Morgunblaðið - 23.09.1995, Qupperneq 16
MORGUNBLAÐIÐ
SÚ VAR tíðin að margir litu inn
á fornbókasölur í leit að
ódýrri afþreyingu. Þar voru
börn og unglingar ekki síður tíðir
gestir en fullorðnir. Líkt og krakk-
ar, sem núna gramsa í úrvalinu á
myndbandaleigum, glugg-
uðu krakkar á þeim tíma
í alls konar bækur, hasar-
blöð, Eros, Sannar sögur ,
og þeir kræfustu keypt"
jafnvel Tígulgos-
ann líkt og þeir
sem núna «
kaupa eða leigja
„bönnuð" mynd-
bönd.
í fornbókasölum
kennir ýmissa grasa. Þar
er boðið upp á skáldsögur,
ævisögur, íslenskar og erlendar
vasabrotsbækur, blöð og tímarit,
fræðibækur, ættfræðibækur, sér-
fræðirit, bækur um ýmiss konar
tómstundaiðju og sitthvað fleira.
Þótt fornbókasalar hafi trúlega
aldrei talist til mestu auðmanna Is-
lands, virðast þeir eiga enn meira
undir högg að sækja en áður. Lítil
hreyfing er á ýmiss konar afþreying-
arefni, safnarar og grúskarar tína
óðum tölunni og fólk fer í auknum
mæli með bækur sínar í Kolaportið.
Þýddar skáldsögur
hreyfast ekki
Gunnar Valdimarsson í Bókinni
við Laugaveg 1, hefur rekið
fornbókasölu í 18 ár. Hann segir að
v-v<
Gunnar Valdimarsson Bragi Kristjónsson
Svava Björnsdóttir Guðmundur Sæmundsson
forn-
bókasalar
megi muna
sinn fífil fegurri og sjálfur sér hann
fram á að þurfa senn að hætta
rekstri. „Skömmu eftir áramót hætti
ég að kaupa inn bækur, enda á ég
ókjör af bókum, sem ég losna ekki
við. Þýddar skáldsögur, sem áður
seldust fyrst, eru hættar að hreyfast
og lítið er spurt um nýjustu bækurn-
ar. Börn og unglingar hafa ekki
komist upp á lag með að nota bók-
ina og þeir sem eldri eru hafa ekkj
tíma til að sökkva sér niður
í lestur. Eftir að Kolap-
ortið hóf starfsemi
sína, hefur salan
minnkað enn frekar.
Hingað kemur þó
enn slæðingur af
fólki, en þá fremur til
að skoða en kaupa.“
Raunar sagði
Gunnar að töluvert
væri spurt um fáséð-
ar bækur og mestur
áhugi virtist vera á ætt-
fræðibókum,,bókum sem fjöll-
uðu um vissa landshluta, eða
væru um eða eftir menn sem eign-
ast hafa marga afkomendur. „Konan
í dalnum og dæturnar sjö“ eftir
Guðmund Hagalín sagði Gunnar
vera dæmi um slíka bók, enda væru
afkomendur söguhetjunnar Móniku
á Merkigili orðnir æði margir. „Yms-
ar bækur, sem fjalla um tómstunda-
iðju af ýmsu tagi eru eftirsóttar, til
dæmis linnir ekki eftirspurn eftir
laxveiðibókinni „Með flugu í höfð-
inu“ eftir Stefán Jónsson."
Bókaþjóðin orðin
bókagjafaþjóð
„Salan væri ekki minni þótt ég
hefði fornbókasöluna í bílskúr á
£3
BORGARKRINGLAN
OPIÐ VIRKA DAGA 10-18» LAUGARDAGA 10-16 MATVÖRUVERSLUN OPIN 10-23
Ert þú lukkunnar pamftíí?
Fylltu út þennan miðaog skilaðu honum í happapottinn í i
Borgarkringlunni í dag. Með smá heppni getur þú orðið
eigandi að SAMSUNG VXK 326 MYNDBANDSTÆKI
með fjarstýringu o.fl. frá Bónusradíó.
