Morgunblaðið - 12.08.1995, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 12.08.1995, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 1995 19 _______ÚRVERINU___ Sóknardögxun smábáta fækkar FERÐALOG HORFT yfir Flatey. Morgunblaðið/Atli Vigfússon EYÐIHÚS og vitinn í baksýn. Flatey á Skjálfanda BÁTSFERÐ til Flateyjar er einn af þeim ferðamöguleikum sem fólk nýtir sér í vaxandi mæli sem kemur til Húsavíkur. Ferðaþjónustumenn bjóða fastar ferðir um Skjálfanda auk þess sem hægt er að sérpanta fyrir stærri og minni hópa. Það eru fuglar og hvalir á flóanum sem vekja áhuga manna en Flatey er sá staður sem hefur hvað mest aðdráttarafl. Eyjan er, eins og nafn- ið bendir til, flatlend en talið er að hún hafi risið út sjó um allt að einn metra síðustu 70-80 árin. Hún er öll grasi gróin og þegar hætt er að slá og beit, breytist land- ið í sinumóa og girðingar sem áður héldu búsmala eyjarskeggja eru nú að hverfa í jörðina. Malarkambar einkenna ströndina en á lónum fyrir innan iðar allt af fugli, lundum og æðarkollum með unga. í Krosshúsabjargi hefur lund- inn styrkt byggð sína á síðustu árum og grefur sífellt fleiri holur í landið. Þar er vitinn sem fyrst var byggður 1913 og endurbyggður 1963. Hann er nú nýmálaður að innan sem utan og sé farið þangað upp má líta fag- urt útsýni úr eynni til Flateyjardals þar sem standa bæjarhús Brettings- staða og Jökulsár. Grásleppuveiði á vorin og svo kemur krían og sumarfólkið Sumarbyggð er nokkur í Flatey enda gott til fiskifanga. Þar er stunduð grásleppuveiði á vorin, en útgerðarskúrarnir bera vott um mun meiri umsvif frá fyrri tíð. Flest var fólkið í Flatey upp úr 1940 eða allt að 120 manns. Þá var komið upp barnaskóla og félagsheimili og gerð KIRKJAN í Flatey. var biyggja. Kirkja var vígð að nýju í Flatey 1960 en 1894 hafði hún verið lögð niður og flutt til Brettings- staða. Það er reisulegt hús sem set- ur svip á byggðina en þarf vissulega sitt viðhald. Altarið, orgelið og prédikunar- stóllinn eru á sínum stað og bíða eftir næstu messu, en kirkjulegar athafnir eru orðnar sjaldgæfar. Fyr- ir utan sumarfólkið í eynni er krían með mikii umsvif og hvert sem litið er má sjá þennan flugfima fugl steypa sér eftir æti og vetja unga sína. Æðarfuglinn nýtur góðs af vargvörslu kríunnar en í Flatey hef- ur dúntekja jafnan verið mikil. Allur annar búskapur er á bak og burt en sjá má lítil peningshús þar sem básar og krær eru að láta undan tímans tönn. SMÁBÁTAR á þorskaflahámarki fá að veiða rúm 14.000 tonn af 21.500 tonna kvóta næsta fisk- veiðiárs sem Alþingi úthlutaði smá- bátum í vor. Bann- og sóknardög- um smábáta hefur verið fækkað um sex daga frá því sem upphaf- lega var áætlað. Fiskistofa hefur lokið útreikn- ingum á því hvernig smábátaeig- endur hafa valið milli þorskafiahá- marks og bann- og sóknardaga- kerfis en frestur þeirra rann út 1. ágúst. Um 400 smábátaeigendur völdu þorskaflahámarkið af þeim 780 sem sendu inn umsókn en ósk- að var eftir svari frá 1085 smábáta- eigendum. Þeir 305 sem ekki sendu inn umsókn fara því sjálfkrafa inn í bann- og sóknardagakerfið en 685 bátar í heildina. Meirihlutinn fær þriðjung kvótans Þeim 400 bátum sem róa á þorskaflahámarki á næsta fiskveið- iári verður úthlutað um 67% kvót- ans, en það eru rétt rúm 14.000 tonn eða um 36 tonn á hvern bát að meðaltali. Afgangurinn, eða 33% kvótans, rennur því til þeirra Humar- vertíð framlengd um viku „ÉG brosti bara þegar ég heyrði þetta,“ sagði Kristinn Guðmunds- son skipstjóri og útgerðarmaður Bjarna Gíslasonar frá Hornafirði um þá ákvörðun að framlengja