Morgunblaðið - 13.10.1995, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 13.10.1995, Blaðsíða 27
26 FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessén, Styrmir Gunnarsson. SKATTFE OG ÁHÆTTUREKSTUR ÞÁTTTAKA í áhætturekstri er ekki á verkefnaskrá sveitarfélaga. Þau hafa engu að síður, sum hver, séð sig knúin til að taka fjármuni frá hefðbundnum verkefn- um til að styrkja staðbundið atvinnulíf. Á árabilinu 1987- 1991 lögðu 24 kaupstaðir fram 3,2 milljarða króna til atvinnulífsins, á verðlagi ársins 1991, í formi ábyrgða, kaupa á hlutabréfum, lána, beinna framlaga og niðurfell- ingar gjalda. Sveitarfélögin sem lengst gengu í þessum efnum, stundum langt umfram fjárhagslega getu, söfn- uðu verulegum skuldum og þrengdu mjög stöðu sína til að sinna hefð- og lögbundnum verkefnum. Þau hafa flest tekið sig verulega á í þessum efnum, þótt þau hafi, hin síðustu árin, orðið a>ð verja allnokkrum fjármunum til átaksverkefna til að sporna gegn vaxandi atvinnuleysi. Þetta er rifjað hér upp í tilefni afskipta bæjarstjórnar Hafnarfjarðar af'framkvæmdum Miðbæjar Hafnarfjarðar hf., en það hlutafélag stóð fyrir umdeildri byggingu verzl- unar- og þjónustumiðstöðvar þar í bæ. í fréttaskýringu hér í blaðinu er vitnað til viðtals við Magnús Jón Árna- son, fyrrverandi bæjarstjóra, frá því í september sl, en þar kemur fram að „upphafleg bæjarábyrgð hafi verið 120 milljónir króna en sé komin í rúmar 143 milljónir. Af þessum 120 milljónum væru 100 milljónir bundnar í hótelturni en 20 milljónir í bílakjallara.“ Ekki verður í dag séð fyrir, hvað þetta mál kostar kaupstaðinn endan- lega, en ljóst er það verða töluverðir fjármunir. Hafnarfjarðarkaupstaður deilir þeim gjörningi með fleiri sveitarfélögum að tefla skattfé íbúanna í tvísýnu með ábyrgðum og hlutabréfakaupum. Hins vegar verður ekki séð að nægilega gildar arðsemis- eða atvinnuástæð- ur liggi til grundvallar þeim ákvörðunum og þeirri áhættu sem tekin var í þessu máli. Það er viðurkennt hlutverk hins opinbera, ríkis og sveitarfélaga, að búa atvinnulífinu viðunandi samkeppnis- og starfsaðstöðu. Miðbæjarmálið í Hafnarfirði er á hinn bóginn ríkulegt tilefni til að minna á að það er, eða á að vera, utan verkefnasviðs hins opin- bera að tefla skattfé borgaranna í tvísýnu í áhætturekstri. TIL HVERS ALÞÝÐU- BANDALAG? LANDSFUNDUR Alþýðubandalagsins hófst í gær, að lokinni fremur dauflegri baráttu tveggja frambjóð- enda um formannsembættið í flokknum. Eitt um- ræðuefnið á landsfundinum er að sjálfsögðu sameining vinstrimanna, sem talað hefur verið um áratugum sam- an, með þeirri afleiðingu að vinstrimenn á íslandi hafa sjaldan verið sundraðri en nú. Menn hljóta að spyrja hver sé sérstaða Alþýðubanda- lagsins í íslenzkum stjórnmálum nú orðið. Forveri flokks- ins, Kommúnistaflokkur íslands, var klofinn út úr Al- þýðuflokknum af Moskvuhollum kommúnistum, sem vildu starfa með Alþjóðasambandi kommúnista (Komintern) en ekki II. Alþjóðasambandi jafnaðarmanna. Þessi ágreiningur er varla fyrir hendi lengur á vinstri vængn- um eftir að sovétkommúnisminn datt upp fyrir og Alþýðu- bandalagið aðhyllist nú vestrænt markaðshagkerfi. Alþýðubandalagið skar sig úr á árum áður sem and- stæðingur vestræns samstarfs og veru bandarísks varn- arliðs hér á landi. Sú sérstaða flokksins er nú sömuleið- is úr sögunni og lítið hefur farið fyrir baráttu gegn veru íslands í NATO eða tilvist varnarstöðvarinnar í Keflavík á undanförnum árum. Alþýðubandalagið lagðist sömúleiðis gegn erlendri fjárfestingu á íslandi og gerði