Morgunblaðið - 12.08.1995, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 12.08.1995, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 1995 35 FROÐILARSEN + Fróði Larsen var fæddur á Selfossi 28. desem- ber 1951. Hann lést á Borgarspítalanum í Reykjavík 21. júlí síðastliðinn. For- eldrar hans voru hjónin Frederik Larsen, f. 12. júní 1915, d. 29. júlí 1995, og Margrét Guðna- dóttir, f. 25. júní 1916. Fróðir var þriðji í röð fimm bræðra, þeirra Sæv- ars, Hafsteins, Kristjáns og Stef- áns. Fróði kvæntist 15. júlí 1972 Huldu Brynjólfsdóttur, f. 12. nóvember 1953. Börn þeirra eru Bent Larsen, f. 31. júlí 1977, og Karl Brynjar Larsen, f. 31. júlí 1984. Útför Fróða fór fram 27. júlí sl. í kyrrþey. HANN Fróði vinur minn er farinn í ferð. Það er ekki ein af þessum ferð- um sem hann fór svo margar vítt um land til að vinna að smíðum af einhveiju tagi. Ekki heldur ný Græn- landsferð sem farin var undir svipuð- um formerkjum. Þessi ferð er af öðrum toga. Og þó var hann eigin- lega ekkert fyrir ferðalög nema með fjölskyldu sinni en með henni vildi hann nýta þær fáu stundir sem gáf- ust frá mikilli vinnu. Þessarar ferðar var heldur ekki vænst og var reiðar- slag fyrir alla. Við stöndum alltaf sem lömuð gagnvart því afli sem spyr hvorki um háan eða lágan, ung- an eða gamlan og krefur til ferðar þegar minnst varir. Við því eigum við engin svör. En það er fleira sem við eigum engin svör við. Eitt af því er vinátt- an. Hvernig stendur á því að við tengjum þau bönd sem grundvallast á kærleika og vináttu? Hvemig stendur á því að einhveijum finnst við þess virði að tengja við okkur vináttubönd? Við eigum víst engin svör við því heldur. Fyrir nær þijátíu áram lágu leiðir okkar Huldu konunnar hans Fróða saman. Frá þeim tíma höfum við verið vinkonur og þegar við síðar báðar eignuðumst fjölskyldur kom það af sjálfu sér að þar tengdust einnig vináttubönd. Þannig kynntist ég Fróða og alla tíð reyndist hann mér og mínum sannur vinur. Hann var'sérkennilega dökkur yfirlitum, en það var ekkert dökkt við vináttu hans. Hún var björt og hlý. Og þó hann væri hógvær og léti ekki mikið yfir sér, bjó hann yfir svo ótalmörgu sem lýsti upp daginn og stundina. Hann vann ætíð mikið en samt gat hann alltaf séð af stund ef aðstoðar var þörf og jafnan hafði hann á tak- teinum ráð, líka um það sem hann fór sjálfur ekki eftir. En þrátt fyrir allt það sem hann var sjálfur, var hann þó í okkar huga fyrst og fremst hluti af yndislegri fjölskyldu sem ég á svo ótalmargt að þakka. Og þá verður manni oröa vant. Gagnvart hinni djúpu sorg og fölskvalausa kærleika er enginn þyk- justuleikur til, þar verða menn að vona eða örvænta alls. Og því vona ég að allt þetta bjarta og hlýja sem minningin geymir megi lýsa upp framtíðina og leggja líkn með þraut. Ég vona að ijölskyldan hans Fróða megi sækja styrk og þrek í þessar minningar, ekki aðeins til að standast þær raunir sem nú hafa gengið yfir, heldur og til að byggja á til fram- tíðar. Guðný H. Guð- mundsdóttir. Að morgni föstu- dagsins 21. júlí sl. bár- ust mér þau sorglegu tíðindi að vinur minn og nágranni Fróði Larsen hafi fengið heilablóðfall. Fljótlega varð það ljóst að um alvarlegt áfall væri að ræða og lést Fróði um miðjan föstudag aðeins 43 ára