Morgunblaðið - 23.09.1995, Side 26

Morgunblaðið - 23.09.1995, Side 26
26 LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 1995 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Deila Jóns Ásgeirssonar o g Hjálmars H. Ragnarssonar I MORGUNBLAÐ- INU frá 19.september má lesa á bls. 4 texta samkomulags milli tón- skáldanna, Hjálmars H. Ragnarssonar og Jóns Asgeirssonar, að „Hjálmar gerir ekki at- hugasemd við það sem Jón heldur fram, að hann (Jón) eigi höfund- arrétt að stefi í mið- hluta verksins „Vísur Vatnsenda-Rósu“, sem útsetjari skv. 5.grein höfundarlaga". Þetta er nokkuð ótví- ræð yfirlýsing um að viðkomandi stef, sem Hjálmar hefur tekið til handargagns og kallað sína eign á hljómdiski og í kvikmynda- tónlist, hafí a.m.k. verið fengið að láni án leyfís hins rétta eiganda, eins og Jón Ásgeirsson hefur reynd- ar líka sagt. Þjófnaðarásökun hefur enginn nefnt nema Hjálmar H. Ragnarsson. Það kemur manni því á óvart, _að heyra það í hádegisfréttum RÚV samdægurs, að Hjálmar krefjist op- inberrar afsökunarbeiðni af Jóni, en hóti málsókn ella. Hvað er það sem Jón ætti að biðja Hjálmar afsökunar á? Nú er það einnig upplýst í mál- inu, að Jóni láðist að merkja sér höfundarrétt að stefinu við frumbirtingu, þó það hafi síðan verið réttilega merkt honum í öðrum útgáfum og heimildum STEFs. Um það segist Hjálmar ekki hafa vitað og það er hans fáfræði. Á blaðsíðu 25 í sama tölublaði Morgunblaðs- ins, birtir Hjálmar mynd af frumútgáfu verksins og fer mörgum orðum um sakleysi sitt í meðfylgjandi grein. Lætur þess líka getið, að mistök Jóns við frumútgáfuna muni verða sér til vitnis í væntanlegum málaferlum. Hins getur hann að engu, sem þó var þegar komið fram í texta sam- komulagsins á bls. 4, að honum sé kunnugt um höfundarrétt Jóns. Þessi ofuráhersla Hjálmars á fáfræði sína er lítið trúverðug, ekki síst eft- ir að krafa hans um opinbera afsök- unarbeiðni Jóns liggur fyrir. Hugsum okkur að þetta mál sner- ist um myndlistarverk, sem höfundi hefði upphaflega láðst að merkja sér með lögmætum hætti, fyrr en hálf- um áratug síðar. Annar myndlistar- mjiður hefur undir höndum ljósrit af verkinu ósigneruðu og lætur það á sýningu hjá sér aldarfjórðungi síð- Það kemur manni á óvait, segir Arnþór Jónsson, að Hjálmar krefjist opinberrar af- sökunarbeiðni af Jóni, en hóti málsókn ella. ar, vegna þess að honum er ekki kunnugt um það að höfundurinn er búinn að merkja sér verkið með lög- mætum hætti. Þetta væri slysaleg afleiðing af fáfræði og fifldirfsku. Mætti þó í flestum tilfellum bæta fyrir slysið með því að biðja höfundinn afsökun- ar. Það væri fráleitt að hinn, sem tók myndina til handargagns, hefði neinn rétt til að krefjast opinberrar afsökunarbeiðni af höfundinum. Fávísi getur að vísu komist á það stig, að menn heimti opinbera af- sökunarbeiðni annarra á eigin van- þekkingu. Það er kallað oflátungs- háttur og meiðir flest heiðarlegt fólk að þurfa að horfa upp á slíka vitleysu. Höfundur er tónlistarmaður og framkvæmdastjóri Miðheima. Arnþór Jónsson ISLENSKT MAL í fáum orðum (frá umsjónar- manni og öðrum vandlæturum, einkum sundmönnum): 1) Menn kveða ekki saman ráðstefnu, heldur kveðja. Hins vegar kveða menn rímur. 