Morgunblaðið - 12.08.1995, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 12.08.1995, Blaðsíða 32
MORGUNBLAÐIÐ 32 LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 1995 ' -g , , ............. AÐSENDAR GREINAR Af víkingum og þrælum HETJULEG barátta sjómanna íslands við kerfið eða útvegsmenn er stöðugt fréttaefni landsmanna, enda hvísla þeir ekki skoð- unum sínum og yan- þóknun á versnandi lífskjörum upp í vind- inn: Sjómenn flokka sig saman í breiðfylkingu og þramma niður í Al- þingi til að tjá hug sinn %*eða panta tíma hjá ráð- herra! Ungir arkitektar íslands eru hins vegar svo hlédrægir og tvístr- aðir að þeir kjósa frek- ar dulið atvinnuleysi á framfærslu maka sinna; að ráða sig í vinnu sem hefur ekkert með starfsmenntun þeirra að gera; að þegja yfir at- vinnuástandinu ef ske kynni að þeir fengju verkefni hjá borg eða ríki; flýja land eða að gefa vinnukrafta sína í fjölmennum samkeppnum í von um „stóra vinninginn", sem stöðugt lætur samt á sér standa. Má með sanni segja að íslenskir sjó- menn séu hugrakkir og samhuga sem víkingar en ungir arkitektar ' »hafi undanfarin ár verið sundraðir og þýlyndir sem þrælar. Starfsmenntun Byggingartæknifræðingar með 2-4 ára tækninám sitja í góðum stöðum um allt land og eru stöðugt að sigra arkitekta í starfsumsóknum. Hvers vegna? Þeir láta betur að stjóm en arkitektar vegna þess að þeir hafa miklu minni menntun segja þeir sem vel þekkja til þessa máls. Fasteignasalar, lögfræðingar og fcstarfsmenn lífeyrissjóða, banka og tryggingarfyrirtækja, sem enga eða litla menntun hafa í húsagerð, fjaila einir og afskiptalausir um þessa sér- fræðigrein arkitekta, þegar þeir meta og selja húseignir. Hvers vegna? Vegna þess að ísland er vanþróað land hvað varðar að nýta sérfræðimenntun arki- tekta. Fasteignamat og fasteignaráðgjöf á að sjálfsögðu að vera við- urkenndur partur af starfi arkitekta hérlend- is því þeir eru hinir sönnu sérfræðingar á þessu sviði og ættu þess vegna að vera í beinum tengslum við fasteigna- kaupendur eða -seljend- ur og fasteignasala. Stéttarfélag Arkitektafélaginu er vel kunnugt um hina veiku stöðu ungra arki- tekta á markaðinum og einnig er því kunnugt um misréttið sem á sér stað í stöðuveitingnm þar sem bæði arkitektar og byggingartæknifræð- ingar sækja um. Hvers vegna gerir félagið þá ekkert í málinu? Félagið er ekki stéttarfélag og landslög eru ekki brotin þótt minna menntaðir menn séu stöðugt teknir fram fyrir arkitekta! Umboðsmaður Alþingis þvær einnig hendur sínar ef um er að ræða störf hjá borginni eða sveit- arfélögunum, þannig að arkitektinn með sín 6-8 ár í háskóla og nokkr- ar millur í námslán situr eftir með sárt ennið og viðurkennt sérfræði- nám, réttlaus og stéttarfélagslaus, en byggingarfræðingurinn eða -tæknifræðingurinn er ráðinn á stundinni. Hver segir svo að ungir arkitektar þurfi ekki á stéttarfélagi að halda til þess að ná rétti sínum? Starfsreynsla Ungir arkitektar eru fyrstu 2 árin eftir heimkomuna skikkaðir í vinnu hjá þeim eldri í faginu vilji þeir vinna sér rétt til að leggja inn teikningar til bygginganefnda á landinu. Fram að þessu hafa ungir Ungir arkitektar, segir Páll Björgvinsson, hafa verið sundraðir og þýlyndir sem þrælar. arkitektar beygt sig fyrir þessu og sótt vinnu í 2 ár á einkareknum teiknistofum eða sinnt störfum hjá borg eða ríki, þ.e.a.s. ef þeir hafa verið svo heppnir að fá vinnu. Ekk- ert mark hefur verið tekið á starfs- reynslu arkitekta frá útlöndum, jafnvel þótt hún hljóði upp á 2 ár! En ungum arkitektum er heimilt að taka þátt í íslenskum samkeppnum nýútskrifaðir og þeim leyfist meira að segja að sigra - sem þeir og gera sumir hveijir! Þannig er óhætt að segja að hendur þeirra ungu arki- tekta sem eru ennþá á námsbraut- inni séu nú fyrirfram