Morgunblaðið - 12.08.1995, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 12.08.1995, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 1995 29 AÐSENDAR GREINAR Skrifstofuveldið ísland UNDANFARIÐ hef ég hugleitt hve mikið skrifstofu- og peninga- bákn ísland er orðið, hvort ekki sé nóg kom- ið og tími til að staldra ögn við og líta um öxi áður en lengra er hald- ið. Fyrir aðeins fáein- um áratugum var möguleiki hinna dug- legu og afkastamiklu að koma sér vel áfram og skapa fjölskyldum sínum gott líf. Það var tími þeirra sem gátu byggt yfir fjölskyldur sínar, gerðu það með Guðbjörg Hermannsdóttir eigin höndum og vonin um að skapa auð vegna eigin hugvitssemi og/eða vinnusemi gat orðið að veruleika. En þetta er liðin tíð. Vissulega hjápaði verðbólga þessari þróun og reyndist svo seinni tima mein en annar þáttur sem við tökum sjaldnast með inn í dæmið sem mein nútímans er að þau skrif- stofubákn, sem hafa risið til þæg- indarauka og sem efnahagsleg sálu- hjálparatriði fyrir vinnandi almúg- ann, hafa smátt og smátt tekið yfir og eru nú orðin að þvílíku skrímsli að erfitt yrði að ráða niðurlögum þess. Á hveiju ári vaxa út úr því ótal armar hver öðrum gráðugri sem heimta meira og meira og hver armur um sig fullvissar alla um hve ómissandi þeir séu vinnandi fólki og þjóð- félaginu i heild og allir trúa eða sætta sig við enn einn gráðugan og gapandi kjaftinn og gera sitt besta til að moka upp í hann. Allir þessir armar hafa smátt og smátt ofið um okkur þétt net án þess að við höfum gáð að okkur og þetta net er nú orðið svo sterkt og þétt að það myndi taka meiri kjark og yfirnáttúrulega heppni en Davíð hafði þegar hann felldi Golíat forðum og meiri andlegan styrk en við sjálfsagt eigum nema með sam- eiginlegu átaki. En hvað er það sem gerir þessu skrifstofuveldi kleift að þróast svona hratt og auka hlut sinn með hveijum deginum sem líður? Það eru allar reglurnar og reglugerðir ofan á reglugerðimar sem skapa Ekki lifum við af skrif- stofustörfum, segir Guðbjörg Hermanns- dóttir, þegar ekkert nýtt fjármagn kemur með því sem við fram- leiðum og sköpum með hugviti og áhuga. lífsskilyrði þessa veldis. Þjóðfélag okkar verður flóknara með hveijum deginum og fólkið í landinu er smám saman að lamast undan því fargi sem öll þessi boð og skrif- fínnska hafa lagt á það. Skattar og skyldur til samfélagsins eru orð- in svo flókin fyrirbrigði að varla er fyrir nokkurn venjulegan mannjjð fylgjast með, og verðmætamat og skilningur á þörfum einstaklinga er nákvæmlega enginn. Þetta flókna þjóðfélag kallar á lögfræð- inga sem við eigum orðið í þúsunda vís, bókhalds- og endurskoðendur sem eru sjálfsagt ekki færri og alls kyns spekinga aðra sem allir þurfa ISLENSKT MAL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 809. þáttur Litið yfir sviðið 1) Orðin forvarnarstarf (sbr. ensku preventive) og for- vörn hafa sigrast á „fyrirbyggj- andi“. 2) „Fróðárselur“ réttir enn höfuðið upp úr eldgrófinni. Eins og ekkert hafi í skorist, tala menn blákalt um „stjórnarmenn í stjórnum fyrirtækja" og að „vindhæðin sé nú níu vindstig". Hefur þó selurinn hlotið mörg högg og makleg frá ýmsum góð- um mönnum, svo sem getið hef- ur verið, og skal ekki linna bar- smíð í höfuð þessa kvikindis. 