Morgunblaðið - 13.10.1995, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 13.10.1995, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 1995 23 Menntamálaráðherra setur írska menningarhátíð á Akureyri ÍRSK menningarhátíð verður sett við hátíðlega athöfn í dag, föstudag í Listasafninu á Akur- eyri. Björn Bjarnason menntamálaráðherra setur hátíðin og opnar jafnframt sýningu ískra myndlistarmanna. Um kvöldið frumsýnir Leik- félag Akureyrar hryllingssöguna Drakúla í leikgerð írans Michael Scott. Bókmenntirnar verða í öndvegi um næstu helgi og þá daga sem hátíðin stendur munu veitingahús og krár bjóða upp á írska tónlist, drykki og mat. Hugmyndin að írsku menningarhátíðinni kviknaði fyrir um tveimur árum þegar for- stöðumaður Listasafnsins á Akureyri sá sýn- ingu í nútímalistasafninu í Dyflini þar sem öll gallerí borgarinnar sameinuðust um að sýna listamenn sem voru á þeirra snærum „Þetta gaf mér tækifæri á að sjá á einum stað yfirlit yfir það sem var að gerast í samtímalist á Irlandi og staðfesti það sem mig grunaði, að Irland væri áhugaverð mið að róa á hvað list- ir varðar," sagði Haraldur Ingi Haraldsson forstöðumaður Listasafnsins á Akureyri -og einn helsti skipuleggjandi írsku hátíðarinnar. Safnið væri rekið af metnaði og hefði vilja til að eiga erlend samskipti við aðrar listastofnan- ir á eigin forsendum, en ekki eingöngu þiggj- andi annarra stofnana hér á landi. „Það er mikilvægt að feta brautir sem ekki hafa verið farnar áður, við viljum að Listasafnið á Akur- eyri bæti við myndlistalíf í landinu," sagði Haraldur Ingi. Söguleg tenging Söguna sagði hann styrkja mjög samstarf Akureyringa og Dyflinarbúa, staðirnir hefðu augljósa sögulega tengingu en í því sambandi vísar hann til þess er Helgi Magri sigldi út úr Dyflinarhöfn í byijun 10. aldar og hélt skipi sínu til Eyjafjarðar og nam land við Kristnes þar sem nú er Akureyri. Eyvindur Austmaður faðir Helga Magra var af norrænum mönnum komin, en settist að í Dyflini með írsku kon- Nýjar braut- ir fetaðar Málverk eftir James Hanley ungsdótturinni Raförtu, dóttur írska konungs- ins Kjarvals. „Söguleg tenging af þessu tagi er nytsamleg þegar færa á rök fyrir samskipt- um af þessu tagi,“ sagði Haraldur Ingi og bætti við að það væri þjóðaríþrótta íslendinga að deila um uppruna sinn, eins og gilti um aðrar þjóðaríþróttir væri engin ástæða til að komast að endanlegri niðurstöðu. „En margir fræðimenn hafa haldið því fram að stór hluti þeirra sem býggðu ísland í öndverðu hafi ver- ið af keltneskum uppruna." í fyrstu vakti fyrir forstöðumanni Lista- safnsins að setja upp írska myndlistarsýningu, en hann komst að því í viðræðum við m.a. Viðar Eggertsson leikhússtjóra Leikfélags Akureyrar að fleiri voru með hugann við Ir- land. Hugmyndin varð þannig viðameiri og útkoman sú að úr varð írsk hátíð með fjöl- breyttri dagskrá. „Ég hef líkt hátíðinni við ákveðna tegund samkomuhalds sem kallast samanburðaröl, en þá færa gestirnir með sér til veislunnar rétti til að gleðja sjálfan sig og aðra. Sameiginleg tímasetning og þátttaka ræður því að úr verður þessi hátíð,“ sagði Haraldur Ingi. í fyrri viku heimsóttu ferðamálayfirvöld Dyflinar Akureyri heim, en þá var tekið nokk- urs konar forskot á sæluna, en hin eiginlega írska hátíð hefst á þeim hádramatíska degi föstudeginum 13. október. Hátíðin verður sett við athöfn í Listasafninu á Akureyri og mun Bjöm Bjamason menntamálaráðherra setja hana og opna jafnframt sýningu þriggja mynd- listarmanna, þeirra Jackie Stanley, Guggi, og James Hanley, en auk þeirra sýnir myndlista- hópurinn The Curfew Press nútímahandritið A Bible of Dreams. Leikfélag Akureyrar frumsýnir svo um kvöldið nýja leikgerð írans Michael Skott á hinum klassíks meistaraverki gotnesku hryll- ingssagnanna Drakúla. A laugardag verður oþinn fundur með írsku listamönnunum í Deiglunni en hann hefst kl. 14.00 og á sunnudag mun Fjölvi kynna nýút- komna bók um Dyflini og Irland eftir Sigurð A. Magnússon í