Morgunblaðið - 23.09.1995, Qupperneq 32
32 LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 1995
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
geri aðrir betur. Séra Jón hafði
nefnt það við mig, að hann hygðist
hætta starfi oddvita við síðustu
sveitarstjórnarkosningar, en sveit-
ungar hans, hreppsnefndarmenn-
_ irnir, skoruðu á hann að gegna
starfmu áfram og varð hann við
þeirri ósk þeirra.
Á oddvitaferli séra Jóns var bor-
að eftir heitu vatni í sveitinni og
fannst það og var leitt inn á alla
bæi sveitarfélagsins. Þetta var trú-
lega stærsti sigurinn, sem vannst í
oddvitatíð hans. Hann sagði mér
líka frá því með mikilli gleði, þegar
það gerðist. Já, það er svo margs
að minnast frá langri vegferð og
löngum kynnum á menntaskóla-
árum og háskólaárum, sem enginn
getur í rauninni skilið nema þeir,
sem lifðu vináttuna, sem minning-
arnar geymir og eftir skilur elsku-
lega mynd um góðan og göfugan
dreng, sem alltaf sá það besta í
fari vina sinna.
Ég sakna vinar í stað, þegar séra
Jón, vinur minn, er horfinn af lif-
enda landi, og ég veit, að fjöldi
annarra gerir hið sama. Mér hlotn-
aðist sá heiður að starfa með honum
sem prófastur sl. þijú ár. Séra Jón
var formaður prófastafélagsins og
sómdi sér þar vel, eins og annars
staðar.
Hann var þar hrókur alls fagnað-
ar ásamt því að vera okkar styrki
foringi, sem allir höfðu trú á og
treystu til þeirra verka, sem á herð-
um þess manns hvíldu, sem forystu
gegndi í hópi prófastanna.
Mér er gjarnt að vitna í eftirfar-
andi ljóðlínur, þegar lífsferill manns
er skoðaður. „Hvað vannstu Drott-
ins veröld til þarfa, þess verðurðu
spurður um sólarlag."
Það er ótrúlega margt, sem séra
Jón vann Drottins veröld til þarfa.
Hann skildi eftir sig viðfeðman
verkahring á fjölmörgum sviðum,
eins og fram hefur komið fyrr í
^ máli mínu.
Ég votta konunni hans, Hugrúnu
Guðjónsdóttur, og börnunum öllum,
samúð mína og minna og þakka
af alhug fyrir gömlu og góðu kynn-
in við alla fjölskylduna í Saurbæ.
Guð blessi minningu séra Jóns
og gefi fólkinu hans styrk og hugg-
un í sárum söknuði.
Séra Bragi Benediktsson,
Reykhólum.
Kveðja frá Presta-
fjelagi íslands
Með síra Jóni E. Einarssyni, pró-
fasti í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd,
er fallinn frá einn fremsti öndvegis-
** maður Þjóðkirkjunnar, langt um
aldur fram. í nær þijá áratugi hefur
hann setið Saurbæ með mikilli rausn
og prýði og hafa þau frú Hugrún
um margt verið bæði fyrirmynd
annarra prestshjóna hjer um slóðir
og þá ekki sízt bakhjarl,- þegar á
hefur reynt. Hann var prýðilegur
fulltrúi sveitakristninnar á miklu
umbrotatímabili í íslenzku þjóðlífi,
fastheldinn á gildin og glöggur á
reynzluna. Síra Jón hafði af mikilli
og farsælli prestskaparreynzlu að
miðla, mikilli þekkingu á kirkjulög-
um og kirkjuskipan, undraverðu og
nákvæmu minni og glöggri yfirsýn.
Allt þetta skipaði honum til forystu
í málefnum kirkjunnar. Hann var
31 fyrirmynd annarra, sem prófastur,
árvakur um embætti sitt, röggsam-
ur, nákvæmur og þó oftast sann-
gjarn. Þau hjónin lögðu allt kapp á
að efla góða kynningu með prests-
hjónum prófastsdæmisins með fund-
um og heimboðum og átti sama
rausnin við um alla forystu fyrir
fjelagslífi kirkjunnar í hjeraðinu.
