Morgunblaðið - 13.10.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 13.10.1995, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ r FRETTIR Morgunblaðið/RAX ÓLAFUR Ragnar Grímsson, fráfarandi formaður Alþýðubandalagsins, flytur yfirlitsræðu sína við setningu Iandsfundar. Fulltrúar á landsfundinum hlýða þungt hugsi á ræðuna. Qlafur Ragnar Grímsson um sameiningarmál í yfirlitsræðu á landsfundi Alþýðubandalagsins Leita þarf allra leiða til að mynda eina starfsheild í YFIRLITSRÆÐU sinni við setn- ingu 12. landsfundar Alþýðubanda- lagsins á Hótel Sögu í gær fjallaði Ólafur Ragnar Grímsson, fráfarandi formaður flokksins, m.a. um mögu- leika á samstöðu félagshyggjufólks og vinstrimanna og sagði: „Vænleg- asta leiðin til að fella ríkisstjóm Sjálf- stæðisflokks og Framsóknarflokks er að mynda skýran valkost, breið- fylkingu allra þeirra sem aðhyliast hugsjónir jafnaðar, samvinnu og fé- lagslegs réttlætis. Ekki með því að sundra núverandi flokkum eða bijóta þá niður. Heldur með því að finna form sem tengir alla saman án þess að ganga á sjálfstæði hvers og eins.“ I ræðu sinni fjallaði Ólafur Ragnar- ítarlega um breytta skipan alþjóða- mála og ný tækifæri. Færði hann flokksfélögum sínum þakkir fýrir að hafa trúað sér fyrir að leiða Alþýðu- bandalagið á slíku umbrotaskeiði. „Flokkar eiga sér aldrei örugga tilveru. Það sýnir okkur íslensk saga síðustu áratuga þegar á þingi og í ríkisstjóm hafa setið fulltrúar flokka sem nú eru horfnir. Það sýnir okkur saga Austur-Evrópu og Italíu. Þar hafa á allra síðustu ámm voldugir landsstjómarflokkar fyrri tíðar liðast í sundur. Það var ekki sjálfgefið á haustdögum 1987 þegar Alþýðu- bandalagið hafði í nýlegum þing- kosningum misst forystusætið meðal vinstra fólks í landinu, forystusæti sem hreyfing íslenskra sósíalista hafði haldið í nær hálfa öld og flokk- urinn mældist hvað eftir annað í könnunum með lága eins stafs tölu, að okkur myndi öðlast að gera Al- þýðubandalagið á ný að stærsta og kraftmesta flokki íslenskra vinstri- manna, að okkur myndi takast að hagnýta öldurót breytinganna í heiminum til að færa stefnu okkar og tillögugerð í búning sem hæfir betur verkefnum íslensks samfélags á 21. öldinni en aðrir textar sem birst hafa á umræðuvettvangi ís- lenskra stjórnmála," sagði ðlafur Ragnar. Hann sagði að umræðan í aðdrág- anda formannskjörsins hefði sýnt að öflug samstaða ríkti nú í flokknum um þá stefnu sem mótuð hefði verið á undanförnum árum. „í hreinskilni sagt, kæru vinir og félagar, þá er það sú viðurkenning sem ég met mest. Viðurkenning sem birtist í því að báðir frambjóðendur til embættis formanns hafa flutt má! sitt og áherslur á grundvelli þeirrar heil- steyptu stefnu sem við höfum verið að skapa á undanförnum árum,“ sagði Ólafur Ragnar ennfremur. Vék hann einnig að stefnuskrá Alþýðubandalagsins, útflutningsleið- inni, og sagði ánægjulegt að sjá að allar þær áherslur, sem að und- anfömu hafi verið taldar einkenna nýtt og kraftmikið svipmót breska Verkamannaflokksins, og hafi hrakið íhaldsflokkinn á sögulegan flótta, sé einnig að fínna í grænu bók Alþýðu- bandalagsins, stefnuritinu um at- vinnu, jöfnuð og siðbót. Þá íjallaði Ólafur Ragnar í ræðu sinni um hvaða lærdóma mætti draga af atburðum seinustu ára fyrir sam- stöðu vinstri manna. „í sveitarstjórnarkösningunum 1990 tók