Morgunblaðið - 13.10.1995, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 13.10.1995, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 1995 25 „VIÐ töldum að tryggingarnar væru dýrari en á hinum Norð- urlöndunum. Okkur þóttu þær einnig vera heldur einhliða og tækju ekki nægilegt mið af aldri og slysasögu ökumanns,“ segir Arinbjörn Kolbeinsson, fyrrverandi yfirlæknir og for- maður FÍB í áraraðir, en í því embætti beitti hann sér fyrir stofnun Hagtryggingar hf. árið 1965. Félag íslenskra bifreiðaeig- enda hefur unnið að trygginga- málum frá stofnun. Sérstök tryggingamálanefnd sem skip- uð var 1960 lagði til breytt fyr- irkomulag á bílatryggingum með það að markmiði að ið- gjaldabyrðin yrði flutt meira yfir á þá sem mestum tjónum valda en skapa svigrúm fyrir miklum mun lægri iðgjöld fyrir bestu ökumennina. Á þessum tíma voru tvö iðgjaldastig, sem þýddi að góðir ökumenn gátu aðeins fengið 30% afslátt frá hæsta iðgjaldi, en FÍB vildi að félögin settu upp 6-8 gjald- flokka. Fram kemur í saman- tekt um aðdragandann að stofnun Hagtryggingar, sem Anders Hansen gerði fyrir 50 afmælisblað FÍB, og hér er stuðst við, að tillögur félagsins hafi ekki fengið framgang hjá tryggingafélögunum. Óánægja vegna hækkunar iðgjalda Óánægja bíleigenda fór vax- andi á næstu árum, meðal ann- ars vegna 50% hækkunar ið- gjalda á árinu 1964, sem FÍB sá þó ekki ástæðu til að mót- mæla vegna verðbólgu og fjölg- um afkomu bílatrygginganna hjá íslensku félögunum á undanförn- um árum gefa heldur ekki til kynna að þar sé hægt að ná skjótfengnum gróða. I þessu sambandi er einnig áhugavert að rifja upp sögu trygg- ingareksturs FIB. Hún sýnir hvernig sagan endurtekur sig. Fé- lagið stofnaði Hagtryggingu vegna þess hvað íslendingar greiddu há iðgjöld miðað við aðra Norður- landabúa, sérstaklega góðir öku- menn, eins og fram kemur í sam- tali við stofnanda fyrirtækisins hér á opnunni. Bótasjóðir komu einnig til tals. Þetta eru nákvæmlega sömu rök og nú liggja til grundvall- ar tryggingaútboði FÍB. Trygg- ingafélögin misstu stóran hluta af sínum bestu ökumönnum til Hag- tryggingar og sáu mikið eftir þeim og Hagtryggingu tókst að lækka iðgjöld þeirra í upphafi. En rekstur Hagtryggingar gekk ekki til lengd- ar, hver svo sem skýringin er á því, og önnur lítil félög sem mest byggja á tryggingum bíla hafa einnig átt erfitt uppdráttar. Þegar vöngum er velt yfir mögu- leikum til lækkunar iðgjalda bíla- trygginga verður einnig að líta til þátta í umhverfinu sem hugsan- lega geta haft áhrif á iðgjöldin í framtíðinni. Nú stendur yfir vinna við endurskoðun á skaðabótalögum og er búist við að margföldunarst- uðlar vegna skaðabóta til fólks sem verður fyrir líkamstjóni verði hækkaðir. Það eykur tjónakostnað og leiðir þannig til hækkunar ið- gjalda, að mati forsvarsmanna tryggingafélaganna. Þá virðist stefna í slæmt tjónaár hjá trygg- ingafélögunum í ár vegna fjölgun- ar umferðarslysa. Þarf hugarfarsbreytingu Það er auðvitað gömul tugga að segja að besta leiðin til að