Morgunblaðið - 13.10.1995, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 13.10.1995, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Landssöfnun 4 þágu flogaveiki- rannsókna í DAG, föstudaginn 13. október, fer fram landssöfnun á vegum Rásar 2 og Landssam- taka áhugafólks um flogaveiki (LAUF). Markmið söfnunarinnar er að kaupa tækjabúnað til að efla rannsóknir á flogaveikum á tauga- deild Landspítalans. Heilasíriti var gefinn til Landspítalans í ársbyij- un 1992, og kostaður af fé sem safnaðist í landssöfnun fyrir 4 árum. Heilasíritinn hef- ur nú verið starfræktur á Landspítalanum í bráðum 3 ár og reynst vel. Nú er mikil þörf á að bæta við tækjabún- aði til þess að auðvelda úrlestur rann- sóknanna og auka nýtingu á þeim upplýsingum sem tækið safnar. Heilasíriti er notaður við greiningu flogaveiki. Flogaveiki er algengur •Tsjúkdómur og um 120 ný tilfelli eru greind hér á landi árlega, og 1.500 til 2.000 íslendingar taka lyf að stað- aldri vegna flogaveiki. Flog eru af ýmsum tegundum en orsakast öh af ofstarfsemi taugafruma í heilanum. Greinarhöfundur, Elías Ólafsson, hvetur fólk til þátttöku í landssöfn- 1 un, sem fram fer í dag, til kaupa á tækjum til að efla rannsóknir í þágu flogaveikra. Hvers konar sjúkdómar í heila (heilablæðingar, heilaæxli, heila- himnubólga ofl.) geta valdið flogum, en algengast er þó að orsökin sé óþekkt. Góð lýsing á floginu er lykill- inn að greiningunni. Flog standa þó að jafnaði stutt, eða 1-3 mínútur og í upphafi sjúkdómsins er algengt að lýsingin á köstunum sé ófullnægj- jandi. Heilarit getur oft staðfest ' greininguna, en þó er algengt að heilaritið sé eðlilegt hjá flogaveikum. Lausnin er þá fólgin í því að taka upp heilarit meðan á flogi stendur. Þetta tekst þó sjaldan með venju- legri heilaritun, því slík rannsókn stendur aðeins í tiltölulega stuttan tíma, eða Vi til 1 klst. Hér kemur heilasíritun til sögunnar sem byggist m.a. á langtíma upptöku á heilariti og gerir þannig mögulegt að rann- saka köstin sjálf. Heilasíritinn auð- veldar oft greiningu erfiðari tilfella af flogaveiki, og gerir mögulegt að flokka flogin í undirflokka. Floga- veikir geta fengið bæði stór og smá flog og oft eru einkenni litlu flog- anna mjög óljós og stundum geta ifafnvel aukaverkanir flogalyfja líkst flogum. Nákvæm flokkun floga er sérstaklega mikilvæg hjá þeim sjúklingum sem svara illa lyfjameð- ferð, því þannig er hægt að velja lyf markvissar. Geðræn flog eru algeng bæði hjá flogaveikum og þeim sem aldrei hafa verið flogaveikir. Þessi köst _eru ómeðvituð og talin stafa af spennu og álagi sem t.d. fylgir langvarandi sjúkómum. Geðræn flog geta oft líkst raunverulegum flogum, en mikilvægt er að greina þau frá, þar sem meðferð er allt önnur. Þessi köst er oft vandasamt að greina frá raunveru- legum flogum og heilasírit gegnir þar lykilhlutverki. Ekki þurfa allir flogaveikir á rannsókn með heilasí- rita að halda. Heilasíritinn er fyrst og fremst notaður hjá þeim sem svara illa lyijameðferð og þar sem vafi leikur á um greininguna. Heilsí- ritun er tímafrek rannsókn sem get- ur staðið allt frá einum degi og upp í 3 vikur. Oftast er nauðsynlegt að viðkomandi Ieggist inn á taugalækn- ingadeild Landspítalans, þar sem venjulega þarf að hætta lyfjameðferð á meðan á rannsókninni stendur. Ekki þarf að orðlengja hver áhrif núverandi lokun taugalækninga- deildar Landspítalans