ég þá umdeilanlegu ákvörð- un að styðja ekki formlega lista flokks okkar í höfuðborginni til að veita skjól þeirri samvinnu sem tek- ist hafði með jafnaðarsinnum úr okk- ar flokki og öðrum og fólki úr sveit óháðra félagshyggjumanna. Allt þetta, árangur vinstri stjórnarinnar 1989-1991, umræðuferðin um nýja tíma, reynslan frá 1990, hefði átt að vera forystu.Alþýðuflokksins veg- amesti sem dygði til að taka þátt í því með okkur að mynda breiðfylk- ingu íslenskra jafnaðarmanna og helja nýtt áhrifaskeið félagshyggj- unnar á íslandi. En gamlir draumar þeirra um endurfædda Viðreisn, langvarandi völd í skjóli Sjálfstæðis- flokksins, villtu þeim sýn. Fáránleiki þessa Viðeyjarupp- vaknings varð aldrei ljósari en í vor þegar Davíð Oddsson henti Alþýðu- flokknum á einni helgi út úr stjórn- arráðinu. Beitti raunar sömu aðgerð- um og Alþýðuflokksforystan valdi í skammsýni sinni gagnvart. vinstri stjóminni Qóram áram áður,“ sagði hann. Þá spurði Ólafur Ragnar lands- fundarfulltrúa hvemig þjóðin ætti að treysta á leiðsögn og forystu jafn- aðarmanna og félagshyggjufólks sem gætu ekki læknað sín innri mein. Á næstu misserum bæri að leita allra hugsanlegra leiða til að ná saman í eina starfsheild tugþús- undum samherja sem nú um stundir væra á öðrum brautum. Þúsundir íslendinga biðu eftir nýrri von og nýju afli og Qöldi æskufólks for- dæmdi þá kyrrstöðu sem hér ríkti á flestum sviðum. „Ég segi því við ykkur, kæru vin- ir og félagar, ég segi við samheija okkar í öðrum flokkum íslenskra vinstrimanna og jafnaðarsinna: Það er ekkert ágreiningsefni svo mikil- vægt að það réttlæti að bregðast þessu fólki, vonum þess um betri tíð og nýja tíma. Það er skylda okkar að skapa samnefnara sem dugir til að glæða vonina afli, að skapa á íslandi framtíð sem sæmir möguleik- um lands og þjóðar,“ sagði hann. 21. öldin blómaskeið hinna smáu eininga Ólafur Ragnar fjallaði einnig um þau tækifæri sem fælust í hagkerfi 21. aldarinnar og vitnaði til rita tveggja heimskunnra manna sem greint hefðu þessa þróun. „Báðir telja þeir að hagkerfi 21. aldarinnar verði blómaskeið hinna smáu eininga. Tími þar sem hæfileikar einstaklinganna, möguleikar litlu fyrirtækjanna og eiginleikar smáríkjanna fái að njóta sín,“ sagði hann. Rannsókn á högum tvö hundruð og sextíu blindra eða sjónskertra Islendinga Þriðjungur telur fötlun- ina draga úr hamingju UM þriðjungur 18 til 69 ára sjón- skertra og blindra telur að sjónskerð- ingin/blindan hafí dregið úr lífsham- ingju sinni. Jón Sigurður Karlsson, sálfræð- mgur og rekstrarstjóri Sjónstöðvar íslands, og dr. Sigrún Júlíusdóttir, dósent við Félagsvísindadeild *HÍ, unnu könnun á högum sjónskertra og blindra. Jón sagði að ekki væri vitað til að áður hefði verið gerð könnun á högum allra sjónskertra og blindra í einu landi. Markhópurinn var 160 sjónskertir og blindir á aldr- inum 18 til 69 ára og 100 manna úrtak úr liðlega 1.000 manna hópi sjötugra og eldri á skrá Sjónstöðvar íslands. Svarhlutfall í könnuninni var mjög gott eða yfír 80%. Við skilgreiningu á sjónskerðingu er miðað við að sjónskertir sjái á 6 m færi það sem maður með fulla sjón sér á 18 m færi. Lögblindir sjá á 6 m færi það sem maður með fulla sjón sér á 60 m færi. Hjá Jóni og Sigrúnu kom fram að við vinnslu rannsóknarinnar hafí lífs- háttakönnun frá árinu 1988 verið höfð