011 gestrisni átti öndvegi í Saurbæ
um þeirra daga. Síra Jón var geðrík-
ur maður og fastur fyrir, stundum
jafnvel svo, að hann hjeldi á afstöðu
lengur, en haldandi væri. Á hinn
, bóginn var hann afar hlýr maður,
umhyggjusamur og stundum við-
kvæmur, átti glaðvært og græsku-
laust skopskyn og drenglund. Ung-
mennafjelagsandinn var ríkur hjá
honum; ræktun lands og lýðs
kristnu þjóðlífí til heilla. Því var
hann ávallt reiðubúinn til að ljá at-
fylgi þeim málsstað eða verkefnum,
. sem hann taldi til heilla horfa. Þess
vegna var hann líka kvaddur til
margvíslegra fjelagsstarfa í þágu
sveitar og hjeraðs og jafnan til for-
ystu þeirra málefna er mestu varð-
aði, því þar var vel á haldið, þar sem
hann var. Þar er nú skarð fyrir skildi
ekki siður en í forystu kirkjunnar,
að honum föllnum.
Aðrir munu verða til að rekja til
hlítar æviferil síra Jóns og umsvif
hans á opinberum vettvangi og verð-
ur það því ekki gjört hjer. Fyrir
hönd okkar hjóna og prestastjett-
arinnar votta eg frú Hugrúnu í
Saurbæ og börnum þeirra og bama-
börnum, systkinunum Sigrúnu í
Nesi og Þórði í Kletti og ástvinum
öllum, innilega samúð með bæn um
Guðs hjálp og huggun yður öllum.
Geir Waage.
Langt um aldur fram, eftir stutt-
an en harðan bardaga við illvígan
sjúkdóm, er fallinn frá séra Jón
Éinarsson, oddviti Hvalfjarðar-
strandarhrepps og prófastur Borg-
firðinga. Þótt sjá hafi mátt að hveiju
stefndi síðustu mánuði þá var það
mönnum fjarlægt að brátt hyrfi af
sviði héraðsmála í Borgarfirði jafn
atkvæðamikiil og litríkur maður og
séra Jón var. Nú er ævi hans öll
og skarð fyrir skildi í héraðinu.
Ekki verður í stuttri kveðju greint
frá öllum þeim trúnaðarstörfum,
sem séra Jón gegndi um ævina og
þeim verkum sem hann starfaði að
og veitti brautargengi, en öllum er
ljóst að þar fór enginn meðalmaður,
heldur baráttumaður, sem ótrauður
hélt fram hugsjónum sínum og skoð-
unum. Hann var umbjóðendum sín-
um, hvort heldur var íbúum Hval-
fjarðarstrandarhrepps eða sóknar-
bömum í héraðinu mikil stoð og
vann að málstað þeirra og hagsmun-
um af einurð og festu svo eftir var
tekið. Séra Jón var borinn og bam-
fæddur Borgfirðingur og hafði mik-
inn metnað fyrir hönd héraðsins.
Hann vildi veg þess sem mestan og
þótt skiptar skoðanir væru innan
héraðs um einstök mál þá vó þungt
það sem séra Jón lagði til mála og
alltaf hélt hann fast um hagsmuni
þeirra sem trúðu honum fyrir um-
boði sinu. Eiga héraðsbúar allir hon-
um gott að þakka fyrir óeigingjarnt
en árangursríkt og gjöfult starf. Á
Akranesi starfaði séra Jón að góðum
framfaramálum sem tengdust svæð-
inu sunnan Skarðsheiðar og era
honum nú á kveðjustundu færðar
þakkir fyrir. Undirritaður verður að
vera hreinskilinn með það, að hann
er í þeim hópi að hafa ekki ævin-
lega verið sammála séra Jóni um
framgang einstakra mála, en aldrei
bar svo við að meiningarmunur hefði
áhrif á góð og hlý kynni. Sérstak-
lega er mér ljúft að minnast sumars-
ins 1992 þegar ég átti þess kost
að vinna með séra Jóni og fleiram,
að undirbúningi að komu forseta
íslands, Vigdísar Finnbogadóttur, í
Borgarfjörð. Á ferð okkar um hér-
aðið var séra Jón hrókur alls fagri-
aðar milli þess sem hann fræddi
okkur samferðarmennina um eitt
og annað sem við ekki vissum. Átti
séra Jón sinn dijúga þátt í að heim-
sókn forsetans tókst í alla staði frá-
bærlega og var öllum þeim sem að
henni unnu sá viðburður að fyrnast
mun ekki yfir.
