Morgunblaðið - 13.10.1995, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 13.10.1995, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 1995 15 LANDIÐ Bryggjusmíði á Tálknafirði lokið Tálknafirði - Undanfarna mán- uði hefur verið unnið að lengingu stálþils í höfninni á Tálknafirði og lauk verkinu sl. föstudag. Undirritun verksamnings við Guðlaug Einarsson hf. verktaka fór fram 10. júní sl. og hófst verkið 5 dögum síðar. Tók því tæpa 3 mánuði að ljúka smíð- inni. Þriggja vikna töf varð í byijun verksins því mikið grjót leyndist þar sem reka átti niður stálið. Eftir hreinsun þess gekk verkið vel fyrir sig og var því lokið á tilsettum tíma. Stálþilið var keypt á síðasta ári og nam kostnaður um 14 milljónum króna Framkvæmda- kostnaður var 20,5 millj. kr. og var því heildarkostnaðurinn 34,4 miiy. kr. A næsta ári er fyrirhug- að að steypa þekju, byggja mast- urshús, reisa ljósamastur og ljúka við lagnir. Nýja bryggjan er nú fullbyggð 100 metrar á lengd og 20 metrar á breidd. Aðdjúpt er við þilið, 6,5-7 m dýpt. Bryggjan er mjög vel staðsett af náttúrunnar hendi og ættu því allstór skip að geta lagst að henni í framtíðinni í hvaða veðri sem er. Um það leyti sem verkinu lauk á föstudaginn lagðist Mælifell, skip Samskipa, upp að nýja kantinum fyrst skipa. : : Morgunblaðið/Davíð Pétursson ANNA Guðrún Þórhallsdóttir, sem stjórnar tilraununum, og samstarfsfólk hennar. Hrossabeitartil- raun í Borgarfirði Grund, Skorradal -1 sumar var fram haldið hrossabeitartilraunum í Borgarfirði sem hófust sumarið 1992. Að tilrauninni standa Bænda- skólinn á Hvanneyri, sem sér um framkvæmd tilraunarinnar, Rann- sóknarstofnun landbúnaðarins og Landgræðsla ríkisins. Tilraunastöðin á Keldum hefur einnig í sumar kom- ið að tilrauninni. Eitt af aðalmarkmiðum tilraun- arinnar er að mæla hversu mikið hross taka til sín á beit við mismun- andi aðstæður, gróðurfar og gróð- urmagn. Fylgst er nákvæmlega með gróðurfari og uppskeru í tilrauna- hólfunum til að meta áhrif mismikill- ar hrossabeitar. Einnig er fylgst með atferli hrossanna, en fáar slíkar at- huganir hafa verið gerðar áður. Áhrif þungbeitar koma í ljós í sumar störfuðu við tilraunina danskir námsmenn frá Landbúnað- arháskólanum í Kaupmannahöfn. Koma þeir til með að dveljast á Hvan- neyri fram yfir áramót. Áður hafa starfað við tilraunina íslenskir, sænskir og ítalskir nemendur svo að notagildi hennar sem kennslutæki hefur verið mikið. Fyrstu áhrif þungrar hrossabeitar fóru að koma í ljós í sumar í tilrauna- hólfunum. Uppskera þeirra hólfa sem hafa verið þungbitin síðastliðin 2 ár var þegar í vor mun minni en þeirra ÁHRIF þungrar hrossabeit- ar fóru að koma í ljós í sum- ar í tilraunahólfunum. sem hafa verið léttbitin og er leið á sumarið var lítið sem ekkert að sjá í þungbeittu hólfunum. Þrátt fyrir litla beit þrifust hrossin ágætlega serri sýnir best hversu nægjusöm ís- lensk hross eru og hversu lítil beitin þarf að vera til að hross fari að leggja af. Einnig sýnir þetta glögglega hversu lélegur mælikvarði á beitiland þrif hrossa eru - því ef sést á hross- um er mjög nærri landinu gengið. í fyrri hrossabeitartilraun RALA kom fram að eftiráhrif þungrar hrossabeitar á uppskeru lands eru mikjl, að tveim árum eftir alfriðun var uppskera þungbeittra hólfa enn um fjórðungi minni en léttbeittra hólfa. Nú býðst þér einstakt tækifæri til að eignast handunninn austurlensk húsgögn á verði sem kemur þægilega á óvart. KOMMÓÐA M/14 SKÚFFUM 30X58/HÆÐ 113 KR. 22.900 BORÐ 90X160/HÆÐ KR. 39.900 KOMMOÐA M/6 SKÚFFUM REYKJAVÍK SIGTÚNI FÖSTUDAG KL. 13-20 LAUGARDAG KL. 10-18 SUNNUDAG KL. 12-18 BORÐSTOFUBORÐ 90X170/HÆÐ 77 KR. 35.900 M 9510

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.