Morgunblaðið - 13.10.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 13.10.1995, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Deilur í kjölfar bréfs stjómanda sinfóníunnar Deilur hafa risið í tónlistarheiminum í kjöl- far bréfs Osmo Vánská til útvarpsstjóra, þar sem hann lýsir óánægju með störf Guðmund- ---------------------------- ar Emilssonar, tónlistardagskrárstjóra RUV. Þá hafa fleiri látið þetta mál til sín taka, eins og rakið er í þessari samantekt. Hér fer á eftir bréf þeirra Hall- dórs Haraldssonar, skólastjóra Tón- listarskólans í Reykjavík, og Eriks Bachs, stjórnanda tónlistarskólans í Árósum, til Heimis Steinssonar út- varpsstjóra. Bréfið var ritað á ensku en birtist hér í íslenskri þýðingu. „Undirritaðir hafa fengið í hendur afrit af bréfí til yðar frá hr. Osmo Vánská, aðalstjórnanda Sinfóníu- hljómsveitar Islands, frá 9. október er ber yfirskriftina „Störf Guðmund- ar Emilssonar sem aðalskipuleggj- anda“. Þar sem við sitjum í undir- búningsnefnd NordSol 95-keppninn- ar ásamt Guðmundi Emilssyni (G.E.) ritum við yður þetta bréf til að tjá yður álit okkar á þessu máli. Gagn- rýni O.V. er augljóslega gagnrýni á okkur alla þijá. Tónlistarráð Norðurlanda, sem Tónlistarskólinn í Reykjavík á aðild að, rekur NordSol og Norrænu ein- leikarahátíðirnar sem voru, G.E. var ráðinn í stöðu framkvæmdastjóra NordSol 95 eða „formanns undir- búningsnefndar". Getsakir Osmo Vanská (O.V.) um störf G.E. eru að ökkar mati óréttlátar og við viljum útskýra ákveðin atriði sem nefnd eru í þessu einstaklega harðorða bréfi. O.V. heldur því fram að Sinfóníu- hljómsveitin hafi sætt „fyrirlitningu og móðgunum" á lokatónleikunum. Það þarf að vera ljóst frá upphafi að markmið NordSol er að kynna hæfileikaríkustu tónlistarmennina úr röðum ungs fólks á Norðurlöndum fyrir stærri áheyrendahópi og styrkja þá þannig á framabrautinni. Að þessu sinni var álitið að sam- keppni væri heppilegust og sam- komulag náðist við íslenska rík- issjónvarpið um að Iokatónleikunum og verðlaunaafhendingunni yrði sjónvarpað beint, 45 mínútna sjón- varpsdagskrá yrði einnig gerð er send yrði út síðar á Norðurlöndunum öllum og víðar. Það var ekki fyrr en í vikunni er keppnin fór fram að okkur var -sagt að O.V. væri að æfa En Saga eftir Sibelius fyrir lokatónleikana. Sjón- varpið hafði tjáð okkur að við hefð- um aðeins eina klukkustund og stundarfjórðung fyrir lokatóníeikana þar sem taka þyrfti myndavélarnar niður og nota þær á öðrum vett- vangi síðdegis sama dag og var því augljóst að ekki yrði hægt að sjón- varpa flutningi En Saga. Sinfón- íuhljómsveitin yrði í þessum efnum að taka tillit til ungu tónlistarmann- anna, allt annað skipti minna máli. Ef nægur tími hefði verið fyrir En Saga myndum við ekki hafa haft neitt á móti flutningi verksins. Það var einfaldlega ekki tími til þess. Að auki sagði Sjónvarpið okkur að framleiðandinn hefði þurft viku til að búa til „handrit" vegna þess að mun flóknara er að kvikmynda flutn- ing hljómsveitarverks en tónleika. Það er því ekki rétt hjá O.V. er hann fullyrðir að hægt hefði verið að gera þetta með nokkrum æfing- um í vikunni. Annað atriði í þessu máli og það er mjög alvarlegt er að O.V. lét þátttakendur ekki hafa nægan tíma til að æfa fyrir tónleika sína vegna þess að hann tók af þeim tíma til að æfa En Saga. Þetta bend- ir til þess að hann hafi í þessu máli ekki haft af