Morgunblaðið - 23.09.1995, Side 18
18 LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
ÚRVERINU
FRÉTTIR: EVRÓPA
Kostnaðarliðir við botnfiskvinnslu sem
hlutfali af heildartekjum
%
kaup kostnaður rekstr.kstn. fjárm.kstn. Tap
Eignarhald í kvóta
Útgerð Útgerð og
eingöngu fiskvinnsla
Aðalfundur Samtaka fiskvinnslustöðva haldinn í gær
Halli á botnfiskvinnslu
talinn 4 til 5% nú í haust
BOTNFISKVINNSLAN er nú rekin
með 4 til 5% halla af tekjum, en
þokkaleg afkom er af veiðum og
vinnslu á rækju og loðnu. Hallinn
af botnfiskvinnslunni hefur minnk-
að um 4% frá því fyrr í sumar. í
fyrra var botnfiskvinnslan rekin
með 3% hagnaði að mati Þjóðhags-
stofnunar, en 4% tapi árið áður.
Verðlækkun afurða og innlendar
ksotnaðarhækkanir valda mestu um
tapreksturinn nú, en samdráttur í
þorskafla er vinnslunni einnig erfið-
ur.
Áætluð afkoma botnfiskgreina
Þessar upplýsingar komu frá hjá
Arnari Sigurmundssyni, formanni
Samtaka fískvinnslustöðva, á aðal-
fundi samtakanna í gær. Þar sagði
Amar meðal annars svo: „Þjóðhags-
stofnun hefur í dag gefið út saman-
tekt á áætlaðri afkomu botnfisk-
greina miðað við skilyrði í ágúst
1995.
4% minni halli
Að mati Þjóðhagsstofnunar er
botnfiskvinnslan nú rekin með 4%
halla og um 1% halli er á veiðunum.
Þessi afkoma mun ekki breytast á
árinu 1996 að mati Þjóðhagsstofn-
unar að óbreyttum forsendum. Út-
reikningarnir eru byggðir á fram-
reikningi ársreikninga 1994 hjá
fiskvinnslufyrirtækjum sem eru
með yfir 55% af útflutningsverð-
mæti botnfiskafurða.
Útreikningamir sýna að halli á
botnfiskvinnslunni hefur minnkað
um 4% frá því í júlí síðastliðnum.
Hækkun á afurðaverði, einkum
saltfiski og hækkun bandaríkjadoll-
ars, sem kemur frystingunni til
góða, hafa gert sitt til að draga úr
hallarekstri.
3% hagnaður í fyrra
Vegna mismunandi mats Þjóð-
hagsstofnunar og SF á afskriftum
og fj'ármagnskostnaði, reiknum við
með því að halli á vinnslunni sé um
1% meiri en Þjóðhagsstofnun gerir
ráð fyrir. þá sýna þessir útreikning-
ar Þjóðhagsstofnunar að afkoma í
botnfiskvinnslu var betri á síðasta
ári, en gert var ráð fyrir og telur
stofnunin, miðað við uppgjörsað-
ferðir sínar, að tæplega 3% hagnað-
ur hafi verið af frystingu og söltun
á síðasta ári.
Þjóðhagsstofnun hefur einnig
metið afkomu í veiðum og vinnslu
á rækju og loðnu. Samkvæmt þess-
um áætlunum er afkoman þokkaleg
í þessum greinum,“ sagði Arnar.
Fiskveiðistefna ESB
Evrópuþingið vill
strangara eftirlit
Strassborg. Reuter.
EVROPUÞINGIÐ samþykkti í gær
tillögur um breytingar á sameigin-
legri fiskveiðistefnu Evrópusam-
bandsins, sem fela í sér stórhert
eftirlit með veiðum fiskiskipa frá
ríkjum sambandsins.
Þingið leggur til að bátar, sem
eru lengri en fimmtán metrar, sæti
gervihnattaeftirliti og búnaður sé
um borð, sem geri slíkt kleift. Með-
al annars verði unnt að fylgjast
með beinum hætti með innslætti
aflatalna inn í tölvu skipsins.
Sambærilegar refsingar
Þingmenn vilja að smærri bátar
verði skyldaðir til að skila kvittun-
um fyrir sölu afla og upplýsingum
um landanir, gegn því að gjöld, sem
lögð eru á bátana, verði lækkuð.
Þá leggur þingið til að ráðherrar-
áð Evrópusambandsins samþykki
fyrir 1. júlí 1996 reglur um sam-
bærilegar refsingar fyrir brot á fisk-
veiðilögum, hvar sem er á fiskimið-
um bandalagsríkjanna.
