Morgunblaðið - 12.08.1995, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 12.08.1995, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 1995 9 Veiðijakkar og buxur á mjög góðu verði Jakkl m/lausu fóðri kr. 4.970 Buxurkr, 2.300 5% staðgreiðsiuafsláttur, einnig af póstkröfum greiddum innan 7 daga. ÚTÍLÍFf GLÆSIBÆ - SÍMI 581 2922 FRÉTTIR Bretar áhugasamir um samstarf við íslendinga á sviði hugbúnaðar Læknablaðið Varað við lokunum geðdeilda í RITSTJÓRNARGREIN nýjasta tölublaðs Læknablaðsins er þungum áhyggjum lýst yfir þeirri stefnu sem niðurskurðurinn í heilbrigðisþjón- ustunni hafi tekið, þegar byrjað sé að loka geðdeildum. Eindregið er varað við afleiðingum slíkra að- gerða. Áherzla er lögð á það, að lokanir sjúkradeilda, sérstaklega geðdeilda, bitni mjög harkalega á sjúklingum og aðstandendum þeirra. Sjúkling- arnir fái ekki nauðsynlega meðferð og bata þeirra seinki með ófyrirsjá- anlegum afleiðingum. Mikið sé lagt á aðstandendur, sem bundnir eru við umönnun og fátt sé erfiðara en að annast mikið veikan geðsjúkling. Á geðdeild Landspítalans hafa ekki fengizt heimildir til að fjölga starfsfólki frá 1981, „þrátt fyrir sí- vaxandi álag á illa launað starfsfólk, sem leggur sig fram um að gera sitt bezta,“ eins og segir orðrétt í greininni. Faglært starfsfólk lykilatriði Höfundur ritstjórnargreinar Læknablaðsins, Tómas Helgason yfirlæknir, telur að niðurskurðurinn og lokanir sjúkradeilda verði lands- mönnum dýr, ekki aðeins vegna þjáninga sjúklinganna og aðstand- enda þeirra, heidur einnig vegna þess að hætta er á að bata seinki, fleiri verði fatlaðir til langs tíma, fleiri þurfi að dvelja lengur á sjúkra- húsi og fleiri þurfi örorkulífeyri og félagslega aðstoð. Garðplöntu- SKYNDI8ALA Allt að f aðefns 2 dagar iim illi IIÆGT AI) PLANTA afsláttur Aukin samvinna til góðs Fjölærar plöntur fjallafuraminni Fjallafura ttærri Garðróúr Kvittir (marfar?erðir) $kó?arplöntur íbökkum Ltjn?rÓ«r((tórar) keypt hluta í til að mynda breskri bílaframleiðslu, sem sjái mörgum bílaframleiðendum annars staðar í Evrópu fyrir varahlutum og tækja- búnaði. „Breskur bílaiðnaður er fjölþjóð- legur í dag og leggur t.d. þýskum bílaframleiðendum til afar mikil- vægan hluta af þeim tækjabúnaði sem þeir nota í sína bíla. Erlendir fjárfestar, t.d. Japanir, sem hafa keypt stóra hluti í breskum fyrir- tækjum, sjá sér einnig mikinn hag í að viðhalda tengslunum við Evr- ópu með evrópsku yfirbragði fram- leiðslunnar, evrópskum birgjum o.s.frv., og miða við Evrópu sem aðalmarkað sinn. Einnig er vert að minna á að mörg bresk fyrirtæki eru áberandi fjárfestar á heimsvísu, eins og Bandaríkjamenn hafa t.d. orðið áþreifanlega varir við þar sem Bretar eru stærri fjárfestar en Jap- anar eins og sakir standa," segir Mason. Samkeppni til góðs Mason kemur til íslands nokkr- um sinnum á ári og hefur í heim- sóknum sínum fundað með mörgum helstu forkólfum íslensks athafna- lífs. Hann segist vilja horfa til við- skiptatengsla hérlendis fyrir utan Reykjavík og hann geti greint mikla ánægju á landsbyggðinni með þá stefnu að horfa á landið sem mörg aðskilin markaðssvæði en einblína ekki eingöngu á höfuðborgarsvæð- ið. „Ég trúi staðfastlega á sam- keppni og veit af eigin reynslu að hún eykur val neytenda og lækkar verðlag," segir