Morgunblaðið - 23.08.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.08.1995, Blaðsíða 1
64 SÍÐUR B/C/D 189. TBL. 83. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Yfirvöld í Zaire reka þúsundir flóttamanna frá Rúanda úr landi með valdi Tugir þúsunda flýja úr flótta- mannabúðum Goma, Kinshasa. Reuter. STJÓRNARHERMENN frá Zaire ráku þúsundir rúandískra flótta- manna úr landi í gær og um 85 þúsund aðrir lögðu á fiótta úr flótta- mannabúðum. Hermennirnir söfn- uðu flóttafólki saman í Mugunga- búðunum, nærri bænum Goma, neyddu það um borð í rútur og flutningabíla og fluttu það að landa- mærum Rúandá. Mikill fjöldi fólks bjó sig undir að yfirgefa búðirnar í gær og starfs- menn Sameinuðu þjóðanna á svæð- inu sögðu ástandið fara sífellt versnandi eftir að hermenn rændu flóttafólkið og börðu það. I bænum Bukavu, suður af Goma, var brottflutningi fióttafólks haldið áfram í gær, þriðja daginn í röð, og voru tæplega 3.000 manns fluttir til landamæranna. Ekkert hreint vatn Talsmaður flóttamannahjálpar SÞ sagði að allt að 85 þúsund rú- andískir og búrúndískir flóttamenn hefðu flúið án matar frá þremur búðum nærri bænum Uvira upp í fjöll og til nærliggjandi bæja. „Það veldur okkur áhyggjum að Reuter FLÓTTAFÓLK frá Rúanda skikkað á flutningabíl í búðum nærri Goma í Zaire í gær. Zairískur hermaður stendur vörð. ekkert hreint vatn er að hafa í fjöll- unum og [fólkið] mun fljótlega veikjast," sagði talsmaðurinn. Hann sagði ennfremur að fregnir hefðu borist um að fleira fólk hefði flúið aðrar búðir á svæðinu til þess að komast undan aðgerðum hers Zaire. Alls var um 6.700 flóttamönnum vísað frá Zaire á mánudag og segja þarlend yfirvöld að aðgerðum verði haldið áfram þangað til SÞ tryggi að um ein milljón rúandísks flótta- fólks í Austur-Zaire snúi heim. Enginn þrýstingur Utanríkisráðherra Zaire, Ka- manda wa Kamanda, sagði við fréttamenn í gær að hvorki SÞ né einstakar þjóðir hefðu þrýst á um að brottflutningi flóttafólksins yrði hætt. Sagði hann að yfirvöld hefðu verið í sambandi við framkvæmda- stjóra SÞ, sem myndi skipa sér- stakan sendimann vegna málsins. Ráðgjafi forsætisráðherrans í málefnum flóttafólks sagði í gær að Zaire myndi hafa að engu bréf frá yfirmanni flóttamannahjálpar SÞ, sem hafi farið fram á að brott- flutningnum verði hætt. Grunaður um aðild að sprengju- tilræðum Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. SÆNSKA lögreglan hefur handtek- ið Alsírbúa, sem grunaður er um að vera einn af forsprökkum GIA, samtaka sem hafa lýst yfir ábyrgð á sprengjutilræðum í París. Sænska lögreglan hefur ekki gefið upp nafn mannsins, en í frönskum fréttum er hann sagður vera Abdelkrim Deneche, öðru nafni Abdessabour. Það var franska lögreglan sem rakti spor mannsins til Stokkhólms og þrengdi hringinn um hann ásamt sænsku lögreglunni. Rétt utan við Stokkhólm rekur hann lítið félag múhameðstrúarmanna, sem rekur kóranskóla, bænafélag og gefur út fréttablað. Mikil öryggisgæsla Sænski ríkissaksóknarinn vildi í sjónvarpsviðtali ekkert um málið segja, nema að maðurinn hefði ver- ið tekinn fastur í samvinnu við frönsku lögregluna og að í dag yrði ákveðið hvort hann yrði settur í varðhaid. Aðspurður vildi hann