3) Vel hefur tekist að rýma burt „fyrrum Júgóslavíu“ og „fyrrum lýðveldum Sovétríkj- anna“, þar sem fyrrum er at- viksorð og á ekki við. Þarna hafa breytilegar leiðir reynst færar, t.d. Júgóslavíu sálugu, gömlu Júgóslavíu, Júgóslavíu sem var og fyrrverandi lýð- veldum Sovétríkjanna. Og til- breytingin gleður. 4) Orðið tvíæringur hefur fest sig í sessi í staðinn fyrir „biennal“. 5) Nokkru verr gekk framan af með orðið listhús (= gallerí), en má þó sæmilega við una. 6) Mjög illa gengur að út- rýma geldri og bjagaðri þol- mynd. Enn er sagt án þess að blikna né blána: „Mönnum hafa verið gert grein fyrir þessu“ (!). Þarna á auðvitað að segja; Mönnum hefur verið gerð grein o.s.frv. Grein er að sjálf- sögðu kvenkyn eint. Hún er gerð. Hér þurfa málfarsráðu- nautar varpstöðvanna (með leyfi að segja) að herða tilsögnina. 7) Umsjónarmaður notar tækifærið til þess að þakka málfarsráðunautunum. Þeirra starf er gott og mjög gagnlegt. 8) Umsjónarmaður tekur líka fram að margir fjölmiðlungar tala löngum og rita vel og mis- kviðalaust. Verða umvöndunar- menn að geta þess að gæta að því að þeim fari ekki eins og manninum sem Steingrímur Thorsteinsson kvað um: Lastaranum líkar ei neitt, lætur hann ganga róginn; finni hann laufblað fölnað eitt, þá fordæmir hann skóginn. 9) Andæfa þarf kröftuglega orðinu „innkoma" í staðinn fyrir tekjur. 10) Þá virðist enn þörf á því að minna á orðið biðstöð (eink- um strætisvagna) í stað ómynd- arinnar „stoppistöð/stoppistað". Ég hélt um hríð að biðstöð hefði unnið fullnaðarsigur. 11) Nýyrðin frændhygli og glapræði („criminocrati"), seinna orðið einnig frá Hólmkeli Hreinssyni, eru að festa rætur. Mönnum verður líka ljósara vegna líkingar orðanna glap- ræði og glæpræði að glap er í 6. hljóðskiptaröð við glópur, en af því kemur glæpur með i-hljóðvarpi. Því miður eru nú ærin efni til að nota orðið glæp- ræði. 12) Mjög erfiðlega gengur að fá menn til að kvenkenna Flug- leiðir, þó að engum detti í hug að leiðir(nar) séu karlkyns. Flugleiðir beygjast ekki eins og Þingvellir. 13) Sóknin gegn ofnotkun og misnotkun orðsins vertíð hefur borið góðan árangur, sbr. í íþróttafréttum leiktíð og keppnistíð. 14) Fjöldi góðra nýyrða hefur náð festu í tölvumáli, svo sem hernir, gegnir, mótald, að vista o.s.frv. Þetta er gríðarlega mikilvægt. 15) Eitt hið allra þýðingar- mesta er einnig að raða rétt í stafrófsröð, eins og gert er í símaskránni og þjóðskránni. Hörmulegt slys væri að rugla þar löngum og stuttum sérhljóð- um. Látum hér staðar numið að sinni. Einhvern tíma birti ég til gamans nöfn jólasveinanna okk- ar á ensku. Einar Hafberg laum- aði þeim að mér á þýsku: Schaf- enschreck, Klammenkerl, Stöpsel, Kellenlecker, Töpf- enkratzer, Suppenschliirer, Túrenknaller, Quarkfresser, Wiirstchenklauer, Fenst- ergucker, Tarenschnuffler, Fleischangler og Karzen- schnorrer. Ekki er rekkum iðn þekk ýmislegt við rímið að glíma, skaka á baki skáldfák, skrykkjast þar með rykkjum og hnykkj- um. Tæp, hæpin taumgrip trylla klárinn, villa og spilla. Rær, snarast reiðver, rýkur leir á flíkur úr díki. Allt er upp í móti, örðug leið á gijóti. Bilar saumur, trosnar taumur, trúi eg fákur hnjóti, halur af baki hijóti og