Morgunblaðið - 13.10.1995, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 13.10.1995, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 1995 19 ERLEIMT Efasemdir um Nóbelsverðlaunaveitingu Rangar spár um ósoneyðingnna London. The Daily Telegraph. Reuter JOE Farman, sem uppgötvaði gatið á ósonlaginu um jörðu, óskaði þeim, sem fengu Nóbelsverðlaunin í efna- fræði, til hamingju með þau á mið- vikudag. Hann sagði hins vegar, að upphaflegar spár þeirra um eyðingu ósonlagsins hefðu reynst rangar. Verðlaunahafarnir eru Hollend- ingurinn Paul Crutzen, Mexíkómað- Hættaá „upplýs- ingafátækt“ London. Reuter. NÝ tegund fátæktar — upplýs- ingafátækt — steðjar nú að þróunarríkjunum, meðal ann- ars vegna þess, að alnetið er að mestu bundið við ríku þjóð- irnar. Kemur þetta fram í skýrslu frá Panos-stofnuninni, sem norrænu ríkin íjármagna að mestu leyti. í skýrslunni segir, að 70% þeirra tölva, sem tengdar séu alnetinu, séu í Bandaríkjunum en í Afríku eru það hins vegar innan við 10 ríki, sem hafa einhvern aðgang að því. „Það er hætta á, að til sé að verða eins konar upplýsingaaðall en meirihluti mannkyns verði út- undan,“ segir í skýrsiunni. Breikkandi bil Notendur alnetsins, sem byijaði sem innri tenging milli vísindamanna á vegum Banda- ríkjahers og annarra fræði- manna seint á sjöunda ára- tugnum, eru nú að minnsta kosti 20 milljónir og jafnvel allt að helmingi fleiri. Eiga þeir aðgang að gífurlegu upp- lýsingaflæði, sem fátæku ríkin fara á mis við vegna fjárskorts og mikils ólæsis. „Þessi nýja tækni getur í raun orðið til að breikka enn bilið á milli ríkra þjóða og fátækra,“ sagði höf- undur skýrslunnar, Mike Hold- erness, í viðtali við Reuters- fréttastofuna. í skýrslu, sem Alnetssam- tökin hafa gefíð út, kemur fram, að í Bandaríkjunum eru 3,4 milljónir tölva tengdar beint við alnetið og í Evrópu eru þær rúmlega 500.000. í Afríku eru tengingarnar að- eins 27.100, í Mið- og Suður- Ameríku 16.000 og 13.800 í Miðausturlöndum. urinn Mario Molina og Bandaríkja- maðurinn Sherwood Roland og í til- kynningu sænsku vísindaakadem- íunnar sagði, að þeir hefðu „lagt sitt af mörkum til að bjarga okkur öllum frá afleiðingum skelfilegs umhverfis- slyss“. Dr. Joe Farman, sem starfar við Evrópsku ósonrannsóknastofnunina og uppgötvaði gatið á ósonlaginu 1985, segir aftur á móti, að verð- launahafarnir hafi haft rangt fyrir sér um það hvar gatið myndi fínnast. Molina og Roland hafi spáð því fyrir 20 árum, að það yrði yfir miðbaug en þess í stað hafi það orðið í lægra heiðhvolfinu yfir Suðurskautinu. Þá hafi þeir einnig sagt ranglega fyrir uhi efnaferlið. „Þeir, sem reyna að skýra gatið á ósonlaginu-út frá ferlinu þeirra, lenda í miklum vandræðum,“ sagði Far- man. „Svona gengur það samt fyrir sig með Nóbelsverðlaunin þótt und- arlegt sé.“ NOKKRIR erlendir umhverfis- verndarmenn voru handteknir í Míoskvu í gær en þá höfðu þeir lagt að baki 5.500 km um Evrópu þvera og endilanga. Var ferðin farin meðal annars til að mótmæla kjarnorkuverum og Mótmæli í Moskvu kjarnorkuvopnum og krefjast meiri aðgerða í umhverfismál- um. Tilheyra þeir samtökum, sem heita Móðir Jörð, en hand- takan stafaði af því, að þeir efndu til ólöglegra mótmæla nærri franska sendiráðinu vegna tilraunasprenginga Frakka á Kyrrahafi. Vandi þýskra jafnaðarmanna magnast Gammamir hnita liringa yfir Scharping Bonn. Reuter. VANDI þýskra jafnaðarmanna (SPD) magnast dag frá degi og á mánudag var greint frá því að háttsettir jafnaðarmenn hygðust víkja leiðtoga