gamall. Kynni okkar Fróða hófust fyrir átján áram þegar við byggðum okkur einbýlishús hlið við hlið í Grashagan- um. Ég minnist þess á byggingartím- anum hvað gott var að leita ráða hjá Fróða, hann var hjálpsamur og greið- vikinn og naut ég þess sérstaklega hvað hann átti mikið af verkfæram sem gott var að fá að láni á þessum tíma. Fróði var bæði lærður vél- og húsasmiður, hann var afskaplega ósérhlífínn maður og vinnusamur og lagði sig allan fram um að standa sig í þeim verkum sem hann tók að sér. í fyrstu starfaði Fróði sem vél- smiður í Reykjavík, en fluttist síðan á Selfoss aftur, lauk námi í húsa- smíði og starfaði lengst af við þá iðn. Fróði hafði mikinn metnað og tók stundum áhættu sem oftast gekk upp, hann vildi engum manni skulda og lagði mikið á sig með aukinni vinnu ef þess þurfti með. Það er sorglegt að sjá svo ungan mann hverfa á braut, mann sem átti sér drauma og átti mörgu ólokið. Þrátt fyrir mikla vinnu hugsaði Fróði vel um sitt heimili og lagði sig fram um að styðja við bakið á drengj- unum sínum í leik og starfi. Ég er þess fullviss að Fróði hefði viljað fylgja drengjunum lengur og hjálpa þeim inn í framtíðina, svo kærir sem þeir voru honum. í Grashaganum hefur Fróði verið mikilvægur hlekkur í góðri samstöðu íbúanna, hann tók virkan þátt í grillhátið götunnar og ýmsu öðru sem til féll, hann lagði sitt af mörkum svo allt færi sem best fram. Það er mikill söknuður hjá okkur íbúum Grashagans að sjá á Bak góðum félaga sem alltaf reynd- ist vel. Að lokum langar mig að þakka Fróða allar samverastundirnar, en góður samgangur hefur verið á milli heimila okkar öll þessi ár. Ég veit að ég tala fyrir munn allra vina og nágranna í Grashaga, að minningin um góðan mann mun lifa í hugum okkar um ókomna tíð. Elsku Hulda mín og synir, megi algóður Guð styrkja ykkur í sorg ykkar. Aðstandendum votta ég mína dýpstu samúð á þessum erfiðu tímum sem dunið hafa yfír ijölskylduna á síðustu vikum. Björn Gíslason. Á fallegum sólskinsdegi á Selfossi í ys og þys dagsins verður allt í einu eins og tíminn stoppi um stund. Frétt um að gamall og góður skólafélagi, jafnaldri og vinur, Fróði Larsen, hafí verið hrifinn á brott af okkar jarð- vist, kom svo skyndilega og svo óvænt. Þá verður manni á að spyija sjálfan sig, var það I gær eða daginn þar á undan að við spjölluðum saman eða veifuðum á förnum vegi, svo hversdagslegt sem það var. Nú heyr- ir það fortíðinni til. Fróði Larsen var af 51-módelinu, en þannig kölluðum við skólafélag- arnir okkur gjarnan á góðri stund. Við ólumst upp á Selfossi, vorum saman upp allan barnaskólann og lukum saman gagnfræðaskóla. Margir af skólafélögunum búa hér enn, eins og Fróði gerði. Fróði er sá fyrsti úr okkar hópi sem kallaður er á æðri braut. Minn- ingarnar streyma um góðan dreng og félaga. Við þökkum öll fyrir að hafa þekkt hann og verið með honum í námi og leik. Næst þegar 51-módelið hittist til að fagna 30 ára afmæli gagnfræða- prófs, þá er það víst að Fróði mun vera með okkur í anda og við munum minnast hans. Við sendum eiginkonu, sonum, svo og öllum ástvinum hans einlægar samúðarkveðjur. F.h. 51-árgangs Selfoss. Rúnar Granz, Ingunn Guðmundsdóttir, Guðbjörg Sigurðardóttir. Hann pabbi okkar er dáinn. Þetta voru fréttirnar sem okkur