hálsinn við það bijóti. (Baldur Eiríksson, Tröllaslagur.) ★ Vilfríður vestan kvað. Nú marsérar Mildríður valda úr niannanna heiminum kalda. Þar var hún þeim lengi á lágskráðu gengi líkn i lífstríði alda. Auk þess mátti heyra undaf- legt bögubósatal í útvarpi, og sagði viðmælandi að „dósamatur hefði langan líftíma". Þetta mun eiga að merkja að dósamatur geymist lengi eða í nafnorða- stíl að hann „hafi mikið geymsluþol“. Og skilríkir menn heyrðu í útvarpi til manns sem ekki var milli steins og sleggju, heldur ekki þils og veggjar, en „milli þils og sleggju". Slíkt er unnt að vísu, enda eru menn í óða önn að ramma niður stálþil. sitt, í húsnæði, pappír og vinnuafli öðru. Við höfum nægilega mörg trygg- ingafélög fyrir margmilljóna þjóðir, sem áþúa út úr kerfum sínum dag- lega mörgum hestburðum af pappír fyrir milljónir til örþreytts vinnu- lýðs. Að við ekki tölum um banka- og peningakerfin sem senda út dag- lega pappírsmagn sem réttara væri að mæla í fílsburðum en hestburð- um. Marga lífeýrissjóði höfum við sem hver um sig ætti að geta sinnt þörfum allra landsmanna ef þeir eru á annað borð til nokkurs brúks, þegar upp verður staðið. Hver ný þörf skapar aðra meiri Fjárhagsþörf okkar hefur skapað lánastofnanir í hundraðavís, skatta í formi stimpilgjalda til ríkisins sem hljóta að skipta milljónum á hveij- um degi, nægileg störf fyrir þús- undir innheimtuaðila, og uppblásið dóms- og uppboðskerfi sem sjálf- sagt stækkar með hverjum degin- um. Þessi sama fjármagnsþörf hef- ur líka séð til þess að við sættum okkur við hvaða skilmála sem á skuldaskjölum standa eða eiga eftir að verða einhvern tíma í framtíð- inni. Það er staðreynd að lánastofnan- ir „eiga“ sjálfsagt mestan hluta alls atvinnureksturs í landinu, þær eiga flest sveitarfélög með húð og hári, veitingastaðina og kirkjurnar að miklum hluta og ríkisreksturinn sjálfsagt allan næstu „hundrað" árin, fyrir utan heimili og aðrar eigur flestallra fjölskyldna í .land- inu. Það væri auðvelt að afgreiða alla þessa flækju á herðar lánastofnana en það væri skammsýni, því lána- stofnanirnar sjálfar eru líka flæktar í netið ásamt öllum hinum. Hvað hafa þær að gera með allar þessar eignir þegar enginn getur borgað? Staðreyndin er sú að flestar eignir sem koma til uppboðs eru tap fyrir þær fyrr eða síðar og einhver verð- ur að borga brúsann. Kveðjuverkunin sem hlýst af vinnuafli, pappírsflóðinu mikla og innheimtuaðgerðum hefur líka áhrif á þeirra starfsemi og hækkun á öllu vöruverði og þjónustu sem þær þurfa á að halda, sköttum og skyld- um sem fara hækkandi vegna þarfa ríkis og sveitarfélaga, sem þurfa að greiða skuldir sínar, er þeirra eins og annarra fyrirtækja. En hvað er að gerast og hvernig er hægt að bregðast við? Ef við lítum í kring um okkur og hlustum á spjall „ráðamanna" okkar heyrum við að landbúnaðar- urinn er í dauðateygjunum, fiskur- inn er að hverfa úr sjónum og út- gerðin á hausnum. Allur skapandi atvinnuvegur er að verða líflaus. Ferðaiðnaðurinn hefur ekkert bol- magn. Hvað er til ráða? Ekki lifum við á skrifstofustörfum þegar ekkert nýtt fjármagn kemur með því sem við framleiðum og sköpum með hugviti og áhuga. Hringrás skrif- fínnsku fjármagnsins mun ekki geta haldið þjóðinni