Við leiðarlok sendi ég frá ná-
grönnum séra Jóns á Akranesi
þakkarkveðju um leið og ég flyt
honum kveðju mína og þakklæti
fyrir liðnar samstarfsstundir. Fjöl-
skyldu séra Jóns votta ég samúð
og hluttekningu í sorg þeirra með
þeim orðum að minningin um séra
Jón skuli varðveitt og ræktuð.
Gísli Gíslason,
bæjarstjóri á Akranesi.
Drottinn trúði honum fyrir miklu,
eins og öðrum Saurbæjarprestum.
Mikill er sá arfur, sem þeir taka við
hver eftir annan, með Passíusálmum
og öðram gersemum kynslóðanna,
mikil sú náð, sem sett er á vöxtu í
farangri þeirra. Og það var síra
Jóni vel ljóst. Trú hans og prests-
þjónusta báru merki þess og honum
auðnaðist að ljúka miklu dagsverki
á akrinum. Þess munu þeir minnast
nú, sem gerzt þekktu til hans.
Síra Jón var einarður vel og mála-
fylgjumaður mikill, stóð fast á mál-
stað sínum og bar við, að hann
þætti stöku sinnum óvæginn í hita
leiksins. Samheijum sínum og vin-
um mun hann æ hafa reynzt ein-
hver hinn traustasti bandamaður,
ötull, óragur og ósérhlifínn. Því
hlaut svo að fara, að hann yrði kos-
inn til vandaverka og trúnaðarstarfa
meðal presta. Hann var kjörinn full-
trúi á kirkjuþing og lét þar mjög
að sér kveða og í kirkjuráði hafði
hann einnig setið um allmörg ár.
Um þær mundir, sem hann tók
sæti á kirkjuþingi, stóð svo á, að
skörðótt virtist orðin sú sveit, sem
fastast hafði staðið um Skálholt,
hinn forna höfuðstað íslenzkrar
kristni. Þá var það dag einn, síðsum-
ars, líklega í september, að sá, sem
hér er til frásagnar, hélt vestur að
Saurbæ á fund síra Jóns Einarsson-
ar. Dagstund sátum við saman og
ræddum margt, einkum þó um Skál-
holt. Er skemmst frá því að segja,
að frá þeim degi þóttist ég ætíð
næsta öruggur um einarða liðveizlu
síra Jóns í hveijum vanda í Skál-
holti. Taldi ég vísan stuðning hans
við allt það, sem verða mætti til
góðs á staðnum.
Svo fór, er fram liðu stundir, að
síra Jón kom allra presta oftast í
Skálholt, varð gjörkunnugur staðn-
um og kunningi og hollur ráðgjafí
hvers heimamanns, sem þiggja vildi
ráð hans og liðsinni. Raunar hafði
hann einnig þá reynslu og þekk-
ingu, sem til þurfti, — var sjálfur
sveitamaður að uppruna og bóndi,
hafði mikið fengizt við félagsmál,
skólamál og stjórnarstörf. Hann
hafði aflað sér mikillar þekkingar á
kirkjurétti og lögum og var svika-
laus embættismaður að hætti
margra presta á fyrri tíð. Síðast,
en ekki sízt, má telja, að hann sat
þann stað, sem um margt var Skál-
holti næsta skyldur og nákominn.