því áhyggjur hvort ungu einleikararnir fengju nægilegan tíma tii æfinga og með einhveijum hætti virðist hann hafa misst sjónar á því að tónlist einléikaranna tveggja var aðalatriði lokatónleikanna, þarnæst afhending verðlaunanna sem forseti íslands annaðist. Föstudaginn 6. október sagði hann einum okkar að yrði fiutningi En Saga ekki sjónvarpað væri alls ekki öruggt að hann myndi sjá um hljómsveitarstjórnina. Hann hélt okkur í algerri óvissu um lokatón- leikana þangað til félagar í Norræna tónlistarráðinu sendu honum skila- boð á laugardagsmorgun þar sem honum var tjáð að ef hann ákvæði að stofna með einhveijum hætti í voða lokatónleikunum myndi ráðið segja frá málinu opinberlega og út- skýra hvað hefði valdið, af áður- nefndri orsök. O.V. nefnir einnig að G.E. reyni að vera í sviðsljósinu, t.d. lesi hann upphátt allar upplýsingar sem fram komi í prentaðri lagaskrá. Öllum tónleikum í vikunni var útvarpað, þeim síðustu einnig sjónvarpað og þar sem áheyrendur eða áhorfendur voru ekki með skrá heima hjá sér er ljóst að kynna þurfti tónleikana munnlega. Þess vegna þurfti að vera hægt að sjá og heyra G.E. Hann var einfaldlega að vinna sitt starf fyrir ríkisútvarpið. í eftirskrift minnist O.V. á breyt- ingar á skipun í dómnefnd og við verðum að útskýra að föstudaginn 29. september hafði Sibeliusaraka- demían í Helsinki samband við G.E. og skýrði honum frá því að Kaija Saarikettu prófessor, fulltrúi Finna í dómnefndinni, he'fði veikst og væri ráðlágt að fara ekki í nein ferðalög, verið væri að leita að öðrum prófess- or til að koma í stað hennar. Þar sem enginn fannst stakk G.E. upp á því við Sibeliusarakademíunaa að O.V., sem væri Finni, kæmi í stað hennar og bað um að akademían staðfesti samþykki sitt við þessu fyrirkomulagi formlega með bréfi. Áð því fengnu reyndi hann marg- sinnis að ná sambandi við O.V. en án árangurs. Þetta var laugardaginn 30. september og sunnudaginn 1. október er hann var önnum kafinn við undirbúninginn og við að taka á móti þátttakendunum og sumum félaga dómnefndarinnar að utan. Þrátt fyrir þetta vorum við ekkert órólegir því að við bjuggumst við að O.V. kæmi ekki seinna en á sunnudagskvöld, það kom okkur mjög á óvart að hann kom ekki til að stjórna mánudagsæfingunni, kom ekki fyrr en seint á mánudagskvöld og var því æfíngadögunum með hljómsveitinni fækkað um einn í þijá. Á mánudagsmorgun var O.V. enn ekki kominn til að stjórna hljóm- sveitinni, við urðum að taka ákvörð- un og ljóst var að það urðu að vera tveir dómnefndarmenn frá einu land- anna til að halda oddatölunni (5) í nefndinni. Þar sem við vissum að G.E. hafði oft setið í dómnefnd eða verið í forsæti slíkrar nefndar báðum við hann vinsamlegast að taka sætið. Bréf O.V. virðist, þegar öllu er á botninn hvolft, vera ritað í skyndi- bræði. Hann sendir ráðherra menn- ingarmála og öllum liðsmönnum sin- fóníuhljómsveitarinnar afrit, okkur finnst þetta styrkja þetta álit okkar og sýna allt of harkaleg viðbrögð af hálfu hans. Eftir stendur að það er ekki álit íslendinga, sem O.V. nefnir og virð- ist hafa áhyggjur af, sem er í húfi í málinu heldur hans eigið álit erlendis og einkum á Norðurlöndunum. Árs- fundur Samtaka norrænna stjórn- enda sinfóníuhljómsveita var haldinn í Reykjavík um leið og NordSol- keppnin og hefði O.V. staðið við hót- anir sínar er mögulegt að þeir hefðu skýrt frá hegðun O.V. hvarvetna á Norðurlöndum. Hvað sem því líður, O.V. annaðist hljómsveitarstjórnina á lokatónleikunum, af sinni venjulegu færni, og fyrir það vorum við allir þakklátir og tjáðum honum það. Að lokum: Þegar haft er í huga hve alvarlegt þetta mál, sem komið hefur upp vegna bréfs O.V., er teljum við það óhjákvæmilegt að þér séuð með allar staðreyndir þess á hreinu og tekið verði fullt tillit til þeirra við mat á stöðu G.E. í tónlistarlífi íslend- inga sem O.V. hefur stofnað í mikla hættu.