bundnar fyrir aftan bak þar sem litla sem enga vinnu er lengur að fá á einkastofum eða hjá hinu opinbera og ekki leyf- ist þeim heldur að starfa sjálfstætt! Samkeppni Byggingartækni- og verkfræð- ingar hafa hingað til verið lausir við samkeppni til að fá verkefni og þar er líka að finna skýringuna á hinum mikla samhug er einkennir þessar stéttir: Um leið og farið er að etja mönnum gegn hver öðrum hvað varðar lifibrauðið er nefnilega dúkað fyrir misrétti, heift og sundr- ung sem aftur leiðir af sér síversn- andi markaðsástand öllum í óhag. Mikil þátttaka ungra arkitekta í nýafstaðinni samkeppni um hönnun skóla í Engjahverfi stafaði ekki af einskærum áhuga þeirra á sam- keppni heldur var orsök þátttökunn- ar í flestum tilfellum atvinnuleysi eða verkefnaskortur. Útkoma keppninnar var sú að þúsundum vinnustunda var kastað á glæ, þar sem 51 tillögu var endanlega hafn- að, og sigurvegarnir í 1.-3. sæti ásamt aðstoðarmönnum sínum úr- vinda af þreytu og vinnuálagi sem á sér engan líka hjá öðrum stéttum í þjóðfélaginu. Samkeppnir eru sem sagt ekki rétta aðferðin til þess að deila út verkefnum til fólks sem hefur enga fasta vinnu; þær eiga að vera aukabúgrein eins og tíðkast erlendis en alls ekki grundvöllur lífs- afkomu sumra arkitekta. Sjómenn myndu aldrei nokkurn tíma sætta sig við að þeim væri öllum heimilt að sækja sömu fiskimið, en einung- is fáein skip fengju heimild til lönd- unar afla og restin af skipaflotanum yrði að fleygja afia sínum kauplaust fyrir borð. En eins og alþjóð er kunnugt fundu sjómenn sjálfir lausn á vanda sínum sl. vetur með því að fara á veiðar í Smugunni, og ungir arkitektar verða sjálfir að fínna sín- ar smugur út úr sínum vanda. Úttekt Nauðsynlegt er að gerð verði opinber úttekt á vegum hins opin- bera á dreifingu og fjölda starfa arkitekta, byggingartækni- og verk- fræðinga í þjóðfélaginu sem og dreifingu verkefna hjá borg, sveit- arfélögum og ríki til þess að fá raun- verulega og sanna mynd af misrétt- inu sem lengi hefur átt sér stað í stöðu- og verkefnaveitingum innan þessara þriggja stétta byggingar- listarinnar. Landvinningur Á dögum Rómveija voru þrælar leiddir inn á svið hringleikahúsa og látnir beijast fyrir lífi sínu við ijón að viðstöddu fjölmenni áhorfenda. Fólki þess tíma hefur vafalaust þótt þetta grimmdarlegar aðfarir og liðið illa þegar það horfði á vonlausa baráttu þrælanna, en það reyndi samt ekki að skerast í leikinn og koma í veg fyrir óréttlætið. íslenskt Páll Björgvinsson. nútímasamfélag beitir ekki ósvipuð- um aðferðum þegar ungir arkitektar eru annars vegar þótt ekki sé um lífsháska að ræða þar sem þeir eru í hlutverki ljónsins, og hvaða arki- tekt hefur hingað til amast við því eða vogað sér að mótmæla? Aðrar stéttir í þjóðfélaginu hafa fylgst með þróun mála í forundran og jafn- vel gert góðiátlegt grín að stéttinni sem svo auðveldlega lætur kné- beygja sig. En nú er komið að því að sjálfsvirðingu ungra arkitekta er nóg boðið. Þeir eru loksins farnir að viðurkenna að þeir séu nauð- beygðir til að sigrast á minnimáttar- kennd sinni og úrræðaleysi ef þeir ætla sér að fá einhver verkefni hér á landi. Mikilvægt er því að þeir hafi samráð um að harðneita að láta safna sér saman eins og soltn- um ljónum í ljónagryfju sem eru látin beijast um ætið. Aðferðirnar sem hið opinbera hefur hingað til notað við útdeilingu verkefna eru einmitt ástæða sjálfrar sundrungar- innar í stéttinni. En það er einungis með einhug og samstöðu sem ungir arkitektar hafa möguleika á að vinna sér land á hinum íslenska markaði. Það verður örugglega eng- in breyting á lífskjörum og stöðu- möguleikum arkitekta ef þeir gera ekkert sjálfir í ástandinu því „svelt- ur sitjandi kráka en fljúgandi fær“. Úr hlekkjunum Óhætt er að fullyrða að fleiri