Morgunblaðið - 23.09.1995, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 23.09.1995, Qupperneq 4
4 LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐiÐ Tillögur að nýju hættumati fyrir HÚSIN í Seljalandsdai standa á hættusvæði samkvæmt njju mati. Myndin var tekin í gær eftir að fyrsti snjórinn féll á Isafirði. Semja þarf að nýju við íbúa KRISTJÁN Þór Júlíusson, bæjar- stjóri á ísafirði, segir fátt koma á óvart í nýjum tillögum að hættumati fyrir Hnífsdal, Seljalandsdal og Tungudal sem fulltrúar Almanna- varna ríkisins kynntu bæjarstjórn á fimmtudag. Hann segir að semja þurfi að nýju við íbúa í Hnífsdal, sem gert hafa kröfu um að eignir þeirra verði keyptar. Hann kveðst telja matið fela í sér litlar breytingar í vegalengdum en talsvert fleiri hús frá því sem áður var. Allnokkur íjöldi húsa bætist við, meðal annars tvö fjölbýlishús og fimm einbýlishús í Seljalandsdal. Samanburður á kostum „Ef þessi tillaga kemur til með að líta eins út og hún var kynnt, munum við einfaldlega vinna eftir því maii. Við reyndum að forvitnast um hvað veldur að þessar breytingar á mörkum hættusvæða eru gerðar, en útskýringar á því eru svo flóknar að sveitarstjórnarmenn yfir höfuð hafa það tæplega á færi sínu að skýra slíkt,“ segir hann. Hann segist eiga von á að bæjar- stjómin muni skoða tillögur að mati frekar, beri saman þá kosti sem til staðar séu og geri væntanlega nýja tillögu í framhaldi af þeirri athugun. Næsta öruggt sé að svæðið í Selja- landsdal verði varið, því það eigi að vera fremur auðvelt. í Hnífsdal hafi verið vitað um hættu á Fitjateig, Smárateig og Heimabæ og ekki sé hægt að svara um á þessari stundu hvort ráðist verður í varnargarða eða kaup á húsum. „Við sendum frá okkur erindi 3. apríl sl. með samkomulagi við íbúa í Hnífsdal með öllum fyrirvörum, um kaup á húsum þeirra. Við verðum hins vegar að vinna það mál upp á nýtt í ljósi breyttra marka á hættumati og nýrrar reglu- gerðar um varnir gegn snjóflóðum," segir Kristján. Boðar breytingn Fisk- veiðasjóðs ÞORSTEINN Pálsson, sjávarút- vegsráðherra, boðaði í gær ný lög um breytingu á Fiskveiðasjóði í hlutafélag. Samkvæmt tillögum að lögunum er gert ráð fyrir því að nýsköpunar- sjóður sjávarútvegsins verði eigandi 40% hlutafjár í Fiskveiðasjóði eftir breytinguna. Þorsteinn sagði að slík breyting gæti síðar opnað möguleika á sam- einingu fjárfestingasjóða sjávarút- vegs og iðnaðar. „Að minni hyggju hlutafélag ætti einnig að skoða þann kost, þegar kemur að því að sameina fjár- festingalánastarfsemina viðskipta- bönkunum," sagði Þorsteinn. Þorsteinn sagði að ríkisstjórnin legði áherzlu á að skipulagsbreyt- ingar á fjárfestingalánasjóðum at- vinnuveganna gerðust á grundvelli heildstæðrar stefnumörkunar. Fyrir þá sök þyrftu breytingamar á Fisk- veiðasjóði að haldast í hendur við breytingar á öðrum sjóðum, einkum að því er iðnaðinn varðaði. FRÉTTIR Knattspyrnusamband íslands og Samband íslenskra sveitarfélaga um laus fótboltamörk Alvarlegt að aðgerðir hafi ekki skilað árangri HJÁ Knattspyrnusambandi ís- lands og Sambandi íslenskra sveitarfélaga er það litið alvarleg- um augum að aðgerðir vegna lausra fótboltamarka virðast ekki hafa skilað tilætluðum árangri hingað til. Snorri Finnlaugsson, framkvæmdastjóri KSÍ, segist ekki eiga von á öðru en að ákveð- ið verði að grípa til nýrra aðgerða á fundi mannvirkjanefndar í næstu viku. Guðrún Hilmisdóttir, verkfræðingur hjá Sambandi ís- lenskra sveitarfélaga, segir dæmi um að fullorðið fólk slíti upp fót- boltamörk á útivöllum. Snorri sagði að KSÍ teldi að hér væri um mikilvægt öryggis- mál að ræða og hefði átt fund með Slysavarnafélaginu og menntamálaráðuneytinu vegna lausu fótboltamarkanna. Ekki mætti heldur gleyma því að mann- virkjanefnd hefði sérstaklega brýnt fyrir íþróttafélögunum að fótboltamörk