Morgunblaðið - 13.10.1995, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 13.10.1995, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 1995 33 MINNINGAR ÞORDIS BJARNADÓTTIR + Þórdís Bjarna- dóttir fæddist í Reylqavík 25. apríl 1948. Hún lést á heimili sínu 5. októ- ber síðastliðinn. Hún var dóttir hjónanna Gunnþór- unnar Björnsdóttur frá Kópaskeri, f. 14.11. 1919, og Bjarna Guðbjörns- sonar, fyrrverandi bankastjóra og al- þingismanns, f. 29.11. 1912. Bræð- ur hennar eru: 1) Björn Ragnar Bjarnason, við- skiptafræðingur og fram- kvæmdastjóri, f. 15.5. 1943, kvæntur Jóhönnu Brynjólfs- dóttur lyfjatækni, f. 22.5.1946. Börn þeirra eru Brynjólfur, f. 28.12. 1970, og Guðrún Arna ,f. 7.4. 1972. 2) Gunnar Þór Bjarnason, sagnfræðingur og frámhaldsskólakennari, f. 8.4. 1957, kvæntur Jóhönnu Einars- dóttur talmeinafræðingi, f. 8.6. 1958. Börn þeirra eru Bjarni Þór, f. 18.4.1980, Einar, f. 9.12. 1986, og Jóhann Helgi, f. 3.11. 1994. 29.6. 1969 eignaðist Þórdís dótturina Gunnþórunni Arn- arsdóttur, sem nú stundar nám í sálfræði við Háskóla Islands. Faðir hennar er Arnar Hauks- son, doktor í kvensjúkdóma- fræðum, f. 9.11. 1947. Sam- býlismaður Gunn- þórunnar er Ragn- ar • Hilmarsson verkfræðingur, f. 11.4. 1966. 16. ág- úst 1975 giftist Þórdís eftirlifandi eiginmanni sínum, Henrik G. Thor- arensen verktaka, f. 1.5. 1950. Dóttir þeirra er Hulda, f. 17.12. 1987. For- eldrar Henriks eru Hulda Thorarens- en, f. 8.9. 1933, d. 10.4. 1977, og Gunnlaugur Þórarinsson raf- virki, f. 12.10. 1926. Bróðir Henriks er Þór Thorarensen, f. 14.1. 1962, kvæntur Sigríði Atladóttur, f. 30.4. 1961. Barn þeirra er Gunnlaugur Þór Þórsson, f. 6.7. 1992. Þórdís ólst upp á ísafirði frá tveggja ára aldri. Þar gekk hún í skóla en gagnfræðaprófi lauk hún frá héraðsskólanum á Núpi. Eftir það var hún einn vetur við nám í lýðháskóla í Noregi en hóf síðar nám í hár- greiðslu hjá Helgu Jóakims- dóttur og lauk sveinsprófi árið 1970. Árið 1972 hóf Þórdís störf lyá Fiskveiðasjóði íslands í Reykjavík þar sem hún starf- aði síðan. Utför Þórdísar fer fram frá Bústaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. ELSKU mamma, minningarnar streyma fram en ég virðist ekki geta komið þeim frá mér í orðum. Eg fer bara að gráta og hugsa um hversu mikið ég elskaði þig og hve óskiljanlegt það er að þú sért farin frá okkur svo skyndilega. Það virð- ist svo ósanngjarnt og erfitt að þú fáir ekki að vera hér lengur. Þó ég viti vel að dauðinn sé það eina vissa í þessu lífi þá hefur mér alltaf fund- ist að þú yrðir alltaf hjá okkur. Ég sakna þess að heyra röddina þína og vera með þér. Þú varst svo góð og yndisleg og vildir allt fyrir alla gera. Þú tókst svo mikinn þátt í mínu lífi og hafðir alltaf mikinn áhuga á að fylgjast með öllum í kringum þig sem þér þótti vænt um. Þú gafst ætíð mikið af þér og jafnvel miklu meira en hægt var. Það var aldrei lognmolla í kring- um þig og þú varst sú mest dríf- andi kona sem ég hef kynnst. Þú varst ekki skaplaus. Kveikjuþráður minn er heldur ekki langur, en við áttum það sameiginlegt að geta aldrei verið reiðar lengi og vorum líka fljótar til að biðjast fyrirgefn- ingar. Ef okkur lenti saman þá komst þú alltaf, faðmaðir mig, spurðir hvort við