“ „Útúrsnúningar sem vöktu hlátur“ Osmo Vánská aðalstjórnandi Sin- fóníuhljómsveitar íslands segir í samtali við Morgunblaðið, að fullyrð- ingar Guðmundar Emjlssonar, tón- listardagskrárstjóra RÚV, þess efnis að hann hafi haldið forseta íslands í gíslingu, séu fáránlegar. „Guð- mundur fer með útúrsnúninga og ósannindi sem vöktu hjá mér hlátur, allt þangað til hann fór að ræða um forsetann," segir Osmo. Guðmundur sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að Osmo hafi ætlað að hafa „En Saga“ eftir Sibel- ius seinast á dagskránni, en orðið æfur og skipt um skoðun þegar hann komst að því að forsetinn og töku- menn sjónvarpsins yrðu farnir áður en það væri flutt. Hann hafi í fyrstu neitað að stjórna nema „En Saga“ væri flutt framar í dagskránni, en síðan fallist á að stjórna ef tryggt væri að forsetinn væri viðstaddur til loka tónleikanna. Vill virðingu fyrir SÍ Osmo segir hins vegar að seinasta föstudag hafi Guðmundur tilkynnt að tímaáætlun forsetans væri svo þröngur stakkur sniðinn að hún yrði að fara af tónleikunum klukkan 15, á sama tíma og tæknimenn sjón- varpsins tækju saman föggur sínar. „Ég gerði engar kröfur um að forsetinn væri viðstaddur, en þegar ég frétti sama dag og tónleikarnir voru haldnir að svo yrði, vildi ég af skiljanlegum ástæðum ljúka tónleik: unum um leið og forsetinn færi. í mínum huga var ástæðulaust að leika að því loknu, og ekki væri ráð- legt að gerá hlé sem trufla myndi áhorfendur og snúa síðan aftur til að leika eitt verk. Ég myndi aldrei nokkurn tímann reyna að þvinga forseta íslands eða hafa áhrif á veru hennar á nokkurn hátt,“ segir Osmo. Guðmundur fullyrti að Osmo hafi viljað hafa verk finnska tónskáldsins aftast á dagskránni í því skyni að geta „einn baðað sig í fagnaðarlátum í lokin“ og þurfa ekki að „deila sviðs- ljósinu með öðrurn". Osmo segir þennan málflutning fullkomlega fjarstæðukenndan. „Þetta er óralangt frá hugmynd- um mínum. Það eina sem skiptir máli í mínum huga er hljómsveitin, því að oft er það svo að fjölmiðlar beina aðeins augum sínum að stjórn- endum og einleikurum en gleyma hljómsveitinni. Ég vildi hins vegar benda á að íslendingar eiga afar góða sinfóníuhljómsveit og að hún yrði ekki meðhöndluð með óvirðingu, eins og að sjónvarpsmenn færu áður en hún léki og sýndi hvað í henni býr. Að einhver skuli hins vegar telja mig upptekinn af eigin dýrðarljóma í þessu sambandi er með öllu ósatt.“ Samskiptaörðugleikar „Ég hefði ekki lagt fyrir mig hljómsveitarstjórnun ef ég hugsaði á þessum forsendum, því að enginn veit á þeim tíma hvort verk hans skili árangri. Ég gat ekki gert mér vonir um þau jákvæðu viðbrögð og gagnrýni sem heimsblöð á borð við Los Angeles Times eða New York Times hafa birt um tónleika undir minni stjórn og hljóðupptökur, en þar sem þau eru staðreynd, þarf ég ekki að reyna að upphefja mig á Nord-Sol, lokakeppni ungra tónlist- armanna, eða annars staðar. Ég hef aldrei þurft að baða mig í sviðsljós- inu, en sé hins vegar hvað býr að baki orðum Guðmundar. Hann hefur reynt að koma undir sig fótunum sem stjórnandi hérlend- is, en staðreyndin er sú að SÍ hefur neitað að leika framvegis undir hans stjórn, og ég heid að hann sé að hugsa um sjálfan sig þegar hann ræðir um þörf til að baða sig í dýrð- arljóma. Að minnsta kosti þarf ein- hver annar á honum að halda en ég.