Morgunblaðið - 12.08.1995, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 12.08.1995, Blaðsíða 52
MICROSOFT. einarj. WlNDOWS. SKULASONHF TVÖFALDUR1. vinningur MORGUNBLAÐID, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMl 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.IS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 1995 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK „Framtíðarsýn“ í Ódáðahrauni Tollar á grænmeti Lágmarkskvótar voru víða búnir Fundur vegna álvers VINNUVEITENDASAMBAND ís- lands hefur óskað skriflega eftir fundi með fulltrúum starfsmanna álversins í Straumsvík og er fundur- inn ákveðinn á mánudaginn kemur, 14. ágúst, klukkan þijú. Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri VSÍ, segir að á mið- vikudaginn var hafi formlega verið óskað eftir fundi með starfsmönnum og sú ósk verið staðfest skriflega í gær eftir að þess hafi verið óskað. Hann segist aldrei fyrr á fimmtán ára starfsferli sínum hjá Vinnuveit- endasambandinu hafa þurft að boða skriflega til fundar, hingað til hafí nægt að óska eftir því með formleg- um hætti. Meginatriðið sé hins vegar að koma á fundi um þetta mikilvæga mál og ef til þurfi skriflega boðun, sé það ekki fyrirstaða. ......♦.♦ ------ Börnum boð- ið í Elliðaár STJÓRN Stangaveiðifélagsins hefur boðið öllum börnum í félaginu á aldr- inum 7 til 12 ára í Elliðaárnar til veiða eftir hádegið á þriðjudag. • „Við erum að reyna að leggja meiri áherslu á þá yngri í félaginu. Gera meira fyrir veiðimenn framtíð- arinnar," sagði Bjarni Júiíusson, stjórnarmaður hjá SVFR. „Krökk- unum verður skipt upp í hópa og góður leiðsögumaður látinn leiða hvern hóp.' Síðan verður farið um ána og veitt sem víðast og vonandi fá sem flestir krakkanna eitthvað. Nóg er af laxinum." LANDVERÐIR í Herðubreiðar- lindum standa þessa dagana fyrir gjörningi sem þeir kalla „Framtíð- arsýn“, en þeir hafa reist þijú þriggja metra há stauravirki með línum á milli í Neðra-Linda- hvammi til að mótmæla fyrirhug- aðri lagningu háspennulínu frá Fljótsdalsvirkjun á þessum slóð- um. í áskorun til umhverfisráð- herra, sem landverðirnir hafa dreift til ferðamanna, er skorað á hann að samþykkja ekki þá hug- mynd Landsvirkjunar að leggja háspennulínuna um Ódáðahraun, sem sé eitt stærsta ósnortna víð- erni í Evrópu og búi yfir fjöl- breyttri náttúru. Lagning stórrar háspennulínu kljúfi svæðið og verði sýnileg langt að, auk þess sem vegalagning í tengslum við hana geti leitt til þess að land- svæðið verði í framtíðinni útspor- að í bilslóðum með tilheyrandi landspjöllum og sjónmengun. Óskemmt hraunið bjóði upp á ein- staka möguleika til að mæta vax- andi þörf og löngun þeirra sem búa í manngerðu umhverfi til að komast út í óspillta náttúru, en verði af lagningu línunnar og veg- ar hafi það í f ör með sér að núver- andi eiginleikar svæðisins glatist. A myndinni sést eitt virkjanna þriggja með Herðubreið í baksýn, en við það eru brúður sem sýna eiga stærðarhlutföllin milli raun- verulegra stauravirkja og manna. * ÁSTÆÐUR mikillar hækkunar grænmetis í júlí eru m.a. að ný íslensk uppskera grænmetis kom á markað á sama tíma og byijað var að nýta heimildir til tollvernd- ar. Þær heimildir voru nýttar í rík- um mæli. Kvótar til innflutnings á grænmeti á lágmarkstollum voru í mörgum tilvikum á þrotum og voru vörumar eins og kartöflur því fluttar inn á hærri tollum. Heimild til að leggja toll á jökla- salat var nýtt að hálfu og leggst 15% tollur á vöruna og 92 króna magntollur á hvert kíló. Þetta er gert þrátt fyrir að jöklasalat sé ekki framleitt hér á landi. Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra sagði að allt salat væri á sama tollnúmeri og ekki væri hægt að skilja jöklasalat eftir ef beita ætti tollheimildinni á þetta tollnúmer nema að gefa jöklasal- ati sérstakt tollnúmer. Líkast til þyrfti lagabreytingu til að gera það. Friðrik segir að kanna þurfi framkvæmd þessara mála og leið- rétta brotalamir. ■ Kanna þarf.../27 Morgunblaðið/Kári Kristjánsson Stjórnarmenn í Olís mega ekki vera háðir Olíufélaginu Samkeppnisráð skil- yrðir tengsl Esso og Olís SAMKEPPNISRAÐ hefur sett skilyrði fyrir sam- starfi Olíufélagsins (Esso) og Olíuverslunar ís- lands (Olís), vegna kaupa Esso og Texaco á 45,5% hlut í Ólís, og stofnun sameiginlegs dreifingarfyrir- tækis OIís og Esso í framhaldi af þeim. Eitt helsta skilyrðið felur í sér, að stjórnarmenn í Olís verði óháðir Esso. Ráðið telur Esso og Texaco hafa náð virkum yfirráðum í Olís með kaupunum, og lítur á dreifíng- arfyrirtækið sem samruna viðkomandi rekstr- arþátta olíufélaganna tveggja. Skilyrðin eiga að koma í veg fyrir að beita þurfi ákvæðum sam- keppnislaga um ógildingu samruna. I úrskurðinum segir að í stjóm Olís megi ekki sitja menn sem eru í störfum sínum verulega háðir Olíufélaginu, stjórnarmenn eða starfsmenn dótturfélaga, stjórnarmenn og starfsmenn félaga sem Olíufélagið á meira en 1% hlut í, svo og stjórn- armenn og starfsmenn félaga sem eiga meira en 1% í Olíufélaginu. Fordæmi fyrir aðra „Þetta er mjög þröngt ákvæði og ég tel að það geti orðið erfitt að útfæra það. Maður spyr sig hvort þessi úrskurður komi ekki til með að hafa áhrif á aðra starfsemi eins og t.d. á eignaraðild fyrirtækja í flutningastarfsemi, verslun, fisk- vinnslu eða banka. Með vísan til jafnræðisreglunn- ar ætti úrskurðurinn að hafa áhrif á setu manna í stjórnum annarra fyrirtækja," sagði Kristján Loftsson, stjórnarformaður Olíufélagsins. Kristján sagðist ekki telja að úrskurðurinn kæmi til með að hafa áhrif á setu fulltrúa Olíufélagsins í stjórn Olís. Þeir eru Ólafur Ólafsson, forstjóri Samskipa, og Kristinn Hallgrímsson, lögfræðingur. Kristján sagði að Olíufélagið • ætti ásamt fleirum hlut í Mastri hf., en það ætti hlut í Samskipum. Hann sagði að Ólafur væri ekki starfsmaður Masturs eða ætti sæti í stjórn þess. Kristinn hefur sem lögfræðingur unnið fyrir Olíufélagið. Kristján sagðist ekki telja það gera hann vanhæfan og benti á að hann ynni einnig fyrir mörg önnur fyrirtæki. ■ Stj órnar menn/14 Færri sókn- ardagar NÚ LIGGUR fyrir að sóknardögum smábáta fækki enn á næsta fiskveiði- ári, frá því sem upphaflega var áætl- að, vegna þess að afli sóknardaga- báta er talsvert meiri á þessu fisk- veiðiári en ráðgert var. Sóknardagar á næsta fiskveiðiári verða 100 en áður var talið að þeir yrðu 106. Fiskistofa hefur nú lokið útreikn- ingum á því hvemig smábátaeigend- ur hafa valið á milli þorskaflahá- marks og bann- og sóknardagakerf- is. Um 400 völdu þorskaflahámarkið sem tekur mið af aflareynslu síðustu ára en 685 fara í bann- eða sóknar- dagakerfið. Aflahámarksbátarnir taka með sér mikinn meirihluta þess kvóta sem kemur í hlut smábátanna á næsta ári, eða 14 þúsund tonn af um 21.500 tonnum af þorski. Sam- kvæmt þessu fær hver kvótabátur að meðaltali 36 tonn i sinn hlut en hver banndagabátur fær 10 tonn. ■ Sóknardögum smábáta/19

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.