Morgunblaðið - 13.10.1995, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 13.10.1995, Blaðsíða 42
42 FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Haustmótið hálfnað SKAK Haustmót Taílíé- lags Réykjavíkur FÉLAGSHEIMILI TR, FAXAFENI 12 ÞRÖSTUR Þórhallsson stendur best að vígi þegar sex umferðir af ellefu hafa verið tefldar á haustmótinu. Teflt er sunnudaga kl. 14, miðvikudaga og föstudaga kl. 19.30. Mótinu lýkur 25. októ- ber. Innbyrðis viðureign titilhaf- anna tveggja á mótinu, Þrastar Þórhallssonar og Sævars Bjarna- sonar, átti að fara fram í sjöttu umferð, en var frestað. Arnar E. Gunnarsson hlaut sitt fyrsta tap, gegn Sigurbimi Bjömssyni úr Hafnarfirði. Amar féll á tíma í erfíðri stöðu. Þeir Magnús Örn Úlfarsson og Jón Viktor Gunnars- son gerðu jafntefli. Raðað er niður í flokka eftir stigum. i A-flokki er keppt um peningaverðlaun og meistaratitil Taflfélags Reykjavíkur. Röð efstu manna í hinum ýmsu flokkum er sem hér segir: A-flokkur: 1. Þröstur Þórhallsson 4 v. + frestuð 2-4. Sigurbjöm Bjömsson, Jón Viktor Gunn- arsson og Magnús Öm Úlfarsson 4 v. 5. Sævar Bjamason 3 'h v. + frestuð. 6-7. Jón ViktorGunnarssonogAmarE. Gunn- arsson 3 'h v. B-flokkur: 1-2. Páll A. Þórarinsson og Ólafur B. Þórsson 4 'h v. 3. Sveinn Kristinsson 4 v. 4. Bergsteinn Einarsson 3 'h v. 5. Bragi Þorfinnss. 3 v. + frestuð 6. Heimir Asgeirsson 3 v. C-flokkur: 1-2. Jóhann Ragnarsson og Davíð Ólafur Ingi- marsson 4 'h v. 3-4. Atli Antonss. og Ámi H. Kristjánsson 4 v. D-flokkur: 1-2. Jón Einar Karlss. og Flóki Ingvarsson 5 v. 3-4. Hjalti Rúnar Ómarsson og Guðjón Val- garðsson 4 v. 5. Hjörtur Daðason 3 'h v. E-flokkur (opinn): 1. Sigurður Páll Steindórsson 5 'h v. 2. Þórir Benediktsson 5 v. 3-4. Baldur H. Möller og Ingi Þór Einarss. 4 'h 5-9. Anna B. Þorgrímsdóttir, Haukur Halldórs- son, Ingi Ágústsson, Davíð Guðnason og Sveinn Vilhelmsson 4 v. Unglingaflokkur: 1. Bergsteinn Einarsson 4 v. af 4 2. Sigurður Páll Steindórsson 3 'A 3—5. Sveinn Vilhelmsson, Stefán Kristjánsson og Knútur Ottersted 3 v. Firmamót TG Taflfélag Garðabæjar hélt fírmamót sitt fýrir mánaðamótin. Tefldar voru hraðskákir. Mótið fór fram á Garðatorgi og urðu úrslit eftirfarandi: 1. Sveinn bólstrari (Bjöm Jónsson) 7 v. af 9 mögulegum 2. Hárgreiðslustofan Cleo (Jóhann H. Ragnars- son) 6 'h v. 3. Apótek Garðabæjar (Leifur Vilmundars.) 6 v. 4. Búnaðarbankinn (Lúðvík Ásgeirsson) 5 'h v. 5. Garðablóm (Kjartan Wikfeldt) 4 'h v. 6. Þúsundþjalasmiðjan (Ingi Þór Einarsson) 4 v. 7. Spesían (Sindri Guðjónsson) 4 v. 8. Garðasól (Baldvin Gíslason) 3 'h v. 9. Snyrtihöllin (Gunnlaugur Þorgeirsson) 3 v. 10. Image (Bragi Sæmundsson) 1 v. Margeir Pétursson Listin að lifa í gleði og heilbrigði 18. október-6. desember miðvikudagar frá kl. 20-22. Viltu gera breytingar á lífi þínu? Minnka streitu og slaka betur á, verða með- vitaðri um samskipti þín. Skoða áhrif væntinga og viðhorfa, tengjast tilfinn- ingum þínum betur. Læra að leika þér. Átta vikna námskeið fyrir þá sem vilja skoða og fá stuðning til að gera breytingar á lífi sínu, upplifa meiri gleði og heilbrigði. 