Morgunblaðið - 13.10.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 13.10.1995, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 1995 VIÐSKIPTI MORGUN BLAÐIÐ Staðsetning álvers Columbia Aluminium skýrist í árslok Aðildin að EES styrkir stöðu íslands Þeir Þorsteinn Siglaugsson, Einkaklúbbnum, Atli Örn Jónsson og Sigurður Jónsson, Eurocard, Guðmundur Guðlaugsson, Einka- klúbbnum og Bergsveinn Samsted, Eurocard gengu frá samningi fyrirtækjanna. Eurocard semur við Einkaklúbbinn Atlaskorthafar fá aðild EUROCARD á Íslandi hefur geng- ið frá samningi við Einkaklúbbinn sem veitir öllum korthöfum ATL- AS-kreditorta fulla aðild að klúbbnum án sérstaks aukagjalds fyrir korthafa, að því er segir í frétt. Einkaklúbburinn er einn stærsti fríðindaklúbbur hér á landi og hefur starfað síðan 1992. Klúbbfé- lagar eru nú um 11 þúsund. Klúbb- urinn veitir félögum 10-50% af- slátt af vörum og þjónustu fyrir- tækja um alit land og hefur sér- stök áhersla verið lögð á þarfir ungs fólks í þessu sambandi. Fjöldi veitinga- og skemmtistaða bjóða klúbbfélaga velkomna. Nýlega gerði Einkaklúbburinn samninga fyrir félaga sína við valda veitingastaði í Dublin á ír- landi og ráðgert er að slíkir samn- ^Zr/s/cr TÍSKULITIRNIR HAUSTIÐ '35 ingar verði gerðir á fleiri stöðum erlendis þar sem íslendingar venja komur sínar. Þá segir ennfremur að Atlas- kortið og Einkaklúbburinn séu að hefja öflugt markaðsátak meðal ungs fólks og vænti sér mikils af þessu samstarfí. Sérstakur klúbb- ur sem Landsbanki íslands starf- rækir fyrri ungt fólk, Náman, sé einnig í nánu samstarfí við Euroc- ard og Einkaklúbbinn. FYRRI stofnfundur Þýsk-íslenska verslunarráðsins var haldinn í gær í húsakynnum Verslunarráðs ís- lands. Auk Verslunarráðs stóðu þýska sendiráðið hér á landi, ís- lenska sendiráðið í Bonn og Útflutn- ingsráð íslands að stofnun ráðsins. Það mun fá aðstöðu á skrifstofu Verslunarráðs og verður fljótlega ráðinn sérstakur framkvæmdastjóri í hálft starf. Herbert Guðmundsson, félags- málastjóri Verslunarráðs, sagði í samtali við Morgunblaðið að hinu nýja ráði væri ætlað að miðla upp- lýsingum, aðstoða félagana eftir þörfum og vinna að ýmiskonar mál- um sem gætu aukið viðskipti land- anna. Hann sagði að búist væri við fjárhagslegum stuðningi frá þýska verslunarráðinu sem myndi væntan- lega gera kleift að ráða fram- kvæmdastjóra í fullt starf í náinni framtíð. „Það eru gríðarlega miklir möguleikar á auknum viðskiptum landanna. Tengingin við þýska verslunarráðið tengir okkur einnig við önnur sambærileg verslunarráð um allan heim sem eru á sjöunda tug talsins. Menn einblína mjög á ýmis tækifæri Sem skapast með þessu.“ KOSTIR íslands hvað varðar stað- setningu álvers Columbia Alumi- nium Corp. eru íjölmargir, að sögn James F. Hensels, yfirmanns nýrra verkefna hjá fyrirtækinu. Hann segir hins vegar að endanleg ákvörðun muni ekki liggja fyrir fyrr en í lok þessa árs. Meðal þeirra kosta sem hann nefnir er aðild íslands að evrópska efna- hagssvæðnu. Aðildað EES kostur „Helstu kostimir við ísland sem valkost í stöðunni eru að landið getur framleitt mjög mikið magn raforku. Starfsfólkið er vel mennt- að og landið er aðili að evrópska efnahagssvæðinu," segir Hensel. Hann segir síðastnefnda kostinn skipta talsvert miklu máli þar sem tollar á áli inn á Evrópumarkað ,séu nú u.