Morgunblaðið - 23.09.1995, Síða 22
22 LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
*
AÐSEIMDAR GREINAR
„Hver kærir sig Opinber innkaup og ný
um sjúklinga?“ atvinnutækifæri
ÞANNIG spyija
formenn læknaráðs
Landspítalans, þeir
Ásmundur Brekkan
og Helgi Sigurðsson,
í Morgunblaðinu 5.
sept. sl.
Greinin er fyrst og
fremst ádeila á stjóm-
un heilbrigðismála á
undangengnum ára-
tugum og á greinilega
að vera röksemdar-
færsla fyrir því að
hérlendis eigi að vera
2-3 bráðasjúkrahús. í
rauninni boða þeir
með þessari grein
sameiningu Reykja-
víkursjúkrahússins
(Borgarspítala og Landakots) og
Landspítala og eru það orð í tíma
töluð svo að kaldhæðnislega sé til
orða tekið.
En alhæfing þeirra um hvað sé
góð heilbrigðisþjónusta og tækni-
ást þeirra verður mér að alvar-
legra umhugsunarefni.
í þriðja lagi finnst mér
ókunnuglega, svo að ekki sé
fastara að orði komist, um heil-
brigðisþjónustu í dreifbýli skrifað
í þessari grein.
Fagleg þekking í lækn-
isfræði, segir Brynleif-
ur H. Steingrímsson,
er ekki endilega rekstr-
arleg þekking.
Vanhæfni heilbrigðis-
starfsmanna
Áður en leitgra verður haldið í
hugleiðingum um þessa grein for-
mannanna, verður ekki undan því
vikist að minna á það sem viður-
kennt er í íslensku réttarfari að
það er enginn dómari í eigin sök.
Við sem vinnum að heilbrigðismál-
um erum í rauninni vanhæf til
þess að meta eða dæma um á
hvern veg íjármunum til þessarar
þjónustu verður best varið.
Undirrituðum hefir alltaf leiðst
að lesa greinar, sem greinilega eru
skrifaðar til þess að auka hlut sinn
hvað varðar fjármagn til þessa
mikilvæga málaflokks. Fagleg
þekking i læknisfræði er ekki endi-
lega rekstrarleg þekking og alls
ekki þekking á því sem þeir félag-
ar kalla af mikilli vandlætingu
„hreppapólitík"! Hreppapólitík er
eins og ég hef skilið það hugtak
ekkert annað en að sveitarstjórn-
armenn gæta og vinna fyrir hag
og heill síns sveitarfélags.
Grein þeirra Ásmundar og
Helga er í sjálfu sér ekkert annað
en hreppapólitík, þeir eru að vinna
fyrir hag og heill þeirrar stofnunar
sem þeir vinna við og þá hag
sjálfra sín um leið. Það er ekkert
ljótt við það. Karlmannlegast er
■ að kannast við það og ásaka ekki
aðra um það sem maður gerir
sjálfur.
Endurskipulagning og
fjárfesting
Eins og ofar segir er sameining
þriggja stóru sjúkrahúsanna í
Reykjavík, þ.e. Borgar-, Landspít-
ala og Landakots, athyglisverð
hugmynd, þó að hún sé hvorki
frumleg eða ný.
Formennirnir benda á að nú
eigi að leggja lítil sjúkrahús niður
í Svíaríki enda þurfi eitt hundrað
þúsund íbúa til þess að eðlilegt
verkefni skapist fyrir „gæða“-
þjónustu. Þetta þýðir í raun að
einn spítali sinni
bráða- og slysaþjón-
ustu fyrir allt „Stór-
Reykjavíkur“svæðið.
Sjúkrahúsin í Kefla-
vík, Hafnarfirði, á
Akranesi og Selfossi
yrðu þá lögð niður.
Við, sem búum hér
i Flóanum, eigum það
til að segja þegar hátt
er reitt til höggs, það
er stórt orð Hákot.
En við skulum halda
okkur við grein þeirra
félaga. í lokaorðum
greinarinnar segir:
„Hótanir um upp-
sagnir og skerðingu á
kjörum hafa leitt til
særinda og óvissu.“
Ég tek undir þetta sjónarmið
en það er eins og setning þessi
eigi ekki við um aðra en þá sem
starfa eiga á „stóra“ sjúkrahúsinu.