sitt, í iðnaðarráðherratíð Hjörleifs Guttormssonar, til að spilla fyrir fjárfestingu í stóriðju. Nú segir hins vegar í drögum að ályktunum landsfundar flokksins að mikilvægt sé að Alþýðubanda- lagið taki með jákvæðum hætti á stóriðjuverkefnum. Alþýðubandalagið hefur horfið frá stefnu opinberra umsvifa og umfangsmikils ríkiskerfis, ef marka má álykt- unardrögin, og viðurkennir nú að skuldasöfnun hins opin- bera sé „risavaxið verkefni í íslenzku þjóðfélagi". Af þessum sökum má spyrja, hvort Álþýðubandalagið eigi einhvern tilgang í íslenzkri pólitík, nú þegar fæðing- arvottorð þess er týnt, saga þess feimnismál og stefnu- málin ónýt. VIÐ ljósmyndaranum á svölunum sínum í gríska borgarhluta Kýpur blasir hálfmáninn á landi þvi sem Kýpur-Tyrkir hafa helgað sér handan hlutlausa beltisins. ÞAÐ ER dálítið skrýtið að | sitja á svölunum sínum í Níkósíu og sjá yfir nokkur húsaþök og vopnahléslínu með hermönnum á veggjum stóran hálfniána blasa við í fjallshlíðinni, til merkis um að þar ráði tyrknesk- ir ríkjum. Yfir þann vegg fari fólk ekki og blandi geði. Á rölti í gömlu borginni rekur maður allt í einu augun í bann við myndatökum og kemur auga á hrófatildursvígi með grískum hermanni með byssu. Handan hans er hlutlausa beltið þar sem friðargæsluliði Sameinuðu þjóðanna stendur með bláhjálm á sínum vegg og fjær má sjá blakta tyrkneska fánann hjá tyrkneska hermanninum. Þarna hefur UN- IFICYR, friðargæslulið Sameinuðu þjóðanna, gætt 180 km langs vopn- lauss beltis þvert yfir eyjuna stranda á milli, alfarið frá 1974 og allt frá 1964 í minna mæli. í höfuð- borginni er hlutlausa beltið niður í 20 m á breidd, en upp í 7 km úti á landi. Þótt gott sé að forðast blóðuga bardaga þá hefur þessi Kýpurveggur ekki síður valdið persónulegum harmleikjum en Berlínarmúrinn sál- ugi. Þama voru í átökunum tyrk- neskir íbúar hraktir yfír um frá heimilum og grískir flóttamenn af tyrkneska svæðinu eru grísku megin veggjar. Grískir vilja halda byggð alveg upp að múrnum og veita þar húsaleigulaust húsnæði til grísks flóttafólks af tyrkneska svæðinu og lán til viðgerða í þessum hrörlegu gömlu húsum. Markvisst halda þeir þar trésmíðaiðnað. Á báðum hlutum eyjarinnar eru svo umlukt þorp með minnihlutahópum andstæðinganna, sem ekki vildu flýja og eiga rétt á að vera. En augljóst er að Tyrkja megin er verið að smáhrekja þá í burtu með lélegum aðbúnaði. Er nær alveg tekið fyrir heimsóknir grískra ættingja í iokuðu hólfín. Kennarar þar voru einmitt þessa dagana hindraðir í að snúa aftur úr sumar- leyfi í byijun skólaárs nema greiða stórfúlgur og voru mótmæli mótor- hjólafólks með gijótkasti og báli meðfram allri línunni. í umluktu grísku þorpunum eru aðeins barna- skólar og unglingar sem fara yfír í framhaldsskóla mega heimsækja foreldra sína tvisvar á ári, en 18 ára teljast þeir fullorðnir og fá ekki að flytja heim. Smám saman er því fólkið af grískum ættum að flæmast yfír og fátækir innflytjendur frá Anatólíu í Tyrklandi korha sem land- nemar í staðinn. Tyrkir sem áður bjuggu grísku megin fá nánast að- eins heimsóknarleyfi til að fara í ákveðnar moskur sínar á stórhátíð- um. Á tyrkneska hlutanum, sem nær yfir 40% af eynni, fara hljóðlega en greinilega fram markvissar kyn- þáttahreinsanir í skjóli þessa stuð- púða til friðar. Viðleitnin svipuð og á Vesturbakkanum og í Júgóslavíu, þótt hægar fari, virðist miða að varanlegri skiptingu eyjarinnar í tvennt. Frelsinu fylgdi stríð Kýpur fékk frelsi 1960 og urðu Kýpurbúar meðlimir Sameinuðu þjóðanna. Þá voru um 80% grískir Kýpurbúar