þ.b. 6% og áætlanir fyrir- tækisins geri ráð fyrir því að fram- leiðslan muni að stórum hluta fara á Evrópumarkað. Viðræður við hérlenda aðila að undanförnu hafa gengið vel að Fundurinn samþykkti að mæla með því að Max Adenauer, konsúll íslands í Köln, yrði valinn sérstakur heiðursformaður ráðsins. í stjórn voru kjörnir Páll Kr. Pálsson, fram- sögn Hensels. „Við höfum staðið í viðræðum við Markaðsskrifstofu iðnaðarráðuneytisins og Lands- virkjunar og munum halda þeim viðræðum áfram samhliða því sem við erum að skoða aðra mögu- leika. Við erum að reyna að hraða þessum málum eins og unnt er, enda viljum við geta hafið fram- kvæmdir við byggingu álversins sem fyrst. Það eru hins vegar margar hindranir í vegi okkar enn en ég vonast til þess að við getum komist að niðurstöðu fyrir árslok.“ Venesúela með lægsta raforkuverðið Hensel segir íslendinga vera samkeppnishæfa í raforkuverði, miðað við hin löndin þijú, en þeir séu þó ekki lægstir. „í Oman myndum við nota gas til að fram- leiða rafmagn fyrir álframleiðsl- una og það yrði því dýrari kostur en á Islandi. Hins vegar er ríkis- stjórnin þar tilbúin til þess að út- vega fjármagn. í Venezuela er raforkuverð lægra en á íslandi, en í Kanada er það mjög svipað." kvæmdastjóri Sólar, Kristján Hjaltason, forstöðumaður skrifstofu Eimskips í Hamborg, Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, og dr. Christian Roth, forstjóri ísal. Alls Eins og fram hefur komið í fréttum hefur Columbia Alumi- nium óskað eftir því að umhverfis- mat verði unnið vegna mögulegrar staðsetningar álvers með 60 þús- und tonna framleiðslugetu í ná- grenni Járnblendiverksmiðjunnar að Grundartanga. Hensel segir að heildarkostnaður við byggingu þessarar verksmiðju sé áætlaður 160 milljónir dollara eða liðlega 10 milljarðar króna og muni hún skapa um 200 manns atvinnu þeg- ar hún kemst í gagnið. Columbia Aluminium rekur nú þegar eitt álver í Washington og er fram- leiðslugeta þess um 165 þúsund tonn á ári. Velta fýrirtækisins á síðasta ári var, að sögn Hensels, u.þ.b. 450 milljónir dollara, eða sem nemur ríflega 29 milljörðum króna. I dag starfa um 1.400 manns hjá fyrir- tækinu. Hensel segist vera spenntur fyr- ir Islandi sem valkosti og er ánægður með þær viðræður sem fram hafa farið. Hann ítrekar þó að engin ákvörðun liggi fyrir enn. hafa 86 aðilar skráð sig sem stofnfé- laga ráðsins. Síðari stofnfundurinn | verður haldinn í Hamborg þann 27. október nk. og er búist við því að ’ 30 manns fari héðan á þann fund. I Þýskt-íslenskt verslunarráð sett á stofn Stóraukin markaðstækifæri FRÁ stofnfundi Þýsk-íslenska verslunarráðsins, f.v. Páll Kr. Pálsson, framkvæmdastjóri Sólar hf., Dr. Alexander Albrich, viðskiptafulltrúi þýska sendiráðsins, Hellmut Schatzschneider, sendiherra Þýskalands, Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, Einar Sveinsson, formaður Verslunarráðs, og Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdasljóri Verslunarráðs. LAUGAV E G1 B SlMI SSI 44SS Jean Paul Eaullier, Yahji Yamamoto, Dolce & Eabbana, Iceberg, Saki, Benetlon, Filtenborg og Ileiri Sýningí Portúgal kynnt > IÐNTÆKNISTOFNUN efnir til j kynningar á Grand Hótel í dag 13. ' október kl. 12-13.00. Þar verða veitt- ar upplýsingar um sýninguna, Euro- partenariat, sem fram fer í Portúgal 24.-25. nóvember. Á sýningunni kynna 400 portúgölsk fyrirtæki vör- ur sínar og samstarfsmöguleika. Europartenar er ekki hefðbundin vörusýning heldur eru skipulagðir fundir með fulltrúum portúgölsku j fyrirtækjanna fyrirfram. Þátttakend- t um gefst kostur á að kynnast fyrir- tækjunum í tölvubánka eða riti sem I gefið verður út.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.