Morgunblaðið - 13.10.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 13.10.1995, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 1995 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Gengið til forsetakjörs Það vakti eðlilega mikla athygli þegar Vigdis Finn- bogadóttir, forseti íslands, tilkynnti alþjóð við setningu Alþingis að hún gæfi ekki kost á sér ^SSR 1 Kandidatarnir munu trúlega æfa stíft fyrir keppnina. Forysta ASÍ og BSRB um hugmynd utanríkisráðherra Tilbúnir að ræða sið- ferðisgrunn samninga BENEDIKT Davíðsson forseti ASI segir að ummæli Halldórs Ásgríms- sonar utanríkisráðherra, þess efnis að efna verði til viðræðna ríkis- valdsins og aðila vinnumarkaðarins um siðferðilegan grunn kjarasamn- inga framtíðar, séu fagnaðarefni um margt. Sameiginlegur fundur stjórnar og formanna aðildarfélaga BSRB, sem haldinn var í seinustu viku, tekur undir hugmyndir ráð- herra. „Ég fagna þeim eins og fleiri hafa gert ef ráðherra hefur áhuga á þessu í raun. Við töldum okkur vera í viðræðum við þáverandi stjórnvöld um nánast þetta efni, áður en gengið var frá síðustu kjarasamningum og hafa náð sam- komulagi þá um grundvallaratriði. En okkur sýnist að miðað við niður- stöðu Kjaradóms hafi stofnanir Halldórs, ríkið, gengið á svig við það sem við vorum að reyna að gera á þeim tíma, og því full ástæða til að endurhæfa ráðamenn," segir Benedikt. Þörf á endurskoðun „Ég hef sjálfur ekki séð forsend- ur Kjaradóms, en miðað við það sem skrifað er í lögum og greinargerð með frumvarpinu um starfsemi hans, get ég ekki ímyndað mér annað en að hann hafi farið langt út fyrir þann siðferðilega og laga- lega grunn sem hann á að starfa eftir. Eða hitt að gífurlegar breyt- ingar hafi orðið í kjaramálum sem við ekki þekkjum, eftir að almennu samningarnir voru gerðir í febrúar. Hvort sem er, þá hlýtur einhvers staðar að verða þörf á endurskoðun í þessum siðferðislegu efnum,“ seg- ir Benedikt. Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, sagði að stjóm BSRB vildi taka menn á orðinu þegar svona tilboð kæmi fram, þar sem þeir gerðu ráð fyrir að hugur fylgdi máli. Tónninn í fjárlagafrumvarp- inu stangaðist hins vegar á við þessa hugsun, þar sem samkvæmt því ætti áfram að skerða kjör ör- yrkja, aldraðra og almenns launa- fólks. í ályktun BSRB segir m.a.: „Ef ríkisstjórninni er alvara að vilja ræða siðferðilegan grunn fyrir kjarajöfnun er nauðsynlegt að taka þegar í stað til endurskoðunar þá þætti fjárlagafrumvarpsins sem stefna til aukins ójafnaðar." Veitingahúsin Óðal og Amma Lú vilja lengri opnunartíma Borgar slj ór i er fylgj- andi slíkri tilraun INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri segir að forráðamenn tveggja vínveitingastaða, Óðals og Ömmu Lú, hafi leitað til borgaryfir- valda til að kanna fylgi við hugsan- legar umsóknir þeirra um að hafa opið lengur en til 3 á nóttunni um * helgar. Borgarstjóri segist vera fylgjandi því að gera slíka tilraun, en málið sé enn á frumstigi. „Það er samdóma álit allra að erfitt sé að búa við óbreytt ástand í miðbænum," segir Ingibjörg Sól- rún. „Koma þarf í veg fyrir að allt- af rekist saman þeir tveir hópar, sem leita í miðbæinn, annars vegar unglingarnir og hins vegar gestir vínveitingastaðanna, sem koma all- ir út af stöðunum kl. 3 á nóttunni. Tvær hugmyndir hafa verið ræddar, að gefa opnunartíma vín- veitingastaðanna fijálsan, eða veita mismunandi leyfi, þannig að sumir staðir verði til dæmis opnir til mið- nættis eða eitt að nóttu, en nokkrir staðir verði opnir til 4 eða 5. Ég treysti mér ekki til að mæla með að opnunartíminn verði frjáls, en hins vegar finnst mér vel koma ti! álita að einhverjir staðir verði til dæmis opnir frá miðnætti og fram til 4 eða 5,“ segir borgarstjóri. Ingibjörg Sólrún segir að félags- málaráð Reykjavíkur hafi nú til umfjöllunar fyrirspurn tveggja vín- veitingastaða um heimild til að hafa opið lengur en til kl. 3. „Annar þessara staða er Óðal, sem er í miðbænum, en hinn er Amma Lú í Kringlunni, en þar stöðvaðist veit- ingarekstur fyrir skömmu og var gefin sú ástæða að ekki væri grund- völlur til að reka staðinn miðað við núverandi fyrirkomulag. Það er ekki borgarinnar að taka ákvörðun um breytingu af þessu tagi, því sækja þarf um leyfi til lögreglu- stjóra, en ég er hlynnt tilraun með rýmri opnunartíma." Þarf ekki lagabreytingu Ákvæði um opnunartíma vínveit- ingahúsa er að finna í reglugerð, sem dómsmálaráðherra gefur út, svo ekki þyrfti lagabreytingu til að lengja opnunartímann. Á yfirstand- andi þingi er stefnt að því að leggja fram frumvarp, sem sameinar þau lög, sem ná til starfsemi vínveit- ingastaða. Skáldsögur Halldórs Laxness Grunnaflið er