Morgunblaðið - 13.10.1995, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 13.10.1995, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 1995 39 FRÉTTIR PÁR Kettis og Anna Einarsdóttir. Fékk sænska orðu Hrollvekjur á þrettánda ÞAR sem þennan föstudag ber upp á þrettánda verður sérstök sýning á frægum hrollvekjum í Stjörnubíói á vegum áhugahóps um 100 ára afmæli kvikmynd- anna í kvöld. Sýnd verður þýska kvikmyndin „Nosferatu - Eine Symphonie des Grauens" eftir F.W. Mur- nau. Hún var gerð árið 1922 og hefur verið nefnd ljóðræn- asta hrolivekja allra tíma. Hún er jafnframt sú frægasta í klassískri kvik- myndasögu. Myndin byggir á skáldsögu Bram Stokers, Dracula, og fjallar um ungan vísindamann, Jonathan Harker, sem ferðast til heim- kynna hins dularfulla Drakúla greifa í Transylvaníu. Styrkur myndarinnar liggur einkum í magnþrunginni persónusköpun, sér í lagi persónunni Drakúla. Murnau sagði sjálfur um Nosfer- atu að í myndinni hefði hann reynt að komast sem næst við- horfum og gildismati expressjón- ismans og notað til þess sérkenni- lega lýsingu og furðuleg sjónar- horn. Önnur myndin er bandaríska kvikmyndin Brúður Franken- steins eða „The Bride of Franken- stein“ í leikstjórn James fWhale, frá 1935. Hún er útfærsla á skáldsögu Mary Shelley, Fran- kenstein. Myndin hefst á forspili þar sem Mary Shelley og Lord Byron undirbúa komu Franken- steins og ófreskju hans. Síðan hefst hin eiginlega saga þar sem vísindamaðurinn vitskerti hefst handa við að búa til lífsförunaut ófreskjunnar. I myndinni er mikið lagt upp úr dulmögnuðu and- rúmslofti með notkun gotneskrar sviðsmyndar og kvikmyndatökum í anda þýsku expressjónísku myndanna. ■ VARNARLIÐSMENN halda árlega hausthátíð sína með „karnival“-sniði laugardaginn 14. október nk. og eru allir vel- komnir. Hátíðin fer fram í stóra flugskýlinu næst vatnstanki vallarins og verður þar fjölbreytt .skemmtun fyrir alla fjölskylduna ÖNNU Einarsdóttur, verslunar- stjóra hjá Máli og menningu, hefur verið afhent sænska orðan Nordstjarneorden, första grad- en, við athöfn í sænska sendiráð- inu. í fréttatilkynningu segir að orðuna hljóti hún fyrir störf að frá kl. 11-17. Þátttaka í þrautum og leikjum og hressing af ýmsu tagi verður á boðstólum. Milli atriða gefst gestum kostur á að skoða flugvélar og annan búnað varnarliðsins. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Um- ferð er um Grænáshlið ofan Njarðvíkur. Gestir eru vinsam- lega beðnir að hafa ekki með sér hunda. ROKKHLJÓMSVEITIN XIII. ■ ROKKHLJÓMS VEITJN Xm heldur tónleika í Tjarnar- bíói í kvöld kl. 22 í tilefni af út- gáfu geislaplötunnar Serpent- yne. A geislaplötunni má finna 13 rokklög af ýmsum þyngdar- flokkum. 011 lögin eru eftir gítar- leikarann, trommarann og söngv- arann, Hall Ingólfsson. Honum til halds og trausts eru bassaleik- arinn Jón Ingi Þorvaldsson og gítarleikarinn Gísli Már Sigur- jónsson, sem leika með honum á plötunni, en fjórði meðlimurinn, trommuleikarinn Birgir Jónsson, bættist í hópinn fyrir skemmstu. bókmenntasamskiptum milli Sví- þjóðar og íslands auk ötulla menningarsamskipta almennt á milli þjóðanna tveggja auk starfa hennar að málefnum Norður- kollusvæðisins. Sendiherra Svíþjóðar á ís- landi, Par Kettis, afhenti orðuna. Það er Spor hf. sem gefur geisla- plötuna út og fæst hún í öllum helstu hljómfangaverslunun landsins og kostar 1.999 