Morgunblaðið - 12.08.1995, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 12.08.1995, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR: EVRÓPA VÍVE v BovkoT* SKOPTEIKNARAR blaða hafa ekki síður en fréttaskýrendur fjall- að um kjarnorkutilraunir Frakka. Svona leit teiknari danska blaðs- ins Politiken á málið eftir að margir danskir veitingastaðir ákváðu að hætta að bera fram franskan mat í mótmælaskyni. Kjarnorkutilraunir Frakklands harðlega gagnrýndar innan ESB Líklegt að Frakkar fallist á sérfræðingafund París, Brussel. Reuter. HUGSANLEGT er að frönsk stjómvöld fallist á mánudag á ítrekaða beiðni framkvæmda- stjómar Evrópusambandsins um fund evrópskra kjamorkusérfræð- inga um fyrirhugaðar kjarnorkutil- raunir Frakklands í Suður-Kyrra- hafi. Að sögn Costas Verros, tals- manns framkvæmdastjórnarinnar em „merki um að svar komi frá París á mánudag" og að svarið verði jákvætt. Ritt Bjerregaard, sem fer með umhverfismál í framkvæmda- stjóminni, sendi í seinasta mánuði tvö bréf til franskra stjórnvalda. Þar var annars vegar farið fram á upplýsingar um hugsanlega geisl- unarhættu af tilraunasprenging- unum við Mururoa og hins vegar krafizt fundar evrópskra sérfræð- inga, þar sem rætt yrði um að sérfræðingar annarra Evrópuríkja fengju að framkvæma sjálfstætt eftirlit með tilraunasprengingun- um. Frakkar sendu fyrrnefndu upp- lýsingarnar, sem um var beðið, um hæl, en hafa dregið úr hömlu að svara beiðni um sérfræðingafund. Framkvæmdastjórnin hefur vald til að hlutast til um kjarnorkumál- efni aðildarríkja ESB, samkvæmt samningnum um EURATOM, Kjamorkusamvinnustofnun Evr- ópu. Ólíklegt er þó talið að fram- kvæmdastjórnin reyni að stöðva eða hindra kjamorkutilraunir Frakklands. Hún er hins vegar undir miklum þrýstingi að gera eitthvað í málinu, frá að minnsta kosti sjö ESB-ríkjum; Svíþjóð, Danmörku, Finnlandi, Austurríki, Lúxemborg, írlandi og Hollandi, sem öll hafa gagnrýnt kjarnorku- tilraunirnar harðlega. Fælingin lykill að friði Þótt frönsk stjórnvöld muni hugsanlega Ijá máls á fundi til að friða bandamenn sína, hafa ráð- herrar ríkisstjórnarinnar lýst því skorinort yfir að hvergi verði hvik- að frá áformum um kjarnorkutil- raunirnar. Michel Bamier, Evrópu- málaráðherra Frakklands, sagði í viðtali við Le Monde á fimmtudag að þótt önnur ESB-ríki gagnrýndu tilraunimar, vissu allir að fæling- armáttur kjamorkúvopna Frakka væri lykillinn að friði í álfunni. „Við verðum að draga lærdóm fyrir varnarmál Evrópu af þessu skilningsleysi á kjamorkutil- raununum og jafnframt af stríðinu í fyrrverandi Júgóslavíu,“ segir Barnier. Hann segir að deilan sýni fram á þörfina á meiri eindrægni og skilvirkni í utanríkisstefnu ESB. „Þetta er tækifærið til að ræða frekar hugmyndir um sameiginleg- ar varnir á evrópsku landi,“ segir hann. Rætt um nýjan fiskveiðisamning ussel. Reuter. VIÐRÆÐUR fulltrúa Evrópusam- bandsins og Marokkós um nýjan fiskveiðisamning hófust í Bmssel í gær. „Ég er ánægð með að við- ræðurnar skuli vera hafnar að nýju, það sýnir vilja beggja aðila til að nýtt samkomulag komist til framkvæmda, sem ég vona að verði þann 1. september,“ sagði Emma Bonino, sem fer með fisk- veiðimál í framkvæmdastjórn ESB við upphaf viðræðnanna. Fulltrúar fiskiðnaðar Marokkó segja fiskistofna í lögsögu Mar- okkó hafa verið ofnýtta á undan- förnum 10 árum. Marokkó fer fram á mikla skerðingu veiðikvóta til næstu þriggja ára; 65% á kol- krabba og smokkfiski og 50% á rækju og lýsingi. Einnig vilja Mar- okkómenn að skip ESB-ríkja landi megninu af þeim afla sem veiddur er í