Morgunblaðið - 13.10.1995, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ
* DANSHÚSIÐ *
o STAÐUR HINNA DANSGLOÐU o
1 GlÆSIBÆ^S@sr"S: 568 6220
NORÐAN 3 + ÁSDIS c
HUÓMSVEIT FRÁ SAUÐÁRKRÓKI -
í ALÞJÓÐLEGRI SVEIFLU!
Kynnum 0ansklúbbinn sem stofnabur
er í tilefni 25 ára afmælis Danshússins. R
Aðgangseyrir kr. 500 - Snyrtilegur klæðnaður. Opið 22-03
Listajnennirnir
halda uppi
FÓLK í FRÉTTUM
FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 1995 45
Söngkonan Whigfield
Vinsælust
í Englandi
DANSKA söngkonan Whigfield er
meðal vinsælustu söngkvenna Evr-
ópu. Hún hefur gefíð út eina plötu,
„Whigfield“. Á henni er lagið „Sat-
urday Night“ sem fór á toppinn í fjór-
um löndum. I samtali við Morgunblað-
ið sagðist Whigfíeld, eða Sannie
Charlotte Carlson réttu nafni, vera á
tónleikaferðalagi um Bretland. í
næstu viku héldi hún til Brasilíu í
tónleikafór. „Ég er að fylgja plötunni
eftir þessa dagana. Nýjasta smáskíf-
an er með laginu „Think of You“, sem
hefur gengið mjög vel,“ segir hún.
Whigfíeld segist njóta mestra vin-
sælda í Englandi og Þýskalandi, enda
voru það enskir ferðamenn sem
heyrðu „Saturday Night“ á Spáni og
komu með vinsældir lagsins heim.
Whigfield var fyrirsæta áður en hún
sló í gegn. Hún tók upp „Saturday
Night“ fyrir þremur árum, en enginn
hafði áhuga á að gefa lagið út. Hún
segir að Danir, samlandar hennar,
hafi ekki kunnað að meta hana fyrr
en hún var orðin alþjóðastjama.
„Þetta er svipað og með Björk," seg-
ir hún. Whigfield segir það hræsni
hjá tónlistarmönnum að halda því
fram að þeir spili tónlist fyrir fólkið
og hafí ekki áhuga á að græða pen-
ing. „Tónlistarheimurinn er orðinn að
stórfyrirtæki og tónlistarmennimir
vinna sér inn milljónir dollara," bætir
hún við. „Það má ekki segja: „Ég
ætla að verða ríkur á plötusölu," held-
ur er í tísku að halda því fram að
maður sé fátækur listamaður," segir
Whigfíeld að lokum.
Laddi sjálfur
ÞÓRHALLUR Sigurðsson,
Laddi, er löngu orðinn hluti
íslensku þjóðarsálarinnar.
Hann hefur fylgt þjóðinni I
áratugi með giensi sínu og
gamni. Um þessar mundir
er hann að hefja dagskrá í
austursal Hótel íslands, Ás-
byrgi. Ætlunin er að hún
verði á föstudögum í vetur
og hefjist í kvöld.
— Hvernig dagskrá er
þetta?
„Ég er einn í sviðsljósinu
allan timann. Það er ekkert
hlé og ég er á sífelldum þön-
um um saiinn allan tímann,“
segir Laddi. Aðspurður seg-
ist hann ekki spinna dag-
skrána upp á staðnum. Hins
vegar komi það oft fyrir,
þegar hiti sé kominn í leik-
inn, að hann sprelli aðeins
með áhorfendum og búi þá
til eitthvað á staðnum.
— Hefurþað komiðfyrir
að þeir taki það óstinnt upp?
„Nei, aldrei. Það er líka
ekkert að óttast, þetta er
mjög saklaust grín. Ég geri
meira grín að sjálfum mér
en áhorfendum.“
— Verður erfiðara með
árunum að galdra fram
fyndnina?
Þórhallur Sigurðsson
„Nei, það held ég ekki.
Þetta er mikið til spuming
um æfingu og reynslu. Ég
er orðinn það sjóaður í þessu
að mér reynist frekar auð-
velt að semja efni og leika
það,“ segir Laddi. í sýning-
unni reynir mest á Ladda
sjálfan, en þó koma fram
nokkrir gamlir kunningjar,
svo sem söngvarinn góð-
kunni, KK, sem hér sést í
eeernum Ladda.
Gömlu-
og nýju dansarnlr
í AKÓGES-salnum, Sóltúni 3 (áður
í kvöld kl. 22.00-02.00.
Hljómsveitin Tíglar leikur (Siffi á nikkunni)
Gestasöngvari: Hjördís Gestsdóttir.
■erðkr.ó00'
I
YDDA F69.22 / SlA