2) „verða þá fært inn á það örnefni". Samkvæmt sögninni verða er örnefni hér fleirtala. Örnefnin verða því færð inn á kortið, ekki „fært“. Hversu lengi skyldu íslendingar nota gelda þolmynd, áður en þeir verða „geldir í germynd"? 3) Hvað heitir það sem við ríf- um af eldhúsrúllunni: afrif, hús- bréf eða þrifsi? Svar óskast. 4) „eftir að hafa neytt ólögleg efni“. Hvaða nauðung var nú þetta? Engin. Þama átti að standa: eftir að hafa neytt ólög- legra efna. Menn neyta ein- hvers í þessum skilningi. En þó má vera að þama hafi átt að vera þágufall, maðurinn hafi neytt efnunum ofan í sig. 5) Mildi er kvenkyns. Mikil (ekki „mikið") mildi var að ekki fór ver(r). 6) ísland er í Evrópu. Þrásinn- is er svo til orða tekið sem það sé í einhverri annarri heimsálfu. Langt er síðan ég hef heyrt talað um meginland Evrópu. Er ís- land kannski ekki í neinni álfu? Halifax er hins vegar örugglega í Evrópu, því samkvæmt fréttum frá Flugleiðum á að fljúga „milli Halifax og 15 annarra borga í Evrópu“. 7) Menn framlengja eitthvað, ekki einhverju. Leikurinn var framlengdur. Ekki dugir að segja að „honum hafi verið fram- lengt“. 8) Stofnun er í eignarfalli stofnunar. Vegna stofnunar félagsins, segjum við, ekki „vegna stofnun". Furðu mörgum sýnist vera í nöp við eignarfail. 9) Menn komast leiðar sinnar heilu og höldnu, ef allt fer vel. Meira en hæpið er að segja að „gíslunum hafi verið sleppt heil- um og höldnum". Umsjónarmaður Gísli Jónsson 815. þáttur 10) Einhver maður er hátt settur, annar hærra settur, hinn þriðji hæst settur. Bágt er að heyra í fréttum ríkisútvarpsins að maður hafi verið „háttsettast- ur“. 11) Vont var að vakna við þetta tal: „Klukkan er kortér í sjö“. Mætti ég þá heldur biðja um: Klukkuna vantar fjórðung í sjö. 12) „Á bænum er búið með kýr og nautgripi." Eftir þessu ætti kýrin að vera eitthvað annað en nautgripur, en svo er reyndar ekki. Orðið naut (=nytjaskepna) var haft um alla hjörðina í gamla daga. „Að reka nautin" gat merkt að reka kýrnar, þó enginn fylgdi bolinn (tuddinn, tarfurinn). 13) Og enn er það Höldur. Beygingin er eins einföld og verða má: höldur, um höld, frá höldi, til hölds; sem sagt eins og hundur og hestur. Fyrr- greind beyging er margstaðfest af gömlu lesmáli. „íslendingar eigu hölds rétt í Noregi", segir í gömlum lögum. Auk þess voru „maðkar (maþkar) óvenju fjöl- mennir" í fréttum Stöðvar 2 hinn 13. ágúst. ★ Alnafni umsjónarmanns Gísli Jónsson (Gilbertus Ionas Island- us) var Skálholtsbiskup á 16. öld. Honum lét margt betur en þýða úr dönsku og þýsku sálma eftir Lúter. Eitt lakasta dæmið: Guðs son sínum fóður hlýðinn var, hann kom til min á Jordenn, af einni jungfrú bæði hreinn og klár og vildi minn bróðir verða, með leynd færði hann sinn Guðdóms stas,' leið allskins neyð og mikið plas því hann vildi djöfulinn fanga. ★ Áslákur austan kvað: Einn Kani á Kanaríeyjum kastaði vesti og treyjum og var jafnvel að hugsa um að henda af sér buxum til (van)þóknunar fósturlands freyjum. ★ List er það líka og vinna lítið að tæta upp í minna, alltaf í þynnra og þynna þynnkuna allra hinna. Umsjónarmanni datt í hug þessi fræga vísa Stephans G., þegar