en sjómenn á íslandi séu „íslands full- orðnu synir“ og dætur með víkinga- blóð í æðum; menn eru einungis misjafnlega fljótir að átta sig á kraftinum sem þetta felur í sér. Ungir arkitektar geta hrist af sér hlekkina og fetað í fótspor sjómanna og boðað til fundar. Þeir geta líka mætt niður í Aiþingi með mótmæla- spjöld og svo sannarlega geta þeir fjölmennt á fund ráðherra. Senn „ríða hetjur um héruð“ því ekki er ennþá „feðranna frægð fallin í gleymsku og dá“. Höfundur er arkitekt og starfar sjálfstætt. Er hægt að semja án verkfalla? ÞAÐ VAR athygiis- vert að lesa viðtal við þýska forstjórann í ís- lenska Álverinu þar sem hann vildi fækka verkalýðsfélögunum í landinu. Þessi skoðun hans er auðvitað byggð á þeirri reynslu sem hann hefur orðið fyrir hér á landi, vegna þeirra tíðu verkfalla sem hér eru landlæg. Ekki ætla ég að fara að dæma um hvort það eigi að fækka hér .verkalýðsfélögum því þetta er mál sem deila má um. Málið er nefni- lega það að hér á landi geta launa- menn ekki vænst neins ef þeirra félag boðar ekki til verkfalls, vegna þess að hér er varla talað við þau félög sem ekki boða til verkfalls. Það er þetta atriði sem ég býst við að þýski forstjórinn sé ekki vanur í sinni heimabyggð. Auðvitað er gott að erlendur rík- isborgari hafi áhuga á að gera ein- hveijar endurbætur á verkalýðs- kerfinu sem að mörgu leyti er úrelt 'og býst ég við að hugsun hans sé að auðvelda saminga í hans fyrir- tæki. Ekki veit ég hversu vel for- stjórinn þekkir til hér á landi, en tel ég það víst að honum ofbjóði þessi eilífu verkföll sem ætíð dynja hér yfir, og hann kannski þekkir ekki frá sínu heimalandi. Ég held að það væri betra fyrir forstjórann að hann sýndi með góðu fordæmi hvernig gera má samn- inga án þess að til verkfalla komi. Dæmin sýna að vont er að ná samningum án þess að beita verkfalli, og sýnir það best sú raunasaga sem við innan Lands- sambands lögreglu- manna höfum búið við síðan við afsöluðum okkur verkfallsréttin- um Landssamband lög- reglumanna afsalaði sér vekfallsréttinum hér um árið, og hefur það sýnt sig að það voru dýr mistök. í stað þessa dýrmæta réttar töluðu hinir almennu félagsmenn um að við hefðum fengið kuldaskó, sem við í öðrum samningum höfðum afsalað okkur fyrir eitthvað sem ég man ekki eftir hvað var, svo ekki getur það hafa verið merkilegt. Það sýnir hversu dýrmætt það er að hafa þennan rétt, að eftir að við afsöluð- um okkur honum hefur varla verið við okkur talað, og sá samningur sem gerður var þegar rétturinn fauk, varla virtur nema ríkið sé ei- líft minnt á hann. Verkfallsréttur- inn virðist hafa verið dýrmætari en menn töldu á sínum tíma því að á síðasta samningstímabili var talað við Landssambandið í lok tímabils- ins, og nú er varla talað við okkur, allavega vitum við almennir félags- menn ekki tii þess. Auðvitað er það rétt baráttuaðferð hjá Samninga- Eftir að við afsöluðum okkur verkfallsréttin- um, segir Einar Helgi Aðalbjörnsson, hefur varla verið talað við okkur. nefnd ríkisins að hafa þennan hátt- inn á, því hvað hafa félög sem ekki geta beitt verkfallsvopni að gera að samningaborði, gegn samninga- nefnd sem varla semur við nokkuð félag án þess að til verkfalls hafi komið áður. Þetta er kannski öðru- vísi í heimalandi forstjórans. Það er með herkjum að staðið sé við þann samning sem gerður var þegar verfallsrétturinn fór og ekki hafa náðst neinir nýir samn- ingar sem eru okkur lögreglumönn- um til hagsbóta. Þetta sýnir að það virðist þurfa verkfall til þess að eitt- hvað náist fram. Það hefur löngum verið helsta baráttumál innan Landssambands lögreglumanna að taka á lífeyrisaldrinum en auðvitað hefur ekkert þokast í því máli frek- ar en öðrum því verkfallsréttinn vantar. Ætli aimenningur geri sér grein fyri að lögreglumenn