Síra Jóni var full ljóst hvert gildi
hinir fornu staðir hafa fyrir kristn-
ina á íslandi og íslenzka þjóð. Fáir
mátu því meira það sem vel var
gert í Skálholti og vel tókst.
Snemma varð honum Ijóst hvílíkum
Ijóma Sumartónleikarnir bragðu á
staðinn. Þeir urðu honum eins konar
óskabam, sem hann vildi styðja og
styrkja eftir mætti. Þá sögu mætti
lengur rekja.
Það er varla ofsagt, að von og
trú síra Jóns hafi mjög stefrit að
því, að Skálholt skyldi á ný verða
höfuðsetur íslenzkrar kristni, —
meðan Guðs náð „lætur vort láð
lýði og byggðum halda“. Því kaus
hann, hygg ég, eins og fleiri, að
Skálholt yrði meira en smár og fá-
mennur þorpskriki eða vin í eyði-
mörku. Þar skyldi búa svo um, að
hver sá, er leitaði Krists og náðar
hans, ætti þar heimavon.
Síra Jóns verður saknað í Skál-
holti. Drottinn blessi ævistarf hans
og styrki ástvini hans^
Guðm. Óli Ólafsson.
Fimmtudaginn 14. september
barst sú sorgarfregn, að sr. Jón
Einarsson í Saurbæ hefði látist þá
um morguninn á sjúkrahúsi Akra-
ness. Öllum vandamönnum, félögum
og vinum sr. Jóns var að vísu ljóst
að hveiju stefndi, er ótíðindin spurð-
ust nú í vor, að hann væri haldinn
alvarlegum sjúkdómi, en öll vonuð-
um við þó, að honum yrði lengra
lífs auðið. Og það er næsta torvelt
að trúa því, að hann þessi lifandi
og atorkusami maður skuli nú fall-
inn frá langt fyrir aldur fram. Svo
margt átti hann enn óunnið fyrir
ástvini, kirkju og ættjörð. Það var
honum sjálfum reiðarslag, að fá
vitneskju um, að hann ætti svo
skammt eftir ólifað, en hann tók
örlögum sínum með svo fágætu
æðruleysi, hugarstyrk og hetjulund,
að aðdáun okkar allra vakti.
Síst var honum í hug að gefast
upp eða leggja árar i bát, þótt svo
óbyrlega blési. Í allt sumar stóð
hann að starfi eins og ekkert hefði
í skorist og þjónaði söfnuðum sínum
svo að segja allt til hinstu stundar
og fullnaði skeiðið sitt jarðneska af
einstæðum hetjuskap.
Og upp í hugann koma orð
skáldsins: Sem hetja Guðs þú bjóst
á braut og birtu helgri um þig sló
og engill dauðans að þér laut og
yfír færðist heilög ró. Þessi orð eru
eins og um sr. Jón sögð og svona
er að fara sigurbraut að síðasta
klukknahljómi.
Með sr. Jóni Einarssyni er geng-
inn einn.helsti áhrifamaður kirkj-
unnar síðustu áratugi þessarar ald-
ar. Það er kirkjunni mikið áfall að
hans skuli ekki lengur njóta við, svo
heill og hollur og trúr sonur kirkj-
unnar, sem hann var í störfum sín-
um fyrir hana, aldrei hálfvolgur í
áhuganum, heldur brennandi í and-
anum og sívökull við að vinna Drott-
ins veröld til þarfa.
Jón var Borgfirðingur að ætt og
upprana, fæddur í Bæjarsveit og
uppalinn í Reykholtsdal. Æskuhér-
aði sínu unni hann mjög og því helg-
aði hann starfskrafta sína.
Hann var í 29 ár prestur í Saurbæ
á Hvalfjarðarströnd, sem er helgi-
setur í hugum allra íslendinga og
prófastur var hann i Borgarfjarðar-
prófastdæmi rúmlega helming
starfstímans.
Hann naut óskoraðs trausts, virð-
ingar og ástsældar safnaða sinna.
