Morgunblaðið - 06.09.1995, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 06.09.1995, Qupperneq 32
^2 MIÐVIKUDAGUR 6. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ + ATVIN N MMAUGL YSINGAR Málarar! Málarar eða menn, vanir málningarvinnu, óskast til starfa. Næg vinna. Umsóknir sendist afgreiðslu Mbl., merktar: „M - 30“. Laus staða rektors við Menntaskólann við Hamrahlíð Laus er til umsóknar staða rektors Mennta- skólans við Hamrahlíð. Staðan veitist frá 16. janúar 1995. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist menntamáiaráðuneyt- inu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, fyrir 2. október næstkomandi. FJÖLBRAUTftSKÚUHN BREIÐHOLTI Fyrirsætur Fyrirsætu vantar við Fjölbrautaskólann Breiðholti á haustönn 1995. Upplýsingar eru veittar á skrifstofutíma í síma 557 5600. Umsóknir sendist skólameistara. Skólameistari. | \\V// VARI Hönnun, tilboð og sala á öryggiskerfum Vegna mikillar eftirspurnar leitar Oryggis- þjónustan VARI að sölumönnum, sem sér- hæfðir verða sem öryggisráðgjafar við hönn- un, tilboð og sölu á öryggiskerfum. Umsækjendur þurfa að hafa áhuga á öryggis- málum, traustvekjandi framkomu og nokkra tölvufærni. Leitað er eftir starfsmönnum með frumkvæði, sem geta unnið sjálfstætt á reyk- lausum vinnustað og hafa hreint sakavott- orð. Starfsumsóknum sé skilað á eyðubiöð- um, sem fást í höfuðstöðvum VARA á Þór- oddsstöðum við Skógarhlíð, eða í verslun VARA, Skipholti 5, til VARA í síðasta lagi 11. september. Hraðfrystihús Tálknafjarðar hf. Óskum eftir að ráða fólk til vinnu í frystihús okkar í Tálknafirði. Upplýsingar hjá verkstjóra í síma 456-2524. Samstarfsaðili í hugbúnaðargerð Einstaklingur í hugbúnaðargerð óskar eftir samstarfsaðila til að deila skrifstofu og geta tekið að sér sérverkefni skrifuð í Visual Basic. Til staðar er góð vinnuaðstaða, öll skrifstofutæki og fundaraðstaða. Upplýsingar skulu sendar afgreiðslu Mbl., merktar: „A - 15522", fyrir 15. september. Farið verður með öll svör í fullum trúnaði. Laus staða lögregluvarðstjóra Staða varðstjóra í lögreglunni á Húsavík er laus til umsóknar. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, berist til sýslumannsins á Húsavík eigi síðar en 25. september 1995. Allar nánari upplýsingar veitir yfirlögreglu- þjónn í síma 464-1630. Sýsiumaðurinn á Húsavík, Halldór Kristinsson. i w/ Hönnun, uppsetn- ing og viðhald öryggiskerfa Vegna aukinna verkefna leitar Öryggisþjónust- an VARI eftir tæknifræðingum, rafvirkjum eða rafeindavirkjum til að vinna að fjölbreyttum og spennandi verkefnum við hönnun, uppsetn- ingu og viðhald öryggiskerfa. Skilyrði er að umsækjendur séu búnir með skólanám, en sveinspróf eða meistararéttindi eru æskileg. Leitað er eftir framtakssömum starfsmönnum sem geta unnið sjálfstætt á reyklausum vinnu- stað og hafa hreint sakavottorð. Starfsumsóknum sé skilað á eyðublöðum sem fást í höfuðstöðvum VARA,Þóroddsstöðum við Skógarhlíð, eða verslun VARA í Skipholti 5 til VARA í síðasta lagi 11. september. Æ Iþróttakennarar Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar vantar íþrótta- kennara strax. Öflugt íþróttalíf er hjá krökkunum og má það alls ekki falla niður. Ódýrt húsnæði