hefur á þessa starfsemi, sem og aðra þjónustu við sjúklinga með taugasjúkdóma. Flestir flogaveikir svara vel lyfja- meðferð, en lyfin valda oft hvimleið- um aukaverkunum. A síðustu árum hefur aukist mjög íjöldi lyfja við flogaveiki og flest þeirra eru notuð hér á landi. í stórum dráttum má segja að þessi lyf séu ekki öflugri en þau gömlu en þolast oft betur. Skurðaðgerðir er áhrifamikil lækn- ing flogaveiki þar sem hún á við, en aðeins lítill hluti flogaveikra hefur gagn af ' skurðaðgerð. Heilasírit gegnir einnig lykilhlutverki við að finna þá sem gagn geta haft af skurðaðgerð. Flogaveikir hafa lengi mátt búa við mikla fordóma vegna sjúkdómsis, en mikil breyting hefur orðið til batn- aðar á síðari árum, og er það fyrst og fremst að þakka kynningarstarfi sem unnið hefur verið m.a. af sam- tökum flogaveikara. Söfnunin í dag er bæði til að safna fyrir tækjabún- aði til heilasíritunar og eins til að efla starfsemi LAUF. Mikilvægt er að stykja kynningu á flogaveiki eins og kostur er, því enn vantar mikið upp á almenna þekkingu og skilning á flogaveiki og öðrum langvarandi sjúkdómum, sem stór hluti þjóðarinn- ar þarf að beijast við. Mikilvægt er að efla fræðslu fyrir almenning og ekki síður í skólum. Ég vil beina þeim tilmælum til allra að styðja söfnunarátakið og sýna þannig í verki stuðning sinn við baráttu flogaveikra við erfiðan sjúkdóm. Höfundur er læknir og sérfræð- ingur á taugalækningadeild Land- spítalans. Happdrætti Hjartaverndar DRÖGUM 14. OKT. Þú geturgreitt miðann þinn með greiðslukorti K SI'MI 581 3947 ~ Elías Ólafsson Frelsi og fiskveiðar Smáhugleiðing- um frelsi og jafnrétti vegna fiskveiðisljórnunar I HUGUM okkar mannanna er frelsi hugtak sem við tengj- um gjarna rétti okkar til að velja og hafna. Margir eru sammála um að í þeim þjóðfélög- um sem veiti þegnum sínum sem mest frelsi sé velmegun mest og framfarir örastar. Jafn- framt er þó talið að þar sem óheft frelsi eins geti takmarkað frelsi annars sé stundum nauðsynlegt að setja leikreglur sem tak- marka frelsi einstakl- inganna. Þá held ég að flestir séu þeirrar skoðunar að ef skerða þarf frelsi sé það gert með almennum algildum reglum sem mismuna ekki einstaklingunum. Það vil ég kalla jafnrétti. Hitt er svo annað mál að möguleikar einstaki- inga til að nota frelsi sitt geta verið mismiklir og því hafa mörg þjóðfélög ákveðið að hygla þeim sem minnst mega sín og telja það auka réttlæti. En þó eru enn til þjóðfélög sem hygla þeim sem mest mega sín og kæra sig kollótt um allt réttlæti. Ef íslensk stjórnvöld mundu ákveða að banna togveiðar innan 25 mílna frá ströndum iandsins yrði það algild regla sem mismunaði ekki þegnum þessa lands, þ.e. bæði ég og aðrir Islendingar, þar með talinn Þorsteinn Már, mættum ekki láta togara okkar veiða innan þeirra til- teknu marka. Hitt er svo jafn aug- ljóst að við getum öll bætt okkur upp frelsisskerðinguna með því að senda togarana okkar til veiða ann- ars staðar. Er það ekki jafnrétti? Er það ekki líka réttlæti? Allir ís- lendingar mega eiga togara, en rétt- urinn til að nota þá hefur verið gef- inn þeim sem áttu togara á ákveðn- um tíma og verður ekki tekinn af þeim nema fyrir mikla fjármuni. Ailir íslendingar máttu til skamms tíma eiga trillur og rétturinn til að nota þær var sjálfgefinn með þeim takmörkunum sem stjórnvöld settu þeim. Þorsteinn Már mátti kaupa trillu og þurfti