samúð- in með náunganum Dr. Wilhelm Friese WILHELM Friese er fyrrum prófessor í norrænum fræðum við háskólann í Tubingen í Þýskalandi. Hann skrifaði doktorsrit- gerð sína um íslenska skáldsagnagerð á þessari öld með sérstakri áherslu á verk Halldórs Laxness. Síðastliðinn mánudag flutti Friese fyrirlestur í boði heimspekideildar Há- skóla íslands um kjarnann í verkum Halldórs sem byggður var á nýútkom- inni bók hans, Halldór Laxness. Dié Romane. Eine Einfuhrung. Friese sagði að grunnafl skáld- sagna Halldórs væri sam- úð hans með náunganum. „Halldór hefur skrifað margt í anda kristinnar hug- myndafræði en einnig marxískrar og taóískrar. í síð- ustu bókum sínum, það er að segja frá og með Paradísar- heimt, er hann hins vegar að leita að sálarró og lykilinn að henni finnur hann með því að steypa saman Taóismanum og kristninni. Grunnþemað í þess- um lífsspekistefnum er samúð- in. íslenska dulhyggjan hefur líka verið Halldóri dijúgur brunnur að ausa úr, þangað hefur hann einnig sótt hinn innri frið.“ - Mætti ekki líta á öll verk Halldórs sem eins konar leit að innri friði? „Jú að vissu leyti mætti líta svo á að höfundarverk hans sé sífelld leit að sálarró og ham- ingju; hann reynir að finna ham- ingjuna í öllum persónum sín- um. Það mætti einnig segja að verk hans séu öll leit að svörum við spurningum eins og hvað er maðurinn? og hver er tilgang- ur lífsins? Maður gæti svo velt því fyrir sér hvort hann finni það sem hann leitar að. Að mínu mati hefur hann ekki gert það. Skáld verða aldrei hamingju- söm. Þeim tekst aldrei að full- nægja þörfum sínum. Við getum heldur ekki vænst þess að finna svör í verkum Halldórs. Hann vekur aðeins upp spurningar og veltir þeim svo fyrir sér. En auðvitað er hægt að skoða bækurnar hans frá öðrum sjónarhornum. Úr skáldsögum hans frá fjórða áratugnum, svo sem Sölku Völku og Sjálfstæðu fólki, má til dæmis lesa marx- ískan boðskap. Hann gerir svo upp við þær skoðanir'í Skálda- tíma. Það einkennir líka verk Halldórs að hann verður ávallt að trúa á eitthvað. Trúin sem slík er. líka áberandi umræðuefni í bókunum hans. Hall- dór er sífellt að ræða um trú, velta því fyrir sér hvað trú er. Þar getum við heldur ekki vænst neinna end- anlegra svara.“ - Svo vikið sé að öðru. Hversu vel þekkja Þjóðverjar til verka Halldórs Laxness? „Halldór var auðvitað mjög vel kynntur í Þýskalandi þegar hann fékk Nóbelsverðlaunin en ég held það sé ekki hægt að segja að hann sé vel þekktur eða mikið lesinn þar í dag. Ég veit að hann var mjög vinsæll í Austur-Þýskalandi á sjötta og sjöunda áratugnum, einkum raunsæisverkin hans frá fjórða áratugnum. Hann var hins veg- ►Dr. Wilhelm Friese er fædd- ur árið 1924 í Heiligenstadt í Þýskalandi. Hann lærði enska, þýska og norræna textafræði við háskólana í Jena, Berlín og Greifswald. Doktorsprófi lauk hann árið 1955 með rit- gerð um íslenska skáldsagna- gerð á 20. öld, Der islandische Roman der Gegenwart. Árið 1966 var hann ráðinn kennari í norrænum fræðum við há- skólann í Ttibingen; hann var prófessorþar 1972-1989. Kunnastur er Friese af braut- ryðjendaverki sínu um nor- rænar barokkbókmenntir, Nordische Barockdichtung. Eine Darstellung und Deutung skandinavisher Dichtung zwischen Reformation und Aufkliirung sem kom út árið 1968. Friese hefur samið yfir- litsrit um norrænar bókmennt- ir tuttugustu aldar sem kom út árið 1971 og ritað fjölda greina um sautjándu aldar bókmenntir á Norðurlöndum sem og um verk Halldórs Lax- ness. A þessu ári er svo komið út nýtt verk eftir hann sem nefnist Halldór Laxness. Die Romane. Eine Einfiihrung. ar ekki eins vinsæll í vesturhlut- anum enda litu margir hveijir á hann sem kommúnista. í dag eru bækur hans gefnar út, hjá forlagi sem heitir Steidl Verlag. Nýlega var skrifuð bók um viðtökur Halldórs í Þýska- landi og þar segir að hann eigi sér ekki stóran lesendahóp á meðal Þjóðveija. Ég held þó að það sé eitthvað að breytast og hef reyndar heyrt ritstjóra for- lagsins tala um að áhugi á Lax- ness sé að aukast í Þýskalandi. Kannski nýjar útgáfur hafi ýtt eitthvað undir áhug- ann en þess má geta að nú er hægt að fá þýska útgáfu á Kristnihaldi und- ir Jökli í kiljuformi." Heldur þú að verk Halldórs hafi haft einhver áhrif á þýska höfunda? „Já, reyndar hafa þau haft áhrif þótt þau séu ekki mikil og áberandi. Skáldkonan Sarah Kirsch, sem er að sumra áliti eitt fremsta ljóðskáld Þýska- lands núna, hefur sagt að hún hafi orðið fyrir miklum áhrifum af verkum Halldórs. Og á síð- asta ári kom út bók eftir hana þar sem eitt ljóðanna hefst með tilvitnun í Kristnihald undir Jökli. Áhugi á Lax- ness eykst í Þýskalandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.