Nafn:_______________________________________________________
Sími:____________________ Heimilisf.:______________________
Staður:
Póstnr.:
Dregið veröur úr happapottinum mánudaginn 25. sept. og nafn vinningshafa birt í
Morgunblaðinu. Jafnframt verður haft samband við vinningshafa símleiðis.
Stokkseyri," sagði Bragi Kristjóns-
son, sem hefur rekið Bókavörðuna
í Hafnarstræti um árabil, en er þessa
dagana að flytja að Vesturgötu 17.
Hann segist einkum reka búðina sér
til ánægju og yndisauka, enda séu
viðskiptavinir einstaklega skemmti-
legir. Samhliða verslunarrekstrinum
vinnur Bragi í norska sendiráðinu
og gefur út bókalista, sem hann
sendir víða um heim.
„íslendingar eru sorglega dugleg-
ir að gefa út bækur. Bókaþjóðin
hefur breyst í bókagjafaþjóð og
megnið af því sem gefið er út fyrir
hver jól eru „kláðabókmenntir", þ.e.
viðtalsbækur og ævisögur sem fólk
klæjar í að lesa, en klæjar enn meira
að lestri Ioknum. Slíkar bækur eru
einnota og seljast ekkert á fornbóka-
sölum, enda eru þær ekki á boðstól-
um hjá mér, nema ég neyðist til að
taka þær inn með stórinnkaupum
úr dánarbúum.“
Helstu viðskiptavinir Braga eru
grúskarar, safnarar og Islendingar,
sem lengi hafa verið búsettir erlend-
is. Þeir síðastnefndu freista þess að
fræðast um ættir sínar og uppruna
í gömlum heimildum. ______________
Ættfræðirit og héraðs-
sögur segir Bragi að eigi
enn nokkrum vinsældum
að fagna, einnig ýmis rit
um hagnýt fræði og tóm-
stundaiðju. „Þeir sem
áhuga hafa á andlegum
fræðum finna oft ýmis-
legt við sitt hæfi. Létt-
meti, eins og Eros og Sannar sögur,
hefur vikið fyrir sambærilegri af-
þreyingu sem sjá má á skjánum á
hvetju kvöldi. Bækur eru ekki lengur
vinsælasta afþreyingin, sjónvarp,
myndbönd og kálfar sem dagblöðin
unga út hafa tekið yfirhöndina.
Kolaportið hefur sett strik í reikning-
in því þar oft hægt að fá bækur á
um 200 kr. stykkið."
Gömlu safnararnir horfnir
til feðra sinna
Svava Björnsdóttir segist óvart
hafa „dottið í“ fornbókasölu fyrir
tuttugu árum þegar tengdafaðir
hennar, Guðjón Guðjónsson forn-
bókasali, missti heilsuna. Búðin er
við Hverfisgötu 16 og ber nafn Guð-
jóns, en Svava sér ein um reksturinn
auk þess sem hún metur bókasöfn
fyrir dánarbú og tryggingafélög.
„Mér finnst ósköp gaman að þessu,
en gæti engan veginn byggt afkomu
mína á sölunni. Eiginmaðurinn
bjargar fjárhag heimilisins og ég hef
alla mína hentisemi hér, þótt yfir-
leitt hafi ég opið frá kl. 13-18.“
Svava segir að miklar breytingar
ha.fi orðið á síðastliðnum sjö árum.
Minnkandi lestraráhuga segir hún
aðalástæðuna. „Fornbókasalar vita
hvað þeir eru að selja og geta leið-
beint viðskiptavinum. Hér áður fyrr
var algengt að fólk keypti heilu pok-
ana af bókum á föstudögum. Núna
felst daglega salan einkum í sölu á
enskum vasabrotsbókum, sem seldar
eru á 50-300 kr. stykkið. Fágætar
„Börn og
unglingar
hafa ekki
komist upp á
lag með að
nota bókina“
bækur eru orðnar erfiðar í sölu,
enda gömlu safnararnir flestir horfn-
ir á vit feðra sinna og fáir ungir
hafa fyllt í skarðið. Þjóðlegur fróð-
leikur og bækur um ættfræði fara
þó nokkuð fljótt, og ég gæti áreiðan-
lega selt „Ættir Síðupresta" sam-
dægurs."
