Morgunblaðið - 13.10.1995, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 13.10.1995, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 1995 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Benjamín Eyjafjarðarbraut hækkuð verulega Kostnáður við snjómokstur minnkar Eyjafjarðarsveit. Morgunblaðið FRAMKVÆMDIR standa nú sem hæst við Eyjafjarðarbraut eystri milli Þverár og Lauga- lands, en verktaki er Klæðing hf. Nýi vegurinn er hækkaður mjög mikið og verður vonandi fær flesta daga ársins. Ekki eru horfur á lagt verði bundið slitlag á veginn í haust og bíð- ur það næsta vors. Ibúar á einu þéttbýlasta svæði Eyjafjarðar- sveitar voru orðnir Iangþreytt- ir á gamla veginum sem var búinn að vera afar lélegur í mörg ár og fagna því bættum samgöngum. Kostnaður við snjómokstur ætti að minnka verulega á þessum háa breiða og glæsilega vegi. Verkefnastaða Slippstöðvarinnar-Odda hf með allra besta móti 5 stórir togarar í stöðinni STARFSMENN Slippstöðvarinn- ar-Odda hf. hafa í nógu að snúast þessa dagana. Verkefnastaða fyr- irtækisins er með allra besta og þar eru nú fimm stórir og öflugir togarar í viðgerð, viðhaldi og eða breytingum. Harðbakur EA er í dráttarbrautinni, Mánaberg ÓF í flotkvínni og við slippkantinn liggja þýski togarinn Hannover, Snæfugl SU og Amar HU. Fyrir- tækið Royal Greenland AS hefur keypt togarann Arnar HU af Skagstrendingi og verður hann afhentur _ nýjum eigendum eftir helgina. Áður fer hann í flotkvína, m.a. til botnskoðunar. Hundrað og fimmtíu starfsmenn Um 150 starfsmenn vinna nú hjá stöðinni, með þeim 20 starfs- mönnum sem fyrirtækið fékk að láni hjá öðrum fyrirtækjum tíma- bundið. Þá hefur Slippstöðin leitað til undirverktaka vegna breyting- anna á þýska togaranum Hannov- er. Það er orðið æði langt síðan unnið hefur verið við annan eins flota í Slippstöðinni-Odda hf. og einmitt um þessar mundir. Htij t Hcadtnk R.SIGMUNDSSON HF. SIGLINGA- OG FISKILEITARTÆKI TRYGGVAGÖTU16101 R. SÍMI: 562 2666, FAX: 562 2140 Píanótónleikar 1 Tónlistarskólanum TÓNLEIKAR verða í sal Tónlistar- skólans á Akureyri laugardaginn 14. október. Þar kemur fram píanóleikarinn Valgerður Andrés- dóttir, sem leikur í fyrsta skipti á Akureyri. Valgerður, sem er búsett í Dan- mörku, hélt sína fyrstu tónleika á íslandi 1990 og hefur síðan spilað oft, bæði ein og með öðrum, á tónleikum á Norðurlöndum og í Þýskalandi. Hún stundaði nám hjá Önnu Þorgrímsdóttur og Margréti Ei- ríksdóttur hér á íslandi og seinna við Tónlistarhá- skólann í Berlín, þaðan sem hún lauk prófi árið 1992. Á efnisskrá eru verk eftir Jórunni Viðar, Debussy, Chopin, Mozart og Liszt. Tónleikarnir hefjast kl. 16. Ljósmyndasamkeppni Frissa fríska Messur LAUFÁSPRESTAKALL: þjónusta í Laufáskirkju á sunnu- Kirkjuskóli barnanna verður dag, 15. október kl. 14.00. laugardaginn 14. október kl. Kyrrðar- og bænastund í Greni- 11.00 í Svalbarðskirkju og kl. víkurkirkju á sunnudagskvöld kl. 13.30 í Grenivíkurkirkju. Guðs- 21.00. Borgnesingar hlutskarpastir BORGNESINGAR hlutu fyrstu og önnur verðlaun í ljósmynda- samkeppni Frissa Fríska sem haldin var í sumar, en úrslit voru tilkynnt nýlega. Aslaug Þorvaldsdóttir tók bestu myndina að mati dóm- nefndar og fékk hljómflutnings- samstæðu að launum sem og einnig Harpa Ingimundardóttir sem varð í öðru sæti. Verðlaunin voru afhent á heimaslóðum vinn- ingshafa I Borgarnesi og var myndin tekin við það tækifæri, Áslaug er til vinstri á myndinni og Harpa til hægri. Alls bárust um 2.000 myndir í keppnina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.