Morgunblaðið - 12.08.1995, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 12.08.1995, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 1995 25 AÐSENDAR GREINAR Lögreglan er svelt ÞAÐ ER ekki að byrja í dag, að lög- reglan fái ekki mann- sæmandi lifibrauð af starfi sínu. Það er ekki voða langt síðan að lögreglumanni var sagt upp starfi sínu eftir 5-10 ára þjón- ustu og hann látinn byija aftur á byij- andalaur.um. Þá voru reyndar eins og nú skammarlega lítil laun hjá lögreglunni og lít- ið um aðra vinnu. Eg veit ekki hvað yfir- menn lögreglunnar eru að hugsa með því að svelta lögreglumenn og fækka þeim eftir því sem afbrotum fjölgar. Hver skilur það? Þeir virðast ekki neitt hugsa um þau válegu tíðindi í þjóð- félaginu, að það eru að minnsta kosti 200 afbrotamenn lausir, sem alltaf eru ruplandi og stelandi og að fíkniefnafólki fer fjölgandi og lögreglan ræður ekki neitt við neitt. Þessir fíklar eru að ganga lengra og lengra í fíkn sinni og ýmsum afbrotum og alveg vitlaus- ir í tölvur og það sem þeim fylgir og öllu sem hægt er að koma í peninga. Það eru líka þjófar á ferð- inni, sem ekki eru eiturfíklar. Lög- reglan ræður ekkert við þetta vegna mannfæðar. Það þarf að manna ómerktar bifreiðar með duglegum mönnum, sem koma afbrotamönnunum í opna skjöldu, en til þess þarf að fjölga í lögegl- unni, en ekki fækka. Hvernig dett- ur dómsmálaráðuneytinu í hug að það fáist eitthvað út úr lögreglu- mönnum, sem hafa ekki oní sig Sveinn Björnsson og á og vinna þó á nóttu sem á degi. Svo eru einhveijar reglur hjá dómsmálaráðu- neytinu um að lög- reglumenn megi ekki vinna aðra vinnu í sín- um frítíma. Það er verið að banna þeim að bjarga sér og fjöl- skyldum sínum. Það eru kannski þeir allra duglegustli í lögregl- unni sem fá slíka vinnu, og nenna ekki að láta ijölskyldu sína líða skort. Einnig er þeim treyst fyrir ýmissi vinnu, betur en öðrum, jþótt atvinnuleysi sé talið mikið. Þetta allt hjá dómsmálaráðu- neytinu endar bara með því, sem ég hefi áður sagt, að það fást ekki góðir menn í lögregluna í framtíðinni og einhveijir fara að segja upp og fá sér vinnu, sem þeir geta lifað af. Þá fer nú í verra hjá þessu bless- aða dómsmálaráðuneyti. Fólk fer að taka lögin í sínar hendur, eins og ég hefi áður spáð í greinum mínum. Semja við þjófana og borga þeim fyrir að skila aftur þeim hlutum sem þeir stálu. Kannski fer fólk að auglýsa eftir því sem stolið var og lögreglan veit ekki neitt og fær ekkert að vita um þjófana. Allt traust á lög- reglunni hverfur út í veður og vind. Þetta er reyndar búið að vera svona nokkuð lengi þar sem allir vita að lögreglan er svo fámenn og því getulaus. Þá er komið að því heimskulegasta og nýjasta, að lögreglumenn, sem eru að vinna Ósanngimi gagnvart bótaþegum I LÖGUM um at- vinnuleysistryggingar frá 1993 er gert ráð fyrir að bótaþegar er hafi barn á framfæri yngra en 18 ára eða greiði sannanlega með þeim meðlag skuli fá 4% álag á at- vinnuleysisbætur með hveiju barni. í túlkun Atvinnuleysistrygg- ingarsjóðs á fram- angreindu orðalagi er gert ráð fyrir að sá er standi í skuldum við Innheimtustofnun sveitarfélaga greiði Garðar Vilhjálmsson ekki sannanlega með barni sínu og skuli því ekki njóta þessa 4% álags. Nú er því svo hagað að á meðan einstaklingur, sem tekur atvinnuleysisbætur, er í skuld við Innheimtustofnun þá halda skuldir áfram að vaxa en greiðslur sem Atvinnuleysistrygg- ingasjóður telur, segir Garðar Vilhjálsson, að sá sem skuldar meðlag greiði