og flutningsstyrkur. Upplýsingar gefur Guðmundur Þorsteinsson, skólastjóri, í símum 475 1159 og 475 1224. EL„ -Hut Starfsfólk óskast Veitingastaðurinn Pizza Hut auglýsir eftir hressu og duglegu starfsfólki í fullt starf. Upplýsingar eru ekki gefnar í síma. Umóknir liggja frammi á veitingastað Pizza Hut, Suðurlandsbraut 2. Fjármálastjóri - viðskiptafræðingur Traust þjónustufyrirtæki í Reykjavík, með 100 millj. kr. ársveltu, leitar að starfsmanni með viðskiptafræðimenntun eða sambærilega menntun til að gegna stöðu fjármálastjóra. Farið verður með upplýsingar sem trúnaðar- mál og öllum svarað. Umsóknum, sem tilgreina menntun, fyrri störf og launaóskir, sé skilað í afgreiðslu Mbl., merktum: „B - 15523“, í síðasta lagi 12. september næstkomandi. A Unglingafulltrúi Staða unglingafulltrúa við Félagsmálastofn- un Kópavogs er laus til umsóknar. Starfið er í nokkurri endurskoðun núna, en í dag felst það einkum í ráðgjöf til unglinga og foreldra, vistunum, almennu forvarnar- starfi auk þátttöku í almennu barnaverndar- starfi. Mikið samstarf er við aðrar stofnanir innan og utan bæjarfélagsins. Krafist er félagsráðgjafarmenntunar eða sam- bærilegrar háskólamenntunar. Einnig er æski- leg nokkur reynsla af starfi með unglinga. Upplýsingar um starfið veitir Gunnar Klængur Gunnarsson, deildarfulltrúí, í síma 554-5700. Umsóknarfresturertil og með 15. september. Starfsmannastjóri. A UGL YSINGAR KENNSLA Þýskunámskeið Germaníu Námskeiðin hefjast 11. september. Boðið er upp á byrjendaflokk, fimm fram- haldsflokka og talhóp. Kennarar eru Magnús Sigurðsson, M.A., og Rebekka Magnúsdóttir-Olbrich, M.A. Innritað verður á kynningarfundum í Lög- bergi, Háskóla íslands, stofu 102, miðviku- daginn 6. og fimmtudaginn 7. september kl. 20.30. Upplýsingar eru einnig veittar í síma 551-0705 kl. 11.30-12.30 eða kl. 17-19. Geymið auglýsinguna. Stjórn Germaníu. VllÐSKIPTASKÓLI Stjórnunarféiagsins og Mýherja ÁNANAUSTUM 15-121 REYKJAVÍK SÍMI 562 1066, BRÉFSÍMI 552 8583. Viðskiptaskóli Stjórnunarfélagsins og Ný- herja (VSN) fer nú í annað sinn af stað með námskeiðið „Rekstur og áætlanagerð smáfyrlrtækja'1 Tilgangurinn með námskeiði þessu er að fara á markvissan hátt í gegnum helstu þætti, sem snúa að daglegum rekstri smáfyr- irtækja eða einstaklinga. Helstu efnisþættir eru: ► Samskipti á vinnustað. ► Stofnun og eignarform fyrirtækja. ► Markaðsfræði sem stjórntæki, mark- aðsmat, markaðssetning. ► Færsla fylgiskjala, virðisaukaskattur og launaútreikningar, tölvubókhald. ► Tölvunotkun, gerð tilboða og viðskipta- bréfa, áætlanagerð. Námstilhögun: Námskeiðið er öllum opið og hefst 18. sept- ember nk. Kennsla fer fram tvo virka daga í viku, frá kl. 16.00 til 19.00, og tvo laugar- daga af hverjum þremur frá kl. 9.00-14.00. Gert er ráð fyrir að hægt sé að stunda nám- ið með vinnu. Námskeiðinu lýkur 15. desem- ber nk. Kennsla: Kennslan fer fram í húsnæði skólans í Ána- naustum 15. Skólinn hefur á að skipa góðum kennslustofum og vel útbúnum tölvustofum, þar sem allur tækjabúnaður og aðstaða til náms er fyrsta flokks. Nánari upplýsingar fást á skrifstofu skólans og sfminn er 569 7640. +

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.