Morgunblaðið - 23.09.1995, Side 19

Morgunblaðið - 23.09.1995, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 1995 19 Angóla biður ESB um aðstoð ANGÓLASTJÓRN og stjórnarandstaðan í landinu ætla að fara saman fram á 700 milljón dollara aðstoða frá Evrópusambandinu, ESB, vegna uppbyggingar í landinu. Er það illa leikið eftir sam- fellda styrjöld i 19 ár. Munu þeir Jose Eduardo, forseti landsins, og Jonas Sawimbi, leiðtogi Unita-hreyfingarinn- ar, eiga fund með fulltrúum ESB í Brussel og talið er, að Sawimbi muni nota tækifærið til að tilkynna, að hann fallist á að verða annar tveggja vara- forseta í nýrri einingarstjórn. Eiturlyfja- salar teknir FRÁ árinu 1991 og til júní á þessu ári hafa næstum 30.000 eiturlyfjasalar og eiturlyfja- smyglarar, kínverskir og er- lendir, verið handteknir í Yunnan-héraði í Kína. Skýrði Dagblað alþýðunnar frá þessu og sagði, að lagt hefði verið hald á um 19 tonn af heróíni og ópíum. Yunnan á rúmlega 4.000 km löng landamæri að Burma, Víetnam og Laos. Niðurgreidd- ur hjúskapur STJÓRNVÖLD í Sameinuðu arabísku furstadæmunum hefur ákveðið að veita hag- stæð lán þeim karlmönnum, sem kvæntir eru erlendri konu, en vilja taka sér aðra innlenda. Samkvæmt kóranin- um mega karlmenn eiga fjórar konur samtímis. Nokkuð er um það í Sameinuðu arabísku furstadæmunum og víðar í arabaríkjum, að karlmenn kvænist erlendum konum til að losna við þau miklu út- gjöld, sem fylgja því að ganga að eiga innlenda heimasætu. Qian ræddi við Jeltsín QIAN Qichen, utanríkisráð- herra Kína, kom við í Svarta- hafsborginni Sotsí á leið til Moskvu í gær og ræddi við Borís Jeltsín Rússlandsforseta sem er þar í sumarleyfi. Ekk- ert var gefið upp um efni við- ræðna þeirra en heimsókn Qians, sem mun eiga fund með Viktor Tsjernomýrdín forsætisráðherra og fleiri ráðamönnum í Kreml, er talin merki um batnandi sambúð ríkjanna tveggja. Gonzalez sagður mis- notavöldsín SPÆNSKA dagblaðið E1 Mundo sagði í gær að felipe Gonzalez forsætisráðherra hefði á fundi með njósnara sem sakaður var um skjala- þjófnað, samið um að mannin- um yrði ekki stungið inn en aðeins gert að sæta stofufang- elsi. Blaðið sagði njósnarann, Juan Alberto Perote, hafa í staðinn afhent skjöl sem bendluðu ráðherrann við glæpi svonefndra dauðasveita sem börðust gegn liryðjuverka- mönnum Baska. London. Daily Telegraph. KOMIN eru fram ný gögn, sem gefa til kynna að Mata Hari, annálaðasti njósnari fyrri heims- styrjaldar, hafi verið borin fölsk- um sökum bæði af Þjóðverjum og Frökkum. Mata Hari hafi ver- ið sýnu hæfari í að draga yfir- menn og herforingja á tálar, en að viða að sér upplýsingum. Mata Hari var leidd fyrir aftökusveit eftir leynileg réttarhöld, en nú gæti farið svo að mál hennar verði tekið upp að nýju. I nýlegri ævisögu Mata-Hari heldur Julie Wheelright því fram að hún hafi verið lítið annað en gleðikona og dansari með annar- legar hugmyndir um eigið mikil- vægi. Þetta hafi gert hana að hentugum blóraböggli þegar njósnafárið var í algleymingi. Það hafi hentað Frökkum að gera Mata Hari að „mesta kven- njósnara aldarinnar“ til að draga athyglina frá óförum þeirra á vesturvígstöðvunum og málið á hendur henni hafi hafi borið keim af ofsóknum. Hlutdrægir dómstólar Nú hefur franskur sagnfræð- ingur, Leon Schirmann, birt nið- urstöður rannsókna sinna og leitt í ljós að herrétturinn, sem hald- inn var yfir henni, hafi verið í meira lagi hlutdrægur og sann- anir í málinu í besta falli ver- ið óbeinar. „Sækjand- inn hagræddi staðreyndum til þess að knýja fram dauðadóm,“ sagði Schir- mann. „Hún veitti frönsk- um gagnnjósn- urum tilvalið tækifæri til að sýna fram á að þeir gætu haft hendur í hári þýskra stór- njósnara." Schirmann skoðaði skrána um „Mál Zelle-MacLeod“ (hún hét fullu nafni Margaretha Geertru- ida MacLeod, fædd Zelle) í herskjalasafn- inu í Vincennes og komst að því að mikið misræmi var milli uppruna- legu sönnunar- gagnanna gegn henni og þeirra sem lögð voru fram í réttinum. Gerð stórhættulegt svikakvendi Með þaul- hugsuðum til- færingum tókst að breyta henni úr fremur klaufskum útsendara í stórhættulegt svikakvendi sem bar ábyrgð á dauða mörg hund- ruð hermanna. Mara Hari var dansari í Berlín þegar fyrri heimsstyrjöldin braust út. Þegar loðkápur henn- ar voru gerðar upptækar og bankainnistæður frystar brást hún við með þvi að bjóðast til að njósna í þágu Þjóðveija. Hún neitaði að nota ósýnilegt blek og veitti engar gagnlegar upplýsingar þrátt fyrir há laun og Þjóðveijar vildu að vonum ná fram hefndum þegar hún sneri við blaðinu og gekk í lið með Frökkum árið 1916. Svo virðist sem þeir hafi sent Arnold Kalle, yfirmann í þýska hernum, til höfuðs henni. Mata Hari sængaði með honum til að afla upplýsinga handa George Ladoux, yfirmanni franskra gagnnjósna. Schirmann byggir mál sitt á skeytum, sem Kalle sendi þýskum yfirboðurum sínum í Berlín. Frakkar gátu les- ið dulmálið á skeytunum og eng- inn vafi leikur á að það vissu Þjóðveijar. Schirmann heldur því fram að Mata Hari hafi verið leidd í gildru og sú staðreynd hafi verið virt að vettugi í réttar- höldunum. Wheelright og Schirmann vinna nú að því að fá franska dómsmálaráðuneytið til að taka mál Mata Hari fyrir að nýju. V ar Mata Hari borin fölsk- um sökum? MATA Hari Haustlaukar 10 krókusar bland kr. 139 10 túlipanar laueardag 02 sunnudag Hentar úti og inni kr.449 5 páskaliljur kr. 99 10 perlulilj kr.99

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.