Morgunblaðið - 12.08.1995, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 12.08.1995, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 1995 11 FRÉTTIR Safnast hafa fjögurhundruð þúsund krónur handa nýrnasjúklingi Heimsþing Amnesty International Morgunblaðið/Jón Svavarsson BENEDIKT Andrésson tekur við ávísun úr hendi Hilmars F. Thorarensens, gjaldkera Félags Árneshreppsbúa, og Pálma Guðmundssonar, formanns félagsins. Mannréttindavaka og mannréttindabrot Aldrei hægt að þakka nóg ÁSTA Kristín Árnadóttir gekkst nýlega undir sína aðra nýrna- ígræðslu í Boston og var útskrif- uð af sjúkrahúsinu 1. ágúst. Ekki er ljóst hvenær henni verður leyft að koma heim, en sýnt þyk- ir að aðgerðin hafi heppnast vel. I gær afhenti Félag Árnes- hreppsbúa í Reykjavík fjölskyld- unni rúmar 400 þúsund krónur, sem er afrakstur söfnunar sem félagið hefur staðið fyrir. Eins og áður hefur komið fram í Morgunblaðinu er þetta þriðja nýrnaígræðsla sem dætur Vil- borgar Benediktsdóttur og Guð- mundar Árna Hjaltasonar þurfa að gangast undir. Félag Árnes- hreppsbúa í Reykjavík hefur gengist fyrir söfnun til stuðnings fjölskyldunni, en kostnaður við veikindi systranna hefur verið henni þung í skauti. Vakin var athygli á þessari söfnun í Morgunblaðinu í byijun ágúst og núna hafa safnast rúm- ar 400 þúsund krónur, sem af- hentar voru Benedikt Andrés- syni, afa stúlknanna, í gær. í samtali Morgunblaðsins við föður þeirra kom fram að öllum heilsaðist vel og þau gætu aldrei þakkað nóg fyrir sig: „Þetta er ómetanlegur stuðningur sem okkur hefur verið sýndur og ég vil koma þakklæti á framfæri frá okkur öllum.“ Söfnunin stendur ennþá yfir og þeim sem vilja styrkja fjölskylduna er bent á reikning 1124-26-50 í Sparisjóði Árneshrepps í Norðurfirði, en hægt er að leggja inn á reikning- inn í öllum bönkum, sparisjóðum og pósthúsum landsins. HUNDRUÐ félaga í Amnesty Inter- national hvaðanæva úr heiminum sýna stuðning sinn við aukna bar- áttu fyrir mannréttindum í Austur- og Mið-Evrópu, við upphaf heims- þings samtakanna í Slóveníu í þess- ari viku. „Á svæðum þar sem fólk gat ekki gerst félagar í Amnesty fyrr en í lok níunda áratugarins, eru nú Amnesty deildir í mótun í tuttugu og sex löndum og eru þær hluti af ört vaxandi mannréttindahreyf- ingu“, sagði Pierre Sané, fram- kvæmdarstjóri heimssamtaka Am- nesty. „Með því að halda heimsþingið í Slóveníu erum við að sýna samstöðu með því baráttufólki sem vinnur að framgangi mannréttinda á sínu heimasvæði." Á heimsþinginu sem er haldið annað hvert ár. mun m.a. verða rætt um hvemig best sé að bregð- ast við mannréttindabrotum tíunda áratugarins og auknum brotum á mannréttindum í stríði og við fall ríkisstjórna þar sem fólk er frekar myrt en fangelsað. í kjölfar fyrsta heimsþings Sam- einuðu þjóðanna um málefni kvenna um tíu ára skeið mun Amnesty leggja sérstaka áherslu á málefni kvenna í herferð sinni í Slóveníu. Þar verður hafin umræða um mann- réttindabrot gagnvart konum, þar á meðal sköddun á kynfærum kvenna. Mörg hundrað fulltrúar frá sam- tökum Amnesty í Slóveníu munu einnig vekja athygli á örlögum fjölda þessa fólks er „horfið“ hefur eða týnst frá upphafi stríðsins í fyrrum Júgóslavíu. Yfirfimmtíu skyldmenni þess fóiks sem horfið hefur í Króta- tíu og Bosníu munu standa fyrir útifundi þann 11. ágúst í þeim til- gangi að fjalla um reynslu sína af þeim mannréttindabrotum sem átt hafa sér stað og aðstoða við að undirbúa herferð vegna manns- hvarfa í fyrrum Júgóslavíu sem hefst síðar á þessu ári. Gjaldskrá vegna endurbirtingar myndverka Höfundarréttur myndverka tryggður MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur nýlega staðfest, í fyrsta skipti, gjaldskrá Myndstefs, höf- undarréttarsamtaka myndhöf- unda, vegna endurbirtinga á myndverkum. Nær gjaldskráin til endurbirtinga myndverka alls stað- ar nema í sjónvarpi, tímaritum og dagblöðum. Viðræður standa yfir milli Myndstefs og Sjónvarpsins um reglur og gjaldskrá vegna end- urbirtinga í sjónvarpi. „Þegar höfundarlögum var breytt 1992 var m.a. sett í lögin sérstakt ákvæði í 25. grein laganna þar sem ráðuneytinu' er gefinn möguleiki á að veita okkur lög- formlega staðfestingu á gjald- skránni. Jafnframt er kveðið á um að ráðuneytið eigi að staðfesta hana,“ segir Knútur Bruun, for- maður Myndstefs. „Þetta þýðir að nú þegar búið er að viðurkenna