Morgunblaðið - 12.08.1995, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 12.08.1995, Blaðsíða 27
26 LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 1995 27 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. STJÓRNARFORMAÐUR: Haraldur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. ÚTLENDIN G AR OG ATVINNULEYSI MORGUNBLAÐIÐ skýrði frá því síðastliðinn miðvikudag að frá því að núverandi félagsmálaráðherra, Páll Pétursson, tók við embætti, hefði nánast verið tekið fyrir atvinnuleyfi til útlendinga frá öðrum ríkjum en aðildarríkjum Evrópska efna- hagssvæðisins, en EES-samningurinn tryggir rétt þeirra síðar- nefndu til vinnu á íslandi. í fréttaskýringu í sjávarútvegsblaði Morgunblaðsins, Úr verinu, kom fram að ýmsir fiskverkendur á landsbyggðinni væru óánægðir með þetta og teldu sig ekki geta fengið vinnuafl með öðru móti en að ráða útlendinga. Félagsmálaráðherra segir í Morgunblaðinu í gær að sér þyki eðlilegt að íslendingar gangi fyrir um vinnu, og þess vegna séu ekki veitt ný leyfi til útlendinga. Ráðherrann minnir á að 7.000 manns séu á atvinnuleysisskrá og að margir á atvinnuleysisskrá geti mætavel flutt sig á milli landshluta, þangað sem vinnu sé að hafa. Það er í sjálfu sér skiljanleg afstaða hjá félagsmálaráðherra að fremur eigi að tryggja íslenzkum ríkisborgurum, sem hafa fasta búsetu hér á landi, vinnu en að veita erlendum ríkisborgur- um hana ef atvinnuleysið er mikið. Hins vegar setja ugplýsingar þær, sem fram koma í áðurnefndri fréttaskýringu í Úr verinu, málið í annað ljós. Flestir þeir atvinnurekendur, sem þar er rætt við, segjast hafa reynt til þrautar að fá íslenzkt starfsfólk og leitað til atvinnumiðlana í því skyni. Raunar er þeim það skylt, samkvæmt lögum um atvinnuréttindi útlendinga. Slík leit hafi hins vegar í mörgum tilfellum ekki borið árangur. Fólk hafi einfaldlega hafnað störfum við fiskvinnslu. í sumum tilfellum virðist þar vera um gildar ástæður að ræða, til dæmis að fjölskyldufólk eigi erfitt með að flytjast milli byggð- arlaga. Hins vegar virðist jafnframt sem það sé hreinlega ekki í tízku að vinna í fiski, og jafnframt eru í greininni rakin ýmis dæmi um að fólk spili á atvinnuleysistryggingakerfið og hætti fljótlega, taki það vinnuna á annað borð, til þess að komast aftur á bætur. Áþekk vandamál hafa komið upp við ráðningu starfs- fólks hjá veitinga- og gistihúsum. Þetta hlýtur að vekja fólk til umhugsunar um vinnusiðferði hér á landi, en jafnframt um uppbyggingu velferðarkerfisins. Það hefur áður komið fram að verkamannalaun séu svo lág — og opinber aðstoð svo rausnarleg — að það borgi sig einfaldlega ekki að vinna, alltént ekki fyrir þá sem ekki leggja stolt sitt í að vinna fyrir sér sjálfir. Á þessum vanda er nauðsynlegt að taka. Er hér að skapast svipað ástand og þekkt er frá öðrum Norðurlöndum? Á meðan svona háttar til er hins vegar fráleitt að veita ekki atvinnuleyfi til útlendinga, sem sætta sig við þau laun og aðbúnað, sem boð- ið er upp á og eru þess fýsandi að vinna fyrir sér. Og það má líka spyrja hvort atvinnufyrirtækin eigi ekki að hafa frelsi til að ráða í vinnu fólk, sem hefur áhuga á að vinna hjá þeim, hvaðan sem það kemur. LJÓS ÚR NORÐRI SÝNINGIN Ljós úr norðri, norræn aldamótalist, sem opnuð var af forseta íslands frú Vigdísi Finnbogadóttur, við hátíð- lega