kr. ■ HEILSUHRINGURINN boð- ar til haustfundar í Norræna húsinu laugardaginn 14. október og hefst hann kl. 13 og er gert ráð fyrir að hann standi til kl. 16. Flutt verða fjögur erindi. Guðjón Árnason garðyrkjufræð- ingur fjallar um lífræna ræktun og næringarfræði, Guðfinnur Jakobsson garðyrkjubóndi fjallar um lífsgæði matvæla, Atie Bak- ker sérkennari spyr, hvort hægt sé að hjálpa ofvirkum börnum með mataræði og Kolbrún Björnsdóttir jurtagræðari fjallar um fijósemi og meðgöngu. Fund- urinn er opinn öllum. ■ ÁRLEGAR fræðslustundir í safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli verða að þessu sinni laugardag- ana 14., 21. og 28. október og 4. nóvember kl. 13-14. Séra Kristján Búason, dósent, mun fjalla um efnið: Nýja Testament- ið og samtíð þess. Gerð verður grein fyrir gerð Nýja Testament- isins, lífi og lífsháttum fólks á þessum tíma, og sögusviði Nýja Testamentisins. Bræðrafélag Garðakirkju gengst fyrir þess- um fræðslustundum í samráði við sóknarprest. Skipulag’smál á Hveravöllum MORGUNBLAÐINU hefur borist 2. Ekki væru áform um byggingar eftirfarandi yfirlýsing frá Höskuldi Jónssyni, fyrrverandi forseta Ferða- félags íslands: „í Morgunblaðinu 11. október er birt viðtal við oddvita Svínavatns- hrepps um aðalskipulag Hveravalla og starfsemi Ferðafélags íslands þar. Kjarni máls oddvitans er, að undirrituðum hafí verið gert Ijóst að verið væri að vinna að aðalskipulagi og að fé, sem Ferðafélagið heimti af ferðamönnum á Hveravöllum, skiK aði sér ekki til uppbyggingar þar. Að morgni 22. nóvember 1991 komu Árni Ragnarsson, arkitekt, og Páll Zóphaníasson, tæknifræðingur, á skrifstofu mína, ásamt Kristjáni M. Baldurssyni, framkvæmdastjóra Ferðafélagsins. Árni og Páll greindu frá því að verið væri að hefja vinnu við aðalskipulag Svínavatnshrepps og væru þeir að leita upplýsinga um starfsemi Ferðafélagsins á Hvera- völlum og framtíðaráform þess á því svæði. Auk þess að veita almennar upplýsingar voru þrjú atriði tilgreind sérstaklega af minni hálfu: - 1. Ferðafélagið áformaði engar meiriháttar breytingar á rekstri skála sinna. Á SÝNINGUNNI gefur að Iíta margs konar skotvopn. ■ BYSSUSÝNING verður helgina 14.-15. október í Laugardalshöll. í fréttatilkynningu frá Hinu ís- lenska byssuvinafélagi segir að þar verði saman kominn fjöldi skot- vopna af öllum stærðum og gerðum og gefí að líta dýrgripi og forngripi ásamt veiðibyssum. Auk félagsins taka þátt sportvöruverslanir, skot- félög, lögreglan og Landhelgisgæsl- an. Veiðistjóri og Skotsamband ís- lands kynna starfsemi sína. Sýning- in er opin frá kl. 9-18 báða dagana. ■ FRÆÐSLUDEILD Þjóðkirkj- unnar heldur árlega námskeið fýrir starfsfólk í barnastarfi kirkjunn- ar. Þessi námskeið eru haldin um nýrra skála á Hveravöllum. 3. Ferðafélagið hefði ekki áform um veitingastarfsemi á Hveravöllum eða annars staðar í skálum sínum. Mér er það minnisstætt að ég þakkaði Páli og Árna komu þeirra og taldi að forráðamenn Svínavatns- hrepps væru að sýna velvilja sinn með því að leita eftir framtíðarsýn félagsins. Það er hrópleg misnotkun á íslensku máli að nefna heimsókn þessa kynningu á aðalskipulagi. Það skipulag var einfaldlega ekki til. Því miður er ekki ástæða til að fjalla mikið um ágóða þann sem Ferðafélag íslands hefur af starfsemi sinni á Hveravöllum. Niðurstöður rekstrarreikninga starfs á Hveravöll- um árin 1993 og 1994 eru þessar: 1993: -í-l.547.315 krónur. 