samtökin okkar sem höfundarréttarsamtök mynd- verka höfum við samkvæmt lögum heimild til þess að innheimta gjöld vegna notkunar myndverka fyrir hönd ailra myndhöfunda. Um leið tökum við á okkur þær skyldur að gæta réttinda félagsmanna sem og þeirra sem standa utan samtak- anna. Gjaldskrá vegna endurbirtinga á myndverkum var fyrst sett árið 1992, að sögn Knúts, og var þá einhliða af hálfu samtákanna. „Við viljum ræða við hlutaðeigandi út- gefendur og skiptast á skoðunum og sjá hvort einhver ágreiningur er um þessi mál áður en gjaldskrá- in er samþykkt. Við tókum þá stefnu að semja fyrst við stærstu notendur höfundarréttar, s.s Félag bókaútgefenda og nú sjónvarp- stöðyarnar. Síðan eigum við eftir að semja við útgefendur blaða og tímarita og þess vegna er gjald- skrá okkar á því sviði ekki staðfest ennþá.“ Myndhöfundar fá 80% greiðslnanna Greiðslur fyrir endurbirtingar berast til Myndstefs m_eð tvennum hætti að sögn Knúts. í fyrsta lagi sé það einstaklingsbundinn höf- undarréttur þar sem innheimt er fyrir hveija notkun á myndverki fyrir sig. Höfundurinn fái 80% af þeirri upphæð en Myndstef fimmt- ung til reksturs samtakanna. Knútur segir að hlutur Mynd- stefs sé lítill í samanburði við það sem gerist víða erlendis en þar fái samsvarandi samtök 30-40% af greiðslunni. „Við reynum að halda eftir eins litlu og við getum því við erum auðvitað að þessu fyrir höfundana.“ í öðru lagi segir Knútur að Myndstef eigi aðild að Fjölís en það séu samtök sem sjái um að innheimta greiðslur fyrir notkun myndefnis á ljósritum, t.d. í skól- um, og að þaðan fái Myndstef eina greiðslu á ári. Þessar greiðslur hafi farið í að byggja Myndstef upp en þegar því starfi sé lokið sé reiknað með að fénu verði skipt milli aðildarfélaga samtakanna sem síðan úthluti því til félags- manna sinna eftir ákveðnum regl- um. Höfundarréttur var misnotaður Knútur segir að áður en mynd- höfundar fóru að vinna að höfund- arréttarmálum sínum fyrir átta til tíu árum hafi þessi mál verið í al- gerum ólestri. Einstaka sinnum hafi notendurnir sjálfir greitt höf- undum af skyldurækni en að eng- inn hafi fylgst með því að honum væri fylgt eftir og hann hafi verið mjög misnotaður. Myndhöfundar- réttur hafi hins vegar verið í fullu gildi og nú hafi Myndstef það hlut- verk að gæta hans. Myndstef var formlega stofnað árið 1991. Félagsmenn þess eru ríflega 800 og eiga þeir flestir aðild að samtökunum í gegnum félagasamtök þau sem mynda Myndstefið en það eru Samband íslenskra myndlistarmanna, Félag íslenskra teiknara, Félag grafískra teiknara, Ljósmyndarafélag ís- lands, Árkitektafélag íslands og Félag leiksviðsmynda- og búninga- höfunda auk allmargra einstakl- inga m.a. erfingja þeirra sem eiga höfundarrétt. Hlutverk samtakanna er, að sögn Knúts, að standa vörð um höfundarrétt myndhöfunda og að tryggja að almenningur og aðrir sem nota myndverk hafi greiðan og góðan aðgang að þeim. Morgunblaðið/Golli. Veður vont ÞAÐ gustaði hressilega á Suð- vesturhorninu á fimmtudaginn og þessir ferðalangar áttu fullt í fangi með að komast ferða sinna í strekkingnum. GÁMflVdSU) VlllíRoIai»ortinu FRÁBÆR Á HUNDRI VÖRUTEG L JÐUM UNDA u Lenor mýkingarefni 1 lítri Fairy uppþvottalögur 1 /2 lítri Aro þvottaduft 2,8 kg. Palmolive handsápa 6 stk. Gillette Sensor rakvél Wilkingson rakvélasett Herra ullarfrakkar Thermos bakpoka-skólatöskur Carven ilmvatn/baðsápusett Adidas og Nike jogginggallar dæmis: Kr. 115,- Kr. 95,- Kr, 550,- Kr. 215,- Kr. 225,- Kr. 270,- Kr,5000,- Kr. 885,- Kr. 600,- Kr. 998,- MEIRA EN 50% AFSLATTUR A LEIKFONGUM! Takmarkað magn af hverri vörutegund Opið laugardag kl. 10.-16. og sunnudag kl. 11.-17. KCHAPORTIÐ MARKAÐSTORG alveg ótrúlegt Minningar sj óður Helgu Jónsdóttur og Sigurliða Kristjánssonar Styrkir til náms í verkfræði og raunvísindum. Stjórn Minningarsjóðs Helgu Jónsdóttur og Sigurliða Kristjánssonar, kaup- manns, auglýsir hér með eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum. Styrkirnir eru ætlaðir nemendum í verkfræði- og raunvísindagreinum og hafa þeir einkurn verið veittir þeirn sem lagt hafa stund á framhaldsnám í þessum greinum. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu samskiptasviðs Háskóla íslands og ber jafnframt að skila umsóknum þangað. Umsóknarfrestur er til 20. september nk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.