og 18% tyrkneskir og átti, í samningum Breta, Grikkja og Tyrkja, réttur minnihlutans að Morgunblaðið/Elín Pálmadóttir FRIÐARGÆSLULIÐI Sameinuðu þjóðanna stendur á miðri götu í Níkósíu á vopnahléslínunni, sem á þriðja áratug hefur skorið í sundur alla eyna. Titringur á Kýpur í heimsókn til Kýpur skynjaði Elín Pálma- dóttir að þar er nú allverulegur titringur, sumpart fyrir áhrif frá styrjöldinni á Balkan- skaga og einnig krefst umsókn grískra Kýp- urbúa um inngöngu í Evrópusambandið þess að grískir og tyrkneskir Kýpurbúar nái saman fyrir 1997-98, sem ekki virðist líklegt. MAKARÍOS erkibiskup var fyrsti forseti Kýpur. Hann er frelsis- hetja Kýpur-Grikkja og stórar styttur eru af honutn í Níkósíu. vera tryggður, forsetinn vera grísk- ur og varaforsetinn tyrkneskur o.s.frv. Brátt skarst í odda með óeirðum og deilur komu til kasta Öryggisráðs SÞ, sem stofnaði 1964 UNIFICYR. Gekk um hríð, en upp úr 1970 fór spennan vaxandi með vopnaflutningum frá móðurlöndun- um og Tyrkir lögðu undir sig norð- urhlutann. Með Genfarsamningum 1974 var núverandi tilhögun sam- þykkt með skiptingu eyjarinnar og Sameinuðu þjóðirnar halda friðinn með friðargæsluliði. Árið 1983 lýstu tyrknesku Kýpurbúarnir svo yfir stofnun Tyrkneska lýðveldisins á Norður-Kýpur, sem Öryggisráðið, Bretar, Grikkir og Kýþur-Grikkir lýstu ólöglegt. Þarna ríkir hatur á milli en báðir aðilar halda áfram að starfa með UNIFICYR, bæði á hernaðarlegum og borgaralegum vettvangi. Og á Ledahótelinu á mörkunum er vettvangurinn til samskipta. Þar getur erlendur ferðamaður nú stundum fengið dagsleyfi inn í tyrkneska hlutann. Nú um stundir má finna vaxandi spennu. Enda liggur sú aldagamla „skjálftasprunga“ á menningarskil- um múslima og kristinna í gegn um Kýpur og norður Balkanskag- ann með Júgóslavíu. Spennan breiðist út eftir henni. Þetta vekur ugg og viðbrögð. Clinton Banda- ríkjaforseti skipaði sérlegan friðar- boða sinn, grískættaða Bandaríkja- manninn Stephanopoulos, sem í síð- asta mánuði fór á milli og ræddi við alla æðstu stjórnmálamenn í báðum herbúðum og báðum móður- löndunum, Grikklandi og Tyrk- landi, við mikinn lúðrablástur fjöl- mi.ðla. í fyrstu gerðu Kýpur-Grikkir sér vonir um að hann hefði eitthvað fram að færa en þegar það var aðeins að Bandaríkjamenn vildu hjálpa, en aðilar yrðu að koma sér saman sjálfir, ypptu menn öxlum. En talað er um framhaldsviðleitni, sem sé jákvæð. Varla öll Kýpur í ESB Þegar við íslendingar tölum um inngöngu í Evrópusambandið er gjarnan talað um að við eigum kost á að ganga í það um leið og Kýpur og Malta 1997-98. Erfitt er að sjá hvernig það ætti að geta orðið um Kýpur. Kýpur-Grikkir líta á Norður-Kýpur sem hernumið svæði og viðurkenna ekkert lýðveldi þar. Þeir sækja því um fyrir alla eyna í heild. Tyrkir og Denktash forseti „Tyrknesku Kýpur“ viður- kenna ekki að þeir séu inni í slíkri umsókn. En Evrópusambandið hef- ur gert það að skilyrði að þeir verði búnir að leysa sín mál áður en umsóknin sé gild. Og miðað við þau viðbrögð sem voru á Kýpur þegar Stephanopoulos skutlaðist á milli þeirra og málin voru í brennidepli, virðist samkomu- lag fjarstæða á svo skömmum tíma, ef þá einhvern tíma. „Stundum hvarflar að mér að sá friður sem Friðargæslulið Samein- uðu þjóðanna skapar með að vera hér stuðpúði allan þennan tíma, sé einmitt til þess að aðilar finna sig ekki knúna til að leita samninga um lausn og því gerist ekkert," varð háttsettum manni hjá UN að orði í óformlegu spjalli við undirrit- aðan blaðamann. FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 