væru tryggilega fest með bréfi fyrir um tveimur árum. „Þó slysið núna hafi ekki orðið á félagasvæði er greinilegt að víða er ástandið enn ekki nógu gott. Ég hef ekki aðra skýringu á því en hér sé um trassaskap að ræða því að aðeins þarf nokkur handtök til að festa mörkin," sagði Snorri um leið og hann lagði ríka áherslu á að slys af því tagi sem átti sér stað við Ljósafossskóla fyrr í vik- unni ættu ekki að þurfa að koma fyrir. Erfitt að hafa eftirlit með útimörkum Guðrún Hilmisdóttir, verkfræð- ingur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, sagði afar brýnt að tryggja, eins og kostur væri, að fótboltamörk væru vel fest og ástæða væri til að kanna hvort hægt væri að koma betra skipu- lagi á eftirlitsþáttinn. Hins vegar minnti hún á að erfitt gæti reynst að halda uppi stöðugu eftirliti með fótboltamörkum á útivöllum. Hún nefndi í því sambandi að þekkt væri að eftir að ungir knatt- spyrnumenn hefðu slitið flötinni fyrir framan mörkin kæmu eldri knattspyrnumenn, tækju upp fest- ingar, jafnvel með járnklippum, og færðu mörkin. Guðrún sagði að auðveldara ætti að vera að tryggja eftirlit í skólum og við skóla og tryggja þyrfti að ákveðið verklag væri viðhaft í því sambandi. Hjá henni kom fram að rætt hefði verið um fótboltamörkin í nefnd um öryggi barna á leikvöll- Morpinblaðið/Sigurður Jónsson MATTHIAS Þorbjörn Krist- jánsson hlaut háls- og höf- uðáverka þegar laust fót- boltamark féll á hann á mánudag. um og annarri nefnd um öryggi í íþróttamannvirkjum. Reyndar sagði Guðrún að mikil orka síðar- nefndu nefndarinnar hefði farið í öryggismál á sundstöðum. En sendar hefðu verið upplýsingar vegna fótboltamarkanna til skóla og sveitarfélaga. Leggja mætti meiri áherslu á þann þátt. Barcelona. Morgunblaðið. ÞAÐ VAR húfyllir og vel það á tónleikum Bjarkar í salnum Ze- leste í Barcelona síðastliðinn þriðjudag. Daginn fyrir tónleik- ana auglýstu flestir útsölustaðir að uppselt væri á tónleikana og virtust færri hafa komist að en vildu, ef dæma skal eftir biðröð- um fyrir utan tónleikastaðinn. Vinsældir Bjarkar á Spáni eru geysilegar og skömmu fyrir tón- leikana var stærsta dagblaðið á Spáni, E1 País með forsíðuviðtal við hana í menningarblaði sínu, þar sem m.a. er haldið fram að „hugsun hennar er sem kviksjá og tónlistin verður til, tær og ómenguð, í uppsprettu sálar hennar“. Ekki er víst að tónleikagestir hafi haft þessi orð ElPaís í huga þegar þeir komu í Zeleste, en stemmningin var gífurleg og þeg- ar Björk birtist á sviðinu. Sviðsetningin var mjög falleg, söngkonan og hljómsveit hennar Færri sáu og heyrðu Björk en vildu birtust í einskonar ævintýraskógi og í bakgrunni laganna gaf að heyra suð skordýra, brot úr jungle, harmonikku með suðræn- um blæ, þéttan takt trommuleik- arans og slaghörpuleik. Björk flutti 10 af 12 lögum Post við einstakar undirtekir áheyrenda, sem greinilega kunnu alla textana utanbókar, auk skemmtilegra útsetninga af Ven- us as Boy og Big Time Sensuality við undirleik hljómborðsleikarans Tricky. Björk var eins og Lísa í Undralandi á sviðinu, sérstaklega í laginu Hyper-Ballad þegar skóg- urinn bak við hana öðlaðist skyndilega líf. Tónleikar Bjarkar hafa fengið einstaklega jákvæða umfjöllun í biöðum hér og ber öllum saman um það að þó að Björk sé oft tor- skilin og framandi þá sé hún há- punktur hins nútimalega og að næstu tónleikum hennar verði jafnvel enn meiri aðsókn en sl. þriðjudag. Ari Teitsson segir ekki sjálfgefið að samningar um nýjan búvörusamning takist INNAN búvörusamninganefndar hafa verið ræddar hugmyndir um að takmarka möguleika bænda til að fjölga sauðfé fyrst eftir að kvóta- kerfl í greininni hefur verið lagt nið- ur. Ari Teitsson, formaður Bænda- samtakanna, segir að þetta sé rætt vegna ótta margra við að framleiðsla aukist í breyttu kerfí. Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri VSÍ, og Guðmundur Gylfi Guðmundsson, hagfræðingur ASÍ, hafa gagnrýnt þau drög að búvörusamningi sem nú liggja fyrir! Þeir segja m.a. að kerfíð sem verið sé að setja upp sé framleiðsluhvetj- andi. „Það er rétt að það að bændur taki sameiginlega ábyrgð á útflutn- ingnum er að einhveiju leyti fram- leiðsluhvetjandi," sagði Ari. „Til að hamla gegn því höfum við velt fyrir okkur að takmarka möguleika manna á að fjölga fé, í a.m.k. eitt eða tvö ár. Við viljum með því tryggja að fækkun framleiðenda leiði til minni framleiðslu. Við teljum að meðan menn eru að ná áttum í nýju umhverfi og útflutningsmálin eru að skýrast sé rétt að setja vissa bremsu Skorður settar við fjölgun sauðfjár á framleiðsluna. Þetta yrði væntan- lega gert á þann hátt að þeir sem kysu að fjölga fé frá því sem nú er þyrftu að setja þá hlutfallslegu aukn- ingu í útflutning. Við höfum einnig rætt um að setja í nýjan búvörusamn- ing ákvæði um að þeir sem vilja ekki vera í útflutningi og kjósa að fækka fé geti verið undanþegnir út- flutningi. Þetta atriði er einnig fallið til þess að draga úr framleiðslu- spennunni." Óeðlilegl að stuðningur við bændur sé seldur í búvörusamningsdrögunum er gert ráð fyrir að viðskipti með greiðslumark verði bönnuð frá og með næsta vori. Ari sagði að drögin gerðu ráð fyrir að greiðslumark, sem framleiðslustjórntæki, yrði lagt niður og þess vegna væri sjálfgert að hætta sölu á því. Bændum yrði hins vegar áfram veittur stuðningur í formi beinna greiðslna. Ari sagði að bú- vörusamninganefnd teldi einfaldlega óeðlilegt að þessi stuðningur ríkisins við bændur gengi kaupum og sölum. Ekki ætti að selja þennan stuðning frekar en annan stuðning sem ríkið veitti þegnum sínum. Ari sagði að viðræður um nýjan samning gengju mun hægar en hann hefði vænst. Þetta væri afar slæmt vegna þess að hann hefði orðið var við talsverðan áhuga hjá hópi bænda á því að hætta búskap eða draga úr sauðfjárrækt. Ekki væri hægt að gefa bændum nein svör um þá að- stoð sem þeir gætu fengið við að hætta búskap meðan samningavið- ræðum væri ólokið. „Menn þurfa einnig að hafa í huga að það er ekkert sjálfgefið að samn- ingar um gerð nýs búvörusamnings takist. Það getur einnig gerst að samningurinn verði felldur á Búnað- arþingi eða honum verði vísað til atkvæðagreiðslu til bænda og að honum verði hafnað þar,“ sagði Ari. Fari svo að samningar takist ekki gildir gamli samningurinn. Sam- kvæmt honum á að skerða fram- leiðslubeimildir ef birgðastaða er umfram sex vikna neyslu á innan- landsmarkaði. Það þýðir að skerða verður framleiðslu næsta árs um allt að 17%. Ákveðið hefur verið að Búnaðar- þing komi saman til fundar í næsta mánuði, hugsanlega 11. október. Sá möguleiki hefur ekki verið útilokaður að kalla þingið saman áður en við- ræðum um nýjan búvörusamning er lokið. Forystumenn bænda og full- trúar vinnumarkaðarins ræddu sam- an um búvörusamningsdrögin í gær. Að sögn Guðmundar Gylfa er ágrein- ingur milli aðila um ágæti þeirra til- lagna sem fyrir liggja. Hann sagði að aðilar vinnumarkaðarins myndu ræða saman um málið um helgina og leggja síðan fram formlegar at- hugasemdir á fundi nk. mánudag. Nýja sjón- varpið verð- ur Stöð 3 ÚRSLIT liggja fyrir í samkeppni sem íslenska sjónvarpið hf. efndi til um besta nafn á nýju sjónvarps- stöðina. Hátt í tvö þúsund tillögur bárust og varð nafnið Stöð 3 fyrir valinu. Þegar dregið var úr tillögunum með þessu nafni, sem voru fjöl- margar, kom nafn Guðrúnar ívars- dóttur frá Akranesi upp og hlaut hún 100 þúsund krónur í verðlaun. -----♦-♦ ♦---- Þing sett 2.október ALÞINGI kemur saman mánudaginn 2. október. Þingsetningarathöfn hefst með guðsþjónustu í Dómkirkj- unni kl. 13.30 og verður Alþingi sett að henni lokinni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.