geta starfað til sjötugs, og eru óbeint hvattir til þess, vegna þeirra viðbót- ar prósenta sem bætast við með hveiju ári sem nær dregur sjötugu. Það getur verið að einhveijum finnist þetta vera óraunhæfar kröf- Einar Helgi Aðalbjörnsson ur, en mér er spurn hvort hinum almenna borgara finnist það eðli- Iegt, að þegar beðið er um aðstoð lögreglu komi á vettvang tveir menn sem eru að nálgast sjötugt. Ekki ætla ég að gera lítið úr þeim lögreglumönnum sem eru á þessum aldri, því þeir eru búnir að vinna sitt dagsverk vel og lengi, og væru sjálfsagt hættir ef fjárhagurinn leyfði og þessar hvatningarprósent- ur kæmu fyrr á starfstímanum og þeir gætu hætt í starfi þegar þeir væru í fullu fjöri. Það vita allir sem vilja vita að menn sem komnir eru hátt á sjötugsaldurinn eru ekki færir um að ganga í öll þau störf sem ætlast er til að gengið sé í innan lögreglunnar. Auðvitað er þessi krafa um lífeyrisaldurinn sett fyrst og fremst fram vegna þess hversu óeðlilegt það er að lögreglu- menn starfi til sjötugs en ekki má gleyma því að innan lögreglunnar losnuðu líka störf ef lögreglumönn- um væri gert kleift að hætta fyrr og er það ekki nokkurs virði á tím- um þess atvinnuleysis sem hefur heijað á þjóðina um nokkurra ára skeið? Þetta gerist ekki í heima- landi forstjórans. Nú fyrir skömmu voru hér franskir lögreglumenn í heimsókn til að keppa í golfi við kollega sína hérlendis. Ég átti tal við einn þeirra um starf lögreglunnar hér og í Frakklandi, og kom til tals hvenær lögreglumenn hér hættu störfum og hvenær lögreglumenn í Frakk- landi hættu störfum. Þegar ég sagði honum frá því að hér ynnu menn til sjötugs þá átti hann í vandræðum með að trúa mér því honum fannst þetta þvílík fjarstæða. Þessi lög- reglumaður sagði að í Frakklandi gætu lögreglumenn ekki starfað eftir að þeir hefðu náð 55 ára aldri, en yfirlögregluþjónar eftir að þeir yrðu 58 ára. Þessi lögreglumaður sagði að í Frakklandi væru lög- reglumenn yfírleitt dauðir þegar þeir yrðu sjötugir, vegna þess álags sem óreglulegur vinnutími og vinnuálag veldur. Ég sagði honum að hér væri það nú sama staðan, en hér væri þannig lífeyriskerfi að lögreglumenn væru hvattir til þess að hætta ekki fyrr en um sjötugt vegna þeirrar hvatningarprósentu sem væri í lífeyriskerfinu og hlyti lífaldur lögreglumanna að vera svipaður hér og í Frakklandi en hér væri gróði fyrir ríkið að menn stunduðu sína vinnu fram á síðasta dag, því hveijum ætti þá að greiða lífeyrir? Það hafa verið gerðar margar kannanir um lífaldur vakta- vinnufólks, og allar sýna þær að hann er miklu styttri en hjá öðrum og ekki sé minnst á þegar fer sam- an vaktavinna og vinnuálag. Allt þetta sýnir hversu langt á eftir við erum þegar kemur að starfslokum. Það hefur sýnt sig að verkfalls- réttinn eiga félög að halda í og beita honum af skynsemi. Þeim fé- lögum sem kannski býðst að skipta á verkfallsréttinum og einhveijum kröfum er þau sitja að samningum við Samninganefnd rkisins, skal bent á hvernig hefur farið fyrir Landssambandi lögreglumanna. Það virðist hafa sannað sig að þau félög sem hafa ekki verkfallsrétt geta ekki vænst þess að við þau sé talað fyrr en allir hafa samið á vinnumarkaðnum,og ekkert er eftir hjá ríkinu til að semja um því hvaða hætta er jú á að það félag, sem ekki getur beitt verkfallsrétti sín- um, geri nokkuð til að ná fram sín- um kröfum. Það er augljóst að þau félög sem ekki hafa verkfallsrétt geta ekki vænst þess að við þau sé talað, og verða þau að finna einhveija áþreif- anlega baráttuaðferð til að beita, því Samninganefnd ríkisins virðist ekki geta hugsað sér að ganga að kröfum þeirra,sem ekki hafa gert hávaða og læti áður. Höfundur er lögregluvarðstjóri á Kefla víkurflugvelii.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.