ekki segja neitt um hvort leitað væri fleiri GIA-manna í Svíþjóð, en sagði ljóst að sprengjutilræðin væru ekki verk eins manns. Meiri öryggisgæsla er í kringum Alsírbúann en dæmi eru um í Sví- þjóð áður. ■ Öryggisgæsla efld/16 Dáleiðsluhundurinn Oskar á flótta Edinborg. Rcutcr. SKOSKA lögreglan leitar að hundi, sem getur dáleitt fólk og hljóp í burtu þegar eigandi hans var að búa hann undir sýningu í tengslum við Edinborgarhátíðina. Uppselt var á sýninguna, sem átti að vera á mánudag, og henni var frestað vegna hvarfsins. Hund- urinn heitir Oskar og er sagður eini hundurinn í heiminum sem getur dáleitt fólk. Eigandinn, Hugh Cross, hvatti Edinborgarbúa til að horfa ekki í augu hundsins, því þannig gæti hann dáleitt fólk. Reuter Yilja sam- einast Kína STUÐNINGSMENN Nýja flokks- ins, helsta stjórnarandstöðu- flokks Tævans, veifa fánum á baráttufundi í Tapei, sem haldin var í tilefni af því að tvö ár eru liðin frá stofnun flokksins. Hann berst fyrir sameiningu ríkisins við Kína. William Perry um liðsflutninga íraka Engin merki um hættu á innrás Washington, Jerúsalem. Reuter. WILLIAM Perry, varnarmálaráð- herra Bandaríkjanna, sagði í gær að ekkert benti til þess að írakar væru að undirbúa innrás í Jórdaníu eða Kúveit en bandaríska stjórnin hefði flutt þangað hermenn og her- skip til að fyrirbyggja innrás. „Það hafa átt sér stað óvenjuleg- ir liðsflutningar í írak,“ sagði Perry, en bætti við að engin ástæða væri til að ætla að innrás væri í undir- búningi. Bandaríska varnarmálaráðuneyt- ið skýrði frá þvi í vikunni sem leið að hersveitir og hergögn fýrir allt að 22.000 hermenn hefðu verið flutt til Persaflóa. Stjórnin sendi einnig herskip á svæðið og flýtti heræfing- um í Kúveit vegna liðsflutninga Ir- aka undanfarnar fimm vikur. Amnon Shahak, yfirmaður ísra- elska hersins, skýrði þingnefnd frá því í gær að írakar hefðu ekki leng- ur yfir efnavopnum að ráða. Hann bætti við að lrakar hefðu líklega engar Scud-eldflaugar, sem þeir beittu gegn ísrael í Persaflóastyij- öldinni árið 1991, og aðeins örfáa skotpalla. Rolf Ekeus, embættismaður Sameinuðu þjóðanna, sem stjórnar eyðileggingu gereyðingarvopna Ir- aka, ræddi í gær við Hussein Kam- el Hassan, landflótta tengdason Saddams Husseins Íraksforseta, sem stjórnaði leynilegri vígvæðingu íraka. Áður höfðu írösk stjórnvöld afhent Ekeus gögn um vígvæðing- una, sem Hussein Kamel hafði skii- ið eftir í írak. Ekeus gat borið þess- ar nýju upplýsingar undir Kamel Hassan, sem flúði til Jórdaníu fyrr í mánuðinum ásamt bróður sínum og eiginkonum þeirra, dætrum Saddams. Vígvæðingin rædd í Amman Bandarísk sendinefnd, undir for- ystu Roberts Pelletreau, aðstoðar- utanríkisráðherra Bandaríkjanna, kom í gær til Amman til fundar við Hussein Jórdaníukonung. Skýrði sendinefndin frá viðræðum við ráðamenn í Saudi-Arabíu og Kúveit um hvernig bregðast ætti við land- flóttanum. Bandaríkjastjórn sagði í vikunni sem leið að hún vildi að Jórdanir hættu að kaupa olíu af írökum, sem er undanþegin viðskiptabanni Sam- einuðu þjóðanna á Irak, og talið er að bandaríska sendinefndin hafi beðið Saudi-Araba og Kúveita um að sjá Jórdönum fyrir olíu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.