lögsögu þeirra í marokkóskum höfnum. ESB vill frekar fá menn til að landa meiri afla i Marokkó með fjárhagslegri hvatningu, t.d. með lækkun á veiðileyfagjaldi. Báðir samningsaðilar eru sam- mála um nauðsyn þess að vernda fiskistofna, en eiga eftir að koma sér saman um hvaða eftirlitsað- ferðum skuli beitt, s.s. með aðstoð gerfihnatta og eftirlitsmanna um borð. ERLENT Um 40 íslendingar að störfum í Bosníu og Króatíu Fjölmiðlar ýkja hætturnar og gefa ranga mynd MILLI þijátíu og fjörutíu íslend- ingar starfa um þessar mundir á vegum Sameinuðu þjóðanna í Bos- níu og Króatíu. Einn þeirra er Snorri Vignisson, sem sagði í við- tali við Morgunblaðið að frétta- flutningur sá, sem bærist almenn- ingi, gæfí ýkta mynd af ástandinu. Snorri sagði að um 20 íslend- ingar væru í Bosníu og annað eins í Króatíu. Flestir starfa þessir ís- lendingar við vöruflutninga, en einnig eru þar nokkrir iðnaðar- menn. Snorri ekur flutningabíl í Bosníu og sagði að íslenskir starfs- bræður sínir þar væru 17. Einnig væri þar íslenskur rafvirki og sím- virki. „Við erum ekki alltaf í skotlín- unni,“ sagði Snorri. „Við erum alls ekki sendir þang- að sem eru læti og ef eitthvað er á seyði fáum við svo öfluga herfylgd að mús kæmist ekki fram hjá. Ég vil leggja áherslu á að við erum ekki í neinni hættu þarna.“ Snorri lagði áherslu á að umheimurinn hefði fengið ranga mynd af ástandinu í Bosníu og Króatíu og fjölmiðlar hefðu til- hneigingu til að draga fram afmarkaða þætti í stað þess að líta á heildina. Átökin væru á afmörkuð- um svæðum, en víðast hvar væri friður, þótt vissulega væri spenna í lofti. „Þetta er ekki bara blóð og bardagar,“ sagði Snorri. „Allir eru hræddir, en maður sér engan deyja úr hungri og víðast hvar ríkir friður, þótt ekki sé hægt að segja að lífið gangi sinn vana- gang.“ Snorri fékk starfið á síðasta ári gegnum smáauglýsingu í ís- lensku blaði. „Þegar ég fór fyrst út var þetta ævintýri,“ sagði hann. „Nú er þetta bara vinna.“ Snorn Vignisson Atökum í Ang’ólu lokið? Luanda. Reuter. JONAS Savimbi, leiðtogi skæruliðasamtakanna UNITA, lýsti í gær yfir því að borgara- stytjöldinni, sem staðið hefur í 19 ár í Angóla, væri nú lokið. Fyrr í gær var greint frá því að Savimbi hefði þegið boð um að verða varaforseti í sam- steypustjóm landsins. „Eg tel stríðinu ... lokið og við viljum halda fram á við og tryggja frið og skapa aðstæður fyrir þjóðarsátt," sagði Sav- imbi við útvarpsstöð í Gabon. UNITA (Þjóðarsamtök fulls sjálfstæðis Angóla) og stjórnin í Luanda gerðu friðarsam- komulag í nóvember. Síðan hefur að mestu ríkt friður í landinu, þótt af og til hafi brot- ist út skærur. Hálf milljón manna lét lífið í borgarastyij- öldinni og talið er að þtjár milljónir manna hafi verið hraktar frá heimilum sínum. Einn helsti vandinn við að koma á friði verður að leysa upp 75 þúsund manna sveitir UNITA og 100 þúsund manna lið hers Angóla og mynda einn her. Grunur um fjöldamorð Bosníu-Serba SÞ vilja fá að kanna málið í Srebrenica Sarajevo, Ljubljana. Reuter. SAMEINUÐU þjóðirnar hafa kraf- ist þess að fá aðgang að ákveðnum svæðum í Austur-Bosníu en loft- myndir, sem Bandaríkjamenn hafa tekið, benda til, að stórar fjölda- grafir séu við bæinn Srebrenica, sem Serbar ráða nú. Forseti Al- þjóðanefndar Rauða krossins sagði í gær,jLÖ 6.000 múslima væri sakn- að á þessu svæði en taldi ekki nægilega sannað enn, að Serbar hefðu myrt allt fólkið. Madeleine Albright, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, lagði í fyrrakvöld fram loftmyndir, sem sýna að mati bandarískra sérfræðinga stórar