humarvertíðinni til loka mánaðar- ins. Allir humarbátar sem gerðir eru út frá Hornafirði hættu í júlí vegna lélegs afla og nýtist fram- lenging vertíðarinnar þeim ekki. Hins vegar hefur aflinn verið skárri á vesturhluta humarveiðisvæðis- ins. Athuganir Hafrannsóknastofn- unar gefa til kynna að aflabrögð báta sem landa á vestanverðu veiðisvæðinu, það er í Þorlákshöfn, Grindavík og Sandgerði, hafi verið sæmileg, gagnstætt því sem verið hefur undan suðausturströndinni. Hingað til hefur innan við helming- ur þess magns veiðs sem áætlað var í síðustu tveimur úttektum að stofninn þyldi. í fréttatilkynningu frá sjávarútvegsráðuneytinu um lengingu humarvertíðar segir að Hafrannsóknastofnun hafi ekki talið ástæðu til að leggjast gegn þessari ákvörðun, í ljósi þess að aðeins væri um að ræða viku fram- lengingu frá því sem ákveðið var sl. vor. Kvótabátar fá 67% aflans 685 báta sem fara í bann- og sóknardagakerfið, um 7.000 tonn eða að méðaltali rúm 10 tonn á hvern bát. Sóknardagar verða á næsta fisk- veiðiári 100 talsins en í upphaf- legri áætlun var talað um að þeir yrðu 106 og hefur þeim því fækk- að. Samkvæmt upplýsingum frá Fiskistofu er það gert vegna þess að afli sóknardagabáta hefur verið talsvert meiri á þessu fiskveiðiári en gert var ráð fyrir þegar áætlun- in var gerð. Sumardögum fækkar Bann- og sóknardögunum hefur verið skipt í ákveðin tímabil. Fyrsta tímabilið nær yfír þrá mánuði, frá september til nóvember, og er 91 dagur en þar af eru 40 banndagar. Veiðidagar á tímabilinu eru því 51 talsins. Á öðru tímabili, febrúar til apríl, eru 22 sóknardagar og á þriðja tímabili, en það er tímabilið maí-júní, eru sóknardagar 13 tals- ÞÓRSHAMAR GK er farinn til síldveiða. „Það er allt orðið beitulaust og við ætlum að reyna að hressa upp á þau mál,“ sagði Jón Eyfjörð skipstjóri í samtali í gær en þá var skipið á leið út úr Norðfirði. Jón sagðist ætlað að byrja að leita að síldinni á grunnunum fyrir Austfjörðum og byija á Breiðdalsgrunni. Síldarvertíðin hefst ekki fyrr en síðari hluta september en Þórshamar fékk ins. Áætlaður sóknardagafjöldi á tímabilinu júlí-ágúst er 14 dagar en endanlegur fjöldi sóknardaga á þessu tímabili hefur ekki verið ákveðinn en hann mun fara eftir afla sóknardagabáta á þessu ári. Sóknardagar á tímabilinu maí- ágúst eru því alls 27 en það er fimm dögum færra en reiknað hafi verið með yfir sumarmánuðina fjóra. Samkvæmt heimildum frá Fiski- stofu eru þessar tölur til bráða- birgða. Nokkrir smábátaeigendur völdu með fyrirvara og því gæti fjöldi þorskaflahámarksbáta lítil- lega breyst. Fjareftirlitið í nefnd Nefnd sú sem vinnur að því að finna hentugt eftirlitskerfi fyrir smábátaflotann hefur ekki skilað af sér áliti. Samkvæmt upplýsing- um frá sjávarútvegsráðuneytinu hafa forkannanir verið gerðar og ýmsir möguleikar verið skoðaðir en engin ákvörðun verið tekin. Unnið sé í málinu eins hratt og mögulegt er. Þá er nefnd á vegum Fiskistofu að vinna að bráðabirgða- kerfi uns endanlegt eftirlit verður sett í gang. Morgunblaðið/Frímann Ólafsson leyfi til að athuga hvort hægt væri að bæta úr beituleysinu i Neskaupstað. „Það er spennandi að reyna við síldina núna, sjá hvort eitt- hvað fæst. Ég hef aldrei prófið síldveiðar á þessum árstíma og á alveg eftir að sjá að þetta gangi. Og það virðist enginn vita hvort einhver síld er veiðan- leg á þessum tíma eða í hvernig ásigkomulagi hún er,“ sagði Jón. Þórshamar á síld Langur laugardagur í dag. Utsala. opið io -17. habitat Laugavegi 13 - Sími 562-5870

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.