Morgunblaðið - 06.09.1995, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
MIÐVIKUDAGUR 6. SEPTEMBER 1995 19
HRINGUR við tvö verka sinna.
Morgunblaðið/Silli
Kripalujóga
Blómarósir á besta aldri 12.-28. sept. þri./fim. kl. 20—22.
Námskeið fyrir konur 35 ára og eldri. Náðu betri tengslum við
líkama þinn, innsæi og visku.
Kvenímyndin skoðuð á margvíslegan hátt,
breytingaraldurinn, jóga- og öndunaræfingar, hugleiðslur og
fleira. Kennari Áslaug Höskuldsdóttir.
Byrjendanámskeið í Kripalujóga 18. sept.-4. okt.
mán./mið. kl. 20—22. Undirstöðuæfingar Kripalujóga, teygjur,
öndunaræfingar og slökun. Kennari Kristin Norland.
Listin að lifa í gleðí og heilbrigði 19. sept.-7. nóv.
þriðjudaga kl. 20—22. Námskeið um þig og lífið, samskipti,
streitu, slökun, mataræði, leik, gleði, likamann og hugleiðslu.
Tilvalið fyrir þá sem vilja gera breytingar á lífi sínu og upplifa
meiri gleði og heilbrigði. Kennari Nanna Mjöll Atladóttir,
ráðgjafi i heildrænum lífsstil.
Upplýsingar í síma 588 4200 kl. 17-19 alla virka daga.
Jógastöðin Heimsljós, Ármúla 15,
Frábærir
HANKOOK
sumarhjólbarðar á einstöku verði!
• ÚT er komin snælda með söngv-
aranum og lagahöfundinum Her-
manni og ber hún nafnið Ljúflings-
mál. Höfundur hefur áður sent frá
sér snælduna Blindhæðir. Ljúflings-
mál innihalda 15 lög sem eru flest-
öll eftir Hermann sem einnig semur
texta, syngur og leikur undir á hefð-
bundin rokk- og þjóðlagahljóðfæri.
Mynd á kápu gerði Edda Geirsdóttir,
Jökull Tómasson hannaði.
Snældan ergefm út afhöfundinum
ogfæst í Plötubúðinni Laugavegi og
Hljómalind.
Hringur
á Húsavík
Nýjar hljómplötur
im^UfSALA
Skoppað um
í plastborg
ÞEIR sem varðveitt hafa barnið
í sér skemmtu sér konunglega á
sýningu breska listamannsins
Alan Parkinson í London nýverið
en á einni og hálfri mínútu var
blásin upp töfraborgin „Meggo-
po!is“ úr marglitu plastefni. Náði
plastborgin yfir um 600 fm svæði
og bauð upp á ýmsa skrautlega
leynikima, sem gestir „skopp-
uðu“ um en um 120 mannskom-
ust fyrir í borginni í einu. Aður
hefur Parkinson búið til borgina
„Eggopolis".
TRIO Nordica
Rómantísk
tónlist
NÝLEGA kom út geisladiskur með
Trio Nordica. Á diskinum er leikin
rómantísk tónlist eftir Clöru Schu-
mann, Franz Berwald og Felix
Mendelssohn.
Trio Nordica var stofnað árið
1993. Þrátt fyrir ungan aldur hefur
tríóið þegar leikið víðsvegar um
Evrópu og í Bandaríkjunum við
góðar undirtektir. í kjölfar þessara
tónleikaferða hefur tríóinu verið
boðið að koma fram á tónlistarhá-
tíðum á Norðurlöndum og í Banda-
ríkjunum.
Á vori komanda mun Trio
Nordica halda tónleika á vegum
Kammermúsíkklúbbsins og spila
einleik með Sinfóníuhljómsveit ís-
lands í þrefalda konsertinum eftir
Beethoven. Jafnframt mun Trio
Nordica taka þátt í tónleikaröð
Borgarleikhússins með tónleikum í
desember 1995.
Félagar í Trio Nordica eru Auður
Hafsteinsdóttir fiðluleikari, Bryndís
Halla Gylfadóttir sellóleikari og
Mona Sandström píanóleikari.
Takmarkað magn
mm HF.
SKUTUVOGI 2
SÍMI 568 3080
Húsavík. Morgunblaðið.
HRINGUR Jóhannesson opnaði
myndlistarsýningu í Safnahúsinu á
Húsavík um síðustu helgi og sýnir
hann þar um 40 myndir unnar í
olíu og pastel, afrakstur liðins vors
og sumars.