fjöldagrafir fyrir utan bæinn Sre- brenica, sem áður var eitt af griða- svæðum múslima en er nú í höndum Serba. Lagði hún einnig fram vitn- isburð Bosníumanns, sem segist hafa komist af þegar Serbar skutu til bana með vélbyssum 2.700 músl- ima. Ekki búist við leyfi frá Serbum Talsmaður SÞ í Sarajevo, Chris Vernon, sagði, að yfirmenn gæslu- liðsins krefðust þess að fá að fara til Srebrenica til að kanna málið en viðurkenndu um leið, að þeir teldu litlar líkur á að Serbar leyfðu það. Sagði hann, að ekki yrði reynt að fá þessu framgengt með valdi en Ratko Mladic, yfirmaður hers Bosníu-Serba, stjórnaði árásinni á Srebrenica. Hann er meðal þeirra, sem stríðsglæpadómstóll Samein- uðu þjóðanna í Haag hefur sakað um stríðsglæpi. Ekki nægar sannanir Cornelio Sommarruga, forseti Alþjóðanefndar Rauða krossins, sagði í Sarajevo í gær, að enn væru ekki nægar sannanir fyrir fjöldamorðum Serba á múslimum en hann kvaðst hafa rætt málið við borgaraleg yfirvöld Bosníu-Serba á fimmtudag. „Það virtist koma mjög illa við þá, sem ég ræddi við,“ sagði Sommarruga. Curt Göring, sem fór ásamt fleiri fulltrúum Amnesty International til Tuzla í Norðaust- ur-Bosníu nýlega, sagði í Ljubljana í Slóveníu í gær, að þúsunda manna - væri saknað í Bosníu og væri ótt- ast, að Serbar hefðu drepið marga þeirra. Kína ögrar Taiwan með flugskeytatilraunum Taipei. Reuter. VERÐBRÉFAMARKAÐIR á Taiwan tóku dýfu í gær, föstudag, eftir að Kína hafði tilkynnt um nýjar tilraunir með stýriflaugar, sem þeir láta springa í sjónum skammt frá Taiwan-eyju. Taiwanskir embættismenn reyndu að dreifa áhyggjum fólks vegna tilraunanna. Huang Yao-yu, yfirmaður þeirrar deildar stjórnar- flokks þjóðemissinna í Taiwan, sem fylgist með atburðum á meg- inlandinu, sagði tilraunirnar ekki vera beina hernaðarógnun heldur vera stjórnmálalegs eðlis. Kínveij- ar væru að reyna að skapa óstöðugleika fyrir kosningar, sem fyrirhugaðar eru í Taiwan á næst- unni. I desember verða haldnar þingkosningar og forsetakosning- ar í marz á næsta ári. Á fimmtudag lýstu Kínveijar því yfir að þeir myndu halda áfram tilraunum með stýriflaugar í Aust- ur-Kínahafi á tímabilinu frá 15. til 25. ágúst, rétt norður af Taiw- an, en þær eru framhald á sams konar tilraunum sem fram fóru á sama svæði 21. til 26. júlí sl. Tilkynningin um framhaldstil- raunirnar hafði harkaleg áhrif á fjármálamarkaði Taiwans. í gær féll gengið á verðbréfamarkaðnum um 4,57 af hundraði og hefur ekki verið lægra í 20 mánuði. Taiwanski dollarinn hrundi um miðjan dag í gær niður í lægsta gengi gagnvart Bandaríkjadollar síðan 1991. Vilja grafa undan Lee Stjómmálaskýrendur segja Kín- veijum ganga fleira til með að- gerðunum nú en að skapa óstöðug- leika í stjórnmálum Taiwan. Þeim sé í mun að grafa undan stuðningi við Lee Teng-hui forseta Taiwans, en Kínveijum gramdist mjög heimsókn hans til Bandaríkjanna í júní sl., sem þeir túlka sem til- raun til að afla Taiwan viðurkenn- ingar á alþjóðavettvangi og vinnu að stofnun sjálfstæðs ríkis þar. Allar götur síðan þjóðernissinnar Chiang Kai-sjeks töpuðu borgara- stríðinu 1949 og hröktust út á Taiwan-eyju hefur það verið yfir- lýst stefna beggja aðila að eyjan sameinist Kína á ný, en undir mjög ólíkjum formerkjum. „Það boðar mikla hættu, ef Kína telur sig ekki Iengur geta Ieyst deiluna um endursameiiiingu á friðsamlegan hátt. Taiwan neyðist til að fara mjög varlega undir þess- um kringumstæðum,“ sagði Hu Fo, stjórnmálafræðiprófessor í Taipei, um stýriflaugatilraunir Kínveija.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.