Morgunblaðið - 13.10.1995, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 13.10.1995, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERIIMU FRÉTTIR: EVRÓPA Morgunblaðið/Þorkell ÞORSTEINN Pálsson á setningu aðalfundar Landssambands smábátaeigenda í gær. Sj ávarútvegsráðherra tilbúinn til viðræðna við smábátaeigendur ÞORSTEINN Pálsson, sjávarútvegsráðherra, lýsti sig reiðubúinn til viðræðna um lagfæringar á gildandi lög- gjöf um fiskveiðistjómun smábáta, en sagði að það yrði þó að vera undir þeim heildarramma sem settur hefði verið. Hann nefndi nokkur atriði sem mætti færa til betri vegar, en sagði að ef smábátaeigendur vildu frekar fara í stríð en vinna að sameiginlegri lausn málsins setti það óhjákvæmilega strik í reikninginn. Arthur Bogason segist fagna því að sjávarútvegsráð- herra sé reiðubúinn til viðræðna. Það verði þó að koma fram á aðalfundi sambandsins hver vilji smábátaeigenda sé. Ráðherra fús til viðræðna um lagfæringu á sjö atriðum „Ég held að það sé eigi að vera hægt að gera lagfær- ingar á gildlandi löggjöf," segir Þorsteinn Pálsson, um þá gagnrýni sem komið hefur fram hjá smábátaeigendum á gildandi fískveiðistjómunarkerfí. „Við verðum hins vegar að beygja okkur undir þarm heildarramma sem settur hefur verið. í ræðu minni fór ég yfír ýmis atriði sem ég varð var við í samtölum við trillusjómenn, sem færa mætti til betri vegar.“ Þorsteinn segist vera tilbúinn til viðræðna um þau atriði og ef menn nái saman eigi að vera hægt að ná fram breyting- um á yfirstandandi þingi. í ræðunni tiltók hann sjö atriði sem hann væri reiðubú- inn til viðræðu um. í fyrsta lagi hvað varðaði úreldingará- kvæðin ætti að gefa þeim sem ekki hefðu haft þessar veiðar að lífsviðurværi færi á því að fara út úr kerfinu án fjárhagslegs skaða. Jafnframt að flötur gæti verið á því að leyfa framsal á þorskaflahámarki innan kerfísins. í öðm lagi nefndi hann að fastir banndagar væru ekki í samræmi við meginreglu róðrardaga- eða þorskaflahá- markskerfisins. í sambandi við róðrardagakerfið sagði hann að eftirlitsþátturinn væri vandamál, en fjareftirlit yrði vísast ekki tilbúið áður en það gengi í gildi 1. febr- úar. Hvað snerti þorskaflahámarkskerfið sagði hann að auðveldara væri að breyta lögum um banndaga. í þriðja lagi nefndi Þorsteinn að færsla daga yfir á sumarið 1996 yrði leyfð og það hefðu aðeins verið tækni- leg mistök að leyfa ekki færsluna fyir sumarið 1997. Hann sagði í fjórða lagi að það væri vissulega ákveðið réttlætismál að þeir sem misstu báta sína, þyrftu ekki að úrelda tvöfalt til að endurnýja. Samtöl árangursríkari en stríð Þá nefndi hann deilur um það hvernig líta bæri á sólarhring í reglugerð um útfærslu á sóknardögum. Það væru gild rök að menn færu á sjóinn að degi til í slæmu veðri í þeirri von að því slotaði um kvöldið. Þá væri hart að Jxiir þyrftu að skila sér inn fyrir miðnætti. I sjötta lagi sagðist hann vera til viðræðu um gildandi lög um skiptingu í flögur tíma- bil, hveiju með ákveðnu hlutfalli aflahámarks, sem hugsað hefði verið til þess að varðveita veiðimynstur milli iandssvæða. Loks sagði hann að frekari takmörkun á línuveiði væri inni í myndinni. Þetta væri þó allt undir því komið hvort smábátaeigendur vildu finna lausn með samtölum um þessi atriði eða stríði um önnur atriði sem tafið gætu úrlausn mála. Menn eiga að geta náð saman „Ég hlýt að fagna því að sjávarútvegsráðherra er til í viðræður við okkur,“ segir Arthur Bogason. „Síðan verður að koma í ljós hversu langt við náum í þeim við- ræðum. Við erum hér á miðjum aðalfundi, þannig að það er útilokið fyrir mig í sjálfu sér að gera neinar áætlanir um það hvaða áherslur við leggjum." Hann segir að um tvennt sé að velja: „Annars vegar að hjóla í þetta allt saman og lýsa því yfir að við viljum. þessi kerfi burt sem eru í gangi og nýtt í staðinn. Hins vegar getum við farið þá leið að ná fram breytingum á núgildandi lögum með það að augnamiði að menn geti verið sæmilega sáttir. Það er aðalfundarins að skera úr um þetta og hann verður náttúrlega að skera úr um það hver pólitíska staðan er. Hvort liklegt sé að við náum fram algjörum kerfisbreytingum og það sé líklegra en hitt að það sé jarðvegur fyrir breytingar þannig að menn geti unnið eftir lögunum. Arthur segir að menn eigi að geta náð samstöðu þrátt fyrir ólíka hagsmuni: „Það er nú svo sérkennilegt og reyndar skemmtilegt í leiðinni að smábátaeigendur hafa ekki alitaf iátið sína eigin hagsmuni ráða ferð- inni, langt frá því. Ég bendi á að Landssambandið lá undir ámæli á slnum tíma fyrir að vinna eingöngu fyr- ir krókamenn. Þegar það iá undir hvað mestri gagnrýni hvað þetta varðaði voru 12 af 14 stjórnarmönnum Landssambands- ins í aflamarkinu. Þannig að það var mjög greinilegt þar að menn höfðu víðsýni til að sjá þetta sem heildarat- vinnuveg, en ekki nákvæmlega rétt út fyrir borðstokk- inn hjá sjálfum sér.“ Samstaða er okkar eina vopn „Samstaða er okkar eina vopn,“ ságði Arthur Boga- son í setningarræðu sinni á aðalfundi Landssambands smábátaeigenda í gær. Þar kom fram að 10 ár væru liðin frá stofnun sam_- bandsins og margt hefði náðst fram á þeim tíma. Á fyrsta ári kvótakerfisins árið 1984 hefðu 890 smábátar veitt 17 þúsund tonn af þorski af 280 þúsund tonna heildarafla, eða um 6% þorskaflans. í fyrra hafi hins vegar 1500 smábátar veitt u.þ.b. 45 þúsund tonn af þorski af tæplega 180 þúsund tonn heildarafla eða ríf- lega 25% heildaraflans. Hann kvartaði undan því að þrátt fyrir að á þessum tima hefði margt náð fram að ganga í réttindabaráttu smábátaeigenda, væri ennþá langt í land. Smábátaéig- endur greiddu t.d. tryggingagjald til hins opinbera, sem meðal annars væri ætlað að standa straum af atvinnu- leysisbótum, en hefðu þó ekki rétt á atvinnuleysisbótum sjálfir. Auk þess væri stór hluti smábátaeigenda skikkaður af stjórnvöldum í allt að tveggja mánaða atvinnuleysi í formi banndaga. Þá sagði hann óþolandi hið mikTa misrétti sem smá-_ bátaeigendur þyrftu að þola á lánamarkaðinum. Á sama tíma og kaupleigur og skammtímalán væri sá kostur sem smábátaeigendur þyrftu að búa við hefði stórút- gerðin haft langtímalánasjóðina út af fyrir sig ásamt því að bjóðast sérstök útgerðarlán í bönkum. Hann skoraði á sjávarútvegsráðherra ,að gera eitthvað í máli þeirra báta sem verst allra fóru út úr þorskskerðingunum vegna óhagsstæðrar samsetningar þorskígilda: „Sú aðgerð myndi kosta sáralitlar aflaheimildir og fé en hér er hinsvegar um hreinræktað réttlætis- og sanngirnis- mál að ræða. Hann sagðist hafa átt von á því, eftir fögur fyrirhe- it stjórnmálamanna í síðustu kosningabaráttu og eftir að hafa skoðað verkefnaskrá ríkisstjórnarinnar, að lög- fest yrði eitt heilstætt sóknar- eða róðrardagakerfi fyr- ir smábátaflotann, leyfilegur afli yrði aukinn og komið í veg fyrir látlausa afkastaaukningu innan kerfisins. Hann gagnrýndi mjög þá valkosti sem smábátaeig- endum var boðið upp á: „Annars vegar tímabilaskiptu róðrardagakerfi Iöðrandi í banndögumn og hinsvegar þorskaflahámarki með að jafnaði 40 prósenta skerðingu í veiði og 136 banndögum í kaupbæti." „Samstaða er okkar eina vopn“ Santer segir áróð- ur brezka íhalds- ins „skrípalegan“ Brussel, Blackpool. Reuter. JACQUES Santer, forseti fram- kvæmdastjórnar Evrópusam- bandsins, telur áróður andstæð- inga ESB á flokksþingi brezka íhaldsflokksins í Blackpool „skrípalegan“ og „aumkunarverð- an“ að sögn talsmanns forsetans, Joao Vale de Almeida. De Almeida hafði eftir Santer á blaðamannafundi að honum fynd- ust tilraunir ákveðinna stjórnmála- manna innan Ihaldsflokksins til að skálda upp pólitíska ófreskju í Brussel í því skyni að geta barið á henni í ræðum sínum, aumkunarverðar. Bardagi við vindmyllur „Herra Santer finnst skrípalegt að haga sér með þessum hætti til þess að öðlast athygli í stjómmálum og fjöl- miðlum," sagði de Al- meida og bætti við að stjómmálamennimir, sem hann nafngreindi ekki, væru að beijast við vindmyllur. Fulltrúar á þingi íhaldsflokksins risu úr sætum, klöppuðu og stöppuðu, er Michael Portillo varnarmálaráðherra hélt ræðu á fyrsta degi þingsins, sem var afar . andsnúin Evrópusam- bandinu. Portillo sagði að Bretland myndi aldrei leyfa „Brussel“ að ráða stefnu sinni í varnarmálum og að brezkir „hermenn, sjóliðar og flugliðar [væru] reiðubúnir að fórna lífi sínu — fyrir Bretland, ekki fyrir Brussel. Af hálfu framkvæmdastjómar Evrópusambandsins er lögð áherzla á að engar líkur séu á að Evrópuher verði komið upp að lok- inni ríkjaráðstefnu ESB á næsta ári. Ekki sé heldur líklegt að stofn- anir í Brussel muni skipta sér af ákvarðanatöku í hermálum. Gagnrýni innan flokks og utan Málflutningur Portillos og ann- arra andstæðinga ESB hefur mætt gagnrýni innan Ihaldsflokksins sjálfs. Ýmsir þingmenn flokksins sökuðu varnannálaráðherr- ann — sem þeir töldu tala með a.m.k. þegj- andi samþykki Johns Major forsætisráð- herra — um að gefa ábyrgðarlausar yfir- lýsingar um Evrópu- mál í því skyni að efla flokksandann. Edwina Currie, fyrrverandi heilbrigð- isráðherra, sagði um- mæli Portillos „óábyrg og vansæm- andi.“ Anne Mclnt- osh, sem situr á Evrópuþinginu fyrir íhaldsflokkinn, sagði ræðu ráðherrans „alvarlega móðgun". Tony Blair, leiðtogi Verka- mannaflokksins, segir í viðtali við The European að bandamenn Bret- lands í Evrópu væru klumsa yfír yfirlýsingum forystumanna íhalds- flokksins. „Þeir spyija nú hvort Ihaldsflokkurinn sé í raun fulltrúi brezkra skoðana. Er Bretland orðið land öfgaþjóðernishyggju?" sp)T Blair. Jacques Santer. Frökkum ekki sett tímamörk • FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópusambandsins hyggst fara fram á það á nýjan leik við frönsku stjórnina að hún veiti upplýsingar um kjarnorkutil- raunir sínar í Suður-Kyrrahafi. Jacques Santer, forseti fram- kvæmdastjórnarinnar, segir að Frökkum verði þó ekki sett tíma- mörk til að skila upplýsingunum. Framkvæmdasljórnin myndi hins vegar taka „skýra afstöðu“ um það hvort gripið yrði til refs- iaðgerða gegn Frökkum fyrir næsta fund Evrópuþingsins, sem verður 23. október. • FRUMVARP hefur verið lagt fram á Bandaríly'aþingi um að Bandaríkjastjórn geti gripið til refsiaðgerða gegn ríkjum, sem verzla við Kúbu. Talið er að frumvarpið eigi að fæla ESB frá því að efna til viðræðna um nán- ari tengsl við Kúbustjóm. Ráð- herraráð ESB, undir forsæti Spánar, hefur lýst vanþóknun sinni á frumvarpinu. • ÞINGMENN úr röðum stjórn- arflokkanna í Þýzkalandi og RPR, UDF og Sósíalistaflokksins hafa hvatt til þess að komið verði á fót embætti forseta Evrópu- sambandsins, sem yrði æðra sett- ur en forseti framkvæmdasljórn- arinnar og formaður ráðherrar- áðsins. í tillögu þingmannanna er gert ráð fyrir að leiðtogar aðildarríkjanna myndu kjósa for- setann til þriggja ára, en eftir það myndi Evrópuþingið kjósa í embættið. Forsetinn yrði fulltrúi ESB út á við. Sænskur sjávarút- vegnr fær FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópu- sambandsins hefur samþykkt styrki við sænska sjávarútveginn, sem nema 40 milljónum ecu á næstu fimm árum, eða 3,3 milljörðum ís- lenzkra króna. Þetta kemur fram í stjórnartíðindum sambandsins. Styrkirnir skiptast þannig að fjórar millj. ecu fara til þess að jafna sókn á miðin, 12 milljónir til end- urnýjunar og tæknivæðingar flot- ans, 5,1 milljón til fiskeldis, 1,9 milljónir til fiskvemdar, 2,2 milljón- 3 milljarða ir til hafnarframkvæmda, níu millj- ónir til framleiðslu og markaðssetn- ingar sjávarafurða, 2,2 milljónir til kynningar á sjávarafurðum og 3,6 milljónir til annarra verkefna. Heildarstyrkir 10 milljarðar Að meðtöldum styrkjum frá sænsku ríkisstjórninni mun sænsk- ur sjávarútvegur fá framlög að upphæð 115,9 milljónir ecu, eða hátt á tíunda milljarð íslenzkra króna, á næstu fimm árum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.