værum ekki enn þá vinir og sagðir að maður aétti aldrei að láta sólina setjast án þess að sættast. Ég get ekki hugsað mér lífið án þin en ég veit að ég verð að vera sterk og læra að lifa með því. Ég skal hugsa vel um hana Huldu þína og gera allt það besta sem ég get fyrir hana eins og þú gerðir alltaf fýrir mig. Megi góður Guð varð- veita þig elsku mamma mín. Þín Gunnþórunn. Tilvera okkar er undarlegt ferða- lag. Hvert er ferðinni heitið, og hver er tilgangurinn? Þessari spum- ingu er ósvarað. Þegar ung, glæsi- leg kona á besta aldri er burt kvödd af vettvangi svo skjótt sem Þórdís Bjarnadóttir, frænka mín og vin- kona, setur menn hljóða og við spyrjum: Hvers vegna? Minningamar streyma fram hver af annarri. Lítil stúlka með ljósa lokka í rauðri kápu kemur hlaup- andi, vefur handleggjunum um háls mér og segir: „Þú mátt alveg passa mig.“ Já, oft passaði ég hana og hún mig. Það er stórhríð vestur á Ísafírði. Hún segir: „Ég vil fara út og leika mér.“ Það er ekki veður til þess nú, elskan, þú getur það ekki. „Jú, ég get það víst, ég set bara á mig margar húfur.“ Hún grætur af tannpínu, þurrkar tárin og segir: „Ég fer til tannlæknisins og læt hann lækna mig.“ Hún fer, kemur til baka eftir stutta stund, brosir sínu fallega brosi og segir: „Tannlæknirinn tók tönnina, mér er batnað." Þannig var hún alltaf ráðagóð og dugleg. Árin liðu og hún Dísa mín óx og dafnaði. Hún var aufúsugestur hjá okkur í Hafnarstræti 4 á ísafirði og dvaldi oft hjá okkur þegar for- eldrar hennar þurftu að bregða sér af bæ. Hún kom alltaf færandi hendi, glöð, kát og skemmtileg. Það var hátíð hjá sonum mínum þegar hún Dísa kom og þau tengdust vin- áttuböndum sem aldrei slitnuðu. Hún gaf mér og mínum sína vin- áttu og við metum hana mjög. Á fullorðinsárum skildu leiðir og sam- fundum fækkaði, en það skipti ekki máli og breytti engu. Góðar gáfur, kjark og dugnað hlaut hún í vöggugjöf, átti til þeirra að telja, alin upp með bræðrunum Birni Ragnari og Gunnari Þór á glæsilegu menningarheimili for- eldranna, þeirra Dúdúu og Bjarna þar sem manngildið sat í öndvegi og virðing fyrir umhverfinu og öllu sem lifir í heiðri höfð, gestrisni ein- stök. Heimili hennar bar líka merki uppeldisns þar sem hún umvafði dæturnar tvær, Gunnþórunni og Huldu, og eiginmann sinn, Hendrik Thorarensen, ástríki, hlýju og manngæsku. Þeirra er missirinn mikill. Ekki fór hún varhluta af stórviðr- um lífsins. Hún stóð af sér stórhríð- ina og brosti gegnum tárin. Ferðalaginu er lokið, elskuleg frændkona og vinur er kvödd, við áttum samleið um stund og ég þakka henni samfylgdina. Kæru vinir mínir og frændsystk- in, megi allt hið góða veita ykkur birtu og yl á erfiðum stundum. Ragnhildur Guðmundsdóttir. Ég veit ekki hvað ég var gömul þegar ég kynntist Dísu. En ég hlýt að hafa verið ung því mér finnst eins og ég hafi þekkt. hana alla ævi. Í huga mínum eru æskuárin og Dísa eitt. Það var stutt á milli heimilanna á ísafirði. Ég bjó í Hafnarstrætinu en Dísa í Mjallargötunni. í götunni hennar bjuggu margir líflegir krakkar á okkar aldri og þangað sóttum við Haukur bróður minn í félagsskapinn. í götunni var margt brallað. Skúrarnir bak við húsið hans Helga Þorbergssonar, garður- inn og portið við húsið hennar