, Svava segir að eftir jólin hafi
komið inn slæðingur af nýútkomnum
bókum, en þær hafi fljótlega selst á
hálfvirði. Af nýlegum bókum segir
hún einkum spurt um „Engla al-
heimsins" eftir Einar Má Guðmunds-
son. Bækur, sem áður seldust eins
og heitar lummur, t.d. eftir Alister
McLean, Hammond Innes o.fl, hreyf-
ist varla hjá Svövu, enda segir hún
þær fást í Kolaportinu í stórum stíl.
„Ég legg áherslu á að bjóða gott
úrval sígildra bókmennta og þar
skipa gömlu meistararnir Kiljan og
Þórbergur veglegan sess.“
Krakkar kaupa gömul
bíóprógrömm
Fornbókaverslun Kr. Kristjáns-
sonar við Hverfisgötu 26, sem er ein
elsta sinnar tegundar á, landinu, er
________ nú í eigu Guðmundar
Sæmundssonar. Guð-
mundur segir að sér bjóð-
ist mikið af alls konar
bókum til kaups. „Vand-
inn er sá að flestir vilja
fá of hátt Verð fyrir þær
miðað við endursöluverð-
ið. Ýmislegt hefur breyst
sem hefur áhrif á afkomu
fornbókasala. Kaupgeta hefur
minnkað, yngra fólkið er ekki mikið
fyrir bækur, gamla fólkið, sem var
alætur á bækur, hefur smám saman
horfið af sjónarsviðinu, Kolaportið
opnaði og bókaútgáfur grafa undan
sjálfum sér með því að selja bækur
á minna en hálfvirði á útsölum
skömmu eftir útkomu.“
Guðmundur, sem þrisvar hefur
reynt að selja bækur í Kolaportinu,
segir það ekki fyrirhafnarinnar virði.
Mikil vinna sé fólgin í að koma sér
fyrir og afraksturinn sáralítill, enda
séu sumir að selja bækur þar á 50
kr. „Fágætar bækur eru ódýrari hér
en víða erlendis. Nýlega rakst ég á
Þorláksbiblíu, sem er frá 18. öld, í
fornbókasölu í Noregi á sem sam-
svarar 700 þús. íkr. Fyrir nokkrum
árum var slík bók boðin á 150 þús.
í fornbókabúð hér, en verðið var
lækkuð í 100 þús. kr. af því hún
seldist ekki. Hjá mér er mikið spurt
um ættfræðibækur, fágætar
ferðabækur og gamlar bækur um
ísland á erlendum tungumálum.
Safnarar og grúskarar líta oft inn,
skoða mikið og kaupa endrum og
sinnurn."
Auk bóka eru gömul bíóprógrömm
og póstkort til sölu hjá Guðmundi,
en sjálfur er hann áhugasamur safn-
ari. Hann segir að núna upplifi
krakkar spennu í gegnum mynd-
miðla og séu því löngu hættir að
kaupa spennusögur, en hafi hins
vegar mikinn áhuga á gömlu bíó-
prógrömmunum.
16 LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 1995
NEYTENDUR
Afþreyingarbækur hreyfast lítið á fornbókasölum, sem eiga í vök að verjast eftir að Kolaportið var opnað
Ættfræðirit
og héraðsbækur
seljast best
Hvemig reiðir fornbókasölum af nú þegar lest-
ur, sem áður var helsta afþreying manna,
hefur lotið í lægra haldi fyrir myndmiðlum og
tölvum? Valgerður Þ. Jónsdóttir heyrði hljóð-
ið í nokkmm, sem ekki hafa látið deigan síga.