ekki að kaupa mér réttinn til að fá að nota hana. Vegna þessa frelsis og mismunar blómstraði trilluflotinn, alla vega hvað fjölda varðar. Gott mál, ekki satt? Fjandi góð vísbending um að frelsi einstakl- inganna hafi í sér fólg- inn sköpunarmátt. Það er svo frelsisskerðing sem við verðum öll að sætta okkur við að trill- ur duga illa til útgerðar frá Islandi í Smuguna, ekki rétt? I stjórnarskrá ís- Ienska lýðveldisins eru ákvæði sem takmarka rétt stjórnvalda til að skerða frelsi þegnanna. Þar er sú krafa gerð að almannaheill sé í húfi. En hver á að meta hvort svo sé eða hvort Magnbundin kvótakerfi erutímaskekkja, segir Sveinbjörn Jónsson, sem hygla stórum og útvöldum á kostnað smælingja og vistkerfis. yfir höfuð sé farið eftir reglunni? Ef stjórnvöld settu lög um að all- ir þegnarnir skyldu klæðast tvennum buxum á almannafæri væri óþarfi að banna mönnum að vera nöktum við sömu kringumstæður, er það ekki? En hvort er meiri frelsisskerð- ing? Sá sem aðeins þarf að gæta þess að vera ekki nakinn getur klæðst kjólum, frökkum, kápum, selskinnsjökkum og öllu því sem honum sýnist, en hinn verður að vera í tvennum buxum. Hitt er svo annað mál hvort allir geti keypt all- ar flíkur sem þá langar í. Þegar Alþingi setti lög um fisk- veiðar smábáta í vor ákvað það að leyfa þeim að velja milli tveggja stjórnkerfa, en báðum kerfunum er stjórnað með tvenns konar takmark- andi höftum, þ.e. annars vegar með banndögum og sóknardögum en hins vegar með aflaþaki á þorski og bann- dögum, skerðingin var svo mikil í báðum tilfellum að það er ekki spurning lengur hvort þeim tekst að nýta rétt sinn, nema í undantekn- ingartilfellum, heldur eingöngu hve- nær þeir nýta hann. Til hvers eru þá banndagarnir? Eru þeir stjórn- tæki til að auka líkur á að trillur farist við sjósókn í tvísýnu veðri og hraða þannig minnkun flotans eða eru þeir stjórntæki til að auka á óhagræði trillukarla í rekstri, koma þeim á hausinn og freista þeirra til að sökkva bátum sínum og minnka þannig flotann? Allir menn geta valið milli þess að vera heiðarlegir og óheiðarlegir. Það ætti því að vera ljóst að þegar stjórnvöld telja sig knúin tii að skerða frelsi með lögum er best að reyna að gæta þess að þau höfði til heiðarleikans og tryggja jafnframt að auðvelt sé að fylgjast með afleið- ingum óheiðarleikans, þ.e. að tryggja að framkvæmd laganna sé á þann hátt að sem minnst svigrúm sé til að láta undan freistingunum. Hvort er auðveldara að fylgjst með öllum fiskum sem allir sjómenn fá inn á dekk eða fylgjst með því hve- nær fiskiskip er á veiðum og hvar? Hvort er líklegra að ég freistist til að henda ódýrum fiski til að velja annan dýrari í staðinn eða að ég freistist til að vera á sjó þegar mér er bannað það? Svo ég tali nú ekki um þann fáránlega möguleika að henda fiski sem ég má ekki veiða til að geta haldið áfram að veiða aðra fiska sem ég má veiða. Það mun sjálfsagt mörgum finnast það oflæti þegar trillukarl vestan af fjörðum heldur því fram að fiskimið veraldarinnar séu að breytast í vígvöll sóunar vegna heimskulegrar útfærslu stjórnvalda á frelsisskerðandi höftum. Ef til vill er ég of heimskur til að þegja, því ég get það ekki. Mér finnast 25 milljón tonn, sem margt bendir til að verið sé að henda árlega, vera of stór biti að kyngja. Þau væru betur komin í hagkerfum þjóðanna, svo ég tali nú ekki um hinn hungr- aða heim, eða þá gætu