Dísu, timburstaflarnir við Björk og fjaran voru óþijótandi uppspretta fyrir fjölbreytta leiki okkar krakkanna. I huganum er þetta ævintýraheim- ur. Heimili Dísu stóð mér alltaf opið og marga nóttina var gist. Ég sé fyrir mér fallegar stofurnar og litla eldhúsið þar sem Gunnþórunn móð- ir Dísu bauð upp á kræsingar. Hvergi fékk ég betri kökur og með- læti en hjá henni. Uppi á loftinu voru ótal krókar og kimar kjörnir til leikja. í skápunum kenndi margra grasa og snemma kom „pjattið" í ljós hjá stelpunum sem nutu þess að klæðast því sem leynd- ist í skápunum. Það er ótrúlegt hvað okkur var sýnd mikil þolin- mæði því ekki er ég nú viss um að umgengnin hafi alltaf verið til fyrir- myndar. Stundum fengum við stöllumar eins föt og eru rósóttu jólakjólarnir sérstaklega minnisstæðir. Dýrindis efni var útvegað frá Reykjavík og úr því sniðnir kjólar, minn skreyttur bleikum rósum, en kjóllinn hennar Dísu bláum. Og ekki vom skómir síðri, komnir alla leið frá kóngsins Kaupmannahöfn. Hvorki fyrr né síðar hef ég eignast fallegri skó. Það var aldeilis sjón að sjá okkur þegar við vomm komnar í skrúðann og mæður okkar búnar að krulla Ijósa kollana. Þegar við Dísa nálguðumst ferm- ingaraldurinn fluttum við báðar af eyrinni i efri bæinn. Nú tóku við unglingsárin með þeim breytingum sem fylgja í kjölfarið. Oft var líflegt í kringum okkur stöllurnar og þótti sumum stundum nóg um. Oftast var þó gamanið græskulaust. Á nýju og fallegu heimili Dísu á Engjaveginum átti ég mér griðastað sem fyrr og oft var gist eins og í Mjallargötunni forðum, sérstaklega ef foreldrar Dísu brugðu sér af bæ. Snemma komu í ljós hæfileikar Dísu í hárgreiðslu og lærði hún seinna þá iðn. Gleggsta dæmið var hennar eigið hár sem alla tíð var einstaklega fallegt og vel hirt. Vin- konurnar nutu góðs af þessum hæfileikum hennar og margan laugardaginn breyttist herbergið hennar Dísu á Engjaveginum í hár- greiðslustofu. Oft var þröng á þingi því Dísa var vinamörg. Með hlýju viðmóti og léttri lund laðaði hún að sér jafnt yngri sem eldri. Árin liðu og vinahópurinn dreifð- ist en báðar settumst við að á höfuð- borgarsvæðinu. Síðustu árin hefur samverustundum fækkað en síminn notaður óspart. Umræðuefni hefur aldrei skort og vináttan ætíð söm. Þó að Dísa hafi búið í Reykjavík bróðurpart ævinnar var hún ísfirð- ingur fram í fingurgóma. Hún hafði brennandi áhuga á öllu sem tengd- ist æskustöðvunum og gömlu vin- unum að vestan. í gegnum árin hefur hún hlýjað mörgum ísfirðing- um um hjartarætur með einstaklega hlýlegu viðmóti og ræktarsemi. í þeim hópi er faðir minn sem oft hefur haft á orði hversu ánægjulegt væri að hitta hana Dísu. Ótímabært andlát Dísu minnir á fallvaltleika lífsins. Ástvinir hverfa á braut og skörð hafa verið rofin í hópinn sem lék sér forðum daga í Mjallargötunni. Á borðinu fyrir framan mig liggur mynd af þremur brosmildum stelpum. Ein þeirra er ég, hinar eru Lína Magga, kær vin- kona sem lést í blóma lífsins, og Dísa sem ég kveð að sinni. í huganum lifir minningin um lífsglöðu stelpuna ljúfu sem öllum þótti vænt um. Ég veit að Dísa er umvafin vinum að vestan. Bergljót. Hún Dísa föðursystir er látin. Dísa varð mjög góð vinkona mín og mér þótti mjög vænt um hana. Ég og bróðir