lækka iðgjöld bílatrygginga sé að fækka umferðarslysum en ekki verður fram hjá því horft að mikil sann- indi felast í þessum orðum. Unnið er að skipulögðu átaki til að auka umferðaröryggi en ekki er víst að samþykkt ríkisstjórnar dugi til að fækka slysum. Til þess þarf hug- arfarsbreytingu. Almennur vilji þarf að vera fyrir því í þjóðfélaginu að auka menninguna í umferðinni. unar umferðar- óhappa. Vorið 1965 brást félagið hins vegar hart við þeg- ar fréttir bárust af því að talin væri þörf á allt að tvö- földun iðgjaldanna. I athugasemdum sem sljórn félagsins gerði við hækkun- ina er meðal annars bent á að tap félag- anna sé aðeins reikningslegt og myndist vegna þess að þau geti ekki lát- ið sjóði sína [bóta- sjóði] vaxa svo sem ætlast er til, að því er fram kemur í Ökuþór frá þessum tíma. Áhugi reyndist fyrir því meðal félagsmanna að stofna tryggingafélag og var undir- búningsstofnfundur haldinn í Tjarnarbúð 10. apríl. Þá höfðu 600 manns skrifað sig fyrir hlutafé og fullt var út úr húsi. Hagtrygging hf. tók til starfa síðar í mánuðinum og 1. maí, við upphaf nýs tryggingaárs, hafði félagið tekist á hendur tryggingu á 3.400 bifreiðum. Síðustu dagana fyrir mánaðar- mótin var unnið dag og nótt á skrifstofum Hagtryggingar og FÍB í Bolholti 4 og ösin svo mikil að lögreglan varð að setja ein- stefnu í Bolholtið. Stofnun félagsins tók aðeins þrjár vikur og þurfti þó að safna hlutafé, fá nauðsynleg leyfi hérlendis og er- lendis, gera endur- tryggingasamninga og færa bílatrygg- ingar viðskiptavina til félagsins. „Það var mikil stemmn- ing í kringum þetta framtak og við fengum góðar und- irtektir," segir Arinbjörn í samtali við Morgunblaðið. Hann var kosinn fyrsti formað- ur stjórnar Hagtryggingar og hafði áður verið formaður trygginganefndar FÍB. Arinbjörn segir að hinum tryggingafélögunum hafi verið mjög illa við þetta framtak FÍB og reynt að láta líta svo út að félagsmenn hefðu lítinn hag af því að tryggja hjá Hagtrygg- ingu. Félagið hrinti í fram- kvæmd þeirri stefnu sem FIB hafði barist fyrir með því að fjölga áhættuflokkum og reyndist þá ekki þörf fyrir 70% hækkuii iðgjalda á tryggingar tjónlausra ökumanna. Ari eftir stofnun fyrirtækisins tóku önn- ur tryggingafélög upp iðgjalda- kerfi Hagtryggingar, sem þau áður töldu óframkvæmanlegt, að því er segir í afmælisblaði FIB. Arinbjörn segir að þó Hagtrygging hafi aldrei náð að framkvæma það til fulls, að láta menn beraiðgjöld í samræmi við tjón, hafi hin félögin stælt iðgjaldaskrá Hagtryggingar og munurinn smám saman minnk- að. Reksturinn fór að ganga verr Arinbjörn segir að Hag- trygging hafi verið rekin með hagnaði fyrstu árin en síðan Hafi farið að ganga verr, ósætti verið um stjórnunina og loks hafi starfsemin verið seld Sjó- vátryggingafélagi Islands. Ekki verður farið nánar út í þá sögu hér. Félagsins er síðast getið í skýrslum Vátryggingaeftirlits- ins fyrir árið 1987. Arinbjörn neitar því að afdrif Hagtrygg- ingar sýni að ekkigangiað reka lítið sérhæft bílatrygg- ingafélag. Segir