Atvinnuöryggi er það, sem þegj-
andi samkomulag hefur verið um
fram að dögum „hagræðingar".
Það hefur verið hluti af fjölskyldu-
fyrirtækinu ísland. Það er trúa
mín að dulið atvinnuleysi sé betra
en atvinnuleysi enda gerir það
fleiri einstaklinga að þátttakend-
um og dreifir verðmætum og pen-
ingum. Engin þjóðfélagsþjónusta
er betur til þess fallin en heilbrigð-
is- og skólaþjónusta.
Um fjárfestinjgu verður lítið
fjallað að sinni. Eg hefi fýrir ára-
tugum bent á óeðlilegan íjáraustur
til vissra kjördæma. Hana má af-
saka með óraunhæfri byggða-
stefnu en þessi fjárfesting skiptir
þó ekki sköpum því að rekstur
sjúkrahúss í þijú ár kostar það
sama og að byggja sjúkrahúsið.
Þetta er þumalfingursregla.
Eðlilegt er að spyija þá for-
mennina, sem fullyrða að heil-
brigðisþjónusta hérlendis sé til
jafns við þá sem starfrækt er er-
lendis, hvers vegna ennþá vanti
2,4 milljarða króna til þess að ljúka
K-byggingunni, sprengdri í klöpp?
Heilbrigður metnaður er af hinu
góða, á það skal bent hér.
Alhæfing
Að endingu skal á það bent, að
þrátt fyrir hina frægu 1. grein í
heilbrigðislögum: „Allir lands-
menn skulu eiga kost á fullkomn-
ustu heilbrigðisþjónustu, sem á
hveijum tíma eru tök á að
veita...“ er það fjarri lagi að
nokkur viti það í dag, hvað sé
fullkomnasta heilbrigðisþjónusta.
Það er mér furðuefni að grein af
þessu tagi skuli vera til í löggjöf.
Ég er þeirrar skoðunar að al-
hæfing eigi ekki við hvað varðar
heilbrigðisþjónustu yfirleitt og að
það jafngildi alhæfingu að ætla
sér að draga sjúkrahúsþjónustuna
í eina stofnun á Reykjavíkursvæð-
inu.
Að endingu
„Viðhald sérþekkingar á sjúkra-
húsum úti á landi er og verður
alltaf takmörkuð."
Þessi setning þeirra félaga er
efni í heila blaðagrein, sem ekki
ætti að birtast í dagblaði enda
með henni vegið að starfsheiðri
lækna á landsbyggðinni.
Hátæknispítali nútímans er af
hinu góða en margir læknar spyija
sig í dag hversu langt eigi að
ganga í greiningu og meðferð og
á það einmitt við um sérsvið þeirra
Ásmundar og Helga.
Ég læt svo þessu skrifi lokið
að sinni, enda leiðist mér að gagn-
rýna kunningja mína.
Höfundur er formaOur læknnráðs
Sjúkrahúss Suðurlnnds.
Brynleifur H.
Steingrímsson
INNKAUP hins op-
inbera eru kjörinn
vettvangur til að
skapa ný störf og
renna stoðum undir
nýsköpun og end-
urnýjun í atvinnulíf-
inu. Þrátt fyrir það
hafa stjórnvöld ekki
mótað stefnu eða sýnt
nægan vilja til að nýta
opinber innkaup til að
byggja upp atvinnulíf-
ið.
í kjölfar atvinnu-
leysis undanfarinna
ára hafa atvinnumál
verið mjög í deiglunni.