athöfn í Listasafni íslands í fyrrakvöld er rós í hnappagat safnsins, stjórnenda þess og annarra þeirra, sem gert hafa það mögulegt, að þessi glæsilega sýning hefur viðdvöl á Islandi í hálfan annan mánuð. Sýningin hefur farið víða um heim og aukið hróður norrænnar myndlistar frá því 1982, að norræna ráðherranefndin hleypti svipaðri sýningu af stokkum í París, eins og fram kom í máli Björns Bjarnasonar, menntamálaráð- herra við opnun sýningarinnar í Listasafni íslands. Tekið skal undir orð menntamálaráðherra, þar sem hann sagði í ávarpi sínu: „Frá því aldamótaverkin voru unnin hafa stjórn- málastefnur og stjórnmálamenn leikið listina grátt, ekki síst í okkar heimshluta. Dæmin úr einræðisríkum nasisma og kommún- isma eru víti til að varast. Þúsund ára ríki hafa hrunið á nokkr- um árum eða áratugum. Stjórnmálakerfi deyja en listin lifir. Þetta ættum við stjórnmálamenn að hafa í huga, um leið og við viðurkennum gildi listarinnar í verki.“ Bera Nordal, forstöðumaður Listasafns íslands hefur greint frá því að þetta sé viðamesta^ og verðmætasta listsýning sem nokkru sinni hefur komið til Isiands. Það er mikill fengur að því fyrir íslendinga, að verk allra merkustu listmálarar Norður- landa frá aldamótaárunum, skuli um hríð sameinast í salarkynn- um Listasafnsins. Það fer vel á því að sjá verk þeirra Edvards Munch, Vilhelm Hammershöj, Gallén-Kallela, Þórarins B. Þorlákssonar og Ás- gríms Jónssonar saman í Listasafninu'og það er þjóðlistasöfnum Norðurlandanna til sóma að hafa lánað helstu perlur sínar frá þessu tímabili. Landsmenn eru hvattir til þess að nýta sér hið einstæða tæki- færi hér á landi, til þess að kynnast úrvali þess besta sem gerðist í myndlist Norðurlandanna fyrir tæpri öld. Menntamálaráðherra orðaði það svo í ávarpi sínu: „Sýningin Ljós úr norðri endurspegl- ar ekki aðeins birtu aldamótaáranna síðustu. Boðskapur hennar á að vera okkur leiðarljós við þau aldamót, sem óðum nálgast. Við þurfum miklu frekar nú en þá áminningu um að stíga létt til jarðar í hinni fögru birtu og njóta þess af umhyggju, sem náttúran býður.“ Friðrik Sophusson flármálaráðherra um hækkanir á grænmetislið vísitölu neysluverðs BORGARFJARÐARBRAUT Nauðsynlegar vegabætur eða úrelt vinnubrögð? íbúar í Borgarfirði eru ekki allir sáttir við fyrirhugaða lagningu nýrrar Borgarfjarðar- brautar. Ábúendur á jörðum, sem nýi vegurinn ,á að liggja um, hafa áfrýjað úrskurði Skipulags ríkisins um heimild fyrir vegstæði til umhverfisráðherra. Vegagerð ríkisins segir að besti kosturinn hafi verið valinn, eftir vand- legan samanburð á þremur möguleikum. Ragnhildur Sverrisdóttir kynnti sér deilumálin í Borgarfirði. Kanna þarf hvernig fram- kvæmd GATT hefur tekist \ Mikil hækkun á grænmetislið vísitölu neyslu- verðs milli júlí- og ágústmánaða hefur vakið athygli. Hjálmar Jónsson kynnti sér orsakimar. JÓN Kjartansson, bóndi á Stóra-Kroppi, hefur mótmælt fyrirhugaðri vegarlagningu harðlega og nefnir mörg atriði máli sínu til stuðn- ings. Hann telur undirbúning máls- ins af hálfu Vegagerðarinnar óvandaðan. Helgi Hallgrímsson, vegamálastjóri, kveðst ekki vilja munnhöggvast um einstök atriði, en ljóst sé að ætlað vegarstæði sé farsælast fyrir samgöngur á svæð- inu og ódýrast, þótt ekki sé við því að búast að allir séu sáttir. Tillaga Vegagerðarinnar um nýtt