10-12 í hóp. Leiðbeinandi Nanna Mjöll Atladóttir, félagsráðgjafi og kennari í heildrænum 1/fsstíl. Kynning laugardaginn 14. októberkl. 13. Jógastöðin Heimsljós, Ármúla 15, 2. hæð, sími 588 4200. Sérhæfiim okkur í gervinöglum. Akrýl, gel, silki og fleira fyrir neglur. Nú geta allar stúlkur og konur fengið sér glæsilegar, smartar og töff neglurá góðu verði. Bjóðum einnig okkar vinsælu og ódýru naglanámskeið. 10% of&unartílboð át október. Friðlín, naglasnyrtir. Eva Ama, naglasnyrtir. Eva Björk, naglasnyrtir og íslandsmeistari í förðun. 1; I4.0Mil« kL 10.00. Skeifunni 7, síini 588-7750 BBIDS Dmsjön Guöm. Páll Arnarson NORÐUR er fullbjartsýnn að reyna við slemmu við hálþvingaðri innákomu makkers. En hann er hepp- inn. Austur gefur; enginn á hættu. Vestur ♦ 96 V 63 ♦ D9762 ♦ K984 Vestur Norður Austur Suður - - 4 hjörtu 4 spaðar Pass 5 lauf Pass. 6 spaðar Pass Pass Pass Útspil: hjartasexa. Austur fær fyrsta slaginn og spilar áfram hjarta, sem suður trompar hátt. Og tekur KD í spaða. Trompar svo hjarta til að vera fullkomlega viss um hjartaleguna og vestur hendir tígli. Nú snýst allt um laufíferð- ina. Kóngurinn verður að liggja fyrir svíningu, en 4-1- legan er óþægileg. Hins veg- ar ekki endilega óviðráðan- leg, ef einspil austurs er nía, átta eða sjöa. Þá má djúp- svína sexunni síðar. Til að ná fram fullkominni talningu, tekur sagnhafi ÁK í tígli áður en hann spilar laufgosa. Vestur leggur kónginn á, og sjöan kemur úr austrinu. Nú trompar sagnhafí tígul og veit þar með um hvert spil á hendi austurs. Austur hefur sýnt tvo spaða, sjö hjörtu, og nú þijá tígla. Þar með er ljóst að sjöan í laufi er ein á ferð og djúpsvíningin í laufí er því 100%. Pennavinir 13 ÁRA sænsk stúlka óskar eftir pennavinum á aldrin- um 12-14 ára. Áhugamál: dans, knattspyma, körfu- bolti og tónlist. Agneta Wallin, Skolan Vistorp, 52195 KSttilstorp, Sweden. Norður ♦ KD5 ▼ G72 ♦ 843 ♦ ÁD106 Austur ♦ 73 ▼ ÁKD10954 ♦ G105 + 7 Suður ♦ ÁG10842 V 8 ♦ ÁK ♦ G532 IDAG VELVAKANDI Svarað í síma 5691100 frá 9-5 frá mánudegi til föstudags SUMARVINNA við Miklatún Gagnrýni á hirðu Miklatúns svarað ÞANN 12. október 1995 er skrifað í Velvakanda undir fyrirsögninni „Hundaskítur á Miklatúni“ þar sem að sá sem skrifar segir m.a. að varla sé gangandi um stígana vegna hundaskíts og spyr hvað sé til ráða. Vegna þessara skrifa vill umsjón- armaður Miklatúns taka eftirfarandi fram: 1. Mikil og regluleg áhersla er lögð á að halda skrúðgarðinum hreinum af msli og öðm því sem þar á ekki að vera, þar á með- al hundaskít. 2. Vegna þess að hunda- skít á stígum hef ég ekki séð í mjög mjög langan tíma þætti mér vænt um að greinarhöfundur kæmi og benti mér á hvar væri varla gangandi um garðinn vegna hundaskíts. 