verið áfram Iifandi í hafinu, vaxið og tímgast og stuðlað að auknum veiðum á komandi árum. Magnbundin kvótakerfi eru tíma- skekkja sem ég sé ekki að þjóni neinum tilgangi nema ef vera skyldi að hygla einhveijum stórum og út- völdum á kostnað smælingjanna og vistkerfisins. Ef nauðsynlegt þykir að stjórna veiðum á að gera það með „sóknar- og flotastýringu“ og taki hún mið af leiðarmerkjum frels- is, jafnréttis og réttlætis sem kostur er. Höfundur er sjómaður í Súganda- firði. Sveinbjörn Jónsson Atlagan að öryrkjum Garðar Sverrisson sjúkdómi sem síðar leiddi til örorkunnar. Aðrir hafa eytt bestu árunum í langskóla- nám, sem á máli sér- fræðinganna heitir víst ekki lengur rnenntun heldur „fjárfesting í framtíðartekjum". Þá er ótalinn allur sá fjöldi sem misst hefur heils- una of ungur til að eiga þess nokkurn tíma kost að vinna og greiða í lífeyrissjóð. I stað þess að rétta hlut þeirra öryrkja sem hér um ræðir ákveður ríkis- MEÐAL fyrirhug- aðra skerðinga á hag öryrkja er ákvæði sem lítið hefur farið fyrir, enda af nógu að taka. Þetta ákvæði fjárlaga- frumvarpsins hljómar svo: „Akvæðum al- mannatryggingalaga verði breytt þannig að einstaklingar sem ekki hafa hirt um að greiða í lífeyrissjóði, eftir að slíkt varð lagaskylda, fái aldrei fulla tekju- tryggingu." Til að forðast mis- skilning skal það strax tekið fram að þeir sem bætur fá úr lífeyrissjóði 'eru aldrei eins illa settir og þeir sem einungis eiga rétt á tekjutryggingu. En full og óskert tekjutrygging nemur nú kr. 24.439 á mánuði. Margir öryrkjar fá lítið eða ekk- ert úr lífeyrissjóði af ástæðum eins og þeirri að þeir hafa ekki greitt í þá allra síðustu misserin áður en þeir veiktust, og gildir þá einu þótt samanlagður fyrri greiðslutími þeirra sé lengri en hjá þeim sem eru svo heppnir að hafa verið greið- andi í einhvern sjóð þegar þeir misstu heilsuna. Margir hafa til dæmis verið orðnir veikir af þeim stjórnin að greiða þeim þetta sér- staka aukahögg, til viðbótar við þá skerðingu sem allir öryrkjar eiga að sæta. Þeir sem eitthvað þekkja til mál- efna öryrkja vita að. þeir búa oft við meiri einangrun og einsemd en annað fólk. Gildandi lögum er líka þannig háttað að þau vinna beinlín- is gegn því að öryrkjar stofni til sambúðar eða hjónabands. Ef ann- að hjóna hefur ekkert nema bætur almannatrygginga verður hitt að bæta við sig verulegri vinnu. Sá böggull fylgir að sú viðbótarvinna verður gjarnan til þess að svipta öryrkjann allri tekjutryggingu. Nú heyrum við heil- brigðisráðherra hóta „hávaða“, segir Garðar Sverrisson, ef ekki verði byggð brú yfir Gilsfjörð. Raunar byijar hún að skerðast um leið og mánaðarlaun makans fara fram úr kr. 36.220! Á sama tíma og ákveðið er að þrengja hag öryrkja þurfum við að horfa upp á það kvöld eftir kvöld, svo vikum skiptir, hvernig forystu- menn þjóðarinnar eru gráti nær yfir þeim ósóma að til skuli vera fólk sem býr við betri kjör en þeir sjálfir. Átakanlegast hefur verið að fýlgjast með formanni Framsóknar- flokksins, sem illu heilli virðist ekki búa yfir þeirri bessastaðaró sem færst hefur yfir ýmsa aðra. Og nú heyrum við heilbrigðisráð- herrann hóta „hávaða“ ef ekki verði byggð brú yfir Gilsfjörð. Kannski það verði svipaður hávaði og hún hafði í frammi fyrir hönd öryrkja áður en hún sjálf settist í stól ráð- herra? Höfundur er rithöfundur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.