Fjölmennir árgangar
koma út á atvinnu-
markaðinn á næstu árum. At-
vinnuleysið mun því ekki hverfa
eða minnka af sjálfu sér. Á meðan
allir gátu fengið vinnu var umræða
um atvinnupólitík ekki mjög sann-
færandi. Nú blasir hrollkallt at-
vinnuleysið við og því verður að
takast á við vandann. Unga fólk-
inu sem er að ljúka námi verður
að skapa atvinnu. Við leit að nýj-
um atvinnutækifærum hefur at-
hyglin einkum beinst að iðnaði. Á
undanfömum misserum hefur inn-
lend iðnaðarframleiðsla hjarnað
við og þakka menn
það m.a. breyttri
gengisstefnu og lægri
vöxtum. Batamerkin
sjást í auknum út-
flutningi iðnaðarvara
og aukinni markaðs-
hlutdeild innanlands.
Viðhorf neytenda hef-
ur einnig breyst því
þeir eru orðnir já-
kvæðari í garð ís-
lenskrar framleiðslu
sem hefur orðið bæði
samkeppnishæf í verði
og gæðum í sam-
anburði við innflutn-
ing. Aukin umsvif
auka enn styrk ís-
lenskra framleiðenda
og því má búast við enn meiri
vexti á framleiðslu þeirra vöruteg-
unda sem best hafa tekið við sér
að undanförnu.
Umfang opinberra innkaupa eru
gríðarleg. Ná kaupin til allra vöru-
flokka og snerta allar þjónustu-
greinar. Auk hinna umsvifamiklu
innkaupa er vöruþekking og
reynsla hins opinbera íslenskum
framleiðendum gulls í gildi. Ef
rétt er á haldið getur samstarf
opinberra innkaupaaðila og ís-
lenskra fýrirtækja stuðlað að mikl-
Samstarf við opinbera
innkaupaaðila um vöru-
þróun er mun árangurs-
ríkara en bein framlög
ríkisins, segir Vilmund-
ur Jósefsson, og nefnir
að slíkt sé reynsla Dana.
um framförum og gert íslensk
fyrirtæki hæfari til sóknar á al-
mennum markaði bæði innanlands
og utan.
Samstarf um vöruþróun
Lykillinn að framþróun og
framförum framleiðslufyrirtækja
er samstarf við kröfuharða en
sanngjarna neytendur. Sökum
stærðar sinnar hefur hið opinbera
yfirburðastöðu til að vera íslensk-
um framleiðslufyrirtækjum mikil-
vægur reynslumarkaður. Meðal
nágrannaþjóða okkar hafa opinber
innkaup verið nýtt markvisst til
að efla innlenda framleiðslu og
auka samkeppnishæfni. Hefur
meðal annars verið staðhæft í
Danmörku að samstarf við opin-
Vilmundur
Jósefsson
A að forgangsraða
í heilbrigðisþjónustu?
FJÁRLAGAGERÐ
er merkileg og flókin
aðgerð, sem árlega
tekur ómældan tíma
alþingismanna, auk
þess sem að henni
kemur aragrúi af sér-
fræðingum, stjórn-
endum ríkisstofnana
auk talsmanna hags-
munahópanna, sem
þurfa að tryggja sín-
um skerf af kökunni.
Meginmarkmið
fjárlagagerðarmanna
er útópía, sem heitir
„hallalaus fjárlög“, en
það er eins með fjár-
lögin og halla turninn
í Pisa, þau hallast alltaf meira og
meira og ættu samkvæmt tumlög-
málinu að geta haldið því áfram
næstu aldir.
Eitt erfiðasta viðfangsefni
hallaviðgerðarmanna, eru þau mi-
stök skaparans að byggja inn í
„kórónu sköpunarverks síns“ sjúk-
dóma, elli og dauða. Þessi halla-
verkandi mistök leiða af sér árlega
umræðu viturra manna um það
hvernig minnka megi hallaverkun
mistakanna. Umræðan stendur
um forgangsröðun, en forgangs-
röðun þýðir, að sá sem hefur tak-
mörkuð efni þarf, þegar hann ráð-
stafar þeim, að velja hvað er bráð-
nauðsynlegt, hvað er nauðsynlegt
og síðan hvernig á hann að ráð-
stafa því sem eftir er, ef eitthvað
er eftir, sér og sínum til gagns
og gleði.
Sérstaða hallaviðgerðarmann-
anna á Alþingi er sú, að þeir eru
ekki að ráðstafa eigin fé, heldur
sameiginlegu fé landsmanna.
