Morgunblaðið - 13.10.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.10.1995, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 1995 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Tryggingafélögin kvarta til Vátryggingaeftirlitsins Vilja að FÍB haldi si g við eðlilega viðskiptahætti SAMBAND íslenskra tryggingafélga (SÍT) hefur vakið athygli Vátryggingaeftirlitsins á tilteknum atriðum í umboði og bréfí sem Félag íslenskra bifreiðaeigenda hefur sent félagsmönnum vegna fyrirhugaðs útboðs bílatrygginga. Sambafldið fer þess á leit að Vátryggingaeftirlitið sjái um að FÍB haldi sig við eðlilega viðskiptahætti. Formaður FÍB segir að kvörtun SÍT komi á óvart vegna þess að leitað hafí verið álits lögfræðinga Vátrygg- ingaeftirlitsins. „Við höfum ýmislegt við umboð FÍB að at- huga,“ segir Daníel Hafsteinsson, tæknifræðingur hjá SÍT. Segir hann bifreiðaeigendur hvatta til að segja upp ökutækjatryggingum sínum á grund- velli óljósra loforða um önnur og lægri iðgjöld. „Ekkert í umboðinu eða bréfi frá FÍB, sem því fylgir, bendir neytendum á afleiðingar slíkra upp- sagna, til dæmis varðandi áhrif á afsláttarkjör á öðrum vátiyggingum en ökutækjatryggingum. Full ástæða er til að ætla, að hér sé um að ræða sölu- og markaðsöflun á vátryggingasviði, sem ekki samræmist lögum um vátryggingastarfsemi." Daníel segir að það veki sérstaka athygli að umboðið taki til uppsagnar bæði frjálsra og lög- mæltra trygginga en uppsögn lögboðinna öku- tækjatrygginga kæmi ekki til framkvæmda fyrr en staðfesting annars nýs félags um yfírtöku vá- tryggingaskyldunnar lægi fyrir. Umboðið sé ótímabundið og ekki standi til að upplýsa bíleig- endurna um þann sem áhættuna eigi að bera, hver skuli annast uppgjör tjóna og engir skilmálar liggi fyrir. Loks eru tryggingamenn ósáttir við stáðhæfing- ar formanns FIB í bréfinu um möguleika á að lækka iðgjöld vegna of mikilla framlaga trygg- ingafélaganna í bótasjóði. Með því sé verið að villa um fýrir fólki og. reyna að gera tryggingafé- lögin tortryggileg. Kemur á óvart Ámi Sigfússon, formaður FÍB, hafði ekki feng- ið fregnir af kvörtun SÍT í gær. Hann segir að þetta komi sér á óvart vegna þess að leitað hafí verið eftir umsögn lögfræðinga Vátryggingaeftir- litsins áður en gengið var frá eyðublaðinu. Ætlar hann að kanna málið en segist þó ekki hafa neina trú á að þetta standist ekki lög. Kæran sýni kannski að tryggingafélögin séu hræddari við þetta framtak en menn hafí talið. Erlendur Lárusson, forstöðumaður Vátrygg- ingaeftirlitsins, segir að erindi SÍT sé til umfjöll- unar. Sjálfur segist hann vera hikandi við að gefa það út að samtök eins og FÍB megi ekki leita eftir betri kjörum á vátryggingum félagsmanna og að það þurfi sterk rök til þess að Vátrygginga- eftirlitið beiti sér gegn slíku. Söfnunin byrjar vel Með bréfí sínu er FÍB að falast eftir umboði sér til handa til að fela vátryggingamiðlara að segja upp öllum tryggingum á bifreiðum félags- manna. Einnig umboð fyrir félagið að annast kaup á tryggingum eftir útboð. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, segir að komin séu hátt í 300 umboð eftir þá tvo daga sem fólk hefur átt kost á að svara. Átakið fari betur af stað en for- ráðamenn félagsins hafí þorað að vona. ■ Er hægt að lækka/24 Morgunblaðið/RAX Sýkn af ölv- unarakstri en neitað um bætur HÆSTIRÉTTUR sýknaði í gær Sjóvá-Almennar tryggingar af kröfu manns, sem slasaðist er bíll sem hann ók valt í Norðurárdal í ágúst 1989. /Við blóðrannsókn reyndist áfengismagn í blóði hans l,35%o en í refsimáli var hann sýknaður af ákæru um ölvunarakstur á grund- velli framburðar hans og sambýlis- konu hans um að hún hefði gefið honum áfengi eftir slysið. í dómi Hæstaréttar í gær var hins vegar staðfest neitun tryggingafé- lags bílsins við því að veita mannin- um bætur, þrátt fyrir sýknudóminn um ölvunarakstur. Hæstiréttur telur að við rannsókn framburðar fólksins og vitna sem komu á vettvang eftir óhappið komi í ljós að nánast sé útilokað að fram- burður fólksins um áfengisneyslu eftir slysið standist og telur Hæsti- réttur sannað að maðurinn hafi haft a.m.k. l,35%o af alkóhóli í blóði sínu er slysið varð. Því hafí hann verið óhæfur til að stjórna bifreiðinni og ekkert sé fram komið um að annað en ölvun hans hafi vaidið slysinu. Því var neitun tryggingaféiagsins við kröfum mannsins um örorkubætur staðfest. ♦ ♦ ♦------ Húsin á Súðavík verða keypt PÁLL Pétursson félagsmálaráðherra mun eftir helgina kynna ríkisstjórn- inni tillögur Ofanflóðanefndar um hvaða aðgerða skuli gripið til í Súða- vík vegna snjóflóðahættu. í samtaii við Morgunblaðið sagði hann að það lægi ljóst fyrir að hús þar á hættu- svæði yrðu keypt af eigendum þeirra. Féiagsmálaráðherra staðfesti í gær nýtt hættumat vegna Hnífsdals og ísafjarðar og sagði hann að þar myndi húsum á hættusvæði fjölga eitthvað. Jafnframt samþykkti hann í gær tillögur um að lengja og hækka varn- argarða á Flateyri. Þá hefur hann sent öllum viðkomandi sýslumönnum bréf um að snjóflóðaeftirlitsmenn verði ráðnir til starfa nú þegar. LANDSFUNDUR Alþýðubanda- lagsins hófst í gær. Tillaga kom fram um að felld verði niður endurnýjunarregla flokkslag- anna, sem kveður á um að for- maður flokksins geti ekki setið lengur en tvö kjörtímabil. Laganefnd Alþýðubandalags- ins mun einnig leggja til að gerð verði heiidarendurskoðun á lög- um flokksins fyrir næsta lands- fund. Einnig kom fram tillaga í gærkvöldi um að nýr formaður NORÐMENN telja sig vera í fullum rétti við að neita íslenskum togurum, sem veiða í Smugunni eða Síldar- smugunni, um hafnarviðkomu að því er segir í bréfi norsku ríkisstjórnar- innar til ESA, eftirlitsstofnunar EFTA. Þar með vísar Noregur alfar- ið á bug kröfum frá útgerð togarans Más, sem í súmar var neitað um að koma til hafnar í Honningsvág vegna vélarbilunar eftir að hafa verið við síldveiðar í Síldarsmugunni. Útgerð Más kvartaði yfir við- Úrslit í for- mannskjöri ídag og sljórn flokksins hefji þegar viðræður við formenn annarra stjórnarandstöðuflokka um að brögðum Norðmanna til ESA á þeirri forsendu að þau stríddu gegn EES- samningnum um að tryggja beri frjálsan aðgang að vörum og þjón- ustu. í svarbréfí sínu til ESA segir norska ríkisstjórnin að norskar regl- ur um þetta feli ekki í sér neina mismunun sem byggist á þjóðerni viðkomandi. „Öll erlend skip sem stunda umdeildar veiðar á alþjóðlegu hafsvæði munu hlíta sömu takmörk- unum. Norsk skip sem þátt taka í haldin verði sameiginleg ráð- stefna