Morgunblaðið - 23.09.1995, Page 2

Morgunblaðið - 23.09.1995, Page 2
2 LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Uppgreftri í fornmannsgröfinni í Skriðdal á Héraði miðar vel áfram Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir STEINUNN Kristjánsdóttir með brýni sem er um 40 sm langt og þykir það óvenju stórt. Á borðinu eru grýtan og sverðið. Talið vera eitt ríkasta kuml sem fundist hefur hér Egilsstöðum. Morgunblaðið. UPPGRÖFTURINN á forn- mannsgröfinni í Skriðdal er nú vel á veg kominn og mikið af beinum og minjum hefur komið í ljós. Steinunn Kristjánsdóttir, forstöðumaður Minjasafns Austurlands, segir fund þenn- an mjög merkilegan fyrir það hversu mikið þarna er að finna. Fundist hafa beinagrindur af karlmanni, hesti og hundi auk margra vopna og tveggja brýna sem eru um 40 sm að stærð hvort um sig sem þykir óvenju stórt. Það sem þykir ennfremur merkilegt er að þarna kom í Ijós heil grýta úr klébergi en það er í fyrsta sinn sem heil grýta finnst í svona gröf hér á landi. Ennfremur fundust hringnál og sylgjur úr bronsi sem hafa trúlega verið hluti af einhvers konar ól. Hugsanlega jarðsettur í kistu Steinunn segir beinagrind- ina liggja á hlið með bogin hné og snúa í norður-suður eða eins og dalurinn liggur. Hesturinn er til fóta og hundurinn enn lengra til fóta. Skjöldur liggur yfir beinagrindinni og tréleif- ar allt í kring sem gæti bent til að maðurinn hafi verið jarð- aður í kistu. HROSSKJÁLKI og hrossbein, brýnin tvö og klébergsgrýta sem er nánast óskemmd. HRINGNÁL og sylgjur úr bronsi, en textílleifar eru á annarri sylgjunni. Til hægri er handfang af sverði. Fyrri frumkönnun magnesíumframleiðslu á Reykjanesi Forval á verktaka aðal- verksmiðju stendur yfir VERKEFNISSTJÓRN á vegum Hitaveitu Suðurnesja, Byggða- stofnunar og Markaðs- og atvinnu- málaskrifstofu Reykjanesbæjar, hefur skilað fyrri forathugun á magnesíumframleiðslu á Reykja- nesi. Að sögn Júlíusar Jónssonar, for- stjóra Hitaveitu Suðurnesja, verður á næstunni tekin ákvörðun um hvort ráðist verður í frekari forathugun. Erlendum fjárfestum verður boðin þátttaka og er gert ráð fyrir að eignaraðild verði að meirihluta er- lend. Forval á aðal-verksmiðjuverk- taka stendur yfir. I öðrum áfanga forathugunar fer fram nákvæm áætlana- og hag- kvæmniathugun, prófun hráefna, frekari hönnun verksmiðju og mann- virkja, gerð rammasamninga um afurðasölu, undirbúningur starfsað- stöðu og samningagerð. Framleiðsla eftir 36 mánuði Verkefnastjórnin telur að hraða eigi undirbúningi og hefja næsta áfanga án tafar, þannig að verksmiðj- an geti hafið framleiðslu eftir um 36 mánuði en þá er talið að eftirspum verði enn mikil. Eftirspum eftir magnesíum á heimsmarkaði hefur farið vaxandi að undanfömu og sagði Júlíus að verð fyrir hvert tonn hefði verið um 3.700 dollarar eða um 242 þús. ísl. kr. síðastliðin 20 ár en væri nú að nálgast 4.000 dollara eða um 262 þús. Isl. kr. Að sögn Júlíusar eru það rússneskir aðilar sem hafa þróað framleiðslutæknina en þeir hafa verið og eru framarlega í framleiðslu á magnesíum. Framleiðsluverðmæti 6 milljarðar Kostnaður við að setja upp verk- smiðju sem framleiðir 25.000 tonn á ári er talinn vera á bilinu 16 til 18 milljarðar og framleiðsluverð- mætið um 6 milljarðar á ári miðað við meðalmarkaðsverð síðustu ára- tuga. Gert er ráð fyrir að um 300 manns vinni við framleiðsluna og að orka, helstu hráefni og meirihluti allrar þjónustu verði keypt innan- lands. Samtök fisk- vinnslustöðva Lögum um erlenda fjárfestingu breytt AÐALFUNDUR Samtaka fiskvinnslustöðva lýsir yfir fullum stuðningi við stefnu stjómvalda í deilunum við Norðmenn vegna fiskveiða í Smugunni og fagnar fundur- inn jafnframt þeim merka áfanga sem náðst hefur í ha- fréttarmálum með gerð út- hafsveiðisamnings Samein- uðu þjóðanna í síðasta mán- uði. í ályktun fundarins segir m.a. að lög um erlenda fjár- festingu í sjávarútvegi þurfí að aðlajga þeim raunveruleika sem Islendingar búi við. Breyta þurfi lögum á þann veg að takmörkuð óbein eignaraðild erlendra aðila verði heimil í almennings- hlutafélögum í sjávarútvegi sem hafi mjög dreifða eignar- aðild. Taka þátt í kaupum á mjólkurkvóta Egilsstöðum. Morgunblaðið. BÆJARSTJÓRN Egilsstaða- bæjar samþykkti á fundi sín- um í vikunni að styrkja kaup á 40.266 lítra mjólkurkvóta um 5 kr. á lítra, ásamt Kaup- félagi Héraðsbúa sem styrkir þessi kaup einnig um 10 kr. á lítra. Það eru fímm bændur á Héraði sem eru að kaupa kvót- ann frá Norðfirði og er kaup- verðið 115 kr. á lítra. Atvinnu- málaráð Egilsstaðabæjar lítur á þessa þátttöku sem styrk til eflingar mjólkuriðnaði á svæð- inu. Björn Ágústsson hjá KHB sagði að ef þessi kaup hefðu ekki farið fram með þessum hætti, hefði kvótinn verið seld- ur út af svæðinu. Nemar ræða við BSR SAMNINGAVIÐRÆÐUR milli Félags framhaldsskóla- nema og BSR hófust síðdegis í gær. Telja nemarnir að leigubíll sé hagstæðari kostur en Strætisvagnar Reykjavík- ur í mörgum tilfellum. Samningsaðilar ætla að nota helgina til að kynna hugmyndina meðal nemenda og bílstjóra hjá BSR og ætla þeir að hittast aftur á mánu- dag til að ræða nánari út- færslu samningsins og skipu- lag akstursins. Húsbruni á Stokkseyri HÚSBRUNI varð á Stokks- eyri í gærmorgun þegar húsið Vestri-Kaðalstaðir brann til grunna. Eldsins varð vart uin sexleytið og þegar slökkvilið kom á vettvang stuttu síðar var húsið alelda. Húsið hefur verið mann- laust og í niðurníðslu í mörg ár. Eldsupptök eru ókunn en grunur leikur á að um íkveikju hafi verið að ræða.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.