hann las bréf frá Karli Aspelund á Sauðárkróki, og hafði tal hans borist að „þynningu máls“ og málfátækt. Karl er greinilega leiður á sínotkun og ofnotkun orðsins „frí“ og segir orðrétt: „ .. . langar mig til að spyrja hvað „ókeypis", „í kaupbæti“, „án endurgjalds", „að kostn- aðarlausu“ og „gefins" gerðu af sér. Eru þau komin i frí, eða búið að fría þau? E.t.v. þykir einhveijum sem málið sé frítt án þeirra. Mætti ekki biðja textagerðarmenn og útvarpsþuli að fá að láni orðabók og fletta þeim upp um leið og þeir athuga merkingu orðanna „frí“ og „frítt“? Þannig skrifaði Karl Aspelund, og er greinilegt að hann vill, eins og umsjónarmaður, að menn reyni að tala auðugt mál að orð- færi og blæbrigðum. Hafi hann þökk fyrir það. ★ „Fyrir þinna fórnfæringa sakir ávíta ég þig ekki þvfað þínar brennifómir eru jafnan fyrir minni augsýn; þvíað dýrin öll í skóginum eru mín; og kvikféð á fjöllunum þareð það geingur þús- undum til samans; alt fuglakyn þekki ég; akursins iiljugrös eru hjá mér.“ (Úr Davíðssálmum; sjá Kristnihald undir Jökli, bls. 219). ★ Dæmalaus snillingur er Hann- es Pétursson. Auk þess eru menn beðnir að virða á betri veg að tala við síð- asta þátt varð 817, en átti að vera 814. I tilefni leiðara Morgunblaðsins I LEIÐARA Morgun- blaðsins 20. september sl. var skrifað um sam- einingu fimm lífeyris- sjóða sem nú stendur fyrir dyrum. Sameining lífeyrissjóða getur verið hagkvæm undir mörg- um kringumstæðum, en það er ekki jafn sjálf- gefið og fram kemur í þessum leiðara. Einnig er það umræðan um háan reksturskostnað og oftúlkun á þætti kostnaðar í rekstri líf- eyrissjóða sem eru'mér tilefni þessara skrifa. í umræðu undanfar- inna ára um lífeyrismál hefur farið hæst umræðan um kostnað lífeyris- sjóða og hann metinn í % af iðgjalda- tekjum. Tilfellið er að þessi kennitala Enginn stærri sjóðanna var, segir Valdimar Tómasson, með jafn góðan árangur. og við. segir mjög lítið og á að mínu mati ekki að vera í umræðunni. Það er að sjálfsögðu heildarárangur sjóð- anna sem skiptir máli og þær niður- stöður raða sjóðunum í allt aðra röð en ef raðað er eftir kostnaði sem hlutfalli af iðgjaldatekjum. Ef litið er á skýrslu Seðlabanka um starfsemi lífeyrissjóða á árinu 1993 (skýrslan fyrir árið 1994 ér ekki komin út þegar þetta er skrif- að) kemur til dæmis í ljós að af 12 stærstu lífeyrissjóðum landsins er enginn í hópi þeirra 12 efstu hvað heildarárangur varðar, þ.e. raun- ávöxtun sjóðsins eftir að kostnaður hefur verið dreginn frá. Þessi kennit- ala er kölluð hrein ávöxtun og það er hún sem mestu máli skiptir þegar til langs tíma er litið. Það er þess vegna ekki rétt að tönnlast sífellt á því hvort kostnaður er 2% eða 20% af iðgjaldatekjum held- ur hve miklu sjóðurinn bætir við höfuðstól sinn vegna framtíðarskuld- bindinga. Ef litið er á heildar- tölur fyrir íjármuna- tekjur annars vegar og kostnað hins vegar þá voru ijármunatekjur líf- "eyrissjóða árið 1993 19,1 milljarður en kostnaðurinn 665 millj- ónir eða 3,5%. Það mætti því segja að þeir sem eru sífellt að gagn- rýna kostnaðinn séu meira í því hlutverki að hirða fimmeyringinn en eru e.t.v. tilbúnir að kasta krónunni. Þetta hefur því miður