að Hagtrygg- ing hafi einfaldlega ekki verið nógu vel rekin og hann hafi sagt sig úr stjórninni af þeim ástæðum. Hann segir að líta megi svo á að svipuð staða sé komin upp í bílatryggingunum og var þeg- ar Hagtrygging var stofnuð og þá sé gott að hreinsa til. En í ljósi reynslunnar ráðleggur hann núverandi stjórn FIB að hafa sjálf alla stjórn á málum. Þá muni framtak núverandi forystumanna eiga meiri fram- tíð fyrir sér en raunin varð á með Hagtryggingu. * FIB stofnaði trygg- ingafélag vegna óánægju með iðgjöldin Arinbjörn Kolbeinsson Komið hefur í ljós að lítið er að marka opinberar tölur um umferð- arslys vegna þess hvað lítill hluti þeirra fer á lögregluskýrslur. Sam- anburður við önnur lönd er óraun- hæfur og breytingar á vinnubrögð- um við skráningu gera það að verk- um að ekki er einu sinni hægt að sjá fyrir víst hvort slysum hafi fjölgað eða fækkað. Rétt skrán- ing umferðarslysa er undirstaða forvarna, bæði við fræðslustarf og lagfæringu umferðarmannvirkja, og verður að koma henni í betra horf. Mikið lagt undir Samkeppni hefur verið fremur dauf á íslenska bílatrygginga- markaðnum. Hann ber öll einkenni fákeppni þar sem ákveðið jafnvægi ríkir. Lítill munur er á almennum iðgjöldum. Ekkert tryggingafélag þorir að ráðast til atlögu því fyrir- fram er vitað að keppinautarnir munu samstundis svara í sömu mynt og þá nýtur sá sem fyrstur lækkaði verðið ekki góðs af aukn- um viðskiptum en allir sitja í sömu súpunni. Samkeppni er'lífleg í mörgum Evrópulöndum og hefur verið að glæðast með opnun markaðarins. Tryggingafélög sem selja þjónustu sína beint, án milligöngu vátrygg- ingamiðlara, hafa verið að þjarma að gömlu risunum og þeir hafa orðið að bregðast við. Hvort þessir straumar munu ná alla leið yfir hafið, til íslands, kemur í ljós síðar á árinu þegar Árni Sigfússon opnar umslögin í útboði FÍB. Hann og aðrir forystumenn félags- ins hafa lagt töluvert undir í bar- áttu sinni fyrir hagsmunum bíleig- enda. Menn geta haft mismunandi skoðanir á því hvort gagnrýni þeirra hafi að öllu leyti verið sann- gjörn. En hver sem niðurstaðan verður hefur FÍB beint kastljósinu að iðgjöldum bílatrygginganna með eftirminnilegum hætti og þar með rækt aðhaldshlutverk sitt. Ekki hægt Margir tryggingamenn óttast erienda samkeppni þó þeir beri sig vel. Einkum óttast þeir að erlent félag kunni að slá af arðsemiskröf- um í upphafi og bjóði lægri iðgjöld til að komast inn á markaðinn, í raun með því að niðurgreiða ið- gjöldin. „Eg fullyrði að enginn getur komið hingað inn á markaðinn og tekið hann af okkur, nema tapa á því. Það er einfaldlega ekki hægt,“ segir Axel Gíslason, framkvæmda- stjóri Vátryggingafélags íslands og formaður Sambands íslenskra tryggingafélaga. Skattlagningin næst á dagskrá Árni Sigfússon segist verða var við ákveðna hreyfingu á markaðn- um, einhver tilboð séu í jjangi, og rekur það til aðgerða FIB. Segist hann vera ánægður með þessa þróun en vill sjá sterkari við- brögð. „Ég kem ekki inn í þetta starf með sérþekkingu