En snúum okkur að forgangs-
röðuninni í heilbrigðiskerfinu. Hún
hefur í áranna rás tekið á sig
ýmsar myndir, en fjallar þó alltaf
um það sama. Hver á að greiða
kostnaðinn af téðum mistökum
skaparans? Mistökin hafa nefni-
lega fylgt mannkyn-
inu frá upphafi vega,
eðli þeirra kann að
breytast í smáatrið-
um, en þau munu
fylgja því til endaloka.
I raun hefur alltaf
verið forgangsraðað í
heilbrigðisþjón-
ustunni. Oftast hefur
sú forgangsröðun
byggst á læknisfræði-
legu mati, en einnig á
öðrum þáttum, t.d. á
þjóðfélagsstöðu.
Þannig fær ráðherra
betri þjónustu en
verkamaður, þótt
hann fái sömu læknis-
hjálp.
Hveijir eiga að forgangsraða
og hvernig á að forgangsraða? Þá
komum við aftur að því hvað er
forgangsröðun. Það að ákveða að
ekki skuli beita ýtrustu lækninga-
tæknilegum aðferðum til að halda
lífi í gamalmenni með stóran bruna
eða ólæknanlegt krabbamein er,
að mínu viti, ekki forgangsröðun
heldur kórrétt læknisfræði. Það
er jafnkórrétt læknisfræði að setja
gervilið í áttræðan mann, sem er
hraustur, en rúmliggjandi af kvöl-
um í ónýtum lið. Svo eru til sjúk-
dómar, sem eru þess eðlis, að þeir
leiða ekki til örkumla eða dauða,.
Þeim hefur líka verið forgangsrað-
að, t.d. með biðlistum. Sú for-
gangsröðun, sem nú er helst rætt
um, hér og annars staðar, byggist
á því að sameiginlegir sjóðir nægja
ekki til að fullnægja þörfunum.
Hingað til hefur slík forgangsröð-
un takmarkast við þróunarlönd.
Þegar svona er komið, vaknar
sú spurning óhjákvæmilega:
Hverjir eiga að forgangsraða, þeir
sem stjórna fjármagninu eða þeir
sem nota það?
Læknar segja, að þegar for-
gangsröðunin byggist á fjárhags-
legum grunni, sé hún á ábyrgð
Það er ekki á færi lækna
og enn síður stjórnmála-
manna, segir Arni
Björnsson, að meta
gildi lífsins fyrir ein-
staklinginn.
stjórnmálamanna, sem stjórna
skiptingu fjármagns í þjóðfélag-
inu. Stjórnmálamenn segja að
læknar eigi að forgangsraða í ljósi
þekkingar sinnar.
Á liðnu vori fór ég til Kaup-
mannahafnar á læknaþing. Þar
átti að heiðra gamlan vin minn
fyrir merkilegt framlag til lækna-
vísinda. Fyrir þremur árum fékk
hann heilastofnsblæðingu og var
lagður inn á lyflækningadeild Rík-
isspítalans. Skv. reglunum um for-
gangsröðun í danska heilbrigðis-
kerfinu átti hann að fá að deyja
án læknishjálpar og var að því
kominn. Eiginkona hans er stjórn-
málamaður og hefur setið á
danska þinginu. Hún gerði upp-
reisn gegn kerfinu og lét leggja
mann sinn á aðra deild þar sem
hann var lífgaður við. Hann er
svolítið skakkur í andliti, á stund-
um í smávegis erfiðleikum með
að finna orð og er ekki alltaf viss
um hvar fæturnir lenda.
Hjónin buðu nokkrum vinum í
kvöldverð í Tívolí. Það var nýbúið
að opna og hálfkalt úti enn. Eftir
matinn löbbuðum við um garðinn,
rifjuðum upp gamlar minningar
og ræddum m.a. um heilsu hans.
Hjónin voru sammála um að
tíminn, síðan hann átti að vera
vera dauður, skv. forgangsröðun-
arkerfi danskra heilbrigðisyfir-
valda, væri einhver ánægjulegasti,
sem þau hefðu átt saman.
Þetta sannfærði mig um það,
Árni
Björnsson