3. Vissulega eru reglur um undanþágu um hunda- hald í Reykjavík brotnar en flestir hundaeigendur þrifa eftir hunda sína. 4. Á haustin og einnig snemmma vors safnast gæsir saman í hundraða tali hér á Miklatúni. Þær gera þarfir sínar á túnið og stigana líka. Við sópum gæsaskít af stígunum af og tii. 5. Ég tel ekki ólíklegt að greinarhöfundur þekki ekki gæsaskít frá hunda- skít. 6. Til að halda stígunum fullkomlega hreinum af gæsaskít þyrfti mikinn mannafla allan sólarhring- inn, og alla daga, í þó nokkuð margar vikur hvert haust og vor. Au-pair hjá Statman-fjöl- skyldunni Á ÁRUNUM 1966-1967 var stúlka sem hét, eða var kölluð, Ásta, au-pair hjá Statman-fjölskyldunni í húsi sem hét „Shoulder of Mutton Cottage“ í smá- bænum Tebworth norðan við London. Ég veit að hún bjó í vesturbænum í Reykjavík og er sennilega fædd á árunum 1947-50. Ég kom til þessarar fjöl- skyldu í júlíbyijun 1967 en Ásta fór heim nokkrum dögum seinna. Ef einhver getur aðstoðað mig við að hafa upp á Ástu er hann vinsamlega beðinn að hafa samband við mig í síma 555-2282. Lilja Héðins- dóttir. Pokagjald og afsláttarkort ÞAÐ ER furðulegt að neytendum skuli ekki vera ætlað að taka þátt í ráð- stöfun pokagjaldsins svo- nefnda. Neytendur greiða tíu krónur fyrir hvern poka og svo er ætlast tii þess af þeim að þeir beri auglýsingar frá stórversl- unum. Eriendis var sér- stökum mönnum áður greitt fyrir að ganga með auglýsingar um göturnar en nú eiga neytendur að greiða, en bera auglýsing- ar án endurgjalds. Ég legg til að þeir sem kaupa í verslunum snúi pokunum við og neiti að bera aug- lýsingar. Þá vil ég líka minnast á afsláttarkort heilsu- gæslustöðva. Þetta er frekar leiðinlegt orð og minnir gamalt fólk á af- sláttarhross. Þessi afslátt- arkort fást afhent þegar .greiddar hafa verið 3.000 krónur í gjöld á ári. Það er lítil tillitssemi hjá Tryggingastofnun að ætlast til þess að aldrað fólk haldi þessum sneplum saman. Trygginga- stofnunin fylgist með þessum greiðslum og á að geta sent hverjum manni kort þegar upphæðinni er náð. Það er erfitt fyrir sjóndapurt fólk að hafa reiðu á þessu. Pétur Pétursson, þulur. Tapað/fundið Lyklakippa - Post phil LYKLAKIPPA fannst á Austurvelli 6. október' sl. Upplýsingar Post phil, sími 550-6051. Kettlingur í óskilum GULBRÖNDÓTTUR kettlingur með hvíta sokka, ómerktur en með fjólubláa ól, fannst í Ár- bæjarhverfí sl. sunnudag. Kannist einhver við kisu er hann vinsamlega beðinn að hafa samband í síma 587-4612 eftir kl. 19. Víkveiji skrifar... NÝLEGA þurfti Víkverji að leita að teppum, þar eð teppin heima hjá honum voru orðin æði lasin eftir áratuga notkun. Þar sem langt var síðan hann hafði þurft að líta í kringum sig eftir slíkri vöru, renndi hann alveg blint í sjóinn með hvar helztu teppaverzlanirnar væru, jú, hann þekkti Teppaland og Teppa- búðina, en síðan komu í ljós ýmsar fleiri verzlanir, þegar að var gáð, svo sem teppaverzlunin Barr í Ár- múla og svo verzlun í Kópavoginum, sem hét Besta. Þessar upplýsingar fengust í símaskránni, nánar tiltekið í gulu síðunum, þótt