minn vorum oft í pöss- un hjá henni á bamsaldri. Á ungl- ingsárunum fór ég oft í permanent og klippingu til hennar og daginn sem ég fermdist fór ég í hár- greiðslu til hennar og hún setti blóm í hárið á mér. Mér þótti mjög vænt um það þegar hún fæddi hana Huldu litlu í heiminn rétt fyrir jólin 1987, en hún átti ekki að fæðast fyrr en í febrúar. Þegar við fórum saman í veiði- ferðir með fjölskyldum okkar var alltaf gaman og þá var mikið spil- að, spjallað og hlegið. Við töluðum oft saman í síma og stundum fórum við saman í bæinn, keyptum föt og skemmtum okkur vel. Nú kveð ég þig með söknuði og þakklæti fyrir allt. Guðrún Arna. Það er erfitt að sætta sig við að hún Dísa skuli vera dáin. Hún var kærleiksrík og ljúf og vildi allt fyr- ir aðra gera og okkur sem kynnt- umst henni þótti öllum vænt um hana. Dísa var oft hrókur alls fagn- aðar, fjörug og skemmtileg og full af lífsorku. Hún var líka ákaflega smekkleg og bar heimili hennar þess glöggt merki. Þangað var oft gaman að koma og sjá hversu henni var lagið að gera allt hreinlegt og snyrtilegt í kringum sig. Ég kynntist Dísu fyrir 19 árum þegar ég byijaði að vera með Gunn- ari bróður hennar. Hún var að fara á ball og Gunnar var að passa Gunnþórunni dóttur hennar. Ég man hvað mér fannst hún strax viðræðugóð og lifandi. Dísa var mjög bamgóð og kær- leiksrík. Hún bar son okkar Bjarna Þór á höndum sér, keypti á hann föt og skó, passaði hann, lék við hann og hlúði að honum á ástríkan og umhyggjusaman hátt. Þegar vð bjuggum í Þýskalandi hringdi hún reglulega, sagði okkur fréttir að heiman og lét okkur vita af því að hún myndi eftir okkur og þætti vænt um okkur. Dísa var veik af alvarlegum sjúk- dómi sem að lokum dró hana til dauða. Við vonuðum öll að henni tækist að lokum að sigrast á veik- indunum. Okkur fannst að Dísa ætti eftir að gera svo margt og við mundum fá að vera með henni svo miklu lengur. En vegir guðs eru órannsakanlegir. Megi guð vera með henni. Jóhanna Einarsdóttir. Elsku Dísa. Spumingarnar em margar sem sækja á hugann núna og svörin á þúsund vegu. Minningarnar hrannast upp og þó það séu rúm 32 ár frá því við kynntumst, finnst mér eins og allt hafi gerst í gær. Minningar frá Núpi. Laugardag- arnir, þegar meiri hluti dagsins hjá þér og Sillu fór í að leggja hárið á okkur stelpunum fyrir skólaböll. Man ég sérstaklega eftir einu skipti, þegar svo vel tókst til, að nokkrar okkar sátu uppi og sváfum með bökin saman svo að hárgreiðsl- an ruglaðist ekki. Enda fór svo að þú lærðir hárgreiðslu á sínum tíma. Grái hermannakjóllinn þinn, sem' þú varst óspör á að lána okkur hin- um og virtist passa á allar, bæði háar og lágar. Dísa, það er margt sem kemur upp í hugann og þó ótrúlegt sé finnst mér núna, að ég gæti skrifað heila bók um lífsgöngu okkar. Ein dýrmætasta minningin í mín- um huga er frá ísafirði. Mamma þín á von á gestúm í kvöldverðar- boð, við sendar niður í bakarí eftir brauði sem er í sjálfu sér ekki í frásögur færandi, en við höfðum um svo mörg hjartansmál að ræða. Gleymdist því bæði stund og staður og þegar heim til þín var komið höfðum við borðað allt innan úr brauðinu. Mér er þetta svo minnis- stætt, þar sem bakaríisferð þessi varð rótin að þeim trúnaði og vin- skap, sem