Morgunblaðið - 13.10.1995, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 13.10.1995, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 1995 17 VIÐSKIPTI Lloyds TSB stærstí banki í Bretlandi London. Reuter. LLOYDS Bank Plc og TSB Group Plc hafa samþykkt að sameinast í stærsta banka Bretlands. Verðmæti- hlutabréfa verður 13.6 milljarðar punda og hrein eign 150 milljarðar. Viðskiptavinir nýja bankans, sem mun nefnast Lloyds TBS, verða um 12 milljónir og útibú hans 3.000. Hluthafar í Lloyds munu eiga 70,6% í nýja fyrirtækinu. Fyrir hvert hluta- bréf í Lloyds fást 2,7 hlutabréf í Lloyds TSB. Fyrir hvert hlutabréf í TSB fæst eitt í Lloyds TSB og auk þess sérstakur 68,3 pensa arður á hlutabréf. Samrunanum á að ljúka fyrir áramót og að sögn Lloyds og TSB mun hann hafa í för með sér verulegan sparnað, sem spáð er að muni nema 350 milljónum punda á ári 1997. Sérfræðingar segja að nýi bankinn verði að veija 300 milljónum punda til endurskipulagningar 1996, en á móti kunni að koma sala á bygging- um. Hlutabréf í Lloyds hækkuðu um 49 pens eða 7% í 768 pens. Hluta- bréf í TSB hækkuðu um 18,5 pens eða 5% í 367,5 pens. Hlutabréf hækka á ný London. Reuter. HLUTABRÉF hækkuðu um 1,42% í verði í London í gær og ástandið hélt áfram að batna í New York eft- ir erfiðleikana fyrr í vikunni. FTSE-100 kauphallarvísitalan í London hækkaði um 49,5 stig í 3.523,8 þrátt fyrir fréttir um óvenju- mikla verðbólgu í Bretlandi, 3,9%. Þetta var mesta hækkun vísitölunnar á tveimur mánuðum. Tal um skattalækkanir á ársfundi íhaldsflokksins í Blackpool jók bjart- sýni fjárfesta eftir óróleika þann sem ríkt hefur á mörkuðum síðan hluta- bréf lækkuðu verulega í verði í Wall Street á þriðjudag. Hækkanir urðu á flestum öðrum mörkuðum í Evrópu og Asíu. í Lond- on var sagt að ástandið væri enn ótryggt, en stefna virtist í rétta átt. Mesta verðbólga íBretlandi í 3 ár London. Reutcr. VERÐBÓLGA í Bretlandi í septem- ber hefur ekki verið eins mikil í þrjú ár, en Kenneth Clarke fjármálaráð- herra sagði að stjórnin réði við ástandið. Verðbólgan var 3,9% á ársgrund- velli og hefpr ekki verið eins mikil síðan í júní 1992 þegar hún var einn- ig 3,9%. Gengi pundsins breyttist lít- ið þrátt fyrir fréttina og verð á hluta- bréfum var einnig stöðugt, en staða ríkisskuldabréfa versnaði. Hagfræðingar telja að tölurnar muni vekja ugg Englandsbanka og torvelda Clarke að standa við loforð um skattalækkanir. Innilegar þakkir fœri ég öllum, sem glöddu mig með heillaóskum, blómum, gjöfum og með nœrveru sinni á áttrœðisafmœli mínu 6. október sl. Guð blessi ykkur öll. Haraldur Sigurgeirsson. Hjartans þakkir fœrum við öllum, sem glöddu okkur með heimsóknum, gjöfum, blómum og heillaskeytum á gullbrúðkaupsdegi okkar 29. september. Guð blessi ykkur öll. Sigríður Þorsteinsdóttir og Hafsteinn Auðunsson, Glaðheimum 14. Eitt blað fyrir alla! - kjarni málsins! r r AfVLEGÖ DEYjö HUnDkUD IsLEnD.incA ÓR^HjARjA OC ÆDASjÚKpÓmvm Með því að kaupa miða leggur þú þitt að mörkum til baráttu okkar og átt einnig von á glæsilegum vinningum. Heimsenda gíróseðla má líka greiða með því að hringja í síma 581 3947 Vinningaskrá 1. Pajero Super Wagon Jeppi, V6 árgerð 1996, kr. 3.775.000,- 2. Wolkswagen Polo bifreið árgerð 1996 3.-5. 3 ævintýraferðir með Úrval/Útsýn fyrir tvo, eða Polaris vélsleðar 6.-15. 10 ferðavinningar að eigin vali með Úrval/Útsýn. póst < gíró Landsbanki íslands Bankl allra landsmanna DRpcum á moRGun M a p pd ræI+í M j A RjAVERJI D A R^_ D RJ C i D I 4. OKjÓBER^

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.