ekki væri Teppabúð- arinnar getið þar. Vikveiji hafði svo þann háttinn á að skrifa upp allar upplýsingarnar um þessar verzlanir á blað svo og heimilisföng þeirra og síðan var ekið af stað í teppaleiðang- ur. Þegar kom að verzluninni Besta í Kópavoginum, rak afgreiðsiumað- urinn upp stór augu. „Teppi?,“ sagði hann, „Við höfum aldrei selt teppi“. Víkvetji benti nú á að slíkar upplýs- ingar væri að finna á gulu síðunum undir yfirskriftinni „Teppi“ og fór nú afgreiðslurmaðurinn að fletta upp í skránni. Jú, hann komst að því að Víkverji hafði rétt fyrir sér, en hló svo og sagði. „Ritstjórn símaskrár- innar hefur haldið að mottur fyrir anddyri, sem við seljum teljist til teppa, en svo er nú ekki“. Sem sagt, enn ein vitleysan í síma- skránni, þar sem „ritstjórn hennar hélt“ að einhveijar anddyrismottur væru teppi. Enginn í verzluninni hafði óskað eftir því að verzlunin yrði skráð sem teppaverzlun, enda aldrei selt teppi. xxx KUNNINGI Víkveija var staddur í stórverzlun í Reykjavík- urborg, þar sem slík þjónusta er við viðskiptavini, að þeir geta sezt niður í skemmtilegri kaffistofu og fengið sér eitthvað léttmeti í svanginn við vægu verði. í raun er þetta hin bezta þjónusta við viðskiptavinina, sem sezt geta niður yfir kaffibolla eða fengið sér pylsu eða brauðsneið. Kunninginn var í þann veginn að kaupa sér pylsu, eina með öllu, er mikinn hnerra setti að afgreiðslu- stúlkunni. Svo sem vera ber tók stúlkan fyrir munninn um leið og hún hnerraði en hélt síðan áfram að afgreiða pylsurnar, fór niður í brauðin og tók eitt þeirra upp með hendinni og afgreiddi næsta mann án þess að þvo sér um hendurnar. Kunningjanum féll allur ketill í eld og hann hætti auðvitað við að fá sér pylsuna. Það er greinilega aldrei nógsamlega brýnt fyrir starfs- fólki, sem selur matvöru, að viðhafa ýtrasta þrifnað, eins og þetta dæmi sannar. xxx MORGUNBLAÐINU barst hinn 10. októþer bréf frá fyrirtæki hér í borg, þar sem skýrt er frá því að 17 ára gamall drengur, Graig Sherhold, sem búsettur sé í Banda- ríkjunum sé að safna nafnspjöldum, en hans æðsta ósk sé að komast í „Guinness World Book of Records" eða Heimsmetabók Guinness sem sá sem safnað hefur flestum nafn- spjöldum. Þeir aðilar, sem áður höfðu fengið slíka beiðni eru til- greindir í bréfum og má þar m.a. nefna Sorpu, Endurvinnsluna hf., Vinnueftirlit ríkisins, Slökkvistöðina í Reykjavík, Samband íslenzkra sveitarfélaga og marga fleiri aðila. Þetta er allt góðra gjalda vert, og sjálfsagt að verða við slíkri beiðni, ef ekki væri búið að senda út til- mæli til fólks um að hætta að senda þessum dreng nafnspjöld. Hann er þegar látinn og um það birtist til- kynning í Velvakanda hinn. 24. ág- úst síðastliðinn. Þar koma fram þakkir frá aðstandendum piltsins, fyrir undirtektirnar við beiðni hans og er beðizt undan fleiri nafnspjöld- um, þar sem aðstandendur hans séu hreinlega að drukkna í nafnspjöld- um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.