hefur haldist síðan og þú hefur aldrei brugðist. Þú varst sem klettur við hlið mér á mínum erfiðustu tímum og fæ ég það aldr- ei fullþakkað. En, Dísa mín, fullorðinsárin tóknf við með allri þeirri ábyrgð sem þeim fylgir og okkur tekst öllum misvel að takast á við. Þú fékkst þinn skerf. Þú varst ekki allra, en þeim sem þú tókst brástu ekki í blíðu né stríðu. Hversu mikið sem þú hafðir að gera gafstu þér tíma til að rétta þeim hjálparhönd ef á þurfti að halda. Mér er það svo minnisstætt þeg- ar mig bráðvantaði aðstoð í búðina. Þú komst (gafst þér tíma), sagðist ekkert kunna á kassann. Ég fór að útskýra fyrir þér hvernig hann virk: ^ aði. Þér fannst það eitthvað vefjast fyrir þér og sagðir: „Blessuð drífðu þig, ég hlýt að bjarga þessu.“ Auð- vitað gerðir þú það. Skrifaðir niður það sem þú seldir og sagðir mér svo bara að stimpla allt inn þegar ég kom. Ekkert mál. Mér finnst þetta dæmi svo lýsandi fyrir þig. Alltaf tilbúin að gefa öðrum tíma og bjarga öllu fyrir aðra en gleymd- ir því dýrmætasta af öllu, sjálfri þér. Elsku Dísa, mér finnst ég þurfa að segja þér svo margt, en það verður að bíða þess tíma er við sjáumst aftur. Ég bið góðan Guð að gefa þér þann sálarfrið sem þú þráðir heitast. Elsku Gunnþórunn, Hulda<" Henni, Bjami, Gunnþórunn og áðrir aðstandendur, þið hafið öll misst mikið. Megi minningin um góðan og traustan ástvin ýlja ykkur öllum um ókomna tíma. Ég bið góðan Guð að halda verndarhendi yfir ykkur öllum. Þín vinkona, Sigríður á Horni. Við urðum þeirrar gæfu aðnjót- andi að kynnast Þórdísi en hún vaifc^. móðir Gunnþórunnar vinkonu okkar. Þórdís var glæsileg kona. Hún bjó yfir ytri jafnt sem innri fegurð og stafaði mikil hlýja frá henni. Þórdís reyndist okkur ávallt vel og fylgdist af áhuga með öllu því sem við vin- konurnar tókum okkur fyrir hendur. Við kveðjum Þórdísi með sorg í hjarta og mun minningin um þessa yndislegu konu ætíð lifa með okkur. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekká þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) ^ Elsku Gunnþórunn, Ragnar, Hulda og fjölskylda. Megi góður Guð styrkja ykkur öll í þessari miklu sorg. Borghildur, Erla og Guðbjörg. Ég vil með fáeinum orðum minn- ast Þórdísar Bjarnadóttur, vinar okkar og félaga í Fjaðrafoki. Andl- átsfréttin var óvænt og kom illa við mig en þetta er í fjórðá sinn á einu og hálfu ári sem okkar litli félags- skapur horfir á bak mætum félaga og vini yfír móðuna miklu. Með Dísu er gengin mikil sómakona, sem við kveðjum með söknuði. Hún var frá fyrstu tíð traustur þátttakandi^ störfum Fjaðrafoks, fyrst sem eig- inkona en siðan sem fullgildur með- limur. Þegar kona á besta aldri kveð- ur með óvæntum hætti setur okkur hljóð og eigum við erfitt með að skilja hvers vegna. Élsku Henni minn og Hulda, ég veit að þessir haustdagar eru dimm- ir og kaldir og sorg ykkar er mikil, en ég vona að góður Guð gefi ykkur styrk og þrek. Hugur okkar allra Fjaðrafokara er með ykkur. Samúð- arkveðjur sendum við einnig til Gunnþórunnar og foreldra Dísu. Blessuð sé minning Þórdísfe'1 Bjarnadóttur. Far þú friði. Anna K. Vigþórsdóttir, form. Fjaðrafoks. • Fleiri mitmingargreinar um Þórdísi Bjamadóttur bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.