uppi lengi og því síður þegar við flytjum góðan hluta þess úr landi á ferðalögum okkar og í viðskiptum. „Þann svíður sem undir mígur,“ segir máltækið og víst er að ef við ætlum ofan á okkar eigið skrímsli að hleypa enn stærra skrímsli inn í landið með enn fleiri reglugerðum,- og höftum en við nú þurfum að þola er eins víst að við eigum eftir að finna margfaldan sviða. Við höfum alltaf starfað og fram- kvæmt í öfgum. Hvar sem við lítum sjáum við öfgarnar. Við sjáum þær í húsbréfakerfinu sem var kannski ekki slæm hugmynd en var fram- kvæmd svo hressilega að 2-3 mán- uðum eftir 1. útgáfu voru afföllin orðin um 25% og hafði það alvar- legri afleiðingar en við viljum vita. Við sjáum þær í ofvöxnum sund- laugum á borð við Árbæjarlaugina,( við sjáum þær í kirkjubyggingum sem að stærð og kostnaði eru varla í þágu almættis og gera lítið til að upphefja boðskap Jesú Krists. Við sjáum þær líka í öllum tómu iðnað- ar- og íbúðarhúsunum um allan bæ sem enginn getur nýtt sér. Við sjáum þær í tómum refa- og minka- húsum um allt land og véla- og tækjakosti sem ætti betur við hjá stórþjóðum en hér. Við sjáum þær í tonnum af kjöti, grænmeti og fiski sem er hent á haugana eða í sjó- inn, sem okkar mikla skömm. Eina leiðin er að fækka reglum og höftum. Reyna að einfalda öll kerfl sem hægt er að einfalda og það strax. Koma á eins miklu flæði, og hægt er á sem stystum tíma, “ draga úr notkun lánsfjármagns. Vinna að gæðum frekar en magni. Lengja í skuldahalanum eins og hægt er svo opinberum gjaldþrotum fari fækkandi. Veita fjárhagsráð- gjöf og skylda lántakendur til að sýna skuldastöðu í öðrum fjár- magnsstofnunum við nýja lántöku. Þegar fólk finnur meira öryggi má búast við m.a. að kostnaður við heilbrigðisgeirann og við félagslega þjónustu fari minnkandi. Það þarf, að lækka skatta og gjöld og ölí umsvif ríkisins meðan tekið er á vandanum ekki bíða eftir að hann er kominn í lag því til að flæði myndist þarf að vera fjármagn og til að verðmætasköpun verði til þarf að vera svigrúm fyrir reglum og höftum án þess að leyfa þá óheftu sóun sem hefur viðgengist til þessa. Ég vil ljúka þessu með nokkrum orðum kínverska spekingsins Lao- Tse sem var upp í kring um 700 f.Kr. en hann skrifaði Bókina um veginn: „Því fleira sem lögin banna, því fátækara verður fólkið.“ „Því fleira sem er til af vopnumj því meira verður um óeirðir." „Því meira verður um þjófa og ræningja, sem lög og fyrirskipanir eru fleiri.“ „Sá sem reynir að stjórna með hyggindum verður harðstjóri, en hinn sem stjómar án hyggindanna, verður til blessunar." Þessi síðasta setning gæti slegið okkur svolítið en kannski er hún einmitt aðalmeinið hjá ríkisstjóm- um almennt, og ekki síður hjá okk- ur. Getur ekki verið að allar „hyggnu“ reglurnar og lögin séu hreinlega að kæfa okkur? Það er kannski of seint í rassinn gripið með að taka á þessu vanda- máli en hætt er við að við munurrí sjá enn meira og stærra hrun en hingað til, og það fyrr en við ætl- um, ef ekki er tekið á vandanum „án hygginda". Höfundur er bankastarfsmaður. IÐNAÐARHURÐIR - BILSKl^RSHURÐIR ÞAK- OG VEGGSTAL ISVAL-BORGA H/F HÖFÐABAKKA 9-112 REYKJAVÍK - SÍMI: 587 8750 - FAX: 587 8751

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.