vegstæði gerir ráð fyrir miklum breytingum á legu Borgarfjarðar- brautar, en framkvæmdir eiga að hefjast næsta vor. Legu hennar verður breytt umtalsvert í landi Varmalækjar og fylgt verður veg- stæði Stóra-Kroppsvegar frá Flóka- dalsá að Kleppjárnsreykjum í stað þess að fylgja núverandi vegi upp Steðjabrekku og um svonefndan Rudda. Þá verða byggðar nýjar tvíbreiðar brýr á Flókadalsá og Geirsá ef tillagan nær fram að ganga. Áætlaður heildarkostnaður verksins samkvæmt kostnaðaráætl- un er um 188 milljónir kr. Vega- gerðin kannaði tvo aðra kosti, en í þeim var gert ráð fyrir að vegur verði lagður á breyttri veglínu um Rudda. Fyrsta kostinn telur Vega- gerðin ódýrastan og umferðarör- yggi meira. Meirihluti heimamanna ósáttur Jón Kjartansson segir ljóst að meirihluti heimamanna sé ósáttur við áform Vegagerðarinnar og nefnir því til stuðnings að fleiri kærur til um- hverfisráðherra verði Iagðar fram, en kærufrestur rennur út 24. ágúst. Þá segir hann að meirihlutinn á almennum borgara- fundi, sem haldinn var í lok síðasta árs, hafi verið gegn tillögu Vega- gerðarinnar. Eftir þann fund hafi meirihluti hreppsnefndarinnar Iýst því yfir að nefndin myndi ekki vinna gegn vilja íbúanna og sú afstaða verið staðfest á fundi nefndarinnar sl. þriðjudag. „Annars staðar í Evrópu er litið til vilja íbúanna, þau áhrif sem veg- arlagning hefur á atvinnustarfsemi og náttúrusjónarmiða," segir Jón. „Eg verð fyrir miklum búsifjum, ef vegurinn verður lagður, því hann sker bæjarhúsin frá beitarlöndum og ég sé mér ekki annað fært en hætta búskap, verði þetta niður- staðan. Ég get ekki sætt við mig að við verðum að hlíta þessu með þeim rökum einum, að svona hafi verið gert áður víða um land.“ Jón segir að núverandi Borgar- fjarðarbraut raski ekki búskapar- háttum eða öryggi manna og bú- penings. Vegurinn styttist ekki við breytinguna, því nú sé Borgarfjarð- arbraut frá Varmalæk að Klepp- járnsreykjum 9,1 km, en verði 9,2. „Vegagerðin heldur því fram að hagstæðast sé að gera nýja brú yfir Flókadalsá á Strákavaði, en ekki virðist búið að reikna út gífur- legan kostnað við uppfyllingu við brúna. Vegagerðin segir að kostn- aður við brúna geti orðið 5-10% hærri en þeir reikna nú með og að hún verði 5-7 metrum ofar en nú. Þetta eru dæmi um<óljósa útreikn- inga Vegagerðarinnar. Sama er uppi á teningnum þegar Vegagerð- in segir að 1-2 hektarar af landi Stóra-Kropp fari undir veg. Þarna munar líka 100% í reikningunum." Skipulag ríkisins hunsar athugasemdir Jón segir að Skipulag ríkisins hafi ekkert tillit tekið til athuga- semda íbúa. „Ekki veit ég til hvers er verið að óska eftir slíkum at- hugasemdum,“ segir Jón. „Að vísu féllst Skipulagið á að óska frekari skýringa Vegagerðarinnar á þeim fullyrðingum að veðurfar væri slæmt á núverandi vegi. Þá kom í ljós að leitað hafði verið til heima- manns, sem hafði lýst sig fylgjandi breyttu vegarstæði, en ekki talað við óvilhalla og Vegagerð- in sagði í svari sínu til Skipulags ríkisins að ekki hefði verið talin ástæða til að gera veðurfarskann- anir. Að sama skapi lét Vegagerðin undir höfuð leggjast að fá upplýs- ingar um slysatíðni, en lét nægja svar heimamannsins um að þau slys, sem hann myndi eftir í augna- blikinu, væru mörg þó ekki hafi hlotist alvarleg slys á fólki. Þessar heimildir Vegagerðarinnar tók Skipulag ríkisins góðar og gildar, en ég krefst þess að Vegagerðin afli sér opinberra upplýsinga." Jón kveðst ekki trúa öðru en að um- hverfisráðherra afstýrf áformum Vegagerðarinnar. „Það hefur ekki verið sýnt fram á nauðsyn þess að flytjaTveginn vegna umferðarmála, vegurinn styttist ekki við fram- kvæmdina og almannaheill krefst alls ekki flutnings, heldur þvert á móti.