Mason. kr. 149 kr. 590 kr. 890 kr. 398 kr. 299 kr. 347 kr. 1.490 FYRIR um þremur árum bauð Michael Heseltine aðstoðarfor- sætisráðherra Eng- lands, þá viðskiptaráð- herra og forseti breska viðskiptaráðsins, breskum fyrirtækjum að leggja fram krafta 100 framámanna í bresku viðskiptalífi, í því skyni að hleypa af stokkunum miklu kynningar- og við- skiptaátaki á 80 helstu markaðssvæðum Eng- lands í heiminum. Út- flutningsátakið kallast Overseas Trade Services og er höf- uð Norðurlandadeildar Bob Mason, sem nú er staddur hérlendis. ísland er í 71. sæti listans yfir helstu markaðssvæði Breta og varð aukning í viðskiptum landanna á milli ára í fyrra, með þeim árangri að markaðshlutdeild Breta hérlend- is jókst talsvert. BretlHnd er jafn- framt í fararbroddi kaupenda á ís- lenskum vörum, mestmegnis fiskaf- urðum eins og sakir standa. Bob Mason kveðst vonast eftir enn frek- ari aukningu á næstu árum og hann líti _svo á að miðað við fjölda íbúa sé ísland eitt mikilvægasta mark- aðsland Englendinga, þótt það sé vitanlega smár og viðkvæmur markaður að mörgu leyti. Aukin viðskipti markmið „Heseltine segist í anda stjórn- málamanna ekki vilja ákveða eitt tiltekið markmið í viðskiptum, en við reynum hins vegar að móta markaðsstefnu, skipta þeim svæð- um niður sem vekja áhuga okkar og fylgja þeirri stefnu að auka við- skipti á öllum markaðssvæðunum áttatíu og markaðshlutdeild okkar á kostnað keppinauta, án þess að negla niður prósentuhlutfall eða fjárhæðir í því sambandi," segir Mason. Hann segir eitt forgangsmála í viðskiptum Breta við íslendinga vera á sviði fjarskipta, hugbúnaðar og tölvukosts. ísland standi framarlega í þróun hugbúnaðar en hann telji að það geti færst. enn framar með því að taka upp nána samvinnu við bresk hugbúnaðarfyrirtæki, bæði í þeim tilgangi að aðlaga breskan hug- búnað fyrir íslenskan markað og þróa hug- búnað fyrir heims- markaðinn. „Aukin samvinna væri báðum aðilum tvímælalaust til góðs, og þó að mitt starf feli ekki í sér samningsgerð eða slíkt, get ég und- irbúið jarðveginn fyrir aukið sam- starf og hvatt menn til að leita eft- ir upplýsingum og tengslum milli landanna, á þessu sviði viðskipta sem öðrum,“ segir Mason. Hann sjái ejnnig margvíslega möguleika fyrir íslendinga að nýta sér trygg- inga- og fjármálaþjónustu í Eng- landi, sem sé afar öflug og mikilvæg efnahagslífi Englands, hvort sem menn hafi áhuga á fjármögnun eða ráðum til að fjárfesta í Bretlandi eða á Norður-írlandi. Englendingar geti eins og flestir vita einnig boðið margs kónar hráefni til iðnaðar á borð við kol og stál, auk véla og tækja. Styrkur Breta vanmetinn Mason kveðst telja að menn van- meti oft styrkleika bresks iðnaðar, því fjölmörg dæmi séu tii um hversu Bretland stendur framarlega í við- skiptum. Þár á meðal megi nefna bílaframleiðslu, sem sé afar sam- keppnishæf á heimsmarkaði, þvert á það sem margir haldi eftir slæmt gengi á seinasta áratug. Þetta sé í samræmi við stefnu breskra stjórn- valda sem vilji halda niðri verð- bólgu, tryggja að launakostnaður fari ekki fram úr hófi og auka gæði breskrar vöru. Erlendir fjár- festar hafi þannig haldið innreið sína í England, sem ríkisstjórn og fyrirtækjastjórnendur fagni, og Bob Mason Kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.