orðið útundan í umræðunni. Hugtakið kostnaður hefur á sér frekar neikvæða mynd en kostnaður er ekki sama og bruðl og því verður alltaf að líta á hvaða árangri ílagður kostnaður skilar. Því miður vill það oft gleymast. Undirritaður hefur starfað sem framkvæmdastjóri fyrir lítinn lífeyr- issjóð sl. 13 ár. Við höfum fengið í hendur tryggingafræðilegar úttektir, reyndar einar þijár á sl. íjórum árum. Staða okkar var ekki góð og bar okkur að leita allra leiða til þess að koma rekstri sjóðsins á réttan kjöl, þar á meðal að leita leiða til þess að gera rekstur sjóðsins hagkvæm- ari. Við funduðum með einum fimmt- án sjóðum til þess að athuga mögu- leika á hagkvæmari rekstri. Eftir þessi fundahöld og umræður sem stóðu á annað ár var niðurstaðan sú að best væri að starfa áfram einir. Ástæðan var sú að yfirleitt var þá um stærri sjóði að ræða til þess að ganga til samstarfs við, en enginn þeirra var með jafn góðan árangur og við og ekki vildi stjórnin breyta breytinganna vegna. Það er því eng- in niðurstaða sjálfgefin í sameining- armálum. Höfundur er framk væmdastjóri fyrir Lífeyrissjóðinn Hlíf. Valdimar Tómasson Stuðningur við börn o g fjölskyldur SAMFÉLAGSUM- RÆÐAN mótast af við- horfi og áherslum Tjöl- miðla eins og þau eru á hvetjum tíma. Al- gengt er að lesa eða heyra í ijölmiðlum um það sem miður fer, það sem er neikvætt og hægt er að kvarta yfir, Sjaldnar er að finna fréttir af því sem vel er gert. Eitt brýnasta hagsmunamál barna- fjölskyldna í landinu er tvímælalaust gott og öruggt dagvistarkerfi. Oumdeilt er að dag- mæður sinna mikil- vægu hlutverki í umönnun barna, ekki síst ungbarna, en í Reykjavík er um 1.000 börn vistuð hjá á þriðja Það er ekki bara ódýr- ast að ferðast með ---------------—----------- strætó, segir Arni Þór Signrðsson, og bendir á dagvistunargjöld. hundrað dagmæðra. Algengt gjald fyrir heilsdagsvist hjá dagmóður hefur verið 26-30 þúsund krónur á mánuði. Fyrir eitt barn getur þessi kostnaður losað 300 þúsund á ári og tvöfaldast ef börnin erú tvö og svo framvegis. Þannig sjá allir hversu brýnt hags- munamál það er að lækka þennan kostnað, ekki' síst fyrir barn- margar íjölskyldur. Reykjavíkurlistinn ákvað í vor að hefja niðurgreiðslur á kostn- aði foreldra vegna vist- unar barna hjá dag- mæðrum. Niður- greiðslurnar tóku gildi 1. september sl. og nema fyrir heilsdags- vist 6 þúsund krónum á mánuði fyrir börn 6 mánaða og að 3ja ára aldri, en 9 þúsund krónum fyrir börn frá og með 3ja ára og þar til skóla- ganga hefst. Fyrir hálfsdagsvist er niðurgreiðslan helmingur af ofan- greindum fjárhæðum. Með þessari aðgerð lækkar dag- vistunarkostnaður fjölskyldna með eitt barn yngra en þriggja ára um 66 þúsund krónur á ári og um 165 þúsund krónur ef börnin eru tvö, eitt yngra en 3ja ára en hitt eldra. Það munar um minna og væri at- hyglisvert að sjá samaúburð á þess- um kostnaði foreldra milli sveitarfé- laga. 1 þessu efni, sem svo mörgum öðrum, mun koma í ljós að Reykja- víkurborg stendur öðrum sveitarfé- lögum langtum framar — þar er ekki bara ódýrast að ferðast með strætó! Höfundur er borgarfulltrúi. Árni Þór Sigurðsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.