í vetur um samfylkingu félagshyggjuafla í sljórnmálum. Á hádegi í dag rennur út frest- ur til að skila inn atkvæðum í formannskjöri og tilkynna á úr- slit kl. 19 í kvöld. Þau Steingrím- ur J. Sigfússon og Margrét Frí- mannsdóttir eru í framboði til formanns og sjást hér taka lagið við upphaf fundarins. ■ Leita þarf allra leiða/6 slíkum veiðum heyra beint undir norsk lög og verða beitt alveg sam- bærilegum refsiaðgerðum," segir í greinargerðinni um sjónarmið Nor- egs. Norðmenn bera Islendingum á brýn að blanda saman EES-samn- ingnum og sáttmála ESB. „ESB- löndin eru með sameiginlega físk- veiðistefnu, sem lýtur sameiginlegri löggjöf, en EES-samningurinn tekur ekki til fiskveiðimála," vekja norsk stjómvöld athygli á. Heilbrigðisráðuneyti Guðjón og Dögg ætla að hætta DÖGG Pálsdóttir, skrifstofu- stjóri í heilbrigðisráðuneytinu, hefur sagt upp störfum í kjöl- far ráðningar Davíðs Á. Gunn- arssonar í starf ráðuneytis- stjóra. Guðjón Magnússon, skrifstofustjóri í heilbrigðis- ráðuneytinu, sagði í samtali við Stöð 2 í gær að hann ætlaði einnig að segja af sér. Hann hefði verið staðgengill ráðu- neytisstjóra undanfarin ár og því fæli ráðningin í sér van- traust á sig. Dögg og Guðjón voru bæði umsækjendur um stöðu ráðuneytisstjóra. Ingibjörg Pálmadóttir heil- brigðisráðherra sagði að þegar margir hæfir einstaklingar sæktu um eitt starf gæfí auga- leið að ekki gætu allir fengið það. Dögg og Guðjón væru mjög góðir starfsmenn og það væri slæmt að missa starfs- krafta þeirra. Það hefði hins vegar verið sitt mat að það væri að sumu leyti æskilegt að fá mann utan ráðuneytisins í stöðuna. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins munu Dögg og Guðjón hafa lýst því yfir áður en gengið var frá ráðn- ingu í stöðu ráðuneytisstjóra, að þau myndu hætta í ráðu- neytinu ef þau fengju ekki stöðuna. Ingibjörg vildi ekki staðfesta þetta. Hvorki náðist í Guðjón né Dögg í gærkvöldi. Þrennt í haldi vegna fíkni- efnasmygls TOLLGÆSLAN á Keflavíkur- flugvelli lagði hald á eitt kíló af amfetamíni og tvö kíló af hassi í fórum útlendings sem handtekinn var við komu til landsins á þriðjudag. íslensk kona og maður, sem talin eru tengjast málinu, eru einnig í haldi, að sögn Björns Halldórs- sonar, yfírmanns fíkniefnalög- reglunnar. Söluandvirðið 20 milljónir Arnþrúður Karlsdóttir, þing- maður Framsóknarflokksins, vakti athygli á málinu í umræð- um á þingi í gær. Sagði hún áætlað söluandvirði fíkniefn- anna vera um 20 milljónir króna. Um væri að ræða um 20 þúsund skammta af hassi fyrir þá sem óvanir væru neyslu efnisins, en 5-6 þúsund skammta fyrir stómeytendur. Nýr biskup kaþólskra JÓHANNES Páll páfi II. hefur skipað Johannes B. M. Gijsen, biskup, til að hafa umsjón með stjórn kaþólsku kirkjunnar á Islandi. Gijsen biskup er Hollending- ur, fæddur 7. október 1932. Hann hlaut prestvígslu 1957, lauk doktorsprófi í guðfræði við háskólann í Bonn í Þýskalandi 1964 og stundaði framhalds- nám í sögukenningafræðum við háskólann í Múnster. Gijsen var skipaður biskup í Roermond í Hollandi 1972 og gegndi því starfi til 1993. Svar Noregs til eftirlitsstofnunar EFTA í fullum rétti við að neita hafnarviðkomu Osló. Morgunblaðið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.