1994: +60.000 krónur. Til gjalda í reikningum er ekki færður þáttur skrifstofu félagsins í þessum rekstri. Mikil vinna sjálfboð- aliða er ótalin og engir vextir reikn- aðir af fjárfestingu, en brunabótamat húsa 1994 var 10 milljónir og 790 þúsund krónur. Virðingarfyllst, Höskuldur Jónsson, forseti Ferðafélagsins 1985=1994.“ allt land og sækja þau að jafnaði um 200 manns. Síðasta námskeið haustsins verður haldið á Fræðslu- deild kirkjunnar, Biskupsstofu, Laugavegi 31, laugardaginn 14. október kl. 10-16. Farið verður yfír efni vetrarins, góðar hugmynd- ir kynntar og rætt um kennslu- fræði og trúarþroska bama. Allir velkomnir. Námskeiðsgjald er 500 kr. ■ FJALLIÐ, félag jarð- og land- fræðinema við HÍ, fer í Hekluferð á morgun, laugardag. í frétt frá félaginu er tekið fram að uppselt er í ferðina og útilokað að fleiri kom- ist að. — leikur að Itera! Vinningstölur 12. okt. 1995 3*7*13*14*16*22*25 Eldri úrslit á slmsvara 568 1511 WLÆKWÆAUGL YSINGAR CpD HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS Hugmyndasamkeppni um grunnhönnun á félagslegum íbúðum framtíðarinnar Síðasti skráningardagur er 15. okt. Athygli er vakin á því, að síðasti skráningar- dagur í hugmyndasamkeppni um grunnhönn- un á félagslegum íbúðum framtíðarinnar er 15. október nk. Skráning fer fram hjá trúnað- armanni dómnefndar. Einnig er hægt að senda honum skráningu í pósti eða með sím- bréfi fyrir 15. október. Greiða skal skráning- argjald í samráði við trúnaðarmann dóm- nefndar. Ólafur Jensson, Goðheimum 10, 104 Reykjavík, símar 553 9036/852 8682, fax 568 2038. Auglýsing um styrki til leiklistarstarfsemi Auglýst er eftir umsóknum um styrki á árinu 1996 til starfsemi atvinnuleikhópa, er ekki hafa sérgreinda fjárveitingu á fjárlögum. Umsóknir gætu miðast við einstök verkefni eða samfellt starf til lengri tíma og verður afstaða tekin til skiptingar fjárins eftir eðli umsóknanna og eftir því sem fé á fjárlögum 1996 í þessu skyni kann að segja til um. Umsóknir skulu berast til menntamálaráðu- neytisins, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, fyrir 15. nóvember nk. á eyðublöðum, sem þar fást. Mermtamálaráðuneytið, 11. október 1995. I.O.O.F. 1 = 177101368’A = 9.I.* I.O.O.F. 12 = 17710138’/2 = M.A. Frá Guðspeki- félaginu l.ngólfsstræti 22 Áskriftarsími Ganglera er 896-2070 ( kvöld kl. 21 flytur Siguröur Bogi Stefánsson spjall er hann nefnir „Hugrenningar" í húsi fé- lagsins, Ingólfsstræti 22. Á laugardag er opið hús frá kl. 15-17. Elias Sveinsson spjallar um „Sambönd sem ganga upp". Á sunnudögum kl. 17-18 er hugleiöslustund þar sem fjallað er um grundvallaratrið hugrækt- ar meö áherslu á iðkun. Fundirn- ir eru opnir öllum sem áhuga hafa og aðgangur ókeypis. Aðalstöðvar KFUM og KFUK, Holtavegi 28 Komum saman og lofum Drottinn. Endurnýjunar-, lofgjöröar- og fyrirbænasamvera í kvöld kl. 20.30. Allir velkomnir. FERÐAFÉLAG @ ÍSLANDS MORKINNI 6 - SÍMI 568-2533 Ferðirumhelgina Laugardagur 14. okt. kl. 10.30: Haustganga Hornstrandafara. Sunnud. 15. okt. Hengilssvæðið: Kl. 10.30 Hengill - Dyradalur. Minnt verður á „Reykjaveginn". Kl. 13.00 Hestvík - Nesjahraun, fjölskylduganga. Brottför í ferðirnar frá BS(, aust- anmegin, og Mörkinni 6. Eignist árbók Ferðafélagsins „Á Heklu- slóðum". Ferðafélag (slands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.