Morgunblaðið - 23.09.1995, Side 52

Morgunblaðið - 23.09.1995, Side 52
52 LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ ★ ★★1/ 2 H.K. DV á Morgunpu Tónskáld, eigin- maður faðir... ...stríðið neyddi hann til að velja. Aðalhlutverk: Þröstur Leó Gunnarsson, Ruth Ólafsdóttir, Bergþóra Aradóttir, Sigrún Lilliendahl, Jóhann Sigurðarson, Heinz Bennent. Sýnd kl. 4.45, 6.55 og 9. Miðasalan opnuð kl. 4.20. Miðaverð Kr. 750 lYND EJFTIR HILMAR ODDSSON Tár úr Steini Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Gamanmynd um ást og afbrýðisemi, glæpi, hjónaskilnaði, lambasteik, eiturlyf, sólbekki, kvikmyndagerð, kynlíf og aðra venjulega og hversdagslega hluti. STJÖRNUBÍÓLÍNAN Verðlaun: Bíómiðar. Sími 904 1065. ÆÐRI MENNTUN 18.000 nemendur, 32 þjóðerni, 6 kynþættir, 2 kyn, 1 háskóli. Það hlýtur að sjóða uppúrl! Sýnd kl. 11.10 í A-sal. THIERRY LHERMITTE PATRICK TIMSIT LUDWIG BRIAND (8TÓRBORGINHI SÝND í HÁSKÓLABÍÓI Frábær gamanmynd sem slegið hefur í gegn í Frakklandi og fer nú sigurför um heiminn. Verðbréfasali í París kemst að því að hann á stálpaðan son í regnskógum Amazón. Strákurinn kemur til Parísar með pabba sínum og kemst í fyrsta skipti í tæri við nýjungar eins og síma og tölvur. Hann veiðir fugla á svölunum hjá nágrön- nunum, hræðir alla nálæga með risakón- guló auk þess sem hann prílar upp í Elfelturninn. Mynd fyrir alla fjölskylduna. Sýnd kl. 5 og 7 I3IOMISGA vítamín og kalk fæst í apótekinu -kjarni málsins! Indíáni í smáborginni Morgunblaðið/Kristinn • FRANSKI leikarinn Ludwig Briand er staddur í Reykjavík um þessar mundir. Tilefnið er frumsýning myndar- innar Indíáni í stórborg- inni í Háskólabíói í dag, en hann leikur aðalhlut- verk hennar. Hún fjall- ar um góðhjartaðan við- skiptafræðing í París sem uppgötvar að hann á son sem býr í regn- skógum Venesúela og afræður að fá hann til sín til Parísar. Þar þarf stráksi að fóta sig á götum stórborgarinnar og glíma við framandi umhverfi, enda eru lög- mál stórborgarinnar ekki þau sömu og frum- skóginum. Ludwig, sem er 13 ára gamall, leikur indí- ánann unga. Hvernig er að vera kvikmynda- stjarna í Frakklandi? „Eg Iít ekki á sjálfan mig sem kvikmyndastjörnu," segir Ludwig. Hann er hógvær, þar sem yfir 8 milljónir manna hafa séð myndina í Frakklandi. Hann hefur ferðast víða um veröld til að kynna myndina, sem er sýnd í 40 löndum. „Þetta er mjög sérstök kvikmynd. Mótleikarar mínir eru dýr jafnt sem fólk. Persónan sem ég leik klifrar upp Eiffel-turninn og hefur tarantúla kónguló sér til aðstoðar." Hvernig var að vinna með leikstjóranum? „Þetta var mjög erfið mynd að leikstýra, þar sem ieikstjórinn þurfti að vinna með börnum og dýrum. En sam- starfíð var ákaflega gott,“ segir leikarinn ungi. Var ekki hættu- legt að klífa Eiffel-turninn? „ Jú, það var mjög hættulegt og ég notaði ekki áhættuleikara. En ég fór í heilmikla þjálfun áður og vissi hvað ég var að gera.“ Hvernig persóna er indí- áninn ungi? „Hann er ótaminn og mjög uppátektasamur. Líka stríðinn.“ Er hann líkur þér? „Það er ekki hægt að bera okk- ur saman, þar sem hann ólst uppvið allt aðrar aðstæður en ég. Eg hef átt heima í stórborg- inni allt mitt líf, en engu að síður finnst mér heimur hans athyglisver ður. “ A hann einhveija uppáhalds- leikara? „Mér finnst gamanleik- arar skemmtilegastir. Jim Car- rey og Robin Williams.“ Ætl- arðu að halda áfram á leiklist- arbrautinni? „ Já, ég hef mikinn áhuga á því. En það fer eftir því hvort ég fæ nógu áhugaverð tilboð. Núna þarf ég að huga að skólanum.“ Hafa leikurinn í myndinni og ferðalögin til að kynna hana truflað skólagönguna? „Já, tök- urnar tóku 3 mánuði og við reyndum að nýta helgarnar til að kynna myndina. En ég var með kennara á tökustað." Nýtt í kvikmyndahúsunum MERYL Streep og Clint Eastwood í hlutverkum sínum. Bíóborgin forsýnir Brýrn- ar í Madisonsýslu BÍÖBORGIN forsýnir nú á sunnu- dagskvöldið stórmyndina Brýrnar í Madisonsýslu með þeim Clint Eastwood og Meryl Streep í aðal- hlutverkum. Eastwood ieikstýrir einnig þessari heimsþekktu ástar- sögu sem er byggð á samnefndri skáldsögu Robert James Waller. Robert Kincaid (Eastwood) er ljós- myndari hjá National Geographic. Sem slíkur er hann á ferðinni í Madisonsýslu, Iowa, í þeim tilgangi að mynda yfirbyggðar brýr. Franc- esca (Streep) er ítölsk kona sem giftist amerískum hermanni í seinni heimsstyrjöldinni og fylgdi honum heim. Hún er ein heima þegar Kincaid ber að gerði og tekur að sér að fylgja honum um sýsluna og sýna honum brýrnar. Áður en varir fella þau hugi saman heitt og inni- lega og skapast þannig togstreita sem á eftir að hafa mikil áhrif á líf þeirra beggja.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.