Emma Bonino, sem fer með sjáv-
arútvegsmál í framkvæmdastjórn
Evrópusambandsins, sagði í um-
ræðum um tillögurnar á fimmtudag
að hún vildi láta prófa nýjar eftir-
litsaðferðir áður en þær yrðu gerðar
að skyldu. Hún taldi tillögur þings-
ins skynsamlegar, en framkvæmda-
stjórnin hefur ekki ákveðið hvort
hún tekur tillit til þeirra að öllu leyti.
Reuter
INGVAR Carlsson, forsætisráðherra Svíþjóðar, sagði á blaða-
mannafundi í Alcudia í gær að hann styddi stefnu Þjóðverja um
ströng skilyrði fyrir inngöngu í Efnahags- og myntbandalagið.
Verð á landfrystum fiski
svipað o g í fyrra haust
EMU efst á baugi
á leiðtogafundi
Alcudia, Majorca, Brussel, London. Reuter.
DEILUR um Efnahags- og mynt-
bandalag Evrópu (EMU) voru tald-
ar myndu verða efst á baugi á
óformlegum leiðtogafundi Evrópu-
sambandsins, sem hófst í Alcudia á
spænsku eynni Majorca í gær. Búizt
var við að hart yrði sótt að Helmut
Kohl, kanzlara Þýzkalands, vegna
ummæla Theo Waigel, fjármálaráð-
herra hans, um að sum ríki, til
dæmis Ítalía, gætu ekki orðið stofn-
aðilar að EMU.
Leiðtogar annarra ESB-ríkja
munu væntanlega krefja Kohl svara
um það hvort Þýzkaland, sem er
efnahagslega langsterkasta ríki
ÉSB, haldi enn jafnfast við áform
um að innleiða sameiginlegan Evr-
ópugjaidmiðil árið 1999.
Sýnir að EMU er
nálægur veruleiki
Sir Leon Brittan, varaforseti
framkvæmdastjórnar ESB, sagði
að titringurinn vegna ummæla
Waigels sýndi aðeins að EMU væri
nálægur veruleiki, en ekki fjarlæg
draumsýn.
Skoðanakönnun Eurobarometer,
sem birt var nýlega, sýnir að meiri-
hluti kjósenda í sex ESB-löndum
er á móti sameiginlegri mynt. Þann-
ig háttar til í Þýzkalandi, Bret-
landi, Danmörku, Svíþjóð, Finnlandi
og Austurríki. Meirihluti svarenda
í öllum löndunum telur hins vegar
að sameiginleg mynt verði að veru-
leika á næstu árum.
AFKOMA botnfískvinnslunnar er
erfið um þessar mundir og hefur
þar mestu valdið lágt gengi doll-
ars og punds, verðlækkun á sum-
um afurðanna og innlendar kostn-
aðarhækkanir. Arnar Sigur-
mundsson, formaður SF, fór yfir
stöðuna á alaðfundinum í gær og
fer hér á eftir sá kafli ræðu hans
er fjallaði um botnfiskvinnsluna.
Breytingar á
verðlagi sjávarafurða
„Á tímabilinu frá september á
síðasta ári til ágúst á þessu ári
hafa orðið miklar breytingar á
verðlagi á sjávarafurðum. Þegar
verðbreytingar á helstu afurðum
vinnslunnar eru reiknaðar í SDR,
og kvarðinn er settur á 100 í
september 1994, kemur í ljós að
verðlag á landfrystum afurðum er
mjög svipað og í upphafi tímabils-
ins, eftir að hafa lækkað nokkuð
um mitt þetta ár.
Lækkandi verðgildi SDR
En hafa verður í huga að verð-
gildi SDR hefur lækkað um 2%
frá upphafí tímabilsins. Verð á
saltfiski var mun sveiflukenndara
á tímabilinu og var um 5% hærra
í SDR í lok tímabilsins. Verðlag á
mjöli og lýsi var eins og jafnan
mjög sveiflukennt og var það um
25% hærra í ágúst sl. en í septem-
ber í fyrra. Verð á skelflettri rækju
hefur verið mjög gott undanfarin
misseri eftir undanfarandi lægð.
Var stígandi í verðinu nær allt
tímabilið og var það um 25% hærra
í lok tímabilsins í SDR, samkvæmt
upplýsingum Þjóðhagsstofnunar.
Verð á salt-
fiski hefur
hækkað um 5%
Miklar breytingar á gengi ein-
stakra gjaldmiðla gagnvart ís-
lenskri krónu hafa jafnan mikil
áhrif á afkomu sjávarútvegsins.