“ Skiptar skoðanir Hreppsnefnd Reykholtsdals- hrepps klofnaði í afstöðu sinni. Meirihlutinn lýsti sig andvígan fyr- irhugaðri vegagerð og taldi ýmsar ástæður, til dæmis að íbúar í Flókadal yrðu afskiptir, brúarstæði á Flókadalsá samkvæmt tillögu Vegagerðarinnar væri gallað sök- um aðkomu að brúnni, veglínan hafi verið færð á sínum tíma og telja yrði ástæðu þess þá að það hafi verið vegna þeirrar reynslu sem komin var á neðri leiðina og efri leiðin með brú yfir Steðjagljúfur væri mun æskilegri kostur. Minnihlutinn sagði að ef farið yrði að tillögu Vegagerðarinnar yrði vegurinn nokkuð láréttur, litlar sem engar brekkur á leiðinni, veg- urinn myndi liggja neðar en nú og væri það mikill kostur með tilliti til veðurfars og loks þyrfti að leggja veg á þessum slóðum í framtíðinni, því núverandi vegur væri einungis slóði. Þó setti minnihlutinn þær kröfur um úrbætur að tenging Flókadalsvegar við aðalveginn yrði vönduð sem kostur væri og gerðar vegabætur, auk þess sem komið yrði fyrir undirgöngum við bæinn Stóra-Kropp, a.m.k. fyrir búpening. í samtali við Morgunblaðið fyrir þremur vikum sagði Birgir Guð- mundsson, umdæmisverkfræðingur Vegagerðarinnar í Borgarnesi, að það væri ekki gott til eftirbreytni að byggja göng undir veg þar sem ekki fara fleiri bílar um en 300 á dag því Vegagerðin myndi þá gera lítið annað en að byggja undirgöng um allt land. Hreppsnefndarmenn í Andakílshreppi hafa lýst sig samþykka tillögum Vegagerðarinnar, en íbú- ar Flókadals rituðu hins vegar undir skjal, þar sem þeir lýstu andstöðu við þær. Helsti galli að þeirra mati er sá, að samgöngur við Flókadal verða mun óaðgengi- legri en nú er. Formaður skólanefndar Klepp- jámsreykjaskólahverfis, skólastjóri og skólabílstjórar fögnuðu breyttu vegstæði og vísuðu til öryggis skólabarna í daglegum akstri. Vatnsbólin við Ásgarð Bærinn Ásgarður er næsti bær við Stóra-Kropp. Þar hafa ábúendur lýst áhyggjum af nýju vegarstæði, vegna hættu á að vatnsból spillist. Guðmundur Sigurðsson, ráðunaut- ur, kannaði þetta fyrir Vegagerð ríkisins í Borgarnesi. Hann komst að þeirri niðurstöðu, að kaldavatns- ból fyrir ofan áætlaða vatnslínu ætti ekki að vera í nokkurri hættu. Annað ból rétt fyrir neðan áætlaða veglínu gæti spillst ef framræslu- skurður yrði grafinn í mýrina fyrir ofan veginn. Líklega væri hægt að bæta hugsanlegt vatnstap þar með því að auka vatnsmagn í efra bólið. „Gera þarf nánari rannsókn á vatnsmagni í nágrenni við bæði vatnsbólin til að geta gert betri grein fyrir hugsanlegum skaða á vatnsbólunum,“ segir Guðmúndur í skýrslu sinni. Um heitan hver, 30-40 metra frá áætlaðri veglínu, segir Guðmundur að varasamt gæti reynst að grafa í mýrina fyrir ofan veginn, þar sem hæðarmunur frá vatnsbólinu að veglínunni sé ekki mikill. „Hér eru miklir hagsmunir í húfi fyrir eig- anda Ásgarðs og er ekki ráðlegt að fara út í vegalagningu svo nærri heita vatninu án nákvæmari rann- sókna,“ segir Guðmundur. í skýrslu