ekki sannanlega með barni sínu. í framtíðinni fást engir hæfir menn til starfa í lögreglunni. Sveinn Björnsson segir að það sé vegna lélegra launa. annað trúnaðarstarf í sínum fri- tíma og verður til þess að upplýsa þjófnað er skammaður af yfir- manni sínum, „tekinn á teppið“, í staðinn fyrir að fá hrós fyrir ár- vekni sína. Hvað eiga svona kúnst- ir að þýða? Lögreglan hefur beðið fólk um að láta vita um það sem það verður áskynja og talið er að varði við lög, svo sem þjófnaði og fíkniefnabrot. Það er löngu vitað að það er ekki hægt að stunda rannsóknarlögreglustarf án þess að hafa fólk með sér. Svona lagað er algjör tvískinnungsháttur og fólk hættir að gefa upplýsingar eða „tipp“ eins og það er kallað. Það er stundum það eina sem getur hjálpað rannsóknarlögregl- unni, já, og allri lögreglu, þegar lítið er til að hengja hatt sinn á, á afbrotastað. Svo klókir eru þjóf- arnir orðnir, að það eru fá verk- summerki. Það verður nú þegar að hækka kaup lögreglunnar og bæta við mannskap, þannig að eitthvað náist af þessum afbrotalýð. Svo verður líka að halda þeim inni, en ekki safna á þá afbrotum, eins og nú virðist vera gert. Allt að 20-30 afbrotum, þegar þeir eru loks sett- ir í fangelsi. Seint og síðar meir kemur svo kannski dómur til nokk- urra mánaða. Alltof litlir dómar vegna fangelsisleysis. Það er því miður eins og dæmt sé eftir fang- elsisplássi, en ekki eftir lögum hversu alvarleg sem brotin eru. Einnig er það svo í nauðgunarmál- um. Það er verið að dæma nauðg- ara í nokkurra mánaða fangelsi og til að borga miskabætur, sem þeir borga svo aldrei. Það er skammarlegt hvað nauðgarar fá litla dóma og fara ekki í fangelsi fyrr en eftir dúk og disk og eru þá að ónáða konuna, sem varð fyrir voðaverkinu. Þessu verður að linna. Höfundur er fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður. ættu að ganga til út- gjalda vegna barna falla niður. Nú skal tekið undir það réttlætismál að sá sem hirðir ekki um að greiða meðlag til Inn- heimtustofnunar skuli ekki fá aukagreiðslur til eigin nota sem ætl- aðar eru til útgjalda vegna barna. Hins- vegar er það jafnmikið réttlætismál að um- ræddar greiðslur renni beint til þess að jafna skuldir viðkomandi bótaþega við Inn- heimtustofnun en féllu ekki ein- faldlega niður. Tæknilega er ekki vandamál að safna saman þeim 4% greiðslum sem viðkomandi bótaþegi ætti rétt á, stæði hann í skilum, og láta þær ganga, t.d. ársfjórðungslega, beint til Inn- heimtustofnunar sveitarfélaga til skuldajöfnunar á ógreiddum bamsmeðlögum. Slíkt er þó ekki mögulegt skv. laganna hljóðan, að mati Atvinnuleysistryggingar- sjóðs. Umrædd lagagrein nr. 23. í lögum 93/1993 hlýtur því að fá umfjöllun strax á komandi þingi, hafi löggjafinn vott af sanngirni til að bera. Höfundur er skrifstofustjóri Iðju, félags verksmiðjufólks. Vatnadagar á Hafravatni 12.-13. ágúst íslenska umboðssalan verður með stórsýningu á vatnasportvörum. Hraðbátar þeysa um vatnið auk gúmmíbáta, mótorbáta, árabáta og álbáta. Straumvatns- og sjókajakar, kanóar, seglbretti, sjóskíði, hnébretti, vatnablöðrur og m.íl, sem þú getur íengið að prófa. Seglbrettaskólinn á Hafravatni og Kajakklúbburinn verða á staðnum. Boðið verður upp á veitingar frá Ölgerð Egils Skallagrímssonar og Þykkvabœjarsnakki. Sértilboð á ýmsum vörum meðan á sýningunni stendur. SYningartími Lctugardag 12. ágúst kl. 12-19. Sunnudag 13. ágúst kl. 12-19. UMBOÐSSALAN UMBOÐSSALAN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.