Morgunblaðið - 23.08.1995, Síða 40

Morgunblaðið - 23.08.1995, Síða 40
40 MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ ÆÐRI MENNTUN /DD/ SonyDynamic Digital Sound. Sýnd kl. 11.05. B.i. 14 ára. COLD FEVER Á köldum klaka Sýnd kl. 7.15. STJÖRNUBÍÓLÍNAN Sími 904 1065. Sony Dynamic Digital Sound FREMSTUR RIDDARA Sýnd kl. 5 og 8,45. B. i. 12 ára. Flissandi í vinnunni LEIKARINN Benicio Del Toro, sem er frá Puerto Rico, segir að góður andi hafi ríkt við tökur á myndinni „The Usual Suspects" sem frum- sýnd verður í Bretlandi á næst- unni. Hláturrokur leikaranna urðu jafnvel vandamál við tökur á einu mikilvægasta atriði myndarinnar, þar sem glæpamönnunum er raðað upp til sakbendingar. „Menn flissuðu ótt og títt. Steph- en Baldwin gerði grín að Kevin Spacey og Kevin Pollak gerði grín að mér. Þannig gekk þetta. Við vorum eins og börn í sjöunda bekk. Það er ekki til ein taka af þessu atriði þar sem enginn skellti upp úr,“ segir Benicio. Hann leikur Fred Finster í mynd- inni, en talsmáti hans þykir í meira lagi furðulegur og fyndinn. „Ég er hræddur um að mér verði aðeins boðin gamanhlutverk eftir þessa mynd, í myndum eins og „Dumb & Dumber 4“. Það er ágætt, en mig langar að spreyta mig á alvarlegri hlutverkum." Benicio var að ljúka við að leika í myndinni „Build A Fort, Set It On Fire“, þar sem hann leikur New York-listamanninn Jean-Michel heitinn Basquiat. Benicio Del Toro SAKBENDINGIN fræga. Hugh GRANT Tara Fitzgerald COLM MEANEY jA BIOBORGIN: Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11 í THX VlNSÆLASTA MYND BRETA í DAG! Nýjasta mynd eins vinsælasta leikara heims er komin til íslands. Hvenær verður hæð að fjalli og hvenær verður fjall að hæð? Hvað vilja tvíburarnir Tómas tómi og af hlátrí og fáðu svörin við þessum og miklu fleiri spumingum í einni arsms M 3 nii jllluI Á4UBÉÓI m SMmié m LiLa>J Kobbi kviðrista fundinn? LEYNDARDÓMURINN um Kobba kviðristu hefur heillað glæpasálfræðinga jafnt sem al- menning í meira en 100 ár. Tugir kenninga hafa komið fram um það hver þessi frægasti raðmorð- ingi allra tíma í raun og veru var. Nú hefur enn ein bókin um Kobba komið út. Höfundar henn- ar, Stewart Evans og Paul Gainey, halda því fram að Kobbi hafi ver- ið Bandaríkjamaður sem komist hafi undan bresku lögreglunni. Þeir segja að yfirlýstur kvenhatari og sérvitur læknir, Francis J. Tumblety, hafi framið hina hræði- legu glæpi og að Scotland Yard hafi breitt yfir mistök sín og van- hæfni við að handsama hann. „Ef einhver er Kobbi kviðrista er það þessi maður,“ segir Evans, sem er fyrrverandi lögreglumaður og glægasagnfræðingur. „011 sönnunargögn benda til þess. Hann var handtekinn fjórum dögum eftir síðasta Kobba-morð- ið í London og um leið hættu morðin." Bók þeirra félaga, „The Lodger: The Arrest and Escape of Jack the Ripper", byggir á sendibréfi sem Evans keypti af fornbókasala árið 1993. Bréfið, sem hefur ekki komið fyrir al- menningssjónir, var ritað árið 1913 af John Littlechild, yfirlög- regluvarðstjóra Scotland Yard í London. í því kemur fram að Tumblety var sterklega grunað- ur. „Það bendir allt til þess að starfsmenn Scotland Yard hafi þagað málið í hel vegna þess að þeir létu þann sem var helst grun- aður um morðin sleppa,“ segir Evans. „Þeir eyddu viku í að reyna að afla nægra sönnunargagna gegn honum og ákváðu hátt trygging- arfé í þeirri von að þeir gætu haldið honum vegna minni brota. Þá komu tveir menn, borguðu tryggingarféð og John slapp til New York.“ Yfirmenn Scotland Yard neituðu að tjá nokkuð um sannleiksgildi kenningar Evans og Gaineys, en sögðu hana vera athyglisverða. Þrátt fyrir alþjóð- lega leit og mikla umfjöllun bresku dagblaðanna á sínum tíma, minntust þau aldrei á þennan furðulega Bandaríkjamann. Eftir hið grunsamlega hvarf Tumbletys árið 1888 voru svipuð morð framin á Jamaica og Nic- aragua. Þau vöktu athygli Scot- land Yard. „Þessi morð voru svo lík morðum Kobba að starfsmenn Scotland Yard trúðu því statt og stöðugt að hann væri staddur í Nicaragua og einn þeirra fór þangað til að ná í gögn um morð- in,“ segir Evans. Við rannsóknir Gaineys fann hann grein í New York Times frá 19. nóvember 1888 þar sem minnst var á hand- töku Tumbletys í tengslum við Kobba-málið. Hann uppgötvaði einnig að hinn dularfulli læknir var al- ræmdari og furðulegri en nokkur hafði gert sér grein fyrir og hafði verið yfirheyrður af bandarísku lögreglunni í tengslum við morðið á Abraham Lincoln á sínum tíma. „ Af því sem ég hef heyrt (um Kobba-morðin) get ég vel ímynd- að mér að Tumblety hafi verið viðriðinn þau,“ sagði William Burr, lögmaður sem þekkti Tum- blety, árið 1888 í dagblaðinu New York World. Þrátt fyrir efasemdir um raun- verulega lækniskunnáttu Tumbl- etys segir Evans að hann hafi búið yfir nægri þekkingu til að aflima fómarlömb sín líkt og Kobbi gerði. „Ég hef lengi verið í lögreglunni, en ég hef aldrei séð neitt í líkingu við þetta. Líkið hafði verið rist eins og svín á útimarkaði," sagði lögreglumað- urinn Edward Watkins eftir að hafa komið að einu fórnarlambi Kobba. Gainey komst einnig að því að Tumblety átti miður geðslegt safn líffræðilegra sýnishorna, meðal annars leg úr „konum úr öllum stéttum", sem hann sýndi gestum sínum stoltur. Lýsingar vitna á klæðnaði Kobba koma heim og saman við fatastíl Tumbletys, sem gjarnan klæddist síðum frakka. Einnig fór Tumblety ekki dult með andúð sína á kvenþjóðinni, þar sem hann uppgötvaði að eig- inkonan hafði unnið á vændishúsi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.