“ Hann ítrekar að samskiptaörðug- leikar SÍ og tónlistardagskrárstjóra RÚV eigi sér langa forsögu, en mis- tök þau sem gerð hafi verið vegna lokatónleika Nord-Sol séu kornið sem fyllti mælinn. „Guðmundur hefur uppi_ einræð- istilburði sem hafa valdið SÍ miklum erfiðleikum, hann leynir hana vitn- eskju á þann hátt að upplýsinga: flæði og skipulagningu á tímum SÍ til upptöku í útvarpi er verulega ábótavant. Eina ósk mín er sú að RÚV láti Guðmund hætta öllum af- skiptum af málefnum SÍ, því að ég get ekki lengur orða bundist. Ég vil hins vegar ekki að umræðan sé í sama anda og Guðmundur hefur haft frammi, enda eingöngu til þess að rugla utanaðkomandi í ríminu, en minni bara á að árekstur af þessu tagi myndi aldrei verða að tilefnis- Iausu,“ segir Osmo. Bréf Osmo Vanska til útvarpsstjóra ✓ Hér fer á eftir bréf sem Osmo Vánská, aðalstjórnandi Sinfóníu- hljómsveitar íslands, hefur sent Heimi Steinssyni útvarpsstjóra: „Eftir lokatónleikana laugardag- inn 7. október gafst mér tækifæri til að spjalla við marga um Nord-Sol- keppnina. Ég ræddi m.a. við fulltrúa Nordiska Konservatorierádet, sem höfðu tekið þátt í að skipuleggja keppnina. Allir voru þeir sammála um að einleikararnir ungu hefðu verið frábærir en því miður vöktu margir þeirra máls á skelfilegu skipulagi og vandræðum ýmsum sem komið hefðu upp vegna einræð- istilburða G.E. sem ráða vildi algjör- lega öllu. Þetta fólk spurði: Er þetta sú mynd sem íslendingar vilja gefa umheiminum? Þessi spurning er tilefni þess að ég sest niður og greini frá reynslu minni af Nord-Sol-keppninni. Hlutverk skipuleggjanda er að hafa framkvæmd með höndum en ekki að setja sjálfan sig í kastljósið. Á tónleikum er óþarfi að tiltekinn aðili kynni dagskrána þegar hún liggur fyrir á prenti. A lokatónleikunum einkenndist framkoman í garð hljómsveitarinnar af fyrirlitningu og var móðgandi. Einungis fyrsta hluta tónleikanna var sjónvarpað og niðurröðuhin í lokin þegar leikið var stutt Hljóm- sveitarverk (En Saga eftir Sibelius) var fráleit frá listrænu sjónarmiði. Ég spyr: Hvernig má það vera að daginn fyrir tónleikana, á föstudag, tjáði Halldór Haraldsson, einn skipu- leggjenda Nord-Sol, mér að hann vissi ekkert um að flytja ætti „En Saga“? G.E. sem á sæti í verkefna- nefnd hljómsveitarinnar gat ekki komið þessum upplýsingum á fram- færi við Halldór þótt hann hefði hálft ár til þess. Þessi saga öll einkennist af svo furðulegum og órökréttum svörum og fullyrðingum að spyrja verður: Er einhver að ljúga? Samkvæmt upplýsingum sem ég fékk á föstudag frá Ríkissjónvarpinu hefði verið hægt að lengja útsend- ingartímann og sýna alla tónleikana hefði mönnum þar á bæ verið kunn- ugt um það viku áður að flytja ætti „En Saga“. Er heppilegt að gefa erlendum áhorfendum þessa mynd? Ég hef nú verið aðalstjórnandi Sinfóníuhljómsveitar íslands í rúm tvö ár. Á hverju ári er nokkrum vik- um varið til vinnu fyrir útvarp. Oft hefur hljómsveitin kvartað undan þessu