Hringur er fæddur Þingeyingur
í Haga í Aðaldal og á þar sitt sumar-
heimili og vinnustofu. Hann hefur
dvalið í Haga frá vori til hausts til
fjölda ára enda hefur Laxá, lækir,
tjarnir, gróðurinn og búskaparhætt-
ir sveitarinnar orðið honum óendan-
legt viðfangsefni og sýnir hann í
listaverkum sínum áhorfandanum
margt, sem hann hefur ekki tekið
eftir, en listamaðurinn dregur fram
á eftirtektarverðan og listrænan
hátt.
Mikill fjöldi var við opnun sýning-
arinnar, bæði frá Húsavík, nálæg-
um sveitum og Akureyri. Sýningin
stendur til sunnudagsins 10. sept-
ember.
EIN af brúm Kramers
í Amsterdam.
• STEDELIJK-safnið í Amster-
dam sýnir út september myndir
og teikningar brúarsmiðsins Piet-
er Lodewijk Kramer, sem hannaði
og lét byggja yfir 220 brýr í borg-
inni á millistríðsárunum. Kramer
nýtti sér aðallega stein og járn í
brúnum sem selja óneitanlega svip
sinn á síkin í Amsterdam.
Jleppadekk, 25% afsl.
30-9,50R15 TÚ.550 7.912 slgr. 31-10,50 R15 TT95Ú 8.960 stgr.
Bókmenntahátíðin í Molde
Hugmynda-
fræði valdsins
ALÞJÓÐLEGA bók-
menntahátíðin eða Bjorn-
sonhátíðin í Molde í Nor-
egi var haldin í júlí í sum-
ar. Erlendir rithöfundar
og fyrirlesarar voru
margir, meðal þeirra
Svava Jakobsdóttir og
Einar Már Guðmundsson.
íslendingar hafa verið
þátttakendur í hátíðinni
frá upphafi, en þetta var
í fjórða skipti sem hátíðin
er haldin. Svava las úr
Gunnlaðar sögu og Einar
Már las úr verkum sínum
og kom fram í sjónvarps-
dagskrá um hátíðina. Áð sögn for-
seta hátíðarinnar og framkvæmda-
stjóra, Knut _ 0degárds skálds,
vakti framlag íslendinganna mikla
athygli.
Með stærri
bókmenntahátíðum
Um 5.000 gestir komu til há-
tíðarinnar og er hún orðin með
stærri bókmenntahátíðum á Norð-
urlöndum. Rithöfundar eins og
Jung Chang frá Kína, ítal-
inn Claudo Magris og Joz-
ef Puskás frá Slóvakíu
áttu þátt í að Ijá hátíðinni
alþjóðlegt svipmót.
Helsta umræðuefni há-
tíðarinnar var friður í
fimmtíu ár. Rætt var um
þá hugmyndafræði sem
leiddi til seinni heimsstyq-
aldar og það sem eftir lif-
ir af henni. „Það var horft
jafnt á hið ómennska í
marxismanum og í nasis-
manum og sett samasem-
merki milli hugmynda-
fræði sem ekki hefur gildi
og mikilvægi mannsins í öndvegi,“
sagði Knut 0degárd. Hann bætti
við: „Ungverjinn Peter Esterhazy,
sem ásamt fjölskyldu sinni varð
að þola kommúníska kúgun, var
áhrifamikill frummælandi pall-
borðsumræðnanna. Jung Chang og
Ana Blandiana frá Rúmeníu, sem
komu fram undir liðnum Tvær
konur, afhjúpuðu hvor með sínum
hætti eigin reynslu af þvingunum
og valdi kommúnismans."
Knut Odegárd
155R12 3060- 2.315 stgr.
155R13 -0076- 2.320 stgr.
165R13 3050- 2.370 stgr.
175/70R13 ■4t59ó 2.750 stgr.
185/70R13 -0006- 2.985 stgr.
175R14 T96H- 2.970 stgr.
185R14 0^90- 3.290 stgr.
185/70R14 3.365 stgr.
195/60R14 6:090- 4.130 stgr.
185/65R14 “6060- 3.935 stgr.
12R2215/16PR
11R2215/16PR
Vörubíladekk, 25% afsl.
35.950 26.960 stgr. 13R2215/18PR 39.400
32.500 24.375 stgr. 315/80R2215/18PR42 200
29.600 stgr.
31.650 stgr.