Ijölskyldunni voru færðar föstudag- inn 21. júlí. Minningarnar hlóðust upp í huga okkar allra, og ætluðum við vart að trúa því sem okkur var tjáð. Við áttum bágt með að trúa að pabbi okkar aðeins 43 ára væri farinn frá okkur, langt um aldur fram, og kæmi ekki aftur. Pabbi hafði verið á Grænlandi í átta mánuði að vinna og hafði aðeins verið heima í þijá mánuði. Við mun- um eftir pabba okkar sem besta pabba og jafnframt þeim rólegasta. Hann var alltaf tilbúinn að gera allt fyrir okkur sem maður bað hann um ef hann mögulega gat. Eftir stendur minning um traustan og góðan pabba sem ætíð var fremur veitandi en þiggjandi bæði í orði og verki. Við viljum þakka þér elsku pabbi allar góðar samverustundir okkar og biðjum góðan guð að geyma þig þar sem þú ert núna. Þínir synir. Bent og Karl. t Bróðir minn, KRISTMUNDUR ÓLAFSSOIM, frá Brautarholti, Akranesi; síðar Sólheimum 23, Reykjavík, lést í Landspítalanum 9. ágúst. Fyrir hönd aðstandenda, Stefán Ólafsson. Sérfræðingar í blómaskreylingum við «11 tækiíæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 19090 + Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, BERGLJÓT EINARSDÖTTIR, sem lést í Hrafnistu, Reykjavík föstu- daginn 11. ágúst, verður jarðsungin frá Áskirkju miðvikudaginn 16. ágúst, kl. 13.30. Fyrir hönd vandamanna, Bjarni Pálsson. + Við þökkum innilega alla vinsemd, hlýhug, samúð og góðar óskir vegna veikinda, andláts og útfarar okkar elsku- lega SVEINS MÁS GUNNARSSONAR læknis. Lára Ingibjörg Ólafsdóttir, Anna Mari'a Burgess, Kristján Guy Burgess, Sunnefa Burgess, Agnar Burgess, Jóhanna G. Sveinsdóttir, Gunnar N. Jónsson, Margrét S. Gunnarsdóttir, Baldvin Reynisson og börn, Hrefna Magnúsdóttir. + Ástkær eiginkona mín, móðir, tengda- móðir, fósturmóðir og amma, LILJA JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR, Bræðraborgarstíg 13, Reykjavík, lést á Droplaugarstöðum aðfaranótt 10. ágúst sl. Jarðarförin fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 18. ágúst kl. 10.30 árdegis. Ólafur Jónsson, Baldur Ólafsson, Ingibjörg Jónasdóttir, Sigurður Sigurðsson, Anna M. Guðmundsdóttir og barnabörn. + Systir okkar og mágkona, KRISTBJÖRG JENNÝ SIGURÐARDÓTTIR frá Húsey, Kóngsbakka16, Reykjavík, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju mánudaginn 14. ágúst kl. 15.00. Guðrún Sigurðardóttir, HaukurJ. Kjerúlf, Halldór Hróarr Sigurðsson, Guðrún Frederiksen, Aðalbjörg Sigurðardóttir, Eyþór Ólafsson, Katri'n J. Sigurðardóttir, Skeggi Guðmundsson. + Innilegar þakkir til allra þeirra fjöl- mörgu, er sýndu okkur samúð og vinar- hug vegna andláts og útfarar ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, INGIBJARGAR OLSEN, Haukanesi 14, Garðabæ. Sérstakar þakkir til ykkar, sem veittuð henni umönnun og sýnduð henni hlýhug í veikindum hennar. Kristinn Olsen, Haraldur Dungal, íris Dungal, Guðmundur Pálsson og barnabörn. + Hjartanlegar þakkir færum við þeim, sem vottuðu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, KRISTINS FRIÐBERGS HERMANNSSONAR, Ásbraut 19, Kópavogi. Svava Sigmundsdóttir, Sigurrós Kristinsdóttir, Ragnar Borgþórsson, Svanur Kristinsson, Steinþóra Sigurðardóttir, Hrafnhildur Kristinsdóttir, Jakob Guðjohnsen, og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.