við mig. Útsetningar berast of seint: Upplýsingar um stjórnend- ur, verkefni og einleikara berast svo seint að vandræðum veldur. Guð- mundur Emilsson er ábyrgur fyrir þessu starfi af hálfu Ríkisútvarps- ins. Mjög erfitt er að eiga við hann samskipti vegna þess að hann vill stjórna öllu og heldur upplýsingum aðeins fyrir sig. Ég legg eindregið til að Ríkisút- varpið losi Guðmund Emilsson und- an öllum skyldum hans sem varða Sinfóníuhljómsveit íslands. Óhugs- andi er að samvinna á þessu sviði geti skilað árangri. Jafnframt hefur G.E. tekið að sér stjórnun. Sinfóníuhljómsveit íslands hefur neitað að leika undir hans stjórn af listrænum ástæðum. Þetta veldur augljóslega vandræðum. Ég vona að orðið verði við þessum tilmælum mínum sem fyrst. Virðingarfyllst; Osmo Vanska. [sign] Aðalstjórnandi Sinfóníuhljóm- sveitar íslands. P.S. Nú í morgun (9. október) fékk ég óvæntar upplýsingar frá Sibeliusar-akademíunni í Helsinki. Þegar dómarinn frá Finnlandi, Kaija Saarikettu, kennari við Sibeliusar- akademíuna, veiktist stungu þeir upp á að ég tæki sæti hennar í dóm- nefndinni. Þetta staðfestu þeir síðar bréflega. Þeir voru mjög undrandi þegar þeir fréttu í morgun að ég hefði ekki átt sæti í dómnefndinni. Þegar ég ræddi þetta mál við G.E. síðasta þriðjudag minntist hanh ekk- ert á þessa tillögu Sibeliusar-aka- demíunnar. En hann gat þess að hann hefði tekið sæti í nefndinni! Og skyndilega var hann orðinn for- maður dómnefndar! Furðulegt! Ég spyr enn á ný: Er þetta sú mynd sem íslendingar vilja draga upp af þjóðinni erlendis?" Samrit af bréfinu voru send Birni Bjarnasyni, Halldóri Haraldssyni, Herði Sigurgestssyni, Runólfi B. Leifssyni, Guðmundi Emilssyni, og öllum hljóðfæraleikurum Sinfóníu- hljómsveitarinnar." Mögulegt að sýna „En Saga“ Þorgeir Gunnarsson, aðstoðardag- skrárstjóri Sjónvarps, segir að hugs- anlegt hefði verið að sýna frá flutn- ingi á „En Saga“, að því tilskildu að dagskráin hefði verið þétt. „Eflaust hefði verið hægt að skipu- leggja dagskrána að öðru leyti þann- ig að verkið kæmist fyrir, en fyrirvar- inn var allt of skammur. Við vissum ekki endanlega hver dagskrá Nord- Sol yrði fyrr en á föstudaginn, en höfðum tilkynnt Guðmundi Emilssyni á miðvikudag að við hefðúm lítinn tíma vegna beinnar útsendingar strax á eftir,“ segir Þorgeir og kveðst telja að nægjanlegt hafi verið að vita um flutninginn á „En Saga“ á mánudegi. Hann segir að forsvarsmönnum dagskrárdeildar hafl komið mjög á óvart að „En Saga“ væri flutt í loka- keppninni og hann kunni engar skýr- ingar á að nákvæmari fregnir af dagskránni bárust ekki fyrr til Sjón- varpsins. Ábyrgðin liggi hjá skipu- leggjendum Nord-Sol. Sveinbjöm I. Baldvinsson, deild- arstjóri innlendrar dagskrárdeildar sjónvarps, sagði að við undirbúning málsins hefði aldrei verið minnst á flutningi „En Saga“ heldur einungis einieiksverkanna tveggja. Hann sagðist telja að ein af ástæðunum fyrir því að deilur urðu um fram- kvæmd sjónvarpsútsendingarinnar hefði verið, að sá misskilningur hefði komist á kreik að tónleikunum yrði sjónvarpað beint til fleiri landa. Það hefði aldrei staðið til. Hins vegar yrði gerð heimildarmynd um Nord- Sol sem sýnd yrði á Norðurlöndunum og hugsanlega víðar. Heimir Steinsson útvarpsstjóri vildi ekki tjá sig um málið í gær. § m vj í 4 V ( i I í i á \ i u I ( ( < I I < <

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.