1995 27 íslenzkar sjávarafurðir gera samstarfssamning við rússneska útgerð Veltan aukín um 30%, tekjumar enn meira íslenzkar sjávarafurðir hafa nú fært út kvíarn- ar og gert umtalsverðan samstarfssamning við fyrirtækið UTRF í Petropavlovsk á Kamt- sjakta-skaga austast í Rússlandi. Hjörtur Gíslason kynnti sér samninginn og áhrif hans ' - 5 á starfsemi IS, en með honum eykur fyrirtækið veltu og tekjur verulega. EITT móðurskipa UTRF, en þau eru 160 metrar að lengd með þremur vinnsluþilförum. UTRF er með veiðiheimildir í Okotskhafi og Beringshafi og eru afurðirnar meðal annars seldar til Kína og Japan. BENEDIKT Sveinsson, framkvæmdastjóri ÍS, og Alexander Abramov, framkvæmdastjóri UTRF, við undirritun samningsins. ISLENZKAR sjávarafurðir hafa gert samning við rússneska útgerðarfyrirtækið UTRF á Kamtsjatka um aðstoð við veiðar og vinnslu afurða úr 120.000 tonnum af fiski, mest alaskaufsa, og sölu afurðanna, sem eru áætlaðar um 55.000 tonn. Samningurinn eyk- ur árlega veltu ÍS um 30% en tekjur þess enn meira. UTRF gerir út 26 skip, bæði fiskiskip og móðurskip, en um 1.600 manns vinna þar. IS mun síðan ráða 30 íslendinga til starfa í Rússlandi bæði á sjó og í landi. „Við höfum verið með viðskipti við UTRF í Petropavlovsk í tvö ár. Þar höfum aðstoðað Rússana við útgorð á einu frystiskipi og selt afl- ann af því,“ segir Bendikt Sveinsson, framkvæmdastjóri íslenzkra sjávar- afurða, um aðdraganda samningsins. „Þegar alþjóðlega ráðgjafarfyrirtæk- ið McKinsey kom að þessu verkefni fyrir einkavæðingarnefndina í Moskvu, sem Evrópusambandinu greiddi fyrir, og fór að skoða UTRF, komst það að þeirri niðurstöðu að vinnubrögð okkar undanfarin tvö ár hafi verið með þeim hætti, að eðli- legt væri að bjóða okkar fyrstum að samningaborðinu um að taka að okkur miklu stærra verkefni fyrir UTRF. Aflaheimildir um 120.000 tonn Verkefnið felur í sér að stjórna veiðum og vinnslu á öllum þeirra bolfiskkvóta, sem nemur um 120.000 tonnum. Þá munum við sjá um dreif- ingu og sölu á öllum afurðum úr þessari vinnslu, sem eru áætlaðar um 55.000 tonn. Þar fyrir utan munum við vinna að fjármögnun fyrir UTRF, sjá um allar innheimtur og uppgjör. Þá sjáum við um að- drætti, olíu, vistir og fleira fyrir flot- ann. Þetta er samningur til eins árs, með ákvæðum um framlengingu, um rekstur, framleiðslu, Ijármögnun og sölu. Við munum svo taka á þróunar- málum hjá fyrirtækinu, en hugmynd- in er sú að auka verulega vinnslu- virði afurða þess. Við fáum veruleg- ar tekjur af þessu og styrkir það fjárhag ÍS mikið. Þetta gefur okkur möguleika á að koma okkur upp aðstöðu í Austur-Asíu, sem er mikill styrkur, þetta opnar okkur leið inn á markaðinn í Kína, en verulegur hluti aflans verður seldur þar, og við verðum mjög gildandi í sölu á ala- skaufsa, sem er um helmingur alls bolfisks í heiminum. Sölulaun og greiðsla fyrir veittaaðstoð Þetta þýðir að ÍS er ekki bara í þorski, ýsu karfa, ufsa og grálúðu, eins fyrir fyrir tveimur árum, heldur einnig í alaskaufsa og lýsingi úr sunnanverðu Atlantshafi og verður fyrir vikið mun sterkari á mörkuðun- um. Tekjurnar eru annars vegar bein greiðsla fyrir veitta aðstoð og hins vegar sölulaun af afurðasöl- unni. Við munum ekki greina frá því að svo stöddu hve miklar þessar tekj- ur eru áætlaðar, en söluverðmæti afurðanna er metið á allt að fjóra milljarða króna. Það eykur veltu okkar úr fjótán milljörum í átján milljai-ða, sem er um 30% aukning en tekjur ÍS munu aukast hlutfalls- lega mun meira. Kaupa olíu og vistir Fjármögnun