eftirlitsmanns Náttúru- verndarráðs, Ragnars Frank Krist- jánssonar, landslagsarkitekts um fyrirhugaða vegargerð kemur fram að hann telur rétt að brúarstæði verði á sama stað og núverandi brú yfir Flókadalsá og telur ekki skyn- samlegt út frá náttúruverndarsjón- armiðum að gera nýja brú við Steðjagljúfur. Minni hagsmunir víki fyrir meiri Helgi Hallgrímsson, vegamála- stjóri, segir að eftir vandlegan sam- anburð Vegagerðarinnar á þeim þremur kostum, sem til greina komu við áætlun veglínu, sé ljóst að hagstæðast sé að leggja veginn um Stóra- Kropp. „Þetta er augljóslega far- sælast fyrir samgöngur á svæðinu og að auki ódýrasti kosturinn. Þrátt fyrir það er skiljanlegt að tillaga Vegagerðarinnar horfi ekki eins við öllum og ég skil þau óþægindi sem ábúendur á jörðum sjá fyrir sér. Hins vegar þurfum við að taka til- lit til meiri hagsmuna.“ Helgi kveðst ekki vilja munn- höggvast við Borgfirðinga um ein- stök atriði tillögu Vegagerðarinnar. Aðspurður hvort til greina komi að leggja fram einhveija sáttatillögu segir Helgi að úrskurður Skipulags ríkisins hafi verið kærður til um- hverfisráðherra, sem úrskurði inn- an tiltekins tíma. „Á meðan málið er í þeim farvegi á ég ekki von á að unnið verði að breytingum.“ ASTÆÐUR mikillar hækk- unar grænmetis sem Hag- stofan mælir í vísitölu neysluverðs milli júlí- og ágústmánaðar má einkum rekja til samverkandi áhrifa þess að ný íslensk uppskera grænmetis er að koma á markað og að heimildir til tollverndar íslenskrar framleiðslu í samræmi við lög um Alþjóðavið- skiptastofnunina, sem tóku gildi 1. júlí síðastliðinn, er beitt í ríkum mæli, en fyrir gildistöku laganna var innflutningur á grænmeti óheimill :egar framleiðsla innanlands var næg tii að mæta neyslunni. Að auki voru kvótar sem úthlutað var í bytjun júlí samkvæmt reglum um 3% lágmarks- aðgang erlendrar framleiðslu á lág- markstollum víða þrotnir og vara með hærri tollum og því á hærra verði flutt inn í staðinn. Svo dæmi sé tekið af kartöflum var ekki heimilt að flytja þær inn fyrir 1. júlí í ár vegna þess að nóg var til af framleiðslu fyrra árs til að mæta eftirspurninni innanlands. Ef innflutningur hefði hins vegar verið heimilaður vegna skorts á kartöflum, þá hefðu þær reglur gilt að á inn- kaupsverð kartaflanna kominna hing- að til lands hefði lagst 30% tollur og 2% eftirlitsgjald. Samkvæmt lögum um Alþjóðaviðskiptastofnunina, sem tóku gildi 1. júlí, er ekki heimilt að banna innflutning éins og var heldur eru lagðir á magntollar til viðbótar venjulegum tollum sem eru ákveðin krónutala á hvert kíló í innflutningi mismunandi há eftir tegundum græn- metis. Að auki er skylt að heimila tiltekinn innflutning á lágmarkstoll- um eða sem nemur 3% af innflutningi þeirra ára sem miðað er við. í tilviki kartaflna er þessi 3% kvóti á heilu ári um 270 tonn og þar sem GATT eða lögin um Alþjóðaviðskiptastofn- unina tóku gildi á miðju ári var heimil- aður innflutningur á helmingi þess magns eða 135 tonnum á lágmarks- tollum. Þeir eru 15% og að auki 30 króna magntollur á hvert kíló í inn- flutningi. Þessi kvóti var uppurinn í lok júlí en innlend framleiðsla ekki komin á markað og því þurfti að flytja inn kartöflur á helmingi hærri tollum eða sem nemur 30% og 60 króna magntolli á hvert kíló. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins skýrir þessi innflutningur á hærri tollum af hveiju tvö kíló af kartöflum hækkuðu úr 290 krónum í 340 krónur, eins og kemur fram í Morgunblaðinu í gær. Nú eru íslenskar kartöflur hins vegar komnar á markað og er verðið á tveimur kílóum af þeim á bilinu 360-400 krónur, en gert er ráð fyrir að það verð lækki hratt í kjölfar þess að meiri uppskera kemur á markað. Verðlækkunin er þó háð því hvernig uppskeran verður, en næstu vikur ráða miklu þar um. Full tollvernd í gildi Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins var kvóti vegna innflutnings á lágmarkstollum einnig gefinn út á ýmsum grænmetistegundum, eins og kínakáli, gulrótum og hvítkáli. Tollur- inn var 15 til 30% eftir tegundum en tollur á grænmeti var almennt 30% auk 1% eftirlitsgjalds fyrir gildistöku GATT þegar innflutningur var leyfð- ur. Enginn magntollur hefur verið lagður á lágmarksinnflutninginn, en eftir að lágmarkskvóti var uppurinri hefur full tollvernd tekið gildi með magntollum og gildir það nú um flest- ar tegundir grænmetis nema jöklasal- at og sveppi þar sem heimil tollvernd er nýtt til hálfs. Sem dæmi er tollur á gulrótum 30% og magntollurinn 136 krónur á kíló. Á jöklasalati hins veg- ar, sem ekki er ræktað nema í mjög litlum mæli hér, er tollurinn 15% og 92 króna magntollur á hvert kíló en heimilt er að leggja á það 30% toll og 194 króna magntoll á kíló. Eftir því sem næst verður komist virðist því sem svo að í sumum tilvik- um virðist full tollvernd samkvæmt heimildum i lögum um Alþjóðavið- skiptastofnunina hafa tekið gildi áður en íslensk framleiðsla var komin á markað til að mæta innlendri eftir- spurn og það styður að grænmetislið- ur vísitölu neysluverðs hefur ekki verið jafnhár í ágúst síðustu fimm ár og hann er nú. Að auki er upp- skera í ár seinna á ferðinni en í fyrra, útlit fyrir að hún verði minni vegna veðurfars og því innlend framleiðsla dýrari en síðasta sumar þegar sér- staklega vel viðraði til ræktunar og kartöflur og grænmeti voru á lágu verði. Hækkanir á jöklasalati eða iceberg eftir að GATT samkomulagið gekk í gildi hefur sérstaklega borið á góma, enda jöklasalat ekki ræktað hérlendis svo neinu nemi. Gunnar Þór Gíslason, fjármálastjóri Mata, segir að fyrir 1. júlí hafí tollur á jöklasalati verið tæp- ar 30 krónur en sé nú 107 krónur. Munurinn sé 77 krónur og þegar við bætist heildsölu- og smásöluálagning og virðisaukaskattur sé ekki óeðlilegt að gera ráð fyrir að þessi 77 króna hækkun tollsins geti þýtt um 150 króna hækkun á verði á jöklasalati til neytenda. Tollur á blaðlauk tífaldast Gunnar sagði einnig að magntollur hefði verið lagður á blaðlauk, þó inn- lendrar framleiðslu væri ekki að vænta á markað fyrr en í fyrsta lagi eftir 2-3 vikur. Miðað við 75 króna tollverð hefði tollur fyrir gildistöku GATT verið 22,50 krónur, en tollur og magntollur nú væri 242 krónur samanlagt eða nær ellefufalt hærri en hann hefði verið. Annars vegar væri um að ræða 30% toll á innflutn- ingsverð og að auki 227 króna magn- toll á hvert kíló blaðlauks. Búast mætti við að verð til neytenda nú væri rúmlega 600 krónur kílóið sam- anborið við um 200 krónur samkvæmt þeim tollreglum sem gilt hefðu fyrir gildistöku GATT. Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra sagðist, aðspurður um þessa hækkun grænmetis og ástæður henn- ar, ítreka fyrri ummæli sín um að innflutningur yrði ekki takmarkaður meira og tollar ekki hærri en þeit; voru fyrir gildistöku GATT. „Það hefur hins vegar öllum verið Ijóst alla tíð að grænmeti sem ekki mátti flytja inn yfir sumarmánuðina er flutt inn nú með ákveðnum tollum á meðan að íslenska framleiðslan er fyrir hendi. Það kemur því ekkert á óvart að verðið á þessum matvælum hækki frá því sem áður var því það var allt- af ráð fyrir því gert að það kæmu tollar í stað innflutningsbanns." Friðrik sagði að það kæmi ekki á óvart að blaðlaukur hækkaði í verði því hann væri ræktaður hér á landi. Ef framkvæmdin væri röng og tolU'# verndin kæmi til áður en innlend framleiðsla væri fyrir hendi þyrfti að leiðrétta það. Annað gilti um jöklasal- atið þar sem það væri ekki ræktað hér á landi. Hann hefði áður sagt að hann teldi ekki að það ætti að hækka verð á jöklasalati yfir sumarmánuð- ina. Hins vegar væri allt þetta græn- meti í sama tollnúmeri og sér fyndist koma til álita að skipta upp toll- skránni, þannig 'að jöklasalat og ef til vill aðrar tegundir sem eins væri ástatt um fengju sérstakt númer og þær sættu annarri meðferð en þau salöt sem yxu hér á landi. Þetta væri í umðræðu milli ráðuneyta landbúnað- ar og fjármála en líkast til þyrfti laga- breytingu til þess að þetta gæti átt- sér stað. „Mér sýnist augljóst eftir fyrstu mánuðina sem GATT-reglurn- ar hafa verið í gildi að það þurfí að kanna hvemig framkvæmdin hafí tekist og að sjálfsögðu að laga þær brotalamir sem fram hafa komið. Ein- mitt núna ættu reglumar að vera komnar fram, nema þær reglur sem snúa að hráa kjötinu, en landbúnaðar- ráðuneytið hefur boðað að þær reglur komi fram einhvern tíma á næst- unni. Neytendur verða að geta treyst því að GATT-samningurinn leiði ekk< til hækkunar á verði þeirrar vöru sem ekki er framleidd hér á landi,“ sagði Friðrik ennfremur. Alfarið ákvörðun stjórnvalda Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, segir að þessi hækkun grænmetis komi ekki á óvart. I fyrsta lagi hafi íslenskt grænmeti iðulega verið selt á óheyrilega háu verði fyrst eftir að það komi á mark- að og hins vegar komi þetta ekki á óvart miðað við ákvarðanir Alþingis í vor um tolla. Þetta sé alfarið ákvörð- un stjórnvaida og hafi út af fyrir sig ekkert með GATT að gera. Þarna séu ofurtollar á ferðinni sem alþingis- menn hafí samþykkt. „Ég minni einn- ig á að þegar þessu var haldið fram, að vara myndi hækka í verði, þá lýsti fjármálaráðherra því yfir að svo yrði ekki. Því hlýtur að vera gerð sú krafa til fjármálaráðherra að hann standi við þau orð að engar vörur muni hækka í verði frá því sem áður var. Þar tiltók hann sérstaklega grænmet- ið. Þess vegna hlýtur hann að standa við þessi orð og lækka tolla þegar í stað,“ sagði Jóhannes ennfremur. Kílóverð á helstu grænmetistegundum í ágúst 1992-95 Kr./kg 0 —l----------1-----------1----------h- Ág.’92 Ág.’93 Ág.’94 Ág.’95 Verðþróun á grænmeti síðustu fimm sumur Vísitölur, maí 1988 = 100 Kál og gulrætur 150 1995 Annað nýtt grænmeti Algengt er að verð á grænmeti sé hæst í ágúst, en verðið í ár er jafnframt hæsta ágústverð undan- farin fimm ár Verð er nokkuð stöðugt 1995 1994 a-1993 1992 1991 Agúst Sept. Vegagerðin valdi ódýr- asta kostinn íbúar kæra til umhverfis- ráðherra I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.