eykur
mönnum bjartsýni um að landið verði grætt
upp fyrr en seinna.
Annað verkefni sem ég vil nefna er að
komið verði í veg fyrir frekari mengun sjáv-
ar. Hafið umhverfis ísland er meðal hrein-
ustu hafsvæða í heiminum og við eigum
mikið undir því sem fiskveiðiþjóð að auðlind-
um okkar og því orðspori sem af útflutnings-
afurðum okkar fer verði ekki stefnt í voða
sökum mengunar. Þar ráðum við sjálf litlu,
mengunin virðir ekki landamæri og árangur-
Davíð Oddsson
forsætisráðherra.
inn ræðst af því hvort samstaða
náist meðal ríkja heims um að-
gerðir til að draga úr mengun
sjávar. íslendingar eru meðal
ötulustu talsmanna slíkra sjón-
armiða á alþjóðavettvangi og þar
má ekki verða lát á.
Sp. Eru uppi raunhæfar
aðgerðir af hendi stjórnvalda
til að koma á sjálfbærri þróun
gagnvart náttúruauðlindum
okkar?
Varðandi fiskistofnana held
ég að óhætt sé að fullyrða að
stjómvöld hafi sýnt að þeim er
full alvara að koma á jafnvægi
á milli viðgangs einstakra fiski-
stofna og sóknar í þá, enda
væri annað óviturlegt og kæmi
verst niður á okkur sjáifum.
Afkoma okkar er háð því að okkur takist
að tryggja sterka fiskistofna og nýting þeirra
verður að taka mið af því. Sókn í þá stofna
sem eiga undir högg að sækja hefur verið
dregin verulega saman og ákvarðanir um
aflamark byggja á því markmiði að efla þessa
stofna.
Hvað varðar landnýtingu, er rétt að líta
til þess að fækkun sauðfjár á undanfömum
árum hefur dregið verulega úr beitarálagi á
mörgum svæðum. Sauðfé hefur fækkað úr
tæplega 900 þús. 1978 í tæp 500 þús. íjár
nú. Hins vegar hefur hrossum fjölgað veru-
lega, sem er áhyggjuefni þrátt fyrir að
hrossabeitin sé einkum á láglendi og að það
eigi að vera auðveldara að hafa hemil á henni.
Beit hefur að vísu víða verið takmörkuð eða
hætt á viðkvæmum svæðum, en við verðum
engu að síður að taka uppfok og beitarvanda-
mál enn fastari tökum í framtíðinni. Það
hefur verið ráðist í margháttaðar fram-
kvæmdir til friðunar og til að stöðva uppfok,
m.a. af Landgræðslu ríkisins, og því starfi
verður að hald_a áfram.
Sp. Getur ísland orðið öðrum þjóðum .
fyrirmynd að því er varðar hreint og
ómengað umhverfi?
Aðrar þjóðir, og þá sér í lagi þær þjóðir
sem eiga við bráðan umhverfísvanda að etja,
hljóta að líta til okkar öfundaraugum vegna
þess hve hreint og ómengað umhverfí okkar
er. En við verðum að gæta okkar vel til að
varðveita umhverfi okkar og náttúru. Þetta
eru brothættir dýrgripir og mistök verða
vart aftur tekin.
Sp. Er staðið nógu vel að fræðslu í
skólum um mikilvægi umhverfis- og nátt-
úruverndar?
Ég hef ekki kynnt mér í smáatriðum hvaða
fræðsla fer fram í skólum landsins um um-
hverfismál, en vafalaust má auka hana. Það
er hveijum manni hollt að vera vel að sér
um náttúrufar landsins, hvort sem þeirrar
þekkinjgar er aflað innan menntastofnana eða
utan þeirra.
Sp. Hefur þessi málaflokkur marktæk
áhrif á ákvarðanir íslenskra stjórnvalda
í dag?
Umhverfísvemdarsjónarmið eru vitaskuld
meðal þeirra fjölmörgu sjónarmiða sem tekið
er tillit til þegar stefna er mörkuð í einstök-
um málum eða þegar ákvarðanir eru teknar
um einstök atriði. I gildi eru lög sem hafa
það m.a. að markmiði að tryggja vemd nátt-
úru landsins og að tillit sé tekið til umhverfís-
þátta áður en ráðist er í framkvæmdir sem
spillt gætu umhverfí eða náttúru. Ég held
að segja megi að fyrir því sé almennur vilji
meðal stjómmálamanna að taka ríkt tillit til
náttúru og umhverfis og að vægi umhverfís-
sjónarmiða í almennri stjórnmálaumræðu
hefur aukist _mikið á undanförnum árum.
Sp. Eiga Islendingar að taka upp nán-
ara samstarf við aðrar þjóðir um um-
hverfisverad?
Umhverfísmál eru í eðli sínu alþjóðlegt
viðfangsefni og krefjast því náins samstarfs
þjóða heimsins. íslendingar taka nú þegar
virkan þátt í margvíslegu norrænu og alþjóð-
legu samstarfí í umhverfísmálum þar sem
megináhersla er lögð á vamir gegn mengun
sjávar og umhverfísvernd á norðurslóðum.
ísland tók virkan þátt í Ríó-ráðstefnu Sam-
einuðu þjóðanna, en þar var mótuð alþjóðleg
stefna í umhverfisverndarmálum og þar
höfðu íslendingar áhrif á lokaniðurstöður
varðandi varnir gegn mengun sjávar og
verndun lífríkis. ísland hefur einnig beitt sér
fyrir gerð alþjóðlegs samnings um varnir
gegn mengun sjávar frá landstöðvum og er
að auki aðili að alþjóðlegum vöktunarverkefn-
um sem taka til geislavirkra efna, þrávirkra
lífrænna efna og þungmálma á norðurslóðum.
Þetta samstarf hefur gengið með ágætum
og því ástæða til að efla það fremur en að
draga úr því.
Sp. Hver væri óskastaða að þínu áliti
fyrir ísland að því er varðar umhverfis-
mál aldamótaárið 2000?
Við eigum að setja okkur það markmið
að ísland verði fyrirmynd annarra þjóða í
umhverfismálum um aldamótin. Það er við
ýmis viðfangsefni á okkar eigin heimavelli
að etja, hvort heldur um er að ræða gróður-
eyðingu og uppfok, sorpförgun, meðferð
spilliefna eða annað. Við Islendingar höfum
alla burði til að leysa úr þeim viðfangsefnum
með fullum sóma.