Ef skoðuð er gengisþróun SDR,
ECU, Bandaríkjadollars og jap-
ansks yens á sl. 12 mánuðum kem-
ur í Ijós að gengi ECU er óbreytt
gagnvart íslenskri krónu nú um
miðjan september og SDR hefur
lækkað sem fyrr sagði um 2%.
Bandaríkjadollar hefur lækkað um
rúm 2% en hafði áður lækkað um
allt að 7% frá því í mars á þessu
ári og fór ekki að hækka á ný
fyrr en líða tók á ágústmánuð.
Úm japanska yenið er allt aðra
sögu að segja. Eftir að verðgildi
þess gagnvart ísl. krónu hafa fall-
ið í byijun þessa árs hækkaði það
um rúm 10% í apríl, tók síðan að
falla á ný í júlí og er nú um miðj-
an september orðið rúmlega 5%
lægra gagnvart en fyrir 12 mánuð-
um.
Miklar sveiflur í hráefnisverði
til fiskvinnslunnar á þessu ári
Verulegar breytingar hafa orðið
á hráefnisverði til fískvinnslunnar
á þessu ári. Ef tekið er mið af
samanvegnu meðalverði í beinum
viðskiptum og á fiskmörkuðum
innanlands á nokkrum físktegund-
um fram í ágúst á þessu ári, bor-
ið saman við meðalverð á árinu
1994, koma í ljós umtalsverðar
verðbreytingar á hráefni.
Hráefnisverð á þorski hefur
hækkað um rúm 6% frá meðal-
verði 1994, ýsan hefur lækkað um
tæp 8%, ufsinn hækkaði um hvorki
meira né minna en 36%, karfinn
hefur hækkað um rúm 6%, rækjan
hækkað um rúm 22%, síldin lækk-
að um rúm 7% og loðnan hefur
hækkað um rúmlega 1% að meðal-
tali á milli ára. Verðhækkanir á
hráefni ráðast að mestu af hækk-
uðu afurðaverði, eins og í rækju,
takmörkuðu framboði, eins og í
þorski og stundum fer þetta saman
eins og í ufsa. Aftur á móti hefur
hráefnisverð á ýsu lækkað vegna
verðlækkana sem að nokkru má
rekja til lækkunar Bandaríkjadoll-
ars.
Hráefniskostnaðurinn
ræður mestu
Afkoma fiskvinnslunnar ræðst
að miklu leyti af hráefniskostn-
aðinum. Ein ástæða vaxandi halla
í botnfiskvinnslu fyrr á þessu ári
var sú að ekki tókst að ná niður
hráefniskostnaði á sama tíma og
afurðaverð lækkaði. Það var þess
vegna kaldhæðnislegt að á sama
tíma og verulega fór að halla á
botnfiskvinnsluna sl. vor, meðal
annars vegna afurðaverðslækk-
ana, fóru sjómenn í 3 vikna verk-
fall til þess, meðal annars, að
knýja fram fiskverðshækkun. Nýir
kjarasamningar sjómanna munu
leiða til einhverra breytinga á hrá-
efnisverði, en á þessari stundu er
ekki hægt að meta áhrifín.
Hæstu
skattamir
í Danmörku
• DANIR bera þyngsta skatt-
byrði ESB-þjóða, samkvæmt
nýrri könnun. Skattar og trygg-
ingagjöld, þar með talin lífeyris-
iðgjöld, eru um 51,2% af vergri
landsframleiðslu þar í landi.
Næstmest er skattbyrðin í Sví-
þjóð, 50,4%, en léttust í Bret-
landi, 33,8%. Skattlagning í ESB
var að meðaltali 41,7% af VLF
og hafa skattar hækkað umfram
vöxt landsframleiðslunnar síð-
astliðin þijú ár.
• TÉKKLAND mun sækja
formlega um aðild að Evrópu-
sambandinu í janúar á næsta
ári. Vaclav Klaus forsætisráð-
herra tilkynnti þetta í gær.
Tékkland er síðast Mið-Evrópu-
ríkja til að sækja um aðild, en
stjórnvöld hafa hrundið um-
fangsmiklum efnahagsumbót-
um í framkvæmd og Tékkland
er talið bezt undir aðild búið
af fyrrverandi kommúnistaríkj-
um.
• HINN svokallaði hugleiðing-
arhópur, sem gera á tillögur
fyrir ríkjaráðstefnu ESB á næsta
ári, ræðir nú hugmyndir um „ut-
anríkisráðherra Evrópu“, sem
myndi hafa það hlutverk að sam-
ræma utanríkisstefnu sambands-
ins og skapa meiri samfellu í
utanríkismálum en sífelld for-
mannaskipti í ráðherraráðinu
gefatilefni til.