ér unnin mjög góðu samráði við Landsbanka íslands, sem hefur sýnt málinu mikinn áhuga og unnið þar frábært starf. Þar er fyrst og fremst um að ræða fjármagn til að kaupa olíu og vistir á skipin til að byija með svo og afurðalán. Rúss- arnir skila skipunum að öðru leyti tilbúnum til veiða. Áhætta okkar í þessum viðskiptum er því nokkur í bytjun, en áhættan af afurðalánun- um er mjög lítil enda eru það með veði í afurðunum. Þetta eru fjögur risastór móðurskip, tveir stórir frystitogarar og 16 ísfiskskip fyrir móðurskipin og fjögur rússnesk frystiskip, alls 26 skip. Það eru því verulega upphæðir sem þarf til að koma þessum flota á veiðar,“ segir Benedikt. Vantar 30 manns í vinnu Til að byija með er ekki gert ráð fyrir sölu á neinum búnaði til veiða eða vinnslu, en sá möguleiki er vissu- lega fyrir hendi. „Við höfum unnið með þessu fyrirtæki í tvö ár og lært mikið af því. Nú erum við að fara út í miklu viðameiri verkefni og lærum enn meira af því og ekkert bendir til annars en við verðum þarna til langframa. Öll fjármálahlið verkefn- ins er í gegn um Landsbankann og það er ekki ólíklegt að við eigum eftir að líta á veiðarfæri héðan að heiman og kaup á öðrum búnaði koma einnig til greina. Sé litið á þetta sem verkefnaútflutning, er þetta verkefni líklega hið stærsta sinnar tegundir, en við munum ráða um 30 manns til vinnu þarna austur frá, bæði til eftirlits og umsjónar um borð í skipunum og starfa í landi. Þar verður um að ræða erfíð störf, en vel launuð og þurfum á miklu atorkufólki að halda. Á móti koma svo góð frí inn á milli. Vertíðin byijar um miðjan desem- ber og tíminn er því knappur. Ekki er ákveðið hveijir verða yfirmenn af hálfu ÍS í Petropavlovsk, þróunar- deildin okkar hér heima hefur yfir- umsjón með þessu verkefni, en þeirri deild stjórnar Guðbrandur Sigurðs- son. Ufsahrognin verðmæt Við framleiðum þarna ýmsar af- urðir og þær verðmestu eru ufsa- hrogn á Japansmarkað, en auk þess framleiðum við blokkir og heilfryst- an fisk. Alaskaufsinn verður mest seldur til Kína, en þangað fer hann bæði til neyzlu og til vinnslu í blokk- ir. Iceland Seafood í Bandaríkjunum kaupir um 10 gáma af ufsablokk frá Kína á mánuði og líklegt er að þar komi afurðir frá UTRF til sög- unnar. Þetta tengist því mikið sam- an og styrkir stöðu okkar á hinum alþjóðlega fískmarkaði meða auk- inni fjölbreytni og magni,“ segir Benedikt. 19.000 tonna móðurskip Fyrirtækið hefur veiðiheimildir í Okotskhafi og Beringshafi. Alaska- ufsi er uppistaða heimildanna, um 105.000 tonn, en aðrar tegundir eru kyrrahafsþorskur, flatfískur, „navaga" sem er eins konar ískóð, síld og lax. Aflinn er allur unninn um borð, landvinnsla er engin. Tvö skipanna, systurskip Þerneyjar, eru með flakavinnslulínur og vinna flakablokkir inn á markaði í Evrópu og Bandaríkjunum. Móðurskipin eru um 15 ára gömul og gríðarlega stór. Þau eru um 160 metrar að lengd, um 19.000 tonn að stærð og með þijú vinnsludekk. Það efsta fyrir hrognavinnslu, næsta fyrir flök og blokkir og það þriðja fyrir mjöl og lýsi. Um 1.600 manns vinna hjá UTRF, langflestir við störf úti á sjó. „Þetta er gífurlegt verkefni og nokkrir möguleikar eru á vexti þess, bæði auknum afla og auknu vinnslu- virði. Það er mikivægt á sama tíma og verið er að koma stjórn á allar veiðar á úthafinu og loka fyrir tæki- færi á „landvinningum" þar að auka umsvifín með þessum hætti,“ segir Hermann Hansson, formaður stjórn- ar ÍS, en einróma stuðningur var við málið í stjórn ÍS.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.