sínum, Rudolf Scharping, frá til þess að reyna að stöðva fylgishrun flokksins. Scharping reynir nú í óða önn að bæta ástandið og vinnur að nýrri áætlun um það hvérnig bjóða skuli Helmut Kohl kanslara og stjórn hans byrginn. Scharping hefur tíma fram að landsþingi SPD til að sannfæra flokksfélaga sína um það að hann sé rétti maðurinn til að leiða þá í kosningun- um árið 1998 og reyna fimmta sinni að leggja stein í götu Kohls. Flótti hefur brostið á í röðum jafnaðarmanna undanfarið og hver flokksmaðurinn á fætur öðr- um sagt af sér embætti. Scharping tilkynnti í fyrradag að hann hefði fundið sér nýjan ráð- gjafa, Franz Muentefering, sem unnið hefur fyr- ir SPD um langt skeið og gegnir nú embætti félagsmálaráðherra í Nordrhein-Westfalen. Jafnaðarmenn kenna Scharping algjörlega um það hvernig komið er fyrir flokknum. í stað þess að fylgja eftir því ioforði, sem gefið var eftir kosningar, að setja þvingurnar á stjórn Helmuts Kohls, hefur allt logað í innbyrðis deilum vegna minnkandi fylgis. Samkvæmt skoðanakönnunum Spáð afsögn leiðtog- ans innan skamms nýtur flokkurinn nú aðeins stuðnings 28 af hund- raði kjósenda og hefur fýlgi hans ekki verið niinna frá stríðslokum. 60 af hundraði stuðnings- manna SPD eru þeirrar hyggju að Scharping eigi að fara frá. Frá innan tveggja vikna? í mánudagsblaði Frankfurter Allgemeine var greint frá því að leiðtogar þeirra sambandslanda, sem væru undir stjórn SPD, legðu nú á ráðin um að ýta Scharping til hliðar, jafnvel innan tveggja vikna. Þessir leiðtogar hafa lagst gegn því að breyting verði gerð á þýsku stjórnar- skránni, sem myndi leiða til þess að laun þing- manna hækkuðu til muna, en Scharping studdi þessa breytingu ásamt Kohl kanslara og kristileg- um demókrötum hans. Að sögn dagblaðsins Leipziger Volkszeitung eru frammámenn SPD staðráðnir í að steypa Scharping að afstöðnum kosningum í þremur sambandsríkjum Þýskalands í mars „í síðasta lagi“. Scharping þarf hins vegar að leita eftir endurkjöri í flokksformannsembættið þegar jafn- aðarmenn halda landsfund í nóvember. Scharping sýnir hins vegar ekki á sér neitt fararsnið. „Eg lét ekki af starfi mínu sem forsæt- isráðherra Rheinland-Pfalz og kom til Bonn til þess eins að gefast upp eftir ár,“ sagði Scharping í viðtali við þýsku sjónvarpsstöðina ARD á mánu- dagsmorgun. Orð Scharpings eru á skjön við frásagnir fjöl- miðla, sem aðeins greinir á um það hvenær hann fari frá, ekki hvort. Tekur Lafontaine við? Kosningar fara fram i Berlín 22. október og búist er við að jafnaðarmenn fái þar slæma út- reið, sem muni að ýmissa hyggju leiða til þess að Scharping taki pokann sinn. Aðrir telja að hann verði hafður áfram i forystu til að taka skellinn af kosningum í þremur sambandslöndum 24. mars. Það þykir til marks um veika stöðu jafnaðar- manna að sá, sem helst er nefndur sem arftaki Scharpings er Oskar Lafontaine, sem beið mikinn ósigur þegar hann var kanslaraefni flokksins í kosningunum árið 1990. SPRENGITILBOÐ! Ótrúlegt Reiðhjól á kr. 9.950, staðgr. kr. 9.450 28" dömuhjól EUROSTAR frá V-Þýskalandi. Verð áður kr.^20r9OCT 10 gíra, 28" karl- og kvenhjól 20" fjölskylduhjól EUROSTAR frá V-Þýskalandi, EUROSTAR GITANE frá Frakklandi. frá V-Þýskalandi. Verð áður kr.Verð áður kr. Rýmingarsala á nokkrum gerðum af reiðhjólum Giant GSR-30C 21 gíra fjallahjól. Vandað hjól með Shimano gírum, álgjörðum og átaksbremsum. Verð áður kr. J36ÆOO Armúla 40 Símar: 553 5320 568 8860 l/érslunin yVMR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.