Öll prestsþjónusta fórst ho'num eink-
ar vel úr hendi og vitnaði um þá
djúpu lotningu, er hann bar fyrir
höfundi tilverannar.
Hann lét sig fræðslu- og menn-
ingarmál í heimahéraði miklu varða
og var þar á mörgum stöðum í far-
arbroddi. Sveitastjórnarmál lét hann
mjög til sín taka og var um langt
árabil oddviti Hvalfjarðarstrandar-
hrepps og gjörkunnugur högum og
kjörum þess fólks, er hann þjónaði.
Sr. Jón var með afbrigðum
skyldurækinn, samviskusamur og
nákvæmur embættismaður enda
naut hann óskoraðs trausts ekki
aðeins í heimahéraði, heldur innan
kirkjunnar.
Og hann brást hvergi trausti, því
að öll þau fjölþættu störf, er hann
tókst á herðar urðu að trúnaðar-
störfum í höndum hans. Um hann
eiga því við orð spekingsins forna,
er sagði: Göfugur maður veit skyn
á skyldu sinni.
Sr. Jón var um langt árabil kirkju-
þingsmaður og kirkjuráðsmaður og
sat þannig í æðstu stjórn kirkjunnar
og er formennska í Prófastafélagi
íslands losnaði við síðustu biskupa-
skipti var hann nánast sjálfkjörinn
í það starf, sem hann gegndi til
dauðadags.
Stýrði hann félaginu af mikilli
röggsemi og festu og var einarður
málsvari þess og aðalfundum félags-
ins stjórnaði hann af miklum skör-
ungskap. Þá sat hann um skeið í
stjórn Prestafélags íslands og lét
þar einkum til sín taka á sviði kjara-
og útgáfumála félagsins.
í öllum störfum sinum innan
kirkjunnar reyndist sr. Jón afar
glöggur á málefni og tillögugóður
og hafði raunar yfirburða yfírsýn
yfir málefni kirkjunnar í heild, sem
ekki hvað síst kom fram og nýttist
á kirkjuþingi, þar sem hann var
varaforseti og stýrði því oft störfum
þingsins. En sr. Jón var ekki aðeins
traustur og einarður baráttumaður
fyrir kirkjuna og mikill félagsmála-
maður. Hann var einnig góður fé-
lagi og ósvikinn vinur vina sinna,
heill og hreinskiptinn við alla menn.
Og hann var afar vinmargur eins
og gleggst kom fram i veikindum
hans, enda fengu mannkostir hans
hvergi dulist.
Ævinlega var sr. Jón glaður og
reifur og stutt var í gáska og glettni
hjá honum og spaugsemi hans lífg-
aði upp stundir samfélags og sam-
vista og alkunna var hversu létt
hann átti með að varpa fram stök-
um, enda hagyrðingur góður.
En sr. Jón var ekki aðeins ham-
ingjumaður í störfum heldur bjó
hann einnig við mikla heimilisham-
ingju og hún varð honum aflvaki
til allra góðra áforma og verka.
Kona hans, Hugrún Guðjónsdóttir,
stóð með miklum ágætum við hlið
hans, var honum gæfa og blessun
og studdi hann og styrkti í starfí
með ráðum og dáð og börnin voru
ljós augna hans, yndi hans og eftir-
læti er í hvívetna glöddu hjarta
hans. Heimili þeirra hjóna í Saurbæ
var rómað fyrir gestrisni og greiða-
semi og margir áttu þar glaðar og
góðar stundir, því að öllum var tek-
ið með opnum örmum og hjarta-
hlýju.
Það er mikill skaði kirkju og þjóð,
þegar menn á borð við sr. Jón Éin-
arsson falla frá fyrir aldur fram, svo
drenglyndur, heiðarlegur og heill
sem hann var í hveiju verki og í
skiptum sínum við aðra menn.
Én minningin lifir um einlægan
mann og trúan kirkjunnar son og
hún mun vaka og verma okkur sem
eftir stöndum.