til samanburðar að hluta. Sú könnun sýndi m.a. fram á að íslend- ingar væru hamingjusamastir Evr- ópuþjóða. Jón minnti á í því sam- hengi að Páll Skúlason heimspeking- ur hefði tekið fram að íslendingar skilgreindu hamingju útfrá heildar- sýn yfir líf sitt. Sigrún sagði að fram hefði komið að Islendingar sýndu almennt meira æðruleysi en aðrar þjóðir. Könnun þeirra Jóns sýndi fram á að hið sama gilti um blinda. Sigrún sagði að æðraleysið kæmi m.a. fram í því að blindir ættu erfíð- ara með að biðja um aðstoð. Þó fram kæmi að þriðjungur svar- enda teldi að sjónskerðing/blinda hefði dregið úr lífshamingju, tók Jón fram að hér væri alls ekki algild stað- hæfíng á ferðinni. Miklu máli skipti hvernig fólki tækist að ná tökum á breyttum aðstæðum. Hugarfar, skapferli og baráttuandi gætu í því sambandi skipt sköpum. Könnunin náði jafnt til ytri og innri haga og kom fram að húsnæðis- aðstæður blindra væra ekki mjög frábragðnar húsnæðisaðstæðum annarra Islendinga að öðra leyti en því að hlutfallslega fleiri sjónskertir og blindir byggju í fjölbýlishúsum og hefðu flestir 3ja herbergja íbúðir til afnota miðað við 4ra herbergja íbúðir sjáandi. Jón nefndi að hugsan- legar skýringar væru að blindan hamlaði við tekjuöflun, minni íbúðir væru vænlegri kostur fyrir suma og blindir legðu meiri áherslu á að reisa sér ekki hurðarás um öxl við fast- eignakaup. Hlutfall eigin húsnæðis reyndist hið sama og hjá öðrum landsmönnum. Minni atvinnuþátttaka Könnunin gaf til kynna að at- vinnuleysi væri svipað meðal blindra/sjónskertra og annarra landsmanna eða um 7%. Öðru máli gegndi hins vegar þegar litið var til atvinnuþátttöku því hún var um 50% ATHYGLI vakti hvað atvinnu- þátttaka blindra og sjón- skertra var lítil eða um 50% á móti 80% hjá sjáandi á aldr- inum 16 til 74 ára. meðal blindra og sjónskertra saman- borið við 80% samkvæmt Vinnu- markaðskönnun Hagstofunnar með- al íslendinga á aldrinum 16-74 ára. Mismuninn er að sögn Jóns hægt að rekja til þess að stór hluti blindra/sjónskertra treystir sér ekki til að fara út á vinnumarkaðinn eða hefur gefíst upp í samkeppni um atvinnu. Höllustum fæti standa 55 ára og eldri og eru í talsvert verri aðstöðu en sjáandi jafnaldrar þeirra. Marktækt fleiri lögblindum en sjónskertum finnst að þeir hafi ein- angrast. Fleiri vilja frekar að þeim sé boðin aðstoð en að þeir þurfi að j biðja um hana að fyrra bragði. Við- horfíð verður meira áberandi eftir því sem sjónskerðingin er meiri. Þunglyndiseinkenni era tíðari meðal lögblindra en sjónskertra. Allt að 6-7% svarenda virðast þjást af svo alvarlegri andlegri vanlíðan, einkum þunglyndis- og kvíðaein- kennum, að þeir þarfnast meðferðar. Færri í hjónabandi Sigrún tók fram að kannanir hefðu leitt í ljós að sterk tengsl væru á milli góðs hjónabands og geðheilsu. Færri blindir væru giftir og færu því á mis við náinn stuðning hjónabands- ins. Blindir hefðu meiri tengsl við vini og minni við fjölskyldur en sjá- andi. Blindir eru virkari í menningar- legum viðburðum en sjáandi. Hins vegar lesa eða hlusta sjónskertir minna á hljóðbækur en sjáandi lesa. Blindum og sjónskertum verður gefinn kostur á að æfa sig með blindrahundi á hátíðarsal MH kl. 15.30 á laugardag. Daginn eftir verður haldið upp á Alþjóðlegan dag hvíta stafsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.