Deiglunni. Næsta helgi, 20. til .22. október, verður til- einkuð írskum bókmenntum með upplestrum, fyrirlestrum og umræðum. Sigurður A. Magn- ússon ræðir þá m.a. um James Joyce og þýð- ingu sína á Odysseyfi. Irsk krárastemmning Veitingastaðir og hótel munu leggja sitt af mörkum til að skapa írska stemmningu næstu daga. Þannig verða írskir réttir á boðstólum á nokkrum veitingahúsum, Bautanum, Greifan- um, Karólínu og Setrinu en þessir staðir bjóða einnig upp á írska tónlist og slíkt verður einn- ig uppi á teningnum á Pollinum, Odd-vitanum og Hótel KEA þar sem írsk kráarstemmning ræður ríkjum á næstunni. Þá verða nokkur hótel og gististaðir með gistitilboð í gangi fyr- ir þá sem sækja vilja bæinn heim og upplifa hið írska andrúmsloft á Akureyri meðan á hátíðinni stendur. „Ég vona að þetta laustengda samband margra aðila í bænum sem skapast hefur í kring um írsku dagana eigi eftir að bera ávöxt í framtíðinni," sagði Haraldur Ingi „því þó list sé að sjálfsögðu mest virði í sjálfu sér er hún órjúfanlegur partur af samfélaginu og ég vona að menn átti sig á því að listir geta verið í forystu um samskipti af þessu tagi, þeir fjár- munir sem varið er til lista skila sér margfalt til baka.“ Fyrirlestur í Nýlistasafninu ÞÓRÐUR Ben Sveinsson Morgunblaðið/Kristinn „Um eðli fegnrðar“ ÞÓRÐUR Ben Sveinsson myndlistarmaður heldur fyrirlestur um eðli fegurð- ar í Nýlistasafninu, Vatnsstíg 3b, í dag föstudag kl. 20.30. í fyrirlestrinum verður fjallað um spurninguna hvert sé eðli fegurðar og hvort skilgreining á því hafí einhveija þýðingu fyrir líf, menningu og list. „Dregin. verður upp einfölduð mynd af þeim hugmyndum sem maðurinn hefur gert sér af eðli heimsins og stöðu og eðli fegurðar. Fjallað verður um hver sé virkni þess- ara hugmynda á innri og ytri veruleika lífs og menningar," segir í kynningu. Þórður Ben er staddur hérlendis sem gestakennari í boði íjöltækni- deildar Myndlista- og handíðaskóla íslands. Hann hefur verið búsettur í Þýskalandi í 25 ár en dvalið á Spáni tvö undanfarin ár. Þórður Ben var einn af stofnendum SUM- hreyfingarinnar á íslandi en hefur lítið starfað á íslandi síðan hún var og hét. Þó má geta stórrar yfirlits- sýningar sem haldin var á verkum hans á Kjarvalsstöðum 1981. Síð- asta sýning hans hérlendis var í Hlaðvarpanum 1986. Auk fyrirlestursíns í Nýlistasafn- inu heldur Þórður þijá fyrirlestra í Myndlista- og handíðaskólanum um eftirfarandi efni; Nemandinn, stofn- unin, menningin, Um kenningu módernismans í byggingarlist. Fyrirlesturinn er öllum opinn og aðgangur ókeypis. Austur- ríkismenn í Nýlista- safninu SÝNINGU austurrísku mynd- listarmannanna Erwins Bo- hatsch, Wolfgangs Pavlik, Ingeborgar Strobl, Josefs Trattner, Hans Wigand, Erichs Praschak og Erwins Wurm í Nýlistasafninu lýkur um helg- ina. Síðasti sýningardagur er sunnudagurinn 15. októrber. Sýningin er opin daglega frá kl. 14-18. Verd:1 .395.000 kr. á götuna Gagnrýnendur eru á einu máli um ágæti nýja Hyundai Elantra og viðbrögð almennings hafa verið í samræmi við það. Nýr „Frá grunni, laglega hannaður og vel búinn“ 2) Öruggur ,,....þá hefur við hönnun einnig verið lögð áhersla á öryggið.".... I) Nýja vélin er sprækari „Eitt helsta tromp Elantra er nýja „beta“ vélin.“ „í raun má því segja að þessi nýja vél sé einstaklega vel heppnuð fyrir þennan bfl.“ 2) Snotur að innan „Þegar sest er inn verður flest til ánægju...." 1) Vel búinn „Þetta er vel búinn bfll og þess verður strax vart um leið og sest er inn.“ 2) „Búnaður er nokkuð ríkulegur, samlæsingar, rafstilling hliðarspegla, útvarp og rafmagnsrúður" 1) Góður kostur „í heild verður að segja að þessi nýja Elantra er allgóður kostur á þeim harða markaði sem íslenskur bflamarkaður er nú.“.... 2) „.... þetta er vel búinn bfll sem býður af sér góðan þokka, fullvaxinn bfll í millistærðarflokki, og ekki sakar að útlitið er í góðu lagi. “2) l)Mbl. 17. september. - 2)D.V. Bflar 25. september.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.