á bílum, heldur til að vinna að því að auka kaupmátt í landinu. Rekstur einkabíls er orðinn hæsti kostnað- arliður fjölskyldunnar, dýrari en maturinn. Hér vantar aðgerðir og er lækkun trygginganna aðeins fyrsti þátturinn," segir Árni og bætir því við að næst hljóti félag- ið að snúa sér að baráttu gegn óvæginni skattlagningu bíleig- enda. Ekki er auð- velt að taka markaðinn með trompi I0ALBÍLJ * STOFNUE ISAUty >1955-^/ 13 1 " ^ r ■ Daihatsu Feroza DX, árg. 1990, ek. 77 þ„ rauður. Verð 820.000. M. Benz 200, árg. 1986, ek. 155 þ„ sjálfsk., blár. Verð 1.490.000. Ford Econoline, árg. 1991, ek. aðeins 47 þ„ sjálsk., vínrauður, einn eigandi, staðið inni á veturna, dekurbfll. Verð 1.650.000. MMC L-300 Minibus, árg. 1988, ek. 125 þ„ Ijósgrár. Verð 750.000. Toyota Corolla XLi H/B 1300, árg. 1994, ek. 10 þ„ hvítur. Verð 1.200.000. MMC Galant GLSi 2000 Super, árg. 1992, ek. 63 þ„ hvítur. Verð 1.470.000. BMW 735IA, árg. 1987, ek. 180 þ. NÝ VÉL, Ijósgrár. Verð 2.150.000. Suzuki Swift GXi 1300, árg. 1987, ek. 122 þ„ 5 dyra, hvítur. Verð 390.000. Honda Prelude EX 1800, árg. 1986, ek. 117 þ„ hvítur. Verð 520.000. M. Benz 200 D, árg. 1991, ek. 104 þ„ sjálfsk., blár. Verð 2.750.000. M. Benz 420 SE, árg. 1988, ek. 154 þ„ sjálfsk., svartsans. Verð 3.500.000. M. Benz 500 SE, árg. 1984, ek. 163 þ„ sjálfsk., grænsans. Verð 2.200.000. M. Benz 280 S, árg. 1984, ek. 170 þ„ sjálfsk., dökkgrænn. Verð 1.390.000. Ford Taurus, árg. 1986, ek. 113 þ„ sta- tion, sjálfsk., rafmagn í rúðum o.fl., blár. Verð 690.000. Ford Ranger X Cab XLT 2.9 Pic., árg. 1991, ek. 103, hvítur, mjög fallegur bill. Verð 1.200.000. Ford Econoline 350, árg. 1988, ek. 150 þ„ hvítur. Verð aðeins 720.000. Ford Mercury Topaz, árg. 1988, ek. 80 þ„ sjálfsk., Ijósgrár. Verð 490.000. Volvo F 610 kassabfll m/lyftu, árg. 1985, ek. 230 þ„ hvitur, góður bíll. Verð 1.300.000. Daihatsu Feroza DX, árg. 1990, rauður. Verð 820.000. Daihatsu Feroza EL II EFI, árg. 1991, 6k. 38 þ„ hvltur. Verð 1.180.000. Daihtasu Applause, árg. 1990, ek. 88 þ„ hvítur. Verð 650.000. Dodge Intrepid, árg. 1993, ek. 45 þ„ sjálfsk., grænsans. Verð 2.400.000. Mazda GLX 1600, árg. 1986, ek. 143 þ„ steingrár. Verð 320.000. MMC Tredia GLS 4WD 1800, árg. 1987, ek. 129 þ„ grár. Verð 320.000. MMC Galant GLSi 2000 Super, árg. 1988, ek. 150 þ„ hvitur. Verð 820.000. Nissan Primera SLX, árg. 1992, ek. 47 þ„ blásans. Verð 1.150.000. Saab 9001, árg. 1988, ek. 115 þ„ brún- sans. Verð 690.000. Toyota 4Runner EFi V6 3000, árg 1988, ek. 74 þ„ rauður. Verð 1.500.000. Toyota 4Runner i V6 3000, árg. 1991. ek. 114 þ„ rauður. Verð 2.150.000. Mazda 323 4WD, st., 1600, árg. 1992, ek. 58 þ„ blár Verð 1.100.000. Nissan Sunny SLX st. 4WD, árg. 1993, ek. 42 þ„ grár. Verð 1.300.000. Peugeot 205 GTi 1900, árg. 1988, ek. 116 þ„ rauður. Verð 620.000. Vegna mikillar eftirspumar vantar okkur bfla á skrá og á staðinn. Útvegum bilaián. Allir bílar söluskoðaðir! JpLBÍLASSlim viö Miklatorg, slmi 551-7171.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.