Hér er hann kvaddur með sökn-
uði og eftirsjá og í virðingu og
kærleika. Við hjónin þökkum sam-
vistir og samfylgd og kynnin góðu
og vottum eiginkonu hans, börnum
og vandamönnum hans öllum, okkar
dýpstu samúð. Megi sú trúarvissa,
er skín af eftirfarandi ljóði sr. Frið-
riks Friðrikssonar lýsa þeim fram á
veginn. Hann sagði: Minn þjónn
verður þar sem ég er; og þeir sem
mig elska fá vegsemd hjá mér. Ég
lifi æ og þér munuð lifa og sá, sem
lifir og trúir, skal dauðann ei sjá.“
Blessuð og heiðruð sé minning
sr. Jóns Einarssonar.
Guðmundur Þorsteinsson.
Ég skaust heim í Saurbæ dag-
stund eftir miðjan ágúst. Jón átti
annríkt; inni hjá honum voru ung
kona og maður og hann að búa þau
undir giftinguna. Til síðustu stundar
meðan þrekið leyfði gekk hann til
sinna daglegu starfa og gaf öðrum
traust í trúarvissu sinni.
Jóri E. Einarsson var 22ja ára
þegar hann settist í Menntaskólann
á Akureyri. Það hefur verið mikið
átak, en hann vissi hvað hann vildi.
Preststarfið beið hans og hann var
köllun sinni trúr. Innan kirkjunnar
og innan héraðs hlóðust brátt á
hann trúnaðarstörf og þegar hann
lést var hann meðal merkustu kenni-
manna landsins og vildi veg kirkj-
unnar mikinn. Kirkjan þurfti og
þarf á hans jafningjum að halda.
Jón varð hollvinur minn þegar á
fyrsti ári okkar i menntaskóla. Hann
er skýr í minningunni, fullþroska
innan um okkur hin, bekkjarsystkin
hans, með fastar lífsskoðanir og þó
góður félagi. Við fundum að hann
var til forystu fallinn, góður stílisti
og skólaskáld, ræðuskörungur.
Hann var mikill vinur skólans og
skólameistara og hollur drengskap-
armaður. Það fylgdi honum á leiðar-
enda, til hinstu stundar.
Síðast þegar ég sá Jón hafði hann
grennst og var hægur í hreyfingum,
og það var meiri alvara og hlýja
yfír honum en áður. Við gerðum að
gamni okkar eins og við voram van-
ir, töluðum um pólitík og presta-
stéttina, og ég fann að hann var
sáttur við Guð og menn. Svo ráku
annirnar á eftir, ég þurfti norður.
Kveðjustundin var mér ekki svo
þungbær af því að ég var staðráðinn
í að hitta hann fljótt aftur. En um
leið og dyrnar lokuðust á eftir mér,
fann ég að hann hafði verið að
kveðja mig í síðasta sinn, - hann
hafði gefið mér litla bók að skilnaði
sem ég geymi eins og vináttu okkar
á traustum stað.
Þetta era fá orð á blaði með sam-
úðarkveðjum og þakklæti frá bekkj-
arsystkinum og vinum. Guð sé með
þér, Hugrún, og fjölskyldu þinni.
Guð blessi minningu Jóns Einars-
sonar.
Halldór Blöndal.
„Hvað er hel? Öllum líkn sem lifa
vel,“ sagði sr. Matthías í upphafi
sálms síns og endar síðan: „Hvað
er allt þá endar kíf? Eilíft líf.“
Þessi fagnaðarboðskapur prests-
ins og þjóðskáldsins komu í huga
minn er ég heimsótti sr. Jón Einars-
son tveimur dögum fyrir andlát
hans með konu minni og bjartur
svipur hans og bros fagnaði komu
okkar og hlýtt handtak hans sagði
svo mikil meira en orðin. Við rifjuð-
um upp skólaár í guðfræðideildinni
og síðan starfsháttanefndaráðin
sem hann leiddi með formennsku
sinni og síðan störf hans á Kirkju-
þingi og í Kirkjuráði í þágu íslenzku
kirkjunnar. Alltaf með sama bar-
áttuhug fyrir réttum málstað og í