Morgunblaðið - 23.08.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.08.1995, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ HM ’95- miðasala kærð til RLR FRAMKVÆMDANEFND HM ’95 hefur kært Halldór Jóhannsson, sem sá um sölu aðgöngumiða á leiki heimsmeistarakeppninnar í handknattleik hér á landi, til Rannsóknarlögreglu ríkisins. Nefndin óskar eftir að meintur fjárdráttur Halldórs verði rann- sakaður, þar sem hann hafi ekki staðið skil á 20 milljónum króna. Halldór segir að það sé túlkunar- atriði hver skuldi hveijum, en upp- hæðin sem tekist sé á um sé mun lægri en 20 milljónir. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins kvað samningur HM- nefndarinnar og Halldórs á um að hann skilaði andvirði seldra miða jafn óðum til nefndarinnar. Það hafí hann gert framan af, en enn séu ógreiddar 20 milljónir króna, þrátt fyrir að hann hafí fengið frest tii að standa skil á upphæð- inni. Helgi Sigurðsson, lögmaður HM-nefndarinnar, staðfesti að lögð hefði verið fram kæra hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins, vegna rökstudds gruns um fjár- drátt. Að öðru leyti vildi hann ekki tjá sig um málið. Ekkert að fela „Þessar ásakanir eru gjörsam- lega út í hött og ég mun svara þeim með rökstuddum hætti þegar þar að kemur,“ sagði Halldór Jó- hannsson í samtali við Morgun- blaðið í gær. „Ég hef ekki fengið það staðfest hjá Rannsóknarlög- reglu ríkisins að kæran hafi bor- ist, en ég.er afar sár og reiður vegna þessa. Hins vegar hef ég engar áhyggjur, því ég hef ekkert að fela.“ -----» ♦ ----- Tíu sækja um stöðu leikhús- sljóra SIGURÐUR HRÓARSSON mun láta af starfí leikhússtjóra Borgar- leikhússins 1. september 1996. Nýr leikhússtjóri mun starfa við hlið hans frá áramótum, en um- sóknarfrestur um stöðuna rann út 15. ágúst sl. Umsækjendur voru tíu: Agúst Guðmundsson, Brynja Benedikts- dóttir, Elísabet Brekkan, Guðjón Petersen, Halldóra Friðjónsdóttir, Sigrún Halldórsdóttir, Sigrún Val- bergsdóttir, Þórhildur Þorleifs- dóttir og tveir aðilar sem óskuðu nafnleyndar. Ráðið verður í stöð- una fyrir 1. október nk. -----♦ ♦ ♦---- Sjúkraflug til Póllands ÍSLANDSFLUG fer í dag 'utan til Póllands með 47 ára Pólveija, sem hér veiktist skyndilega, fékk blóð- tappa í heila og liggur nú í dái. Þetta er fyrsta sinni, sem flogið er slíkt sjúkraflug til Póllands._ Samkvæmt upplýsingum ís- landsflugs er talið að batavonir mannsins séu hverfandi og því sé ekki um annað að ræða en koma honum til heimalands síns í hjúkr- un. FRÉTTIR Aðalsteinn Guðjohnsen rafmagnsveitusljóri um kýlaveikina Vísindamenn tóku ákvörð- un um seiðasleppinguna FULLTRÚAR Rafmagnsveitu Reykjavíkur, sem hefur umsjón með Elliðaánum, skýrðu borgar- ráði í gær frá stöðu mála, en kýla- veiki greindist 5 laxi í ánum um síðustu helgi. Aðalsteinn Guð- johnsen rafmagnsveitustjóri segir að ekkert bendi til að kýlaveikin hafi breiðst út frá Elliðaánum. Á fundi borgarráðs hafi verið ítrek- aður sá vilji Rafmagnsveitu Reykjavíkur og borgaryfírvalda að gera allt sem sérfræðingar ráð- leggi að gert verði til að komast fyrir sýkinguna. Aðalsteinn segir að slepping seiða í Elliðaár hafí verið eðlilegur hluti rannsóknarverkefnis, sem unnið hafí verið á Keldum, en í ljós hefur komið að seiðin voru sýkt. „Það hefur borið á fregnum þess efnis að seiðunum hafí verið sleppt vegna þrýstings og við gerðum borgarráði grein fyrir því á fundin- um í gær að sá þrýstingur hafí ekki komið frá Rafmagnsveitunni eða leigutaka árinnar. Vísinda- mennimir, sem unnu að rannsókn- unum, tóku sjálfír ákvörðun um að sleppa seiðunum, enda verkefn- ið algjörlega á þeirra vegum. Raf- magnsveitan hefur styrkt þetta verkefni, enda viljum við vita sem mest um stofninn í ánum.“ Lokað var fyrir laxastiga upp í Ellið'avatn þegar sýkin greindist og segir Aðalsteinn að frá þeim tíma hafi tveir laxar veiðst í vatn- inu, en ekki sé komið í ljóst hvort þeir hafi verið sýktir. Átöppun breytir engu um vatnsmagn Aðalsteinn segir að komið hafí fram að Elliðaárnar væru óvenju vatnslitlar núna, en við slík skil- yrði berst smit auðveldar milli laxa. „Sumir hafa lýst áhyggjum sínum vegna fyrirhugaðrar átöpp- unar vatns á flöskur við Gvendar- brunna og haldið því fram að þá myndi vatnsmagn enn minnka, en þetta er misskilningur. Það vatn yrði aldrei meira en brot af vatns- notkun á svæði Vatnsveitu Reykja- víkur og hefði aldrei nein áhrif á vatnsmagnið.“ Aflvaki Reykjavíkur hf. og Eignarhaldsfélagið Alþýðubankinn fjárfesta Leggja fram nýtt hlutafé í Softis hf. HLUTHAFAR í Softis hf., sem vinnur að þróun og sölu á Louis- hugbúnaðinum ákváðu að auka hlutafé félagsins á aðalfundi þess í gær. Aflvaki Reykjavíkur hf. og Eignarhaldsfélagið Alþýðubank- inn hf. munu leggja fram stóran hluta hins nýja hlutafjár. Softis hefur undirritað viljayfírlýsingu við tvö erlend fyrirtæki um notk- unarrétt og dreifingu á hugbúnað- inum. Softis var stofnað árið 1990 og síðan hefur það unnið að þróun og markaðssetningu Louis-hug- búnaðarins, sem bæði aðskilur og tengir saman vinnslu og viðmót í tölvukerfum. 151 milljón í þróun og markaðssetningu Louis Heildarkostnaður Softis við markaðssetningu og þróun hug- búnaðarins hefur numið 151 millj- ón króna og í efnahagsreikningi er þessi kostnaður eignfærður, að frádregnu söluverði. Þá nema skuldir félagsins 42 milljónum og eigið fé 114,9 milljónum króna samkvæmt efnahagsreikningi. Á fundinum kom fram að kostnaður við hugbúnaðinn væri eignfærður því ef hann yrði færður sem tap myndi hann fymast á fimm árum. í athugasemdum endurskoðenda Tvö erlend fyr- irtæki í sam- starf um dreif- ingu á Louis- hugbúnaðinum segir að réttmæti þessarar eign- færslu sé háð því að félaginu tak- ist að selja hugbúnaðinn á næst- unni en takist það ekki geti það haft veruleg áhrif á fjárhagsstöðu félagsins og framtíðarstöðu þess. Hlutabréfin seld á genginu 4 Hlutafé Softis er nú 39 milljón- ir króna að nafnvirði en á fund- inum var samþykkt að veita stjórn heimild til að auka það í 51 millj- ón. Viðskipti með hlutabréf í Soft- is voru síðast skráð á Opna tilboðs- markaðnum fyrir rúmu ári og þá á genginu 6. Sigurður Bjömsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, segir að ljóst sé að heimildin verði nýtt að einhverju leyti en stefnan sé að auka hlutafé sem minnst. „Nýju hlutabréfin verða seld á genginu 4 og hafa Aflvaki Reykja- víkur hf. og Eignarhaldsfélagið Alþýðubankinn hf. nú þegar lofað að kaupa bréf fyrir 15 milljónir samtals að kaupvirði að fullnægð- um skilyrðum. Stjórnin mun síðan taka ákvörðun um frekari útboð ef á þarf að halda og þá innan þess ramma sem aðalfundur veitti heimild til.“ Viðræður við erlend fyrirtæki Sigurður segir að hlutafjár- aukningin sé nauðsynleg til að fjármagna rekstur fyrirtækisins þar til það fari að skila tekjum og telur hann allar líkur á að það verði á næsta ári. „Softis er í við- ræðum við tvö erlend fyrirtæki um notkunarrétt og sölu á Louis-hug- búnaðinum. Skrifað var undir viljayfírlýsingar um samstarf við þessi fyrirtæki í júní og júlí en stefnt er að formlegum viðskipta- samningum fyrir lok þessa árs. Við erum bjartsýnir á að þá fari tekjurnar loks að skila sér.“ Hluthafar Softis eru nú 262 talsins. Aðeins einn hluthafi á stærri en 10%_hlut eða Radíóbúðin með 30,6%. Á aðalfundinum vék Sigurður Bjömsson úr stjóm fyrir- tækisins en Páll Guðjónsson, starfsmaður Aflvaka, kom inn í hans stað. Turner svarar Geir Harde GEIR HAARDE alþingismað- ur hefur fengið bréf frá Ted Turner, forstjóra sjónvarps- stöðvarinnar CNN, þess efnis að kynning á sjónarmiðum þeirra sem hlynntir eru hval- veiðum sé í athugun hjá fyrir- tækinu. Geir Haarde hitti Turner fyrr í sumar á ráðstefnu í Bandaríkjunum, eins og fram kom í viðtali við hann í Morg- unblaðinu si. sunnudag. „í kjölfarið skrifaði ég honum bréf og hvatti hann til að beita sér fyrir því að CNN endur- skoðaði afstöðu sína gagnvart hvalveiðum og gerði sjón- varpsþátt um þetta efni,“ sagði Geir. Málið til athugunar „Það er eins og Ted Turner hafi lesið viðtalið við mig í Morgunblaðinu, því svarið kom strax daginn eftir að það birtist. Hann þakkaði mér fyr- ir hugmyndina og sagðist hafa komið henni áleiðis innan fyr- irtækisins, þar sem málið væri til athugunar. Ég vona að það geti orðið af þessu, þar sem CNN er nú einhver áhrifa- mesti fjölmiðill í heimi og hef- ur beitt sér gegn hvalveiðum. Ég vona að þeir fáist til að gera einhveija þætti þar sem okkar sjónarmið koma fram.“ Morgunblaöið/Hallgrimur Erlendsson Risaskip sækir vikur í Þorlákshöfn GRÍÐARSTÓRT vöruflutninga- skip lá við bryggju í Þorláks- höfn í gærdag. Skipið er frá Lettlandi og ber nafnið Klooga. Það er hundrað og fjörutíu metra langt og er því lang- stærsta skipið sem komið hefur til Þorlákshafnar, að sögn Pét- urs Friðrikssonar hafnarvarð ar. Klooga kom til Þorlákshafn- ar frá Grundarfirði aðfaranótt þriðjudags, en lét úr höfn í eft- irmiðdaginn í gær. Héðan sigldi Klooga með vikurfarm sem á að fara til Hollands. Eins